Ísafold - 23.02.1895, Blaðsíða 2
70
ina, ef mænan er skorin sundnr strax; jeg
veit vel, að skepnan deyr, þegar húið er
að tæma allt blóðið úr henni, þótt mænan
sje aldrei skorin sundur; en jeg er viss
um, að þó doktorinn skrifi margar grein-
ar, og það enn hetri en þessi síðasta var>
þá tekst honum aldrei að sannfæra alþýðu
um það, að þýðingarlaust sje að skera
mænuna sundur; aJlir sem hafa sjeð skepnu
svæfða — þ. e. skorna sundur mænuna í
banakringlunni — vita það, að skepnan
dettur niður meðvitundarlaus og steindauð
á sama augnabliki, þótt enginn blóðdropi
renni úr henni.
Jeg er sannfærður um, að í þeim hjer-
uðum, sem sú venja er komin á, að skjóta
eða svæfa skepnur, verður ekki hægt að
fá menn til að hætta því aptur, og taka
upp hálsskurð á stórgripum, hversu ýtar-
lega sem doktorinn sýnir það með líffæra-
fræði sinni, að »hálsskurður sje sá mann-
úðlegasti og kvalaminnsti dauödagi«.
Til þess að vita hið sanna í þessu efni,
er hægt að hafa ofur-einfalt ráð. Við get-
um lagt vísindin upp á hillu, dr. J. J. og
jeg, og farið út með 100 áhorfendur þangað,
sem þrjár skepnur standa. Við látum svo
skjóta eina, svæfa aðra og skera hina
þriðju' á háls, allar standandi og í sama
vetfangi. Jeg er fullkomlega viss um, að
mínar tvær skepnur, hin skotna og svæfða,
hníga niður undir eins meðvitundarlausar
og steindauðar, en sú hálsskorna stendur
lengst, og það með meðvitund; en hvar
stendur doktorinn svo ? Hann stendur hjá
kindinni sinni, tautandi við sjálfan sig:
»Hvaða skratti rennur blóðið seint úr Txe.il-
anum á ólukkans rollunni!«
Jeg segi þetta ekki af ágizkan, heldur
hef jeg reynsluna fyrir mjer. Þegar jeg
var unglingur, sá jeg klaufa skjóta húðar-
hest, sem Sóti hjet. Skotið kom í hausinn
neðan við augun og neðan við heilann.
Var það því eigi bráðdrepandi, svo að
hesturinn ætlaði að rölta burt, en til þess
að bíða ekki meðan verið var að hlaða
byssuna aptur, greip annar karlmaðurinn
í beizlið, en hinn tók stóra sveðju og skar
hestinn á háls inn í bein, en hann stóð
eptir sem áður. Stukku þeir þá báðir á
hestinn, brugðu honum hælkrók, felldu
hann og lögðust ofan á hann. Þó að jeg
hefði þá ekki vit á að vera dýravinur>
kenndi jeg svo mikið í brjósti um hestinn.’
að jeg man þetta eins glöggt og jeg hefð
sjeð það í gær.
Jeg talaði í dag við mann, sem heima
á bjeríbænum. Hann sagði mjer að hann
hefði einu sinni hálsskorið folald inn í bein,
og hefði það staðið þangað til meira en
helmingur blóðsins var runnið úr því.
Hann segist einnig hafa sjeð, þegar hann
var unglingur í Eangárvallasýslu, að þá
hafi verið venja, að skera hesta standandi
við heygarðinn; sá sem í beizlið hjelt stóð
upp á heygarðinum, en annar stóð jafn-
lágt hestinum, og skar þvers yfir hálsinn
með beittum Ijá, og þáhafi hestarnir staðið
á aðra mínútu, þar til meira en helmingur
af blóðinu var runnið úr þeim.
Það er nærri því broslegt, að lesa í
grein dr. J. J., »að kjötið af skepnu, sem
skorin er á háls, sje miklu betra en kjöt
af skepnu, sem rotuð er«. Hvað kemur
þetta málefninu við ? Umtalsefnið er í því:
Tiver dauði er slcepnunni kvalaminnstur.
En hitt er því máli óviðkomandi, hvað
ljúffengara er fyrir manninn; og þegar dr.
J. J. ætlar að rota mig með líffæraþekk-
ingu sinni, þá á ekki við að koma með
slíkt. Og h'mð græðir doktorinn svo á,
að kasta þessu fram? Ekkert. Frásögn
þessi er miklu fremur á móti honum en
með. Hún sannar mitt mál. Hvers vegna
á kjötið að vera betra ? Af því, að meira
blóð rennur úr skorinni skepnu en rotaðri,
segja hálsskurðarmenn. Vegna hvers renn-
ur meira blóð úr skorinní skepnu en rot-
aðri? Af því að meira líf og meiri til-
finning er í henni meðan verið er að skera
hana, heldur en í þeirri sem rotuð er.
Enn fremur segir dr. J. J.: »Það er
ekki rjett, sem Tr. G. segir, að hvergi
meðal siðaðra þjóða sjeu skepnur skornar
á háls nema hjer á landi* o. s. frv. Með
allri kurteysi og virðingu fyrir þekkingu
hans verð jeg að segja, að í þessu efni
er hann ekki nógu fröður. Jeg skal segja
honum og öðrum, hvernig þetta er haft i
Danmörku og þar í Evrópu, sem jeg þekki
til. Svín eru stungin með oddhvössum
hníf undir bóginn,—á að vera í bjartastað,
en misheppnast opt; nautgripir eru á sama
hátt stungnir undir bóginn eða rotaðir, og
svo stungnir í hálsinn; sauðkindur eru
optast stungnar í hálsinn, og tel jeg þá
aðferð engu betri en vora. Sje skorið
þvert yfir hálsinn með beittum hníf, þá
skerast sundur allar hálsæðarnar, og fer
þá blóðið og meðvitundin fljótar heldur
en sje stungið í hálsinn, því opt ber þá
við, að ekki skeragt sundur nema sumar
æðarnar, og kvelst þá skepnan lengur.
Jeg þori óhræddur að skjóta því til allra
landa minna, sem komið hafa til útlanda,
og enda dr. J. J. sjálfs, hvort þeir hafi
nokkru sinni sjeð hauslausan skrokk af
nautgrip, svíni eða sauðkind hanga hjá
slátrurum eða á sláturmörkuðum, eða háls-
inn skorinn þvert yfir. Nei! Hálsinn er
heill, að undanskildum litlum sting, og
hausinn hangir við.
Svissar eru miklu frjálslyndari og mann-
úðlegri en svo, að þeir semji lög í þeim
tilgangi að reka beilan hóp samþegna sinna
af landi brott; s’íkt viðgengst að eins í
Eússlandi. En Gyðingar þar, eins og ann-
arsstaðar, berjast fyrir háls- og brjóststungu
vegna vana og trúarbragða sinna. Grein
sú er dr. J. J. vitnar til, er í dönsku blaði,
sein Gyðingur á, og líklega hefur Gyðing-
ur skrifað hana.
Geta menn í alvöru ímyndað sjer, að
Dýraverndunarfjelög víðsvegar um Evrópu
sjeu að berjast fyrir að koma á rotunar-
aðferðinni, ef hún er kvalameiri en blóð-
missir af sting eða skurði? í þeim fjjelög-
um eru líka vísindamenn og líffærafræð-
ingar, og er álit þeirra að minnsta kosti
jafngott hinna.
Sumir fárast svo mjög mikið um það, ef
fyrsta rothögg misheppnast. Það er að
visu mjög leiðinlegt, þegar svo ber við, en
kvalafullt er það ekki; skepnan fær svima
og tilfinningin dofnar. Jeg hef átt tal við
nokkra menn, sem hafa fengið rothögg á
höfuðið, og vil jeg nefna einn þeirra, merk-
an mann og óskreytinn; það er Einar B.
Guðmundsson á Hraunum. Hann hrapaði
eða datt á fullorðins árum, svo að hann
leið í rot, og sagði hann mjer ýtarlega frá
því, hvernig tilfinningin og hugsun hans
var, þegar meðvitundin var að hverfa, og
þegar hún var að koma aptur.
Jeg veit, að dr. J. Jónassen er liðsterk-
ari en jeg í þessu efni, svo jeg á erfitt
uppdráttar. Hann hefir með sjer rótgróinn
vana og hugsunarleysi manna, en jeg hef
með mjer dýraelskendur, reynsluna og
heilbrigða skynsemi, og kýs jeg það held-
ur, þótt liðsflokkurinn sje minni.
Tryggvi Gunnarsson.
Prófastur skipaður. Præp. hon. síra Sig-
urður Gunnarsson, prestur að Helgafelli (Stykk-
ishólmi), var í gær af biskupinum skipaður
prófastur í Snæfellsnessprófastsdæmi.
Lausn frá prestskap hefir landshöfðingi
veitt 21. þ. m. síra Jóni Jónssyni á Stað á
Reykjanesi frá næstu fardögum.
Oveitt prestakall. Staður á Reykjanesi
í Barðastrandarprófastsdæmi (Staðar- og Reyk-
hólasóknir), Metið 1415 kr. 16 aur. Augl. í
dag. Matið er miðað við 400 kr. árgjald af
hrauðinu: ,en árgjaldið er nú að eins 200 kr.
Upp í eptirlaun formannsins greiðast 215 kr.
16 aur. Veitist frá næstu fardögum.
Frekari bráðasóttar-bölusetning.
Merkisbóndi einn í Skagafirði, Björn Pjet-
ursson á Hofstöðum, skýrir í brjefi til ritstj.
ísafoldar frá tilraun, er hann hefir gert i
haust með bólusetning við bráðasótt.
Hann bólusetti hjá sjer 40 kindur, flestar
veturgamlar (í því fje var pestin skæðust).
»Voru tekin nýru úr pestdauðri kind og
þurrkuð, smámulin og hrærð svo sundur i
vatni, V6 af bóluefninu móti % af vatni.
Bólan var sett með bólunál, Jíkt og kúa-
bóla, á einum stað á innanvert lærið.
Fyrst var ullin klippt af bletti; svo var
þrætt með nálinni undir yztu húð skinns-
ins, bóluefnið svo tekið á nálaroddinn og
smeygt inn í benina. Hvergi var sett svo
djúpt, að blóð vætlaði.
Margt af þessu bólusetta fje veiktist j
þrimlar og bólguhellur komu í lærið 4
ýmsum stöðum ; þar datt af hár og sum-
staðar skinn; en ekki var það á mjög
mörgu. Fjórar kindur urðu að sjá dauð-
sjúkar á fyrsta dægri; lærið og fóturinn
varð stokkbólgið og svartblátt. Kindurnar
báru sig eins og pestveikt fje ; 3 af þeim
drápust á öðrum sólarhring, en einni batn-
aði.
Frá því er bólusett var á Hofstöðum og
til jóla drápust þar 30 fjár, veturgamalt,
óbólusett, úr pest, en að eins ein bólusett,
sem óvist er þó um, hvort bólusetningin
hefir tekizt á; að minnsta kosti veiktist
hún ekki af bólusetningunni«.
Þilskipa-ábyrgðar-fjelagið. Fundur
sá, er haldínn var 16. þ. mán. í hinu ný-
stofnaða »Þilskipa-ábyrgðai’-fjelagi við
Faxaflóa«, samþykkti til fullnaðar lög og
reglugjörð fyrir fjelagið, kaus stjórn (Tr.
Gunnarsson formann, í einu hlj.; Jón Þór-
arinsson skólastjóra og Jón Norðmann
verzlunarstjóra; til vara Guðmund bónda
Einarsson í Nesi) og skipa-virðingarmenn
(Markús F. Bjarnason skólastjóra, Helga
Helgason kaupmann og Jón Jónsson skip-
stjóra í Melshúsum).
Hellismennirnir verða leiknir á morgun
í slðasta sinn. Agóðinn rennur til höfundar-
ins, fyrir lán á leikritinu.