Ísafold - 08.06.1895, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.06.1895, Blaðsíða 3
195 skólans, sýslumaður Jóhaunes Jóhannesson, prófclómendur og fl. Sýslumaður færði írök- en Elínu þakkir af hendi sýslunefndar fýrir starf hennar við skólann þau 12 ár, sem hún hefði veitt honum forstöðu. skýrði frá aðsýslu- nefndir Húnavatns- og Skagafjarðarsýsluhefðu samþykkt að veita 100 kr. sín úr hvorum sýslusjóði, þannig 200 kr. alls, til að kaupa •einhvern minningargrip, er þær svo vildu færa henni að gjöf í viðurkenningarskyni, Tivað beztu heillaóskir fylgja henni, er hún -nú breytti um lffsstöðu. Þá talaði síra Bjarni Pálsson í Steinnesi all langt erindi um starf fröken E. Briem og árnaði henni allra heilla. Fröken Elin Briern þakkaði fyrir með fám orðum Daginn eptir við morgunverð sagði alþingismaður Björn Sigtússon í Grímstungu sögu skólans: kvað hann skólann einatt hafa átt við ýmsa erflðleika að berjast, einkum í 'byrjuni ini, og stundum hafa verið tæpt stadd- an, en jafnan hefði honum lagzt eitthvað til; sjerstaklega hefði það verið lán fyrir skólann, er fröken Briem hetði tekið að sjer forstöðu hans. Væri það skaði mikill, er hún nú færi frá, en kvaðst þó hafa góðar vonir um við- ;gang skólans, er nú væri lagður góðurgrund- völlur. Arni Þorkelsson á Geitisskarði, þá- verandi formaður stjórnarnefndar kvennaskól- ans, færði fröken E. þakkir af hendi stjórn- arnefndarinnar tyrir störf hennarvið skólann, sjerstaklega fyrir góða og beilladrjúga sam- vinnu við nefndina. Þá vottaði konnari Hall dór Briem þakkir af hendi fröken E. Briem •öllum þeim, sem á einhvern hátt hefðu styrkt skólann, sjerstaklega stjórnarnefndinni. Húnavatssýslu 11. apríl: »Einu veruleg veðrabrigði á þessum óminnilega blíða vetri var allhart kast dagana 21—29. f. mán.: mikil fannkoma með ofsastormi, ýmist á norðan eða austan; tvo dagana, 24.—25. marz, varla fært tíxilli húsa, en frost þó aldrei nema 7° á C hæst; brim afskaplegt. Þegar hríðinni ljetti, 29. marz, var kominn hafishroði inn á flóann ýHúnaflóa) og sagður allmikill úti fyrir. Brátt fók snjóinn upp aptur að miklu leyti. Sjónleikir voru haldnir á Skagaströnd nokk- ur kvöld i miðjum marz, íyrir forgöngu E. Hemmerts verzlunarstjóra (»Nei«, »Háa C iðt, ö. fl.), og þótti vel takast eða vonum framar. Austur-Skaptafellssýslu 19.marz: Vet- ur þessi hefir verið einhver hinn bezti sem menn muna hjer xim sveitir. Að vísu var nokkuð umhleypingasamt framan af, en aldrei mikil frost eða snjóar; um miðjan vetur voru nokkuð snörp frost (26.—27. jan. IIV2 0 R-)- nn siðan optast nær inn dælasta tíð, stillingar og frostleysi. Sein- ustu dagana í febrúar róið hjer í Lóni, en lítill afli (helzt hákarl). Fyrstu dagaþ.m. var frost, nokkuð (9—6° R.), en síðan opt -a.st frostlítið og nú seinustu vikuna snjó- koma nokkur við og við. Bráðafár mikið heíir geysað yfir flestar sveitir hér, en ekkert hetír kveðið að því fyrir austan Jökulsá á Lóni. Ei hvern tíma minnir mig að stæði í frjeti.ib' jefi hjeðan úr austur sýslunni, að gósturinn milli Prestsbaklca og Oclda þætti heldur seinn í ferðutn, en það koma ýms ar varnir á mót af hans hálfu eða vina hans. Nú er aptur orðinn allmikill kurr hjer eystra út af seinlæti pósts þessa, er sagt að fallið hafi niður ein póstferð í vet ur (seinni hluta janúarmán.), svo að brjef, sem áttu að ná í póstskipið snemma í febr. hafa eigi komizt í tæka tíð, heldur orðið að biða marzferðarinnar, og getur þetta valdið mörgum allmiklu tjóni; vseri vel að þessu yrði hreyft í blöðunum, því að slíkt hirðuleysi og sióðaskapur má ekki vera af skiftalaust. Herskipið «Heimdal», sem kom hjer á hvítasunnumorgun, af Austfjörðum, lagði af stað aptur í morgun vestur íyrir land. Ekk- ■ert hafði það hitt af botnvörpuveiðiskipum í landhelgi, enda er mælt að eigendur þeirra mai'gra hafi hætt við að senda þau hiugað, þetta sinn, er þeir fengn vitneskju um að skipt var þannig um gæzluskip. Yfirmenn á «Heimdals» eru þessir: Ylirforingi C. A. P. Schultz, r. af dbr., sjóliðskapteinn; næstkomm. C. L. Tuxen premierlautinant; C. P. Olsen prl. ráðsmaður og ritari; þá premier- lautinantatnir R Rothe og C. A. Schau, og secondlautinantarnir prinz Carl og L. V. O. Tvertnoes; L. Hornemann yfirlæknir; F. R. E. Alsing yfirvjelmeistari, og T. F. F. Clausen annar vjelmeistari. Amtmaður Sunnlendingafjórðungs og Yest- fitðinga, J. Havsteen, fór með «Heimdali> 1 morgun vestui' í Stykkishólm, að halda atuts- ráðsfund þar. Sigling. Erá Englandi kom 4. þ. m. skonn. August (78, N. H. Drejö) með kol til G. Zoega & Co., og skonn. Ragnheiður{77, Bönnelykke) sömul. til W. Christensens, bæði 2. ferð á þessu ári. Ennfremur 6. þ. m. skonn. Mál- friður (S0 C. Olsen) með ýmsar vörur frá Khöfn til W. Fischers verzlunar í Reykjavík og Keflavík, og til H. P. Duusverzlunar í Keflavik. Hitt og' þetta. Loptbát.s-járnbraut. Járnstrengur hefir ver- ið lagður frá Pompeji upp á eldtjallið Vesúv, og eptir þeim streng á loptbátur að fara og flytja ferðamenn upp ab eldgígnum. Tíu«lest- ir» eiga ab fara á dag. Með Mac Iiray saumavjelinni voru búin til 500 — 1000 pör af stígvjelum á dag á Chicago- sýningunni. 60 menn fengu afkastað eins miklu, með því ab vinna saman með þessari vje), eins og 800 hefðu gert meb þvi ab vinna hver í sínu lagi. Aðaleiqandi Lundúnablaðsins « 77mes», John Walter, dó í vetur, og ljet eptir sig 5 milljón- ir króna. Erfðaskatturinn af þeirri upphæð nemur 400,000 kr. Tveir synir hans erf'a Times hlutina. Englands-banlci prentar 3000 seðla á hverj- um klukkutíma til jafnaðar, eða hjer um bil níu milljónir á ári, og nemur upphæð þeirra 5 400,000,000 króna. En jafnframt eru marg- ar milljónir þeirra brendar á hverju ári. Brennslan fer fram í lokuðum ofnum einu sinni á viku hverri, og er áður sett gat á seðlahunkanti og undirskrift aðalgjaldkerans rifin at. Hver seðill er 5 þuml. breiður og 8 þurnl. langur, svo sterkur, að hengja má við hann 36 pd., án þess hann rif'ni, og misþykk- ur. Þar á móti eru íals-seðiar ávallt allir jat'n þykkir. Bankinn lætur engan seðil f'rá sjer fara nema einu sinrti, aðþeimseðlum und- anteknum, sem koma aptur inu íbankannsama daginn, sem þeir haf'a verið gefnir út. Að meðaltali er hver seðill á ferðinni 70 daga að eins. Margir seðiar týnast, og er það auðvit- að hreinn gróði fyrir bankann og hann aliá- litlegur. A 40 árum hafa þannig týnzt seðl- ar, sem nema 24 milljónum króna. Ensk tunga hefur breiðzt út stórkostlega á þessari öld. Árið 1801 mæltu hjer um bil 12,7°/o af fbúum jarðarinnar á enska t,ungu,en 1890 27,7°/o. Franska var tölub 1801 af 19°/o, en 1890 ekki nema af 12,7°/o. þýzkri tungu er það að segja, að við byrjun aldarinnar var hún töluð af jafnntiklum hluta jarðar-íbúanna eins og 1890 — 18,7°/o. Þýzkan berst þannig í bökkum, franskan er að víkja úr sessi, en enskan ab rybja sjer til rúms. Leiðarvísir ísafoldar. 1552. Er það ekki sem ólögmætur samning- ur, þó að námspiltur, sem er ómyndugur, gjörði skriflegan samning við iðnaðarmann, þar eð hann hatði engan vin eða meöráðamann og jafnvel gjörði það á móti vandamönnum sín- um? Sv.: Jú. 1553. Má ekki gera þann mann ómyndugan, sem er orðinn vegna heilsuleysis þungur ómagi, er á fimmtugsaldri, en hefir alltaf' verið álitinn ekki hata vitsmuni til að hafa fje sitt undir höndum sjálfur og þess vegna ekki haft það? Sv.: Jú, eflaust, ef rjett er að farið. 1554. Jeg er lausamaður í sveit og horga til allra stjetta, þarf jeg að borga svo kallað lausa- mannagjald til prests og kirkju? Sv.: Já. 1555. Er ekki presturinn skyldur að gefa reikning árlega? og hvað á hann ab vera kom- inn snemma ár hvert til þess að maður þurfi að borga hann? Sv.: Engin lagaskylda, og þá heldur ekkert tímatakmark. 1556. Hal'a kaupfjelagsstjórar heimild til að kastasinnieignáumbúðir utan af pöntuðumvör- um hvort sem þær nema miklu verbi eða litlu,t. d. mikinn borbvið utan um stórar maskínur o. þ. h. s.? Sv.: Nei, aubvitað ekki; umbúðirnar eru eign þeirra, er hlutina hafa pantað og borg- að vitanlega allan umbúða- og flutningskostn- að, — hann er lagður á vöruna. —————— Proclama. Samvæmt op. br. 4 jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878, er bjer með skorað á alla þá, sem telja til skulda í dánarbúi prófasts Þórarins Böðvarssonar, er andaðist í Görð- um á Alptanesi hitin 7. þ. m., að tilkynna okkur undirskrifuðum myndugum erfingj- um hans skuldakröfur sínar innan 6 mán- aða frá síðustu birtingu þessarar auglýs- ingar. Hafnarfirði og Reykjavík, 30. maim, 1895. Jón Þórarinsson, Kristján Jónsson, Þ. Egilsson. Hjer með gjöri jeg mínum heiðruðu skiptavinum og öðrum kunnugt, að jeg eptir 20. júní sezt að í Reykjavík í Aust- urstræti nr. 14 og tek að mjer aðgjörðir á úrum og klukkum eins og að undanförnu fyrir sanngjarna borgun. Einnig hef jeg til sölu margar tegundir af nýjum og mjög vönduðum vasaúrum í nickel, silfur, og gullkössum, er seljast vandlega aftrekt með fleiri ára ábyrgð. Verð frá 14 til yfir 100 kr. Sömuleiðis sel jeg úrfestar úr nickel, talmi, silfri og gulli. Til hægðarauka fyrir austanmenn, er koma á Eyrarbakka, hefir herra verzlun- armaður Guðjón Ólafsson tekið að sjer að veita móttöku fyrir mig úrum til að- gerðar og senda mjer þau með fyrstu f'erðum, og geta þeir, er þess óska, vitjað þeirra til hans þá er þau er fullbúin. Sami herra G. Ólafsson hefir einnig útsölu fyrir mig á nýjum úrum og úrfestum. Virðingarfyllst Guðjón Sigurðsson úrsmiðnr. (með fílsstimplinum) og steinbrýni fást hvergi ódýrari nje betri en í verzlun G. Zoétja & Co. Þ a k j á r n kemur með »Laura« og einnig með regl- skipi frá Englandi til verzlunar H. Tli. A. Tliomsons.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.