Ísafold - 26.01.1895, Side 2
14
eyrarfjelaginu, samkv. ísaf., og í Fljóts-
dalshjeraösfjel., samkv. skýrslu í 60. tbl-
»Þjóðólfs« f. á., þar sem þessi gullvægu
orð standa: »Beztum verzlunarkjörum höfðu
menn sætt í pöntunarfjelagi Fijótsdalshjer-
aðs«(!!).
O*
?0
cr
P-
PT 7T
PT pr
w
o
Ifj
ö H
po
O*
© ^ CCN
$0-
g
CJ» "01
to co
: m"
íLp^
ö
oq
© ^
8 8 8 8
55' 50, je.
CO OT -4
w o o
8 8 8
w
wg
■d ö
^ Ö ©•
Af skýrslu þessari sjest, að verðið hjá,
Stokkseyrarfjelaginu er kr. 229,90 lægra
en hjá Fljótsdælingum, og að verð Kaup-
fjelags Reykjavíkur, sem verzlar hjer við
kaUpmenn, er kr. 371,67 lægra en verð
Fljótsdælinga.
Reiknaður í % verður munurinn þannig,
að Fljótsdælingar hafa orðið að gefa 13%
hærra fyrir sína vöru en Stokkseyrar-fje-
lagsmenn, og um 23% hærra en Kaup
ft'elag Reykjavíkur.
Þetta sýnir undarlegan mismun, sem
þyrfti skýringar við; er vonandi, að blað-
stjórar og þjóðfulltrúar þeir, sem halda
verz'un Zöllners & Co. á lopti, leiði full-
nægjandi rök fyrir, hvernig á því stendur.
Það eru iitlar líkur til þess, að verðlag
hjá sama umbodsmanninum þurfi að vera
miklu hœrra á vörum Fljótsdælinga en á
vörum Stokkseyrarfjelagsins, þar sem ha.fn-
ir á Austurlandi eru miklu betri en Stokks-
eyrarhöf'nin og frakt og vátrygging þar af
leiðandi ódýrari. Eins er það mjög líklegt-
að Zöllner & Co. kaupi í einu lagi inn
vörur á vorin fyrir öll fjelögin, þar sem
hann er vanur að fá pöntunarskrárnar frá
fjelögun.'rn snemma á árinu einmitt í því
skyni, að geta gert kaupin í einu lagi og
til þess að geta fengið flutningskostnaðinn
sem lægstan.
Kaup þau, sem Zöllner & Co gera fyrir
Fljótsdælinga og Stokkseyrarfjelagið, eru
g;jörð á fjelaganna ábyrgð, og eru þó
mijclu dýrari en verb kaupmanna hjer, sem
f ytja vörurnar inn í landið á sína ábyrgð,
og .verða að halda hjer hús og þjóna árið
nm kring, vega vörurnar jafnvel út í smá-
skörnmtum meðfram, bera þar af leiðandi
undirvikt sjálflr 0. s. frv.
Af því að sýnishorn af vörum Zöllners
& Co. eru ekki fyrir hendi, þá er ekki
hægt fyrir mig að dæma um verðið eptir
vörugæðum, en hið almenna álit er, að
vörur Zöllners & Co. sjeu að mun lalcari
en vörur þær, sem Kaupfjelag Reykjavík-
ur fekk, og vörur þær, sem* B. Kr. flutti
hingað síðastl. sumar; mun Zöllner & Co.
því ekki hafa neinn óhag af því, þó vöru-
gæðin sjeu ekki borin saman.
Þó innkaup Zöllners & Co. og umboðs-
verzlunaraðferð þeirra standi nú orðið æði-
nakin, þá væri samt æskilegt, að kaupfje-
lagsstjórar og deildarstjórar um iand ailt
gæfu nákvæmar skýrslur um innkaupsverð
hjá Zöllner & Co. á hinum ýmsu vöruteg-
undum síðastliðið sumar; væri og æskilegt.að
skýrslunum fylgdu sýnishorn af t. d. korn-
vörunum, svo bera megi saman vörugæðin.
Eins væri fróðlegt að fá skýrslu um sölu
Zöllners & Co. á saltfiski síðastliðið sumar,
sem kvað hafa misheppnazt á sumum stöð
um ekki síður en innkaupin.
Fyr mætti nú vera óheppni í innkaupum,
en ef svo slysalega skyldi vilja til, að
stórum munaði á innkaupsverðinu eptir
því, hvert varan œtti að fara,—hvort heldur
á þær hafnir hjer, þar sem reikningsverð
hjá kaupmönnum er í hærra lagi, eða á
þá staði, þar sem það er með lægsta móti.
Kaupfjelagsmaður.
Jarðræktarfjelag Reykjavíkur. Að-
alfundur Jarðræktarfjelags Reykjavíkur
var haldinn 19. þ. m. Forseti skýrði frá
framkvæmdum fjelagsins og jarðabótum
fjelagsmanna næstliðið ár, og nema þær
rúmum 2000 dagsverkum. Þúfnasljettur
voru fullir 12000 □ faðmar, eða um 12x/2
dagsláttu, nýir matjurtareitir voru 3374 □
f. eða hátt á 4. dagsláttu, varnargarðar^
tvíhlaðnir úr grjóti, námu 477 f., varnar-
skurðir 707 f., vatnsveitingaskurðir 845 f.
og lokræsi 180 f. Fimmtíu dagsverk og
þar yflr höfðu unnið: Pjetur úrsmiður
Hjaltesteð 213, Einar hótelhaldari Zoega
157 (2 undanfarin ár var hann hæstur
allra). Jóhann dómkirkjuprestur Þorkels-
son 120, Þórhallnr lektor Bjarnarson 74
Sturla kaupmaður Jónsson 61, Magnús úr-
smiður Benjamínsson 60, Tryggvi banka-
stjóri Gunnarsson 60 og Gísli Björnsson
bóndi í Laugarnesi 54. Fjelagsmenn voru
jafnmargir ogáriðáður, 106, og höfðu full-
ir 2 hlutir fjelagsmanna unnið að jarða-
bótum. Fjelagið átti í sjóði í árslokin 751
kr. 55 a. Gísli búfræðingur Þorbjarnarson
hafði sem undanfarið verið í þjónustu fje-
lagsins vor og haust. Fyrir notkun hesta
og verkfæra komu inn fullar 300 kr. á ár-
inu 1894, en fóður tveggja hesta varð fast
að 300 kr. yfir veturinn. Hver hestur hafði
unnið fullar 600 stundir þá 9 mánuði árs
ins (okt.—júní), sem fjelagið starfar. Plæg-
ing og herfing hafði farið fram hjá 18 fje
lagsmönnum, 99 stundir; ókeypis jarðabóta-
vinna, kostuð af fjelaginu, undir stjórn
búfræðings, hafði farið fram hjá 14
fjelagsmönnum 0g samtals verið unnin
72 dagsverk fyrir 171 kr. Árið 1895
skyldi varið til þess 300 kr.; njóta
vinnu þeirrar efnalitlir fjelagsmenn, sem
síður hafa not hesta og verkfæra 0g
jafnframt eru góðs maklegir af fjelagínu.
Af hálfu endurskoðanda var vakið máls
á því, að búfræðingur fjelagsins mætti því
að eins vinna hjá fjelagsmönnum, að sem
flestir fylgdu honum að verki og við þau
störf ein, sem beint væru jarðabætur og
sjerstaklega þyrftu með leiðsagnar og yfir-
stjórnar; var bæði fundur og stjórn sam-
mála þvi, og eins og hinu, að slík vinna,
sem fjelagið styrkti eða framkvæmdi, ætti
sem mest að fara fram að vorinu.
Af sloráburði höfðu að eins fallið til 10Ö
hestar; lagði fjelagið andvirði þeirra, 15
kr., í Fiskimannasjóð, og verður svo gjört
framvegis.
Yflrkennari Halldór Kr. Friðriksson, sem
verið hefir formaður fjelagsins frá því en
það komst á fót, var ófáanlegur til að
taka við endurkosningu, og voru þá kosn.
ir í stjórn: Lektor Þórhallur Bjarnarson
(formaður), docent Eiríkur Briem (skrifari)
og bankagjaldkeri Halldór Jónsson (fje-
hirðir). Endurskoðunarmenn voru endur-
kosnir: ritstjóri Björn Jónsson og yfirdóm--
ari Jón Jensson.
Telefónfjelagið. Aðalfundur »Tele-
fónfjelags Reykjavíkur og Hafnarfjarðar*
var haldinn hjer 19. þ. m. Fram var iagð-
ur og samþykktur endurskoðaður ársreikn-
ingur fjelagsins 1894. Tekjurnar af afnot-
um málþráðarins höfðu verið mun meiri
en árið áður, eða nær 270 kr., í stað nál.
220 þá, en viðbaldskostnaður óvenjulítill,
og hafði meiri hluta tekjuafgangsins, eða
150 kr., verið varið til að grynna á 500-
króna sparisjóðsláni til lúkningar stofnun-
arkostnaðinum upphaflega, það sem hluta-
brjefaupphæðin hafði eigi hrokkið til þá.
Húsnæði í Hafnarfirði, endastöðina þar,
hafði málþráðurinn haft ókeypis árið sem
leið, fyrir góðfýsi faktors G. E. Briem, og
sömuleiðis í Reykjavík, eins og 2 árin þar
á undan bjá sama manni, kaupmanni W.
O. Breiðfjörð, er auk þess hafði aldrei tek-
ið neitt fyrir umsjón með málþráðarstöð-
inni þar eða gæzlu, með margvíslegu ó-
maki, og tjáði fundurinn honum í einu
hljóði alúðarþakkir fyrir þá framúrskar-
andi ósjerplægni og góðvild við fjelagið.
Stjórn endurkosin: Jón Þórarinsson
(form.), Björn Jónsson og Guðbr. Finn-
bogason; og sömul. endurskoðunarmenn t
Eiríkur Briem og Indriði Einarsson.
Nikulás keisari II.
Fáir þjóðhöfðingjar hafa verið almenningi
miður kunnir, er þeir tóku við völdum,
heldur en hinn nýi Rússa.keisari, Nikulás
annar með því nafni,— segirímerku blaði
útlendu. Hann var svo ungur til þess að
gera, rúmlega hálf-þritugur, en faðir hans
enn í broddi lífsins að kalla mátti, og hafði
fáum til hugar komið, að hann yrði svona
skammlífur. Hafði því sonur hans ekki
leitazt eptir, að eiga neitt við stjórnarstörf,.
enda faðir hans ekki enn farinn að hugsa
til að láta hann venjast við þess háttar.
Veit því þjóðin rússneska lítið um hinn
nýja einvaldsdrottinn sinn annað en að hann
er smár vexti, þótt til stórra eigi að telja
í föðurættina, og að hann er mikið ógervi-
legur á hestsbaki innan um stórfurstana,
sem eru allir gervilegir menn og miklir
vexti flestir.
En líklegast mundi mönnum mjög skjátl-
ast samt, ef þeir ímynduðu sjer, að lítið
mundi í hann varið, þó að ekki hafl hann
látið mikið á sjer bera.
Svo sagði fyrir mörgum árum tigin kona
ein, mjög kunnug við keisarahirðina rússn-
esku:
»Heiminum mun bregða talsvert í brún,
er hann fær kynni af Nikulási stórfursta,.