Ísafold - 28.03.1895, Síða 2

Ísafold - 28.03.1895, Síða 2
102 24. jan., einn af hinnm stkvæðamestu skör- ungum Tór3>manna, meðanhann naut fullr- ar heilsu (f. 1849). Frakkland. Það kom meira en flatt upp á alla, þegar Casimir Périer sagði af sjer, og engan grunaði að hann hefði, sem hann seinna skýrði frá, fyrir löngu (í des- ember) ráðið það með sjer við fyrsta færi- Orsökin var sú, og það tók hann fram í at'- sagnarskjalinu, að honum þótti og honum reyndist heimildarstaða forsetans langt um takmarkaðri en góðu gegndi. Hann hefði of mikið kviksyndi undir fótum sjer, þar sem hann stæði á verði fyrir þrifnaði þegnlegs frelsis í ró og friði. Seinna hefir hann bætt því við, að sumir ráðherranna og fleíri embættismenn hefðu gert sig fornspurðan um ýms mál, þar á meðal um veitingar embætta. Þetta var þá orsökin, en tilefn- ið eða færið það, að Dupuy og sessunaut- ar hans urðu undir í fyrirspurnardeilu á þinginu í miðjum janúarmánuði. Fyrir- spurnin var um dóm í »ríkisráðinu« (C'on- seil d’etat), eins konar hæstarjetti Frakka í ríkis og umboðsstjórnarmálum, en þar sitja 50 menn. Málið varðaði leigutrygg- ing um aldur af ríkisins hálfu, fyrir tvö járnbrautarfjelög, eða, sem verkmálaráð- herrann sagði, að eins tii 1914. Dómurinn gekk fjelögunum í vil, og við það sagði ráðherrann af sjer, en hinir sátu kyrrir, þó fiestir þeirra væru á hans máli. Dag- skráin fór því fram á, að nefnd yrði sett til að rannsaka málið frá öndverðu. Henni fylgt til framgöngu af sósíalistum og hin- nm frektæku vinstra megin, og hinum er þeim fylgja, þegar svo ber undir, og við það lögðu þeir Dupuy á flótta. Felix Faure, forsetinn nýi, er 53 ára að aldri, fæddur í París af efnalitlum foreldr- um, lærði sútunariðn í æsku, en rak snemma skinnaverzlun í Havre og komst þar skjótt í met og álit. Hann varð einn af þing- mönnum þeirrar borgar 1881, og Gambetta gerði hann það ár að embættismanni i stjórnardeild nýlendnanna, en þvíhefirsið- an fylgt ráðherrasæti í þremur ráðaneyt- um. Hann var ráðherra flotamálanna þeg- ar Casimir-Périer sleppti völdunum. Hann er sagður glöggur maður og vitur, vel máli farinn og mjög í kynningu við ríka menn og hefðarfólk á Englandi, sem sumir segja að hann hafi helzt samið sig eptir. Eptir 9 daga eða 10 tókst honum að koma ráða- neyti saman og fjekk hann loks Ribot til forstöðu, hygginn mann og vel metinn, en reyndan ráðherra optar sn einu sinni í þingróti Frakka, og þá þó helzt, er Pan- amastormarnir stóðu á. Hann er vinstra megin, en ekki utarlega, og líkast er, að hann hafi átt me3tan þátt í boðaninni um uPPg'jaíir ríkissaka, sem varð mörgum þeirra að fagnaðarboðskap, er lengi hafa hlotið að lifa í útlegð, hyað lengi sem þeir muna það eptir á. Af þeim má Rochefort nefna, útgefanda og ritstjóra blaðsins, er »L’Intransigeant* nefnist, en honum víð- ast sem frelsishetju tekið við apturkomuna frá Englandi. Líknarboðaninni hið bezta tekið vinstra megin á þinginu, sem vita mátti, og ailt fer þar enn skaplega. Nú eru Frakkar að búa út ieiðangur sinn til Madagazkar. Látinn er í lok janúarmán. Canrobert marskálkur, ein af höfuðkempum keisara- dæmisins og frægur af framgöngu sinni og forustu í mörgum orrustum, einnig hinni síðustu við Saint-Privat, og Gravelotte(1870). Hann var nú á sjötta árinu um áttrætt. Utförin á ríkisins kostnað. Þýzkaland. Helztu áskilnaðarmáiin vart enn á miðja þingleið komin, t. d. tryggingarllýIIiæbn gegn byltingavinum, og enn er ekki hægt að sjá, hvernig þeim muni af reiða. Þó má vera, að afnám lag- anna gömlu gegn kristsmunkum geri mið- flokkinn eða katólska flokkinn nýmæla- frumvarpinu meir hlynnandi en hingaðtil. Fulitrúar stóreignamanna og þeirra land- stólpafyigis fundu keisarann nýlega að máli. Hann tók þeim vel, hældi þeim fyr- ir hyg’gni þeirra í fyrra, er þeir gengu að verzlunarsáttmálunum, og hjet þeim iands- föðuriegri forsjá framvegis, en bað þá loks um leið að varast allar öfgar í lcröfum eptirleiðis gagnvart öðrum stjettum. Þetta virðist hafa hrifið ekki meir en í meðal- lagi, því enn tala þeir á fundum hailmæli ein um verziunarsamningana og heimta meðal annars, að stjórnin taki að sjer kornflutn- inga til landsins, og beiðast þeirra breyt- ínga á peningalögunum, að siifrið nái apt- ur tiihlýðilegum metum. Hinn 1. apríl er 80 ára aldursafmæli Bismarcks. Að jafnaði er hann hress og ern, en þjáist þess á miili af hörundverkj- um í andliti. Talað um mikið tilstreymi tii Friedrichsruhe afmælisdaginn frá öllu Þýzkalandi, einkanlega frá háskólunum. ítalia. í Afríku, landnámi ítala við Rauðahaf, hefir her þeirra átt góðum sigri að fagna (í janúarmán.) á óvinveittum grönnum sínurn við landamæri Habessiníu. Baratieri heitir foringi hersins og fylgdu honum að vígi 3544 manna móti 10,000. Bardaginn harður og mannskæður og fjellu af iiði ítala eða særðust 400 manna áður hinir hurfu á flótta eptir stórmikið mann- tjón. Belgía. Um það nú mesta kappdeila á þingi, fundum ogíblöðum, hvort þiggja skuli Kongólöndin, þ. e. tengja þau við Belgíu, sem konungur vill veita landi sínu. Gjöfin stórfengileg að vísu, en henni fylgir sú kvöð og skylda, að taka við hinni stórmiklu skuldabyrði Kongóríkisins. Rússland. Satt að segja, þá virðist af frjettunum frá Rússlandi heizt mega ráða, að vonir manna um mikil stakkaskipti líkist nú þegar heldur flöktandi skari en ljósi. Keisarinn heflr líka ekki alls fyrir iöngu mælt svo til mikils fjölda embættis- manna og höfðingja, sem á hans fund sóttu, að um stjórnlegar breytingar mætti engan dreyma, því sjer værí staðráðið að feta í spor föður síns og feðra beggja. Hitt er auðvitað, að- þeir sem i háum metum sitja og hafa setið hjá föður hans, spara ekki hyggindi sín og fortölur til að rót- festa þá trú hjá honum, að á Rússlandi sje í raun og veru færri umbóta vant en í öðrum löndum. Dáinn er (27. janúar) v. Giers kanselleri, sem hefir þjónað þremur keisurum og var metinn af þeim sem mátti fyrir hyggni sína og ráðdeild. Fæddur 1820 í Finnlandi, en þýzkur að ætterni. Austurríki. Þaðan er í frjettum fær- andi lát Albrechts erkihertoga, sigurveg- arans víð Custozza á Ítalíu 1866. Hann var son Karls erkihertoga, hershöfðingjans fræga, og dó (18. febr.) á 78. ári aldurs síns. Grikkland. Með því að fjárhagsástand- ið reiddi lengra og lengra að örvæntingu, hefir Tricupis enn orðið að skila af sjer völdurn Delyannis í hendur; hver úrræðin seinast verða er bágt að vita, en fáum: þykir líklegt, að Grikkir láti að hollræðum og takmarki fjárútausturinn til hers og flota.— Nýjar kosningar í apríl. Bandaríkin i N.-Ameriku. Sem ný- næmisfrjett er hjeðán að segja, að þetta gullbolaríki hefir leitað fjárláns í Evrópu á 100 miij. dollara, og sumar sögur hafa borið, að leigugjaldið sje 4 af hundraði, aðrar 3. Því greiðlega tekið, sem vita mátti, af auðkýfingunum, Rothschild og fleirum. Utgjöld Bandarfkjanna yfir 9 milj. dollara fram yfir tekjurnar í janúarm. þ. á. Striðið i Austurasia. Að svo komnu virðist þar nú að leikslokum komið. Frá Port Artbur hjeldu Japansmenn með her og flota í seinni hluta janúarm. suður fyrir Petsjélíflóann, og rjeðu tii landgöngu 21. s. m. á Sjan-tung tanganum nálægt bæ, er Sjún-tsjeng heitir, nokkuð í landsuður frá Vei-hai vei. Það er nafniðáöðrum höfuð- kastala Sínverja, þar sem floti þeirra hjelt sjer í hælisstöð. Hjerumbil að viku liðinni hafði Oyama marskálkur, foringi Japans- manna, komið liði sínu og stórskevtagerfi á atvígisstöðvar við kastalann. Vígi hans flest unnin 2. og 3. febrúar. Austan við kastalann í vík einni er eyja, er Leu-kung -taó heitir, og á henni nokkur ramgerð virki. í sundunum lá floti Sínverja og beindist til með eyjarvirkjunum í vörninni, en fyrir utan sundin lá floti Japansmanna. Hjer stóð hríðin lengst, en þegar nokkur af skipum hinna tóku að leysast og sum sukku, sendi Ting, aðmíráll Sínverja, Oy- ama þau boð 12. febrúar, að hann vildi vörnina upp gefa, og gekk síðan að því, sem krafizt var, að eyjarvirkin fylgdu flotanum Japansmönnum í hendur. Daginn eptir var svo viðskiptum lokið. Þá hafði Ting aðmíráll og tveir foringjar aðrir ráð- ið s;er bana. Liði Sínverja var hleypt iausu, en lík aðmírálsins sendi Oyama á sínversku herskipi til Tsjífú, hafnarborg- ar nokkuð fyrir vestan. Bæþann í Mantsjúríinu,erHaitsjeng heitir, unnu Japansmenn í janúarmánuði. Hínir hafa gert þrjár atreiðir að ná honum apt- ur, en farið ófarir einar, og var hin síðasta verst, 24. febrúar. Þeir rjeðu þá að með 13 þúsund manna, en hjer lágu eptir 200 dauðir á velli, en ókunnugt um tölu særðra manna. Af Japansmönnum fjellu 20, en særðir urðu 250. í byrjun febrúarmánaðar var samninga leitað um frið við stjórnina í Japan. Sendi- mönnum Sínverja aptur vísað, af því að umboðsbrjef þeirra voru bæði óijós og á- kvæðalaus. Nú hefir Kungsú keisari sett aptur hinn aldraða ráðaskörung sinn, Li- Hung-Sjang, í fullar virðingar, — sem hann í fáti hefir rýrt á ýmsan hátt síðan stríðið byrjaði — og beðið hann halda til Japans og semja um frið.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.