Ísafold - 15.05.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.05.1895, Blaðsíða 2
fyrirtæki vissra manna að rœða, en enga hjálp. Þá er líka annað spánýtt dæmi öllum í fersku minni, sem sýnir ágætlega vel og Ijóst, fyrir hverja kaupfjelögin í raun og veru eru gerð. Þingmaðurinn í Múla ætlaði að skjóta þeirri flugu i munn ísl. bændanna, sem búast mátti við að mundu trúa honum eins og nýju neti — þingmaðurinn er einn úr þeirra flokki —, að fásinna væri að selja fje fyrir peninga hjer heima á íslandi, en hið eina skynsama, að senda allt til Zölln- ers, er ætti að vera einn um sölu á islenzku sauðfje á Englandi. Hvað liggur nú á bak við þessa kenn- ingu? er það einlægur áhugi að bæta kjör fátækra landa sinna ? Svari hver sem honum sýnist, en sennilegast virðist, að svarið væri eitthvað í þessa átt: Þið sjáið það sjálfir, bœndur góðir, að Zöllner fœr engin sölulaun af fjenu, sem þið seljið heima hjá ykkur ; ef þið aptur á móti látið hann selja fjeð, fœr hann sín umboðslaun og tapar liklega ekki neinu á fiutnings- kaupinu. Þótt rithöfundar kaupfjelaga- stefnunnar þykist fróðir um flesta hluti og auðugir mjög af ástæðum fyrir góðleik kaupfjelaganna, viðra þeir fram af sjer að sýna fram á, hver áhrif þau hafl haft á búskap og efnahag manna. Það væri þó sannarlega slægur í, að gefa út rökstuddar skýrslur, er sönnuðu framfarir í þessa áttina. (Niðurlag). Fimmtíu ára afmæli alþingis á þingvelli við Öxará! Það hefir komið til orða, og vakir sjálf- sagt fyrir flestum eða öllum, að efnt verði til einhverra verulegra hátíðabrigða í sum- ar í tilefni af 50 ára afmæli alþingis. Naumast er hugsanlegt, að skiptar skoð- anir verði um það, að það sje ekki að eins tilhlýðilegt, heldur og sjálfsagt, að menn geri sjer einhvern dagamun til þess að minnast þess. að þing þjóðarinnar hef- ir verið til um hálfa öld. Það væri auð- vitað einstakt sinnuleysi, að láta slík tíma- mót hjá líða, án þess vjer sýndum það, að vjer tækjum neitt eptir þeim. Um hitt er hugsanlegt, að skoðanirnar skiptist, hvernig hátíðarhaldinu skuli haga, og víst er um það, að ekki líta allir á það á einn veg,hvar hátíðarhaldið skuli standa. Fyrir vorum sjónum er það furðu kyn- legt, að nokkrum lifandi manni skuli hafa til hugar komið að hafa það hátíðarhald annars staðar en í Reykjavík, þar sem þingið ekki að eins á heima, heldur heflr allt af átt heima þessi 50 ár, sem það hef ir verið til, og þar sem öll tæki eru svo miklu fullkomnari. en nokkurs staðar ann- ars staðar á landinu til þess að gera há- tíðaharidið virðulegt og skemmtilegt. En þrátt fyrir það að svo virðist, sem öllum ætti að geta legið í augum uppi, að Reykjavík er sjálfkjörinn staður til þessa hátíðarhalds, þá hefir það komið til orða, að halda þessa hátíð austur á Þingvelli. Það er nokkuð örðugt að gera sjer grein fyrir, hvað vaka muni fyrir þeim mönnum, sem hugsa sjer hátíðarhaldið þar austur frá. Líklegast er það »fornhe!gi« staðar- ins, það með öðrum orðum, að hið forna alþingi íslendinga var þar háð. Ef ræða væri um hátíð í minningu þess þings, þá væri öðru máli að gegna. Þá væri Þing- völlur sjálfkjörinn staður. En það er eng- inn að tala um slíka hátíð. Það er verið að tala um hátíð í minningu 50 ára ald- urs hins núverandi alþingis. Hvers vegna í ósköpunum ætti að halda hana austur á Þingvelli? Það lægi næst að segja, að hún væri þar haldin í minningu þess, að alþingi hefir ekki verið þar, og það minn- ir einna helzt á orðaskýringuna alkunnu: »Lucus a non iucendo«. Það ætti naumast að vera þörf á að taka það fram, að hvervetna í heiminum, þar sem slíkar hátíðir eru haldnar, er gengið að því sjálfsögðu, að halda þær þar sem hlut- aðeigandi stofnanir eru. Hugsum oss rjett t. d., að einhver hefði komið upp með þá hugmynd, að halda minningarhátíð Kaup- mannahafnar háskólans úti á Jótlandi (t. d. á Himmelbjerget). Auðvitað hefði slík tillaga drukknað í hláturssköllum, ef nokk- ur iifandi maður hefði annars gefið henni gaum. En ef til vill er það ósanngirni, að fara fram á það við menn að hugsa sjer slíkt, því að til þess þarf í raun og veru meira hugmyndaflug en almennt ger- ist. Auk þess sem það væri alveg gert út í bláinn að flytja þetta hátíðahald upp A ÞingvöII, þá er það alkunnugt, að þar eru alls engin tæki til að lialda slíka há- tíð. Það er naumast hægt að segja, að mönnum sje bjóðandi þangað á hraunið og flatirnar til hátíðahalds, þegar engin ástæða ber til. Vitaskuld er það vel til fundið og tilhlýðilegt, að sýna hinum »forn- helgu« stöðum landsins, sem fornsaga þjóðarinnar einkum og sjerstaklega er tengd við, allan sóma. Það sje fjarri oss, að gera. lítið úr ræktarsemi manna við endurminningarnar frá frelsisöld þjóðar- innar En þar fyrir megum vjer ekki gleyma því, að yflrstandandi öldin á líka sína sögu, ef til vill ekki svo mikluómerk- ari en sögu fornaldarinnar, þegar alit kem- ur til alls. Það liggurvið, að þessi Þing- vallarhátíð, sem fyrir sumum vakir, bendi á einhvern minnisskort því viðvíkjandi. En hvað sem um það kann nú að mega segja, þá eru fornaldar endurminningarnar orðn- ar of rikar, þégar þær eru látnar sitja í fyrirrúmi fyrir heilbrigðri skynsemi. Póstskipið okkar, Það var mikill fögnuður fyrir okkur vestanmennina, sem beðið höfðum allt að því viku á Englandi og Skotlandi eptir ís- lenzka póstskipinu, þegar við frjettum, að »Laura« væri loksins komin til Granton. Við hröðuðum okkur sem mest við máttum út á skipið, enda þótti okkur nokkuð kostn- aðarsamt hótel-lífið í landi. Það fyrsta, sem okkur varð að orði, þegar við sáum skipið, var þetta: »Hvaða undur er þetta lítill bolli!« Okkur fannst sem því mundi vera róið í viðlögum. En svo hugsuðum við með okkur: Þetta stafar sjálfsagt af þvi, að við komum á mjög stóru skipi frá Ameríku til Englands. Og við sættum okkur við þá hugsun, að skipið mundi samsvara þörfum og ástæð- um íslendinga. En það var síður en svo, að sú yrði raunin á. Þrengslin á skipinu voru blátt áfram óhæfileg. Jeg skal að eins taka það til dæmís, að jeg fjekk herbergi handa kon- unni mínni, börnunum og stúlku, sem með okkur var. Bilið á milli rúmanna var eitt- hvað tveggja feta breitt og herbergið var jafnlangt rúmunum. Þarna áttu sex manns að draga andann og — selja upp, því að allt var það meira og minna veikt. Sjálfur gat jeg holað mjer niður í rúm í litlu herbergi, sem 14 manns sváfu i. Og þetta húsnæði, sem var á annari káetu, kostaði um 300 krónur fyrir þessa daga, sem ganga í ferð- ina milli Granton og Reykjavíkur! Tveir kaupmenn, sem urðu okkur samferða, voru líka svo aöþrengdir, að þeir kusu heldur að liggja uppi á þilfari í kalsaveðri, heldur en í svækjunni niðri. Og ekki varð lestarrúmið drýgra. Mjög mikið Varð að skilja eptir af vörum í Gran- ton vegna rúmleysis, og má geta því nærri, að slíkt hefir homið sjer illa fyrir hlutað- eigandi kaupmenn. Fleira var það en þrengslin, sem okkur þótti miður viðkunnanlegt og olli óþæg- inda. A vestanskipinu höfðum við vanizt við ágætt skýli uppi á þilfarinu hjer og þar á skipinu. Þangað var sjóveikt fólk flutt á hverjum degi, og þar gat það hafzt við allan daginn og andað að sjer hreinu loptinu, ef það hafði nóg föt til að hlúa að sjer. Um ekkert slikt er að ræða á ís- lenzka póstskipinu. Veikt fólk verður að liggja kyrt í rúmunum og anda. að sjer uppsölusvækjunni allan daginn, svo framar- lega sem veður sje ekki mun bliðara eu það er venjulega á höfum úti. Yfir höfuð get jeg ekki neitað því, að rajer fannst nokkuð mikill kotungsbragur á skipinu. Skipverjar eru svo fáir, að þeir geta ekki komizt yflr það sem gera þyrfti. Þessi eini þjónn, sem er á þeirri káetu, sem jeg var á, var stöðugt á þönum, svo að ekki var unnt að ná í hann nema með höppum og glöppum vegna annríkis hans. Vitanlega var því um enga hjúkrun að ræða á sjúklingum, nema það sem fa.rþeg- arnir hlupu undir bagga. Og það er aug- sýnilega ekkinægur mannkraptur á skip- inu til þess að halda því hreinu. Hvar sem komið er við uppi á þilfarinu, atast maður út. í því efni brá okkur mjög við frá skipinu, sem viö höfðum áður verið á. Þar stóð ekki á þvotti nje öðru fyrir mann- fæðar sakir. En ekkert gremst manni þó eins raikið og töfin í Færeyjum. Þar dvöldum við í þrjá daga, enda væri synd að segja, að »Laura« hafl ekki átt erindi þangað. Hún flutti þangað ógrynni af vörum. og Færey- inga vegna var það, að svo mikið varð að skilja eptir á Skotlandi af vörum, íslenzku kaupmannanna. Þetta Færeyja hringsól er ekki lítill kostnaðarauki fyrir ferðamenn, sem til íslands ætla, eða frá íslandi koma, að ógleymdum tímamissinum. Mig furðar á því, að íslendingar skuli una við slíkt, ef nokkur kostur er á að hrinda þviílag. Jeg skal taka það fram,tilþess að varna

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.