Ísafold - 04.05.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.05.1895, Blaðsíða 2
 154 er óskandi og vonandi, að bráð lagfæring komist á þetta, því allur ójöfnuður er ó hafandi, ekki sízt sá, sem styðst að eins við gamlan vana. Þessar línur eru skrifaðar í þeim tilgangi að vekja máls á þessu efni og skýra það fyrir þeim, sem lítið þekkja til þess, en með fram í þeim tilgangi, að sýna það, að einnig frá 'þesgu sjónarmiði er fyllsta þörf á bráðri lagfæring á löggjöfinni um tekjur kirkna, og er vonandi að þingið láti það ekki farast lengur fyrir. Jeg hef dregið það, að koma þessu máli um tí- undarfrelsi fyrverandi Hólastólsjarða fyrir dómstóiana, af því jeg hef búizt við því á hverju þingsumri, að samin mundu verða ný lög um tekjur kirkna, sem mundu af nema þennan stóra agnúa, ásamt fleirum. Jeg býst nú fastlega við að þingið 1895 muni gjöra það. Algjör breyting á hinum eldgömlu, ó- eðlilegu og ógreinilegu fyrirmælum um tekjur presta er einnig mjög nauðsynleg, en við það atriði fæst ekki þessi grein. Siglufirði 13. marz 1895. B. Þorsteinsson. Þingvallafundarboð. Eptir ósk og bendingum margra ágæt- ustu manna landsins, þar á meðal nokk- urra af blaðstjórum vorum, og almennum vilja allmargra kjördæma í vestur-, norður og austurhluta landsins, þeirra er oss er kunnugt um nú þegar, leyfum vjer oss að boða almennan þjóðfund að Þingvöllum við Öxará 25. dag júnimán. í sumar kom- andi 1895 um hádegisbil. Skipun þessa fundar er ætlazt til að verði með sama hætti og Þingvallafundar- ins 1888, þannig. að í hverju kjördæmisjeu fyrst haldnir lireppafundir, sem öllum þeim, er kosningarrjett hafa, eptir hinum giid- andi kjörskrám, gefist kostur á að sækja, og að þeir fundir meðal annars kjósi fulltrúa, einn fyrirhverja 5—10 kfósendur, er síðan mæti á almennum kjördæmisfundi og nefni fulltrúa til þjóðíundarins á Þing- vöiium, einn eða tvo, eins og alþingismenn eru úr því kjödæmi, er í hlut á. Aðaltilgangur þessa allsherjar- fundar þjóðarinnar er sá. að hún sýni, að henni sje full alvara með að halda fram til sig urs hálfrar aldar baráttu fyrir sæmd sinni, þjóðerni, landsrjettindum og stjórnfrelsi útávið, og gagngjörðum breytingum á lög um og landstjórn innávið, svo lífsöfl þjóð arinnar, andleg og líkamleg, fái þrifizt í akri sjálfstæðrar þjóöiuenningar og að hennar eigin vild. Verkefni hreppafundanna, kjördæmis- fundanna og þjóðfundarins er því eitt og hið sama: einbeitt þjóðleg eining til fram- sóknar og fyigis með sjálfstjórriarmálinu fyrst og fremst, og því næst með hverju helzt öðru af hinum þyðingarmeiri iands- málum, sem þjóðin vill leggja kapp á að fá framgengt, til að hrinda högum sínum og hagsæld í betra og viðunanlegra horf. Vjer þykjumst mega treysta því, að sjerhvert kjördæmi iandsins, sem nær ligg- ur fundarstaðnum, verði fúst til að fjöl menna fundinn á sagðan hátt, er hin fjar- jægustu iáta ekki raargfalt meiri torfærur og vegalengd sjer fyrir brjósti brenna, enda skorum vjer á hvern hugsandi ætt- jarðarvin, að hann láti þetta mál til sín taka, og leggi sinn skerf fram til þess, að þjóðin sýni, að hún sje því vaxin, að iypta merki þjóðlegrar sjáfsmeðvitundar, ein. drægnis og staðfestu á hinum fornheiga stað Þingvelli svo hátt á þessu ári, sem er 50 ára afmæli hins endurreista alþingis, að hinar menntuðu nágrannaþjóðir veiti frelsisframsókn hennar og lögmætum kröf um meira athygii en að undanförnu, og hrindi af henni sjálfri ámæli fyrir þjóðlega deyfð og þrekleysi, sem er hið hættuleg- asta vopn 1 höndum andstæðinga hennar. Hjeðinshöfða 29. dag marzmánaðar 1895. B. Sveinsson. Skepnuhöld. Þrátt fyrir þessa ein- muna vetrar veðráttu, sem flestir annála, eru skepnuhöld síður en eigi góð hjer sunnanlands að minnsta kosti og vestan. Hey mjög kraptlaust og meira eða minna skemmt, eptir ótíðina í fyrra sumar sunn- anlands. Er sagður megn faraidur í sum- um sveitum, einkum í veturgömlu fje, úr iungnabólgu og hinum og þessum torhafn- arkvillum. Einkum brögð að slíku á Mýr- um, og sömuleiðis til muna í Borgarfirði og Dölum; minni í hinum suðursýsiunum, en þó nokkur. Aflabrögð. Sama aflaleysið enn á opna báta í flestum eða öllum veiðistöðum hjer nærlendis, nema Þoriákshöfn; þar erukomn ir góðir hlutir. En á þilskip er nú farið að afiast mætavei. Hafa nokkur þeirra komið inn þessa dagana með ágætisafla, fenginn á fám dögum, hjer í norðanverð um flóanum utarlega, 3—4 vikur undan landi, af tómum þorski, feitum og vænum. Þeirra á meðal hafði »NjálU (skipstj. og eigandi Jón Jónsson í Melshúsum) fengið alls nær 14 þús.; »Geysir« (J. Norðmann skipstj. Marteinn Teitsson) nær 11 þús.; tvö önnur, »Sleipnir« og »Engeyin«, um 7 þús. hvort. — Gera menn sjer beztu von- ir um, að »vestanganga« þessi svo kölluð muni komast bráðlega inn á mið opinna báta, og greiðist þá vel úrfyrirþeim, enda væri þess mikil þörf; því fáir muna jafn- auma vetrarvertíð lijer við flóann. Síid veiðist talsvert af h.jer í flóanum um þessar mundir, og hefir verið gerð mikið álitleg tilraun til að geyma hana h.jer í íshúsinu til beitu, í frystiklefunum þar. Þar er og komið nokkuð af heilagfiski, af Akranesi, ætlað til útflutnings; það er nú aiit stokkfreðið, sjelegasta vara. Stýrimannaskólinn. Próf í stýrimanna- fræði f’ór fram á stýrimannaskólanum dagana 30. apríl—2. maí. í prót’netnd voru auk for- stöðumanns skólans skipaðir Rudolph Rothe, sjóliðsforingi á herskipinu »Heimdal«, og Eir- ikur Briem prestaskólakennari. Sjóliðstoringi Rothe var formaður prófnefndarinnar. Af lærisveinum skólans gengu 8 undir próf þetta. Leystu þeir úr 8 skriflegum spurning um, er forstjóri stýrimannakennslunnar í Dan- mörku haí’ði tekið til og sent landshöfðipgja. Við munnlega próíið var hver lærisveinn reyndur í 4 hinum lögskipuðu greinum stýri- mannafræðinnar og auk þess í mælingum með sextanti. 1 stýrimannafræðinni hlutu allir lærisveinar ágætiseinkunn: aðaleink. 1. Oddgeir Magnússon í Melshúsum 62 stig. 2. Halldór Kr. Þorsteinsson, Rvik 62 — 3. Otto N. Þorláksson, s. st. 61 4. Þórarinn Guðmundsson, s. st. 60 5. Þorvaldur Eyjóltsson, 8. St. 59 — 6. Magnús Pjetursson, S. St. 58 — 7. Jafet Egill Ólafsson, s. st. 56 — 8. Geir Sigurðsson. s. st. 55 — Hæsta einkunn, er gefst, er 63, lægsta 18 stig. Auk þess leystu ofannefndir lærisveinar af hendi próf i 4 aukagreinum: Sjórjetti, is- lenzku, dönsku og ensku. Prófdómendur voru amtm. J. Havsteen og oand. mag. B. Jónsson, auk kennara skólans; í aukagreinunum fengu lærisveinar þessar að- aleinkunnir: nr. 1. aðaleink. dável nr. 5. aðaleink. dável — 2.------dável + — 6.------dável — 3.------dável -7- — 7.------vel — 4.------dável -f- — 8.------dável Rvik 2. mai 1895. Markus F. Bjarnason. Gufubáturinn Oddur, frá Eyrarbakka, er verið hefir í Khöfn í vetur, til skoðun- ar, samkvæmt iögum, lagði af stað þaðan hingað snemma í f. mán., en rak sig á eða hjó niðri lítils háttar við Hljesey í Jótlandshafi á skírdag og sneri við það aptur til Khafnar; reyndist ekkert hafa að honum orðið og h.jelt hann af stað apt- ur rúmri viku siðar og kom til Eyrar- bakka eptir 9 daga ferð. Gufubáturinn Elín hóf ferðir sínar hjer um flóann í morgun, eins og til stóð. Skipshöfnin kom á »Oddi« til Eyrarbakka, og þaðan landveg hingað fyrir fám dög- um,— nema skipstjóri sjálfur, sem ervænt- aniegur nú með »Laura«. Er Markús F. Bjarnason skólastjóri millibilskapteinn á »Elínu« þangað til. Sigling. Hirin 29. f. mán. kom Ragnheið- ur (73 smál., Bönnelykke) frá Khöfn með ýms- ar vörur til W. Christensens, og 2. þ. mán. Fortuna (80 smál. C. DrejÖ) með ýmsar vör- ur til Eyþórs Felixsonar frá Ktiöfn. Enn fremur kom 1. og 2. þ. m. 3 timburskip frá Mandal: Dagmar (94, N. T. Nilsen) til lausa- kaupa: Sleipner (124, S. A. Waardahl) til Chr. Christjansens (B Guðm. múrara); Cupido (66, Carl Jensen) til lausakaupa (Br. H. Bjarnason). Lieiðarvísir ísafoldar. 1550. Eiga trésmiðir, sem byggja upp hús, hvort það eru kirkjur eða önnur hús, allar viðarafklippur, sem ekki ná alin? Og ef svo er á hverju byggist það ? Sv.: Ekki nema svo sje um samið; að vísa munu einstöku smiðir þj’kjast eiga tilka.ll til afhöggs og spóna og bera fyrir sig í því efm venju; en hvorki mun sú venja almenn nje heimiluð i lögum. 1551. Kirkja mín, sem stendur langt upp í sveit, á rekaland við sjó, fyrir annars manns landi, þar sem trjávið rekur nokkurn áriega. A jeg ekki sem eigandi rekans heimild til, að bjarga við mínum undan sjó, (og bera hann upp á bakka, et svo stendur á, að eigi sjé hægt að hafa viðinn neðan undir, sökum brima), án þess að eigandi yður ábúandi þeirrar jarðar eigi heimting á borgun tyrir ? Sv.: Eiganda eða ábúanda jarðarinnar, sem land á undir rekatjöru. er bæði skylt og heim- ilt að þjarga reka þeim, sem kirkjan á, og á hann þar af leiðandi tilka.ll til bjarglauna að lögum, og virðist það eigi geta svipt hann bjarglaununum, þó að rekaeigandi bjargi sjátf- ur, ef hann eigi býr á rekajörð.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.