Ísafold - 15.05.1895, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.05.1895, Blaðsíða 3
167 misskilningi, að mjer yirtist skipverjar gera allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að gera mönnum líflð bærilegt á skipinu. Kapteínninn ijet sjer sýnilega annt um, að svo vel færi um menn, sem unnt var, og sama má segja um alla undirmenn hans, að svo miklu leyti, sem til þeirra kasta kom. Jeg gatengan mun fundið á skipverjum á »Lauru« og á »Parisian«, að því er kurt •eisi og greiðvikni snerti, og með því er inikið sagt. En mennirnir gátu svo lítið. Jeg geng að því vísu, að kvartað hafi verið áður í blöðunum um þau atriði, sem jeg hef minnzt á, og það opt og mörgum sinnum, svo að mjer dettur ekki í hug, að jeg segi nú neitt annað en það, sem aðrir sjeu margbúnir að segja. En mjer flnnst þörf bera til að ala stöóugt á því, stagast ú því, þangað til bót hefir verið á því ráðin á einbvern hátt. Þessi póstskips- bolli er ekki boðlegur til að vera helzta Bamgöngufæri heillar þjóðar við önnur Jönd heimsins, og Færeyja-drollið gerir ;þessar samgöngur með öl!u óhafandi. E. H. Fáein orð um reíi. Það er sauðfjáreignin, sem meiri hluti lands- TOanna að mestu leyti iiflr af, og ætti það því að vera áhugamál allra að hlynna sem mest -að henni á allan hátt, og vernda hana frá hverju því, sem skaðlegt getur verið fyrir hana. Jeg hef nýlega verið sjónarvóttur að því, hvernig tóan f'er að ráði sinu, þegar hún vinn- ur 4 sauðkindum. Við þetta atvik hljóp hún einmitt f'rá kindinni, þegar jeg kom til henn- ar, og var hún þá húin að naga kindina á snoppunni upp undir augu; af öðru lærinu hafði hún nagað mikið inu í bein, og læst hafði hún tönnunum í annan bóginn og riflð þar úr flyksu. Þó kindin væri svona á sig komin, var hún þá vel lifandi og mændi aumkvunarlega til mín, eins og hun væri að biðja mig hjálp- ar. Kind þessi var roskin, og að öllu leyti vel frísk. Þegar jeg fann hana, voru liðnir að minnsta kosti 5 — 6 klukkutímar t'rá því tó- &n hafði náð henni; — hennar var saknað úr tjenu. Það var hörmulegt að sjá, hvernig vargur þessi hafði loikið kindina — tætt hana svona lifandi sundur — þessa meinlausu skepnu, sem eptir eðlisfari sínu getur engri vörn komið fyrir sig, cema neytt fótanna til hlaupa, og -sem okki einungis hagfræðislega skoðað ætti að njóta allrar verndar og umhyggju af vorri hendi, en sem vjer einnig erum skyldir til, •svo sem oss framast er unnt, að forða frá öll- tim kvalaíullum dauða. Það fara sjaldnast sögur at' því, þegar kind- •urnar lenda í klónum á tóunni, hvernig hún fer að kvelja ur þoim líflð, eða hversu lengi hún er að því, en nærri má gota að það er -opt með Hkum hætti Og jeg hefi hjer frá sagt, ug mjer flnnst enda óhugsandi að hún geti gjört það öðruvísi en ineð miklum kvölum fyrir skepnuna. Þetta eitt væri nóg ástæða til þess að allt kapp væri lagt á að eyða tóunni, þessum grimmdarfulla bitvarg fyrir fjeð, en í annan stað er hinn fjármunalegi skaði mikill, sem tóan gjörir, ekki einungis það, að þær kindur eru ótaldar, sem hún sjer fyrir og aldrei sjest nöitt af, en það er einnig títt, ef bítir eru. að fjárgæzlan verður miklu kostnaðarsamari, og fj®ö getur ekki haf't nægilegt frjálsræði, sem optast háir’því mikið. í reglugjörðum sýslnanna um fjallskil o. fl. TOunu jafnaðarlega vera ákvæði um eyðingu arefa; en eptir þvi að dæma, hversu mikið er til af tóum. er útlit fyrir að þær ákvarðanir beri ekki alstaðar þann árangur, sem æskilegt væri. Það ætti þá að vera áhugamál bæði sýslunefnda og hreppsnef'nda, að gjöra allt, sem unnt væri, til ref'aeyðingar; t. d. með því að láta sem víðast framkvæma eitranir, sem almennt er álitið að reynist vel, sje það ræki- lega gjört. Yrðlingaeldi kann að vera til einhvers á- vinnings fyrir þá fáu, sem stunda það, en get- ur aptur á móti leitt mikið illt af sjer; því þó tilgangurinn sje einungis sá, að ala yrðling- ana þangað til þeir eru orðnir fullþroskaðir, og drepa þá síðan, mun það þó opt koma fyr- ir að þeir sleppa úr prísundinni, og verða þær tóur að margra áliti skæðustu bitvargarnir; það er líka eðlilegt að þau dýr hafl minni ótta af' mönnum og skepnum, og verði því ó- ragari að bíta. Jeg hef enda hevrt þess get- ið, að yrðlingum væri sleppt í þeim tilgangi, að ná þeim aptur, þegar þeir væru orðnir f'ullþroskaðir; og má geta nærri, hvort allur sá fjenaður kemur aptur í leitirnar. I reglugjörð fyrir Strandasýslu um refaeyð- ingu, fjallskil o. fl., er svo ákveðið, að sá, sem elur yrðling, skuli gjalda 50 kr. sekt f'yrir hvern yrðling, sem sleppur, en setja hlutað- eigandi hreppsnefnd veð fyrir sektinni eða út- vega sjer ábyrgðarmann. Sje þetta vanrækt, eru yrðlingarnir rjettdræpir, og sá, sem þá elur, sekur eins og þeir hefðu sloppið. Þessi ákvæði eru að vísu góð. og það er alveg nauðsynlegt að yrðlingaeldi sje takmörk- um bundið fyrir þá, sem það stunda, en rjett- ast álít jeg, að hannað væri með lögum, að ala yrðlinga, því þó nokkrir menn kunni að hafa ávinning af því, hljóta þeir að vera því háðir, að missa af þeirri atvinnu, sem skað- leg er fyrir almenning. K. G. Vesturheims-lokleysa „Þjóðólfs“. Eitt með því fyrsta, sem fyrir mjer varð, þegar jeg sá íslenzk blöð á leiðinni hing- að til lands, var grein í Þjóðólfl um vest- urflutninga. Þar er gert allmikið númer út af því, að »Lögberg« hatt látið vel af lífl íslendinga vestra og »tekið drjúgum upp 1 sig« gegn þeim, er andstæðir hafa verið vesturfiutningum. 0g síðar f grein- ínni kemst ritstjórinn að orði meðal ann- ars á þessa leið: »Meðal annara kvað nú vera von á rit- stjóra Lögbergs, Einari Hjörleifssyni, al- komnum hingað, og áttum yjer þó sízt von á honum. En heimkoma hans er hin bezta sönnun fyrir því, að Þjóðólfur heflr haft rjett fyrir sjer í því, að ekki sje það allt af hjarta talað eða mikið að marka, sem sagt hefir verið nm dýrðina þar vestra. Það ætti E. H. fyrstur manna að kann ast við . . .«• Jeg trúi því naumast, að ekki verði fleiri en jeg, sein þyki þetta allfnrðuleg lokleysa. Og þeirri lokleysu leyfi jeg mjer afdrátt arlaust að mótmæla. Jeg minnist þess ekki, að bafa nokknrn tíma heyrt, þess getið, að það, að einn ein- stakur maður flytnr úr einu landi í annað, sje talið sönnun fyrir því, að ekki sje líft í því landi, sem hann hefir flutt frá. Og jeg skal taka það fram, eitt skipti fyrir öll, að þvi fer svo fjarri, að jeg verði »fyrst- ur ma,nna« til að kannast við, að jeg hafl sagt ósannindi i Lögbergi um ástand manna í Ameríku, eins og «Þjóðólfur« dróttar að mjer, að jeg þori óhræddur að standa við hvert einasta orð, sem jeg hefi sagt um það efni. Væri annars ekki ástæða fyrir »Þjóðólf« til þess að fara að hægja á sjer með rugl- ið um ástand íslendinga vestra? Sjálfur veit ritstjórinn ekki lifandi vitund um það mál. Og honum hefir tekizt svo að velja sjer frjettaritara vestra, að Vestnr- íslendingar — sem óneitanlega eru sínum hnútum kunnugastir— hlæja dátt að heimsk- unni, sem blaðið er allt af við og við að flytja um þá — það er að segja, þeir sem ekki stórhneykslast á illgirninni. Einar Hjörleifsson. Óveitt prestakall. Garðar á Alptanesi: Oarða- og Bessastaðasóknir. A prestakallinu hvílir kirkjubyggingarlán, tekið 1880, upphaf- lega 10,000 kr., er aiborgast með 6°/o árlega á 28 árum. Metið 2522 kr. 72 au. Augl. 14. maí Veitist frá næstu fardögum. Prestvígsla. Sunnudag 12. þ. m. vígði biskup landsins, herra Hallgrímur Sveinsson, þá prestaskólakennara Jón Helgason, «ertekið hefir á móti skipun til að haldauppi fastri auka- guðsþjónustu í Reykjavíkur dómkirkju ann- anhvorn sunnudag*, án nokkurra launa og án nokkurrar'skuldbindingar til þess að gegna öðrum prestsverkum; og prestaskólakandidat Svein Guðmundsson að Ríp í Skagaflrði. HJálpræðislierinn. Samkoma sú. er þeir fjelagar Eriokson og Þ. Davíðsson, yfirliðar úr «Hjálpræðishernum», hjeldu hjer í 1. sinn sunnudagskveldið að var, var heldur en ekki vel sótt; stærsti samkomusalur hæjarins troð- fullur, og urðu margir frá að hverta. Það sem þar gerðist, var, að þeir fjelagar fluttu lítils háttar fyrirlestur um «herinn», háðust fyrir og sungu nokkra sálma úr nýju islenzku sálmakveri, er «herinn» hefir gefið út í Khöíh, en annar ljek undir á fíólín við og við. Fáir sem engir af áheyrendum munu hafa hneykslazt hót á guðsþjónustuathöfn þessari, þótt nýstárleg væri; enda hverjum mannisýni- legurhinn einlægiáhugiþeirrafjelaga fyrirgóðu málefni og alvara með trúna, auk þess sem mennvita hve ágætan orðstír «herinn>hefir get- ið sjer mjög víða um lönd fyrir framkvæmd- arsama mannást við bágstadda. Sjónleikirnir dönsku. Enn ijeku þeir þrennt nýtt annað kveldið, 12. þ. m., hinir dönsku leikendur, dágott, og ennfremurgamla leikinn »Hun vil spille Komedie», sem allt af þykir og er mikið gaman að. — Það árar ekki til þess hjer um þessar mundir, að eyða fje í sjónleiki, fremur en aðrar skemrntanir; enda er ekki hætt við því, að alþýða eyði miklu til að skemmta sjer við danska sjón- leiki; hún freistaststórum mun fremur af þeim íslenzku. En fyrir þá, sem hafa efni á að eyða aurum í skemmtanir og gera það hvort sem er, er hjer fráleitt kostur á öðrum betri, vegna þess, að leikið erylirleitt af góðri list og kunnáttu. Gufuskipið »Á. Ásgeirsson» kom hing- að f’yrir fám dögum á leið til Vestfjarða(Isa- fjarðar); hafði komið við á Eskifirði með kol handa herskipinu danska og almenna vöru þangað. Fór í gær áleiðis vestur. Holdsveikismynciir. Eptir ráðstöfun Dr. Ehlers eru nokkrar myndir af hoidsveikum og limafallssjúkutn til sýnis almenningi 4 landsbókasafninu. Slysför. Hinn 21. marz þessa árs vildi það hörmulega slys til, að snjóflóð fjell í Vattarnes skribum á milli Reyðartjarðar og Fáskrúðstjaröar og lentu i því fimm menn, sem voru á ferð þar á milli, fjórirkarlmenn og einn kvenntnaður, sem allt harst fram á sjó; en þn'r karlmennirnir komust upp í tjöruna við illan leik en tvenut týndist: merkiskonan Margrjet Richarðardóttir yfirsetukona i Fá-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.