Ísafold - 16.02.1895, Side 2

Ísafold - 16.02.1895, Side 2
54 lærum ekki að hagnýta betur náttúruöflin, verða framfaraviðburðir vorir kák. Þá fyrst, eross skortir eigi framar kunnáttufil að hag- nýta oss þau gæði, sem náttúran lætur oss í tje, getum vjer búizt við, að fólki taki að fjölga, og að það meira að segja lifi hjer miklu betra lífl heldur en nú á dög- um. • Hj. Sig. Hin rjetta slátrunaraðferð. Herra bankastjóri Tr. Gunnarsson heflr í 3. tbl. ísafoldar ritað alllanga grein móti grein minni um hina rjettu slátrunaraðferð, en hann hefir ekki hrakið eitt einasta at- riði í grein minni, sem eigi var heldur við að búast, og því kom mjer fyrst til hugar, að minnast ekki á þetta mál framar. En bæði af því, að hætt er við, að grein bankastjórans villi sjónir fyrir almenningi, og svo einkum af því, að jeg las nýlega grein í dönsku blaði (blationaltidende) ept- ir lækni, sem ræðir þetta mál og er alveg samhljóða minni grein, þá skal jeg þó enn fara um málið nokkrum orðum. í nefndri grein er sjerstaklega tvennt tekið fram, og það er, að kjöt af skepnu, sem skorin er á háls, er miklu betra en kjöt af skepnu, sem er rotuð, og í öðru lagi — og það varðar mestu — að sú slátrunaraðferð, að skera skepnunaá háls, er mannúðlegust og skepnúnni kvalaminnst. Það, sem mjer líkar lakast við grein bankastjórans, er sjerstaklega það, að hann gjörir lítið úr því, sem vísindamenn með nákvæmustu rannsóknum hafa sýnt og sann- að, að sje hið eina rjetta. Herra Tr. G. verður að gæta þess, að til þess að geta lagt orð í belg um þetta mál, verður hann að kunna dálítið í lifskurðarfræði og lif- færafræði; Ijósasti votturinn um, að hann er ekki vel heima í líffærafræðinni, sem enginn getur láð honum, er það, að hann heldur að skepna, sem skorin er á háls, missi ekki meðvitundina fyrr en mænan sje skorin sundur; þetta er svo fjarri öllum sanni sem mest má verða. Sannleikurinn er þessi: Sje kind skorin á háls, líður svo að kaila strax yfir hana; og hver er or- sökin? Blóðleysi í heilanum. Þegar í snöggu bragði eru skornar sundur bæði slagæðar og blóðæðar hálsins, sem bera blóðið til og frá heilanum, hættir að sjálfsögðu allt í einu öll blóðumferð um hei'ann og í sama augnabragði öll meðvitund. Treyst- ir Tr. G. sjer til að neita þessu? Margir munu hafa tekið eptir því, að ef maður missir snöggiega mikið blóð, þá líður yfir hann, og er það ekki af öðru en því, sem nú var greint. Að því er snertir dæmið úr Sviss, þá er það ef til vill berra Tr. G. ókunnugt, að það var gjört í þeim tilgangi að flæma Gyðinga burt úr landi, sem fylgja þessari slátrunaðferð og mega ekki eptir Mósesar- lögum hafa neina aðra. Það er ekki rjett, sem Tr. G. segir, að hvergi meðal siðaðra þjóða sjeu skepnur skornar á háls nema hjer á landi; hinn danski læknir, sem fyrr var getið, segir— og honum má vera það kunnugra en hr. Tr. G. — að kálfar og sauðkindur sjeu í Danmörku ekkí rotaðar, heldur skornar á háls. Eitt vil jeg biðja alla að muna, að skera aldrei neina skepnu á háls nema meðhár- beittum hníf. Reykjavík, 9. febr. 1895. J. Jónassen. Holdsveikin og doctor Elilers. 168. tbl. »Isaíoldar« þ.á. stendur grein með fyr- irsögninni: »Holdsveikisrannsóknir dr. Ehlers*. Jeg vil leyfa mjer að leiðrjetta ofurlítið í þessari grein. Doktorinn segir, að af 141 holdsveikissjúkl- ingum sjeu 138 búsettir fyrir v est an 32. mælistig, en það mælistig liggur um austan- verðan Skagafjörð, nálægt Hofsós, 'og eru því fjölda margir holdsveikissjúklingar í Eyjafjarð- ar- og Þingeyjarsýslum fyrir austan það. Svo segir doktorinn, að einungis 3 holdsveik- ir sjeu á Austurlandi, þar af einn í Mývatns- sveit. Hver heGr flutt Mývatnssveit á Austurland? Og þessi eini á að hai'a sýkzt við Eyjafjörð. Hann heflr ekki komiö þangað. En þar á móti hefir annar holdsveikissjúkl- ingur úr hjeraði mínu komið á Eyjafjörð, svo þessu er líklega blandað saman, en á Austur- landi var hann samt sem áður ekki. Það væri óskandi að eitthvað af rannsókn- um dr. Ehlers væri áreiðanlegra en þetta. Húsavík 31. des. 1894. Ásgeir Blöndal. Ný bráðasóttar-bólusetningar- tilraun. Skömmu eptir nýár í vetur Ijet nefndar- bóndi einn á Mýrunum gera bólusetningar- tilraun á fje sínu, sem tókst mun betur en sú 1 Landakoti, og sýnir greinilega, að heimska var að byggja fordæmingardóm á henni. Hefir blaðið fengið um það svolát- andi skýrslu: »Með því að jeg býst við, að yður, hr. ritstjóri, muni þykja talsvert varið í að vita um sem flestar tilraunir, sem gjörðar hafa verið til bólusetningar á sauðfje, leyfl jeg mjer að tjá yður það sem nú skal greina. Fyrir hjer um bil hálfum mánuði — brjef- ið er dags. 23. jan. — gjörði aukalæknir þessa hjeraðs (Friðjón Jensson) tilraun til bólusetningar á fje Hallgríms bónda á Grimsstöðum í Alptneshrepp og fjekk hann sjer fyrst 1 kind og bólusetti, og hafði þá bóluefnið lítið eitt sterkara en sagt er í skýrslu yðar í ísaf. í fyrra, en að öðru leyti fór hann alveg eptir þvi, sem þar er fyrir mælt, og heppnaðist vel á þessari kind að öðru leyti en því, að læri hennar bólgnaði lítið eitt og kindin var mjög hölt í 3—4 daga. Síðan bólusetti hann fleiri kindur Hallgríms og hafði þá bóluefni og annað allt nákvæmlega eptir áminnztri fyrirsögn, og heppnaðist það mœtavel. Kindurnar urðu að eins lítið eitt haltar i 1—2 daga. Eptir þetta bólusetti hann yfir 60 fjár Hallgríms bónda, og fór allt á sömu leið. Engin kindanna hefir veikzt að öðru en því, að heltast lítið eitt. Bóluefnið setti hann í kindurnar með stálsprautu (stakk endanum í gegn um hörundið innanlærs), svo að eins kom líkt og stórt saumnálargat, og spýtti bóluefn- inu þar inn. Engin af kindum þessum heflr drepizt síðan. Hvort það er bólu- setningunni að þakka eða því, að pestin hafl verið í rjenun (á Grímst.), erekki gott að segja um, en nægileg er þessi tilraun til þess að sanna, að aðferð sú, sem herra Guðmundur i Landakoti hafði, heflr verið mjög ónákvæm. Daginn áður en bólu- setningin f'ór fram á Grímsstöðum drapst 1 kind þar úr pest. Um 30 fjár hafði drepizt dagana áður«. Enn um taðvjelar. í 70. tölubl. ísafold- ar f. á. heflr herra Sigurður Sigurðsson á Lang- holti i Flóa ritað greinarstúf um taðvjelar, og gefur hann mjer tilefni að fara um þær nokkr- um orðum. Það má óhætt fullyrða, að þeir, er eiga góða taðvjel, eru honum samdóma um. að hún spar- ar mjög vinnu, og, það sem meira er í varið, mylur áburðinn svo smátt, að enginn verður úrgangur og kemur hann því að fullum not- um. En allt fyrir það, þó verkfæri þetta haíi náð mjög mikilli útbreiðslu, þá hefir það samt eigi almennt fengið verðskuldað álit, sökum þess, að það kemur—því miður—víða lítið meira en að hálfum notum, vegna þess, að flestir hafa það svo litið, sem verða má, og jafntramt illa gert, þar eð margir basla við að klambra þvi saman sjálfir, eða að öðrum kosti leita til þess manns. er á að heita lagtækur, jafnvel þó hann geti eigi smíðað það svo i lagi sje; þvr það er nokkur vandi, þó verkfæri þetta í sjálfu sjer sje einfalt eða ómargbrotið. Tiigangur minn með línum þessum er að leiðrjetta nokkur atriði í fyrnefndri grein, sem höfundur hennar ter eigi rjett með sökum ó- kunnugleika. Það er t. a. m. ekki rjett þar sem hann segir: »Síðan hafa þær verið endur- bættar á ýmsan hátt, einkum af herra hrepp- stjóra Sigurði á Hellulandú. Höfundur hennar Gíslí Sigmundsson á Ljótsstöðum, hefir bezt endurbætt hana. Sigurður hefir gert tilraunir í þá átt, en fæstar til bóta, hann mun hafa smíðað þær flestar hjer í Skagafirði, því Gísli gat ekki gefið sig við því, með því hann var stöðugt við húsasmíði á þeim árum. Að þær sjeu beztar frá Sigurði er heldur ekki rjett. Þær eru álitnar betri eptir Gísla, mylja tals- vert fljótara og öllu smærra, einnig betur smíðaðar. Greinarböfundurinn getur þess, að þegar hann fór úr Norðurlandi 1890 hafi verið fleiri en ein á sumum bæjum, og er það vottur þess að þær mylja eigi fljótt, enda segir hann, að Sigurður hafi þær eigi stærri en það, að 1 maður snúi þeim, og sje því ekki sveif nema á öðrum endanum; en með því að hata hana svo litla, verður sá er lætur upp í vjelina ein- att að biða eptir henni, en geri það sami mað- ur, sem snýr gengur verkið akaflega seint. Gísli hefir þær nokkuð stærri og snúa þeim 2 og þriðji maöur hefir tæplega undan að láta upp í, enda kemur það fyrir, að sama vjelin er notuð af 2—3 bæjum yfir vorið, og hæg- lega má mala yfir daginn 150 hestburði. Þó þær sjeu þetta stærri, telur .enginn eptir sjer að flytja þ»r á milli reinanna, þykir og þægi- legast að bera þær á klárunum, sem notaðar eru til að raka saman hlössunum. Það flýtir mjög fyrir ávinnslunni, ef þess er gætt jafn- framt og hlössin þiðna að vorinu, að moka vel úr þeim, við það molna stærstu kögglarn- ir í sundur og gengur því fl jótara ofan í vjel- ina og Ijettara að mylja, er mykjan er sem hörðust. Það er alls ekki meining mín, að gera lítið úr smiðum Sigurðar; hann er sem kunnugt er fjölhæfur smiður og hugvitssamur; Gísli er er það lika, en töluvert vanari trjesmiður. Sje vandlega tínt upp í vjelina þarf svo sem ekkert að hreinsa túnin á eptir, og eru þann- ig unnin 2 verkin I einu. Linum þessum bið jeg herra ritstjóra Isa- foldar að ljá rúm í sínu heiðraða blaði. Óslandi í Skagafirði í nóvember 1894. Rögnvaldur Þorleifsson.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.