Ísafold - 28.03.1895, Page 1

Ísafold - 28.03.1895, Page 1
Kemurútýimsteinusinni eða tvisv. íviku. Verð árg.(80arka minnst)4kr.,erlendisökr. eða 14/2 doll.; borgist t'yrir miðjan júli (erlendis tyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn(skrifleg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgeí'anda fyrir 1. oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXII. arg. Reykjavík, íimmtudaginn 28. marz 1805. 26 blað. ÍSAFOL.1) kemur út aptur laugar- dag 30. þ. m. Útlendar frjettir. Khöfn 28. febr. 1895. Vetrarfarið. Af svo miklum og langvinnum hörkum, frostum og snjó- kyngjum er að segja frá öllura löndum Evrópu og Norður-Ameríku, að slíks hefir ekki kennt nema á einstöku ár- um þessarar aldar. Kynlegt má þykja, að hörkurnar hafa orðið megnari á Suðurlöndum en hinum norðlægu, og frá Frakklandi, Ítalíu og Spáni opt sagt af 19—20 stiga frosti eða þar yfir. Sem vita má, hafa hjer fylgt tíðindi at ýmsum ófarnaði, ferðatálman og ferða- slysum, skriðuhlaupum og mannsköð- um, harðæri og hungurdauða. Til dæmis að geta: í Lundúnum kom ný- lega í læknaskýrslu, að 54 menn hefðu frosið þar til bana á 5 dögum. Likar sög- ur alltíðar frá ýmsum löndum megin- landsins, og at harðærinu hinar hörmu- legustu. í mörgum vesturlöndum Norð- ur-Ameriku mikill fjárfellir, og sú hung- ursnauð í sumum hjeruðum, að fólkið hefir lagt sjer hundakjöt til munns. Aðrir mannskaðaviðburðir. í enskum skýrslum hermt, að við strand- ir Englands hefðu farizt i skiprekum 400 manna frá 20. desember til 17. jan- úarmán. Um nóttina 30. janúar laust tveimur gufuskipum saman i Norður- sjónum, en annað þeirra, Elbe að nafni, vesturfaraskip frá Þýzkalandi (Brimum) með 300 — sumar sögur segja 375 — manna innanborðs. Það lestist svo, að það sökk að kalla á svipstundu. Örð- ugt um mannbjargir, flestir í rúmum sínum, en hvassviðri tneð ósjó, og að eins einn af bjargarbátunum kom liði sínu á fiskiskútu, eða að eins 22 mönn- um; meðal þeirra ein kona. Þess eldsvoða skal geta, sem varð í Butte, höfuðstöð Montana-járnbrautar- innar, þar sem kviknaði í einum hirzlu- skálanum, en þar voru inni miklar birgðir af púðri og sprengitundri. Þar höfðu um 100 manna bana, en lemstran ’ fu um 150. Danmörk. Þaðan er fátt að segja sem nýjungum nemur. Því er öllu sjeð borgið á þinginu, sem hægrimönnum og bandamönnum þeirra kemur saman um. Blöðin taka lítt á þingmálunum, en því meira á þingkosningunum, sem í apríl munu eiga fram að fara. í’unda- höld beggja flokkanna þegar byrjuð, og til þessa hafa hægritnenn þótzt standa vel að vígi og kallað sjer sigur- inn í Höfn visari en fyr. En nú heflr hjer heldur komiztlos á fylking þeirra. Til þess hefir borið, að stórbændur, greifar og fjöldi meðalbúhölda og em- bættismanna og fleiri hafa sett hlut- brjefafjelag á stofn i Höfn, er Freyr heitir, en er kallað apturganga kaup- fjelagsins — Nordislce Stores —, sem í fyrra var í hel troðið. Freyr selur liði sínu alls konar búforða með ílægra verði en búðirnar, og vandar þó sem bezt til um gæðin á varningi sínum. Hlut- brjefið kostar að eins 20 krónur og borgast í pörtum, og er sagt, að Freyr hafi þegar 3000 kaupunauta í Höfn. Auðvitað, að smámennum verzlunarinn- ar er hjer hætta búin, og nú stælir það fólk hnefana að hægrimönnum og segir til þeirra: »Þarna eruð þið komnir, stoðir lands og lýðs! Látið ginnast undir gróðafánann, merki lendra manna og stórbokkanna«. Hægrimönn- um hefir ekki að svo stöddu orðið greitt um svörin, en vinstrimenn kalla til hinna: »Vel, að þið loksins áttið ykkur! Komið þið nú til okkar, og þá skuluð þið sjá, hvar þið eigið sanna vini til liðs og forsjár!« Fog Sjálandsbiskup hefir sagt af sjer embætti, en í hans stað er kominn Thomas Skat Rördam, prófastur og prestur við Holmens Kirke. Noregur og Svíaríki. í lok jan- úarmán. kom Oscar konungur til Kristj- aníu með drottningu sinni og ríkiserf- ingja, en að svo komnu veit enginn, hver erindin verða. Stang sagði þeg- ar af sjer stjórninni, sem ráð var fyr- ir gert, og nú byrjaði streitan fyrir konungi að fá nýtt ráðaneyti skipað af liði vinstrimanna, en forustumenn þeirra eru forvígismenn fulls jafnstæðis gang- vart Svíþjóð. Konungur harður í horn að taka, vel vitandi, hvern hauk hann á þar í horni sem þingið í Stokkhólmi er og meginþorri sænskra þegna sinna, en hinir þoka ekki fet frá kröfum sín- um, að fara með það allt sem eingöngu Noregsmál í eðli sínu, sem ekki er tal- ið með sambandsmólum í sjáltri sam- bandsskránni (Rigsálcten). Ágreiningur- inn er hjer ekki svo mjög utn málin sjálf í eðli sinu, sem um hitt, hvernig að skal fara, þegar til nýmæla kemur eða breytingar á því, er bæði ríkin varðar. Konungur og Svíar segja: »Konsúlar og utanríkismál hata verið sambandsmál og eru það enn, og því hlýtur um þau að ræða á samgöngu- fundi hinnar sænsku og norsku stjórn- ar, eða samráðsdeildanna*. Hinir svara þegar: »Hjer hafa Svíar levft sjer að vera einir um hituna, en Norðmenn lýstu því yflr 1860, er Svíar höfðu lát- ið undan í jarlamálinu, að það yrði allt innan ráðasviðs Noregs, sem ekki stæði í sambandsskránni. Norska þingið hefði þvi rjett til breytinga á konsúlamálinu, og síðan bæri því að leita samkomu- lags við Svía, en svo skyldi lyktirnar bera upp fyrir hinu norska ríkisráði til samþykkis eða neikvæða. Fvlgdu svo Sviar sömu reglu fyrir sitt levti; þar sem þeim þætti þörf á að taka til ný- mæla, þá færu viðskiptin fram, eða samningarnir, með sjálfstæðum ríkjum. Við sum ummæli konungs í brjefi til stórþingsforsetans, Siverts Nielsens, var sem hægrimönnum 0g miðflokkinum færi ekki að lítast á blikuna, og því skor- uðu vinstrimenn á þá að kjósa menn með sjer til ráðagerðar. Því var tekið og þrir kosnir af hverjum flokkanna. En hjer vildi ekki saman ganga. Hvort betur tekst síðar, eða hverjar lyktirn- ar verða, er ekki enn hægt að segja. Seinustu frjettir eru, að konungur hefði skorað á Stang, að taka aptur afsögn sína, síðan á Sverdrup (af miðflokki), að skipa nýtt ráðaneyti, en báðir hefðu kveðið nei við. Að svo stöddu er ekki annara úrslita að vænta, en að ráða- neytið verði að annast um stjórnariðj- una áfram, en á morgun (1. marz) ersagt, að konungur hverfi heim á leið. England. Til þingstarfa tekið 5. febrúar, en í þingsetningarræðu drottningarinnar sneitt hjá öllum höfuðágreiningi flokkanna, t. d. um afnám rikiskirkjunnar í Wales og heimildartakmörkun lávarðadeildarinn- ar, og þó hafði Rosebery lávarður, stjórn- arforsetinn, kallað það sjálfsagt, í ræðu siuni í Cardiff 19. janúar, að til beggja mál- anna skyldi sem rækilegast tekið í þessari þingsetu. Lengi um andsvör þingsins til drottningarinnar þrefað, og þar margt i andmælum frammi haft gegn stjórninni af sumum í hennar liði, t. d. af forvígismönn- um verkmanna. Stundum hafði hún minna atkvæðafylgi en nokkurn tíma fyr, og sjálf- um andsvörunum fylgdu að eins 8 atkvæði fram yfir lið hinna, en rjett á undan var atkvæðamunurinn að eins 14, er vantrausti skyldi lýst yfir. Gladstone gamli hefir verið á Suður- Frakklandi síðan um nýár, og er nú í Men- tóna, en hið bezta sagt af heilsu hans og öllu ástandi. Menn kalla víst, að hann vitji aptur þingsætis síns þegar að vorar. Látinn er að segja Randulph Churehillt

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.