Ísafold - 26.06.1895, Side 1

Ísafold - 26.06.1895, Side 1
Kemnr út ýmisteinu sinni eða tvisv. í viku. Verð árg.(80arka minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/» dolí.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn(skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje- til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXII. árg. Reykjavik, miðvikudaginn 26. júni 1895. 54. biað. H. Chr. Hansen, stórkaupmaðui (Kör holmsgade 3) í Kaupmannahöfn, byrjaði ís- lenzka umboðsverzlun 1882, tekur að s.ier innkaup á vörum fyrir ísland, selur einnig islenzkar vörur í Kauþmannahöfn og Leith. Kaupir íslenzk frímerki fyrirhæsta verð. vp.'v^'vi* Heykjavik 26. júni. »Ef hinir gera það«! — Af þeim heídur fáu kjördæmum, sem fulitrúa munu eiga á þessum Þingvallafundi núna, hafa nokk- ur, ef ekki hjer um bil annaðhvort þeirra, látið tilleiðast að senda á fundinn af þeirri ástæðu, að önnur kjördæmi kynnu að gera það. Það væri leiðinlegt að gera það ekki, ef hin kjördæmin gerðu það, og þvi af- fáðið að vera þÓ með. Afráðið sumstaðar að eins með einhverju hrafli af þvi litla hrafli af kjósendum, er mættir voru á svo- nefndum þingmálafundi. Og afráðið ekki Öðru vísi en þannig, að sagt var sem svo, ef einhver ijeti á sjer heyra, að hann fýsti að fara, jafnvel fyrir ekki neitt, — þá sögðu menn að sjer stæði á sama, eða þeir sögðu ekki neitt, — greiddu ekki einu sinni at- kvæöí. Um nauðsyn eða nytsemi þessa Þingvallarfundarfyrirtækis ekki stunið upp einu orði. Miklu fremur tekið fram af sumum, mótmælalaust, að fundurinn væri þarfl aus og þ5rðingariaus. Og loks því nær helmingur af kjördæinum iandsins fulltrúa- laus á fundinum. Og slíkum allsherjar(!J- fundi ætlast þeir til, aö heimurinn beri djúpa iotningu fyrir sern mikilfenglegitm vott um alvarlegan, áhugamikinn þjóðar vilja. sjerstáklega i stjórnarskrármálinu ! Heföi nú ekki verið niun snjallara, að fára aldrej að bisa við þetta Þingválla- fundarhald núna? Þá heföi það þó getað dulizt hoidur, þetta greinilega þjóövilja leysi. Einhverja dálitla sljákkun í »Skúla farganinu* virðist það votta, að svo geyst sem farið var á Arnesinga þingmálafund- inum í fyrra dug, að Iiraungerði, þá liurfu þeir samt frá að vilja láta greiða Skúla svonefndar embættismis is skaðaliætur. En að hann væri settur inn í embætti siit aptur,— þaö heimtuðu þeir skilmálalaust, að þingið krefðist af stjórninni. Það mun þó ekki hafa verið af því, að þeir vissu, að búið var að auglýsa embættið laust, og búið að ákveða Sk. eptirlaun : í stuttu máli fyrirsjáanlegt, að hvorki þíng nje stjórn mundi láta sjer detta í hug sú fjar- stæða, að gegna annari eins heitnsku? Seladráp, laxafriðun o. s. frv. heflr verið stórmikið áhugamál fyrir Árnesingum mörg ár undanfarin, bæði á þingmálafundum og utan þeirra. Nú á þessum þingmála- fundi liggur við, að þeir sjeu búnir að steingleyma því, fyrir—»Skúlafarganinu«. Slíkrar staðfestu má mikið þykja til koma! Fiskiveiðar Englendinga við ísland. Eptir Hafnarblaðinu Nationaltidende. VerndarfjelagEnglendingafyrir sjáfar- útveg hjelt 24. apríl fjölsóttan fund f Lundúnum; koniu þangað fulltrúar frá hinum ýmsu fiskiveiðaplázum. Sir Edw. Birkbeck stýrði fundiuum, og kvartaði hann þegar í inngangsræðu sinni und- an því gjörræði, sem útlend herskip beittú við ensk fiskiskip, ög ieit hann því svo á, sem þörf væri á að senda brezk herskip til allra fiskiveiðastöðva, en einkum tók hann fram veiðistöðvarn- ar við Þýzkaland, Danmörh og ísland. Eptir nokkrar umríeður var borin fram svolátandi tillaga til fundarsamþykktar: »Fundurinn er á þeirri skoðun, að hin nýju lög, er danskastjórnin hefir gefið út, lög, er banna að flytja botnvörpuveiða- færi i landhelgi við Island, valdi ensk- uni fiskimönnum alvarlegra örðugleika, og það þvi f'remur, sem utan við þriggja fjórðungsmílna takmörkin eru góðar veiðistöðvar, sem vel eru fallnar til botnvörpuveiða, svo að allar tak- markanir í þá átt, sem um er að ræða í þessum nýju lögum, bægja skipunum frá að komast upp að ströndunum, tii þess að átta sig á, hvar þau eru stödd, eða leita landskjóls. Enda þótt sann- gjarnt sje að banna botnvörpuveið- arnar sjálfar, ætti þó að afnema laga- ákvæðið gegn flutningi botnvörpuvetðar- færi í lándhelgi«. Á fundinúm var lagt fram brjef, sem utanríkisstjórninenskahafðisentHeneage þingmanni, og hafði hún áður borið sig saman við »Board of Trade«. Brjefið var ritað i tilefni af mótmælum, er koinið höfðu frá ábyrgðarfjelagi Grimsbys fyrir gufuskip tii fiskiveiða út úr þessum dönsku lögum. Utanríkisstjórnin leiðir i brjefi þessu athygli að því, að þetta islenzka fiskiveiðamál komi alls ekkert við samningnum um fiskiveiðar í Norð ursjónum utan landhelgi . . . »Rjettur hverrar þjóðar«, segtr stjórnin, »til þess að banna fiskiveiðar i landhelgi og gera ákvarðanirfyrir löggæzlu þar,er almennt viðurkenndur, og sjeu ekki sektir fyrir brot gegn þeim ákvörðunum gersamlega óeðlilega háar, þá geta önnur ríki ekkert skipt sjer af þeim málum. Sektirnar, sem hin nýju islenzku lög ákveða, eru auðvitað mjög háar; en konsúll Breta í Reykjavík hefir lýst yfir þvi, að lögin stafi af því, að með mildari lögum hafi ekki tekizt að tálma botnvörpu- veiðum útlendinga i íslenzkri landhelgi. Þegar svo stendur á, getur stjórnin ekkl mótmaflt þeim sektum, sem lagðar eru við botnvörpuveiðum útlendinga i land- helgi, enda þótt þær sektir sjeu óneit- anlega mjög háar. Annað mál er að leggja sektir við því, að skip flytji að eins botnvörpuveiðafæri í landhelgi, og sendiherra hennar hátignar í Kaup- mannahöfn hefir verið boðið, að telja um fyrir dönsku stjórninni að þvi er snertir þann hluta laganna. Að þvi er við kemur herskips-sending, skal jeg leiða athygli að því, að enskt herskip hefir ekkert vald yfir fiskiveiðum í land- helgi við Island, sem hin nýju lög eiga eingöngu við. Virðist því engin nauð- syn bera til að senda neitt herskip til Islands«. — Þingmaður sá, er áður er nefndur, mælti því næst með því, að fundurinn samþykkti tillögu þá, er komið- hafði fram, til þess að styrkja utanríkis- stjórnina í tilraunum hennar í Kaup- mannahöfn. Honum þótti hinar lögá- kveðnu sektir óþarflega þungar; en það sem mótmæla þyrfti væri það ákvæði, að það væri talið sama lagabrotið hjá ensku fiskiskipi, að vera statt í land- lieigi vlð Island og að vera að fiska þar, Tillagan var svo samþykkt í einu hljóðii En vjer sjáum ekki, hvernig það á að takast, að varna enskum fiskiskip- unt að nota botnvörpur í landhelgi við Island, svo framarlega sem þeim sje leyft að vera þar tneð botnvörpuveið- afærin. Hvervetna, þar sem enskir fiskimenn hafa verið nokkurn veginn óhultir fyrir eptirliti og afskiptum yfir- valdanna, hafa þeir kynnt sig að ósvífni. Yfirvöldunum á Islandi er alls eigi unnt að leggja hin minnstu bönd á framferði útlendra fiskimanna, og það þarf meira en eitt einasta danskt herskip til þess að halda verndarhendi yfir rjettindum íslendinga á sjónutn. Oss virðist því mjög æskilegt, að lögunum sje ekkert breytt, en skyldu breytingakröfurnar verða of sterkar, mætti fara fram á það við Englendinga, sem Frakkar hafa þegar gert lengi, að senda þangað her- skip, sem sæju um, að landar þeirra fengjust alls ekki við neinar fiskiveiðar í landhelgi við Island, og til þess yfir- leitt að sjá um að fiskimenn þeirra hög- uðu sjer þar sómasamlega.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.