Ísafold - 26.01.1895, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.01.1895, Blaðsíða 3
15 Jeg þekki engan ungan mann, er veit eins mikið og hann, og jeg hygg að enginn rússn- eskur stúdent sje betur að sjer í sögu Eúss lands. En bóklesturinn heflr gert hann óframfærinn og hann hefir ekkert lag á að láta á sjer bera — hann heflr erft feimn- ina af henni móður sinni, enda eru þau allt af saman, mæðginin. Ovinir keisara- frúarinnar við hirðina kalla hann »dreng- inn hennar mömmu sinnar«. Það mun vera mikið hæft í því. Það er móðir haus, sem langmestu hefir ráðið um uppeldi hans. Þegar hún kom ti) Rússlands, fann hún hvervetna meðal keisarafólksins menjar hins venjulega hirð- mannlega uppeldis. ■ . Hún einsetti sjer, að ala sjálf upp börnin sín. Það var hið eina mál, er hún áskiidi sjer að hafa afskipti af. En um fram allt bar hún eizta son sinn, keisaraefnið, fyrir brjósti. Enginn kennari var ráðinn handa honum nema hún hefði haft áður nákvæm- ar spurnir af högum hans og öllu hátterni. Hún hafði nákvæm afskipti af, hvernig sonur hennar verði timanum. Það, sem helzt var að þessu uppeldi, er, að það hefir stíað keisaraefninu heldur mikið frá öllum nema foreldrum hans, systkinum hans og bókunum hans. Það er mælt, að í hóp frændsystkinanna á Fredensborg á sumr- um hafi hann verið kallaður »lestrarhest- urinn« og að hann hafi löngum setið með bók úti í Marmaralundi, þegar hitt unga fólkið var að leika sjer og skemmta á ýmsa lund úti við: sigla, ríða eða skeiða á hjól- hestum. En þó að hann sje feiminn í framgöngu> er mælt, að hann geti verið mikið einbeitt- ur og ókvalráður. Það gekk sú saga i Ejetursborg, og trúðu kunnugir henni þar, að þegar hann var búinn að yfirfara Eúss- landssögu, hafi hann sagt við kennara sinn: »Nú erum við þá búnir með Rússlands sögu eins og stjórnin lætur segja hana. Nú skulum við taka til við sannieikann«. Það er mein um hann, hvað lítið sópar af honum, og kemur sjer það sízt vel við herinn; enda hefir hann aldrei lagt mikinn hug á hernaðarvísindi. Það er og ólík legt, að friðinum standi mikill háski af þjóðhöfðingja, sem er ekki meiri hermað- ur en Nikulás keisari II. er. Sjónleikir. Hellismennirnir (eptir Indr. Einarsson), er leiknir hafa verið hjer nú 3 síöustu kvöldin samfleytt, hafa það fram yfir guðspjöilin, sem kerlingin þráði mest: að þar skortir eigi bardagana. Leikurinn er ortur út af mikið þjóðlegri útilegumanna- sögu og efnið þvi vel valið »fyrir fólkið«, enda skotið inn í það ástaræfintýri, sem jafnan kemur sjer vel. Þorri áheyrenda. þýðist og vel mjúklegt ástarhjal og mál göfugra tilfinninga og háleitra hugmynda eins og það er eða var haft hjá skáidum annara þjóða t. d. á fyrra hluta þessarar aldar, og er ekki að rekistefnast í því, hvort líkt muni hafa verið hugsað og tal að hjer uppi á Grímstungnabeiði á 14. öld. Sömuleiðis meiri skemmtun að heyra sung- ið þar margraddað af nútiðar kunnáttu en misjafnlega kveðið aö þeirrar aldar sið, og meira augna-yndi að sjá íslenzka úti- legumenn ganga í hirðmanniegum skar- latsklæðum og með skygða hjálma og brynjur en í ljótum úlpum og sauðafeldum. Einnig ánægja að sjá útilegumenn í Surts helli fyrir 5 öidum miklu betur sápu- þveg'na og rakaða en nú gerist annarsstað- ar en meðal heldra fólks í kaupstöðum. Leiktjöld mikið faileg, Vopnalág og Surts hellir m. m., eptir Sigurð heit. málara. Guðmundur bóndason frá Kalmanstungu, oddviti bygðamanna í aðförinni að Hellis- mönnum, er mikið vel leikinn, af höf. sjálf- um. Fjögramaki sömuleiðis dágóður, og jafnvel fleiri Heilismenn Hefir leikur þessi verið allvel sóttur undanfarin kvöld og verður það að vonum nokkur kvöld enn. Baðstofnun í Reykjavik. Hjer var stofnað nýtt hlutafjelag 21. þ. m., Baðhús- fjelagið í Reykjavik, er þeir voru fyrstir og helztir frumkvöðlar að, Guðbr. Finn- bogason konsúll og Guðmundur læknir Björnsson (millibilskennari við læknaskól ann), í því skyni að afla höfuðstaðnum einna af almennum þægindum meðal sið- aðra þjóða, er hann hefir iengi þarfnazt, en það er baðhússtofnun fyrir aimenning, þar sem menn geti laugað sig í heitu vatni og köldu, kerlaug eða með steypibaði m. m. á öllum árstímum. Hafði boðs- brjef um það mál, útgefið fám dög- um áður af fyrnefndum mönnum og 4 öðrum (3 læknum og B. J. ritstj.) feng- ið svo góðar undirtektir, að helmingi fleiri skrifuðu sig á það en farið var fram á upphaflega, eða 56 alls, með 25 króna hlut hver. Lög voru samþykkt á fundin- um og kosin stjórn: Guðbr. Finnbogason (fjehirðir), Guðm. Magnússon læknaskóla- kennari, Björn Jónsson ritstj. (skrif.), dr. J. Jónassen og Guðm. Björnsson læknir (formaður). Húsnæði hefir fjelagsstjórnin leigt til bráðabirgða í noröurendanum á Prentsmiðjuhúsinu gamla í Aöalstræti, rjett hjá aðalbrunni bæjarins, og er ætlazt til, að allt verði komið þar í lag og baðhús- stofnunin þar nfeð á legg um mánaðamótin marz—apríl þ. á. En vitaskuld væri hin mesta nauðsyn á að fjelagið kæmi sjer sem fyrst sjálft upp almennilegu baðhús næði á hentugum stað; en til þess þarf miklu meira fje heldur en kostur er á að svo stöddu. Kírbjublaðið V, 2: Kvöldsálmur V. B. — Hulinn kraptur, þýtt. — TTm barnauppeldi. Br. J. —Henry Drummond, útg. — Safnaðaembættin í hinni elztu kristni m. m. Kbl. 5. árg., 16 innheptar arkir, auk Kristi- legra Smárita, fæst hjá flestum bóksölum og prestum landsins og útg. Þórh. Bjarnarsyni í Rvík. Kaupendur að 6. árg., sem borga fyrir fram beint til útg , fá allt sem út er kornið at Kbl. og Smáritum fyrir 1 kr., ef senda þarf, en 50a., ef það er aihent hjer. Um 100 hafa sætt þessu boði, og gengur þá fljótt á leitarnar. Óskemmd frímerki af Kbl. kaupast háltu verði (sjá Kbl. IV, 13). — 76 arkir fyrir 2 kr. — Hiis til sölu. Lítið steinhús við Laugaveg nr. 32 ásamt góðum matjurtagarði og y8 dagsl. erfða festulandi er til sölu Irá 14. maí næstk. Ert'ðafestulandið fæst keypt sjerstakt, ef þess er óskað. Semja má við undirritaðan. Guðin. Guðinundsson, bæjarfógetaskrifari. Reikningur yflr tekjur og gjöld Fiskimannasjóðs Kjalarnes- þings 1894. Tek jur: 1. Eptirstöðvar 31. des. 1893: a. í lánum gegn fasteignar- veði.............kr. 7850,00 b. skuld hjá Þóroddi Bjarnasyni . . . . — ‘25, C0 c. í sparisjóði . . . . — 225,00 d. hjá reikningshaldara - 20 71 kr gl20 71 2. gjafir (andvirði fyrir safn úr slor- kössum í Reykjavíkurfjörum) . . _ 16 00 3. Vextir: a. af skudabrjefum . kr. 314.00 b. í sparisjóði . . ■ — 9.0C __ 323 0(; Samtaís kr. 8458,77 Gjöld: 1. Veittur styrkur (fylgiskj. 1-3) kr. 300,00 2. Fyrir auglýsing á reikningi sjóðs- ins o. fl. (fylgiskj. 3—6) . . . . _ 15,60 3. Eptirstöðvar 31. desember 1894 : a. í lánum gegn tasteignar- veði.............kr. 7850.00 b. skuld hjá Þóroddi Bjarnasyni ... — 25.00 c. í sparisjóði . . . — 268,17 _ 8143,17 Samtaís kr. 8458,77 Bæjarfógetinn i Reykjavík 5. jan. 1895. Halldór Daníelsson. Harinonium, gott og ódýrt, er til sölu hjá Jóni Laxdal bókhaldara. ---------- & segteNormal-Kaffe :iy (Fabrikken »Nörrejylland«), sem er miklu ódýrra, bragðbetra og hollara en nokkuð annað kaffi. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alla þá, sem telja til skulda i fjelagsbúi þeirra Stefáns Stefánssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur, er önduðust að Enniskoti í síðastliðnum ágústmánuði, að lýsa. kröfum sinum og sanna þær t'vrir skiptaráðandan- um lijer í sýslu áður en liðnir eru 6 mán- uðir frá síðustu birtingu innköllunar þess- arar. Þá er og skorað á erfingja hinna látnu, að gefa sig fram innn.n sama tíma. Skrifstofu Húnavatnssýslu 20. des. 1894. Jóh. Jóhannesson, settur. »LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR. fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vil.ja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg- ar upplýsingar. Bóka- og pappírssölubúð í safodarprentsmiðj u Austurstræti 8 hefir margskonar skrifpappír og ritföng nýfengin, svo sem skrautbrjefaefni, glans- mynda album, teiknibækur, býantsyddara, vasabekbyttur, tnagazínblýanta, brjefa- veski, reglustikur 0. fi. Bókbandsverkstofa ísafoldarprentsm. (Austurstr. 8) — bókbindari Þór. B. Þorláksson — tekur bækur til bands og heptingar. Vandað band og með mjög vœgu verði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.