Ísafold


Ísafold - 26.06.1895, Qupperneq 3

Ísafold - 26.06.1895, Qupperneq 3
2X5 an á bókura, einsog t d. myncl Hallgríms Pjeturssonar framan við Sálma hans og kvæði 1. bindi, Reykjavík 1887, Jóns bisk- ups Vídalins, Hannesar biskups Finnssonár Og Stefáns anitmanns Þórarinssonar; þess ar þrjár eru í »Ný,jum Fjelagsritum*; en sumar eru á spjöldum eða á laitsum mið um, t. a. m. Steingrims biskttps Jónssonar -og amtmannanna: Bjarna Thorarensens- Gríms Jónssonar og Páls Melsteðs. Um mynd Hallgríms Pjeturssonar er það að segja, að jeg hefi alls enga vissu fyrir jjví, að hún sje hans sanna mynd. Einar prentari Þórðarson sagði mjer eitthvert sinn, er jeg kom í prentsmiðju hans, að hann hefði nýfengið myndina af Hall- grími Pjeturssyni ofan úr Borgarfirði, og sýndi mjer myndina. Hún var á dálitlum blaðsnepli og illa gerð, að mjer virtist. Ekki minnist jeg þess, að þar væri nokk- urtnafn, eða nokkur prestakragi (pípukragí) -á þessari mynd. Jeg spurði Einar, hvort hann hefði nokkra vissu um það, að þetta væri mynd Hallgríms Pjeturssonar. Ilann gerði hvorki að játa því eða neita, en bar fyrir sig þessa alkunnu vísu: »Sá sem orti rimur af Ref — með svartar brýr og sí- valt nef, svo er hann upptnálaður«, og hnykkti á síðasta orðinu: »uppmálaður«• Svo vitnaði Einar til Sigurðar málara, en hvort haún sagði, að Sigurður segði eða hjeldi það væri mynd Hallgríms, það man jeg nú ekki. Jeg minntist aldrei á þetta við Sigurð; mjer þótti myndin svo ómerki- leg, að mjer kom ekki til hugar, að hún mundi verða sett á bækur og send út í allar áttir. Jeg þori eigi að fullyrða, en það er fast í huga mjer, nð Sigurður mál- i ari fengist eitthvað við eða lagfærði þessa mynd og setti á hana prestakragann. Jeg hjelt þá og held enn í dag, að mynd sú, er Einar sýndi mjer, hafi verið gerð löngu eptir daga Hallgríms Pjetnrssonar, annað- hvort rjett út í bláinn, eða eptir þeirri hugmynd, sem sá, er myndina dró upp, gerði sjer um Hallgrím Pjetursson, að sinu leyti eins og Rúdolf Keyser gerði af Egli Skallagrimssyni, og Gretti Asmundssyni, eþtir tilmælum dr. Haligr. Scheving, áríð 1826 eða 1827, þegar Keyser var á Bessa- stöðum. Nokkuð þessu líkt má segja um mynd Jóns biskups Vídalíns í »Nýjum Félags- ritum 1847. Jeg var staddur í Laugarnesí, mig minnir vorið 1844, og þá sýndi Steingr. hiskup Jónsson mjer mynd á blaði, fremur óskýraog ekki vel gerða, og sagði um leið: »Það varsagt í Skálholti, að þetta væri rnvnd biskups Jóns Vídalíns«, en hætti við þessum orðuni: »en jeg hef enga 'vissu fyrir því, að svo sje«. Þessa mynd kvaðst biskup þá ætla samsumars að senda Jóni Sigurðssyni í Fjelagsr., enda birtist hún í þeim skömmu síðar (1847). Jón Sigurðs son sagði mjer, að hann hefði beðið Ilelga Bigurðsson að laga hana eitthvað, eða gera hana skýrari, »en þá urðu 6 fingur hjá Helga á annari hendinni, og varð hann að -gera það upp aptur«. Ekki minnist jeg ' þess, að jeg sæi á mynd þeirri er Stein- grimur biskup sýndi rajer, þessi orð, er neðanundir standa: »IIver eyru hefir« o. s. frv. eða eiginhandar nafn Vídalíns. Hvorttveggja hefir Jón Sigurðson bætt við i Kaupmannahöfn. Jeg átti tal við frú Valgerði Jónsdóttur i Görðurn á Alptanesi, hafði hún þá í ítöndum »Fjelagsritin« nýkomin út með mynd Hannesar Finnssonar. Frú Valgerð- ur Var, sem margir vita, tvígipt, og hafði fyrst átt Hannes biskup og síðan Stein- grím biskup. Jeg man glöggt, að hin aldraða æruverða kona sagði þá: »Mjer getur ekki iíkað þessi mynd, þeir hefðu heldur átt að gefa út myndina af honum Jóni, syni mínum (Jón var, faðir Hilmars landshöfðingja), hún hefði líkzt betur (nl. Hannesi biskupi, föður Jóns) en þessi«. Jeg heyrði enga menn aðra, sem máttu rauna Hannes biskup, nefna þessa mynd, og get því eigi fleira um hana sagt, en það er tilgáta mín, að frummyndin, sem þessi er prentuð eptir, sje gjörð af sira Sæmundi Holm, og hafi svo verið, þá hefir hún, sem allar hans myndir, er jeg hefi sjeð, verið gjörð með rauðkrít, en eigi með »tusch«-lit eins og þá var almennt. Jeg sá á æskuárum mínum mynd afa míns Stefáns Þórarinsonar, og þótti móður minni sú mynd ólik honum, og illa gerð. Jeg ætla að hún sje frummynd þeirrar sem sjá má í »Nýjum Fjelagsritum», ár 1845. Þegar Paul Gaimard var hjer á ferðum á tímabilinu milli 1830—1840, var einn af fjelögum hans málari, og tók hjer myndir af ýmsum mönnum, þar á meðal af Stein- grími biskupi Jónssyni og Bjarna amt- manni Thorarensen. Maður sá málaðieink- um dýr og fugla, holt og hæðir, bæi og búsgögn, og þótti gera það vei, en miklu síður myndir af mönnum. Ilann var það sem Danir myndu kalla: Landskabs- og Dyremaler, en ekki Portrætmaler. Manna- myndir hans þóttu því eigi takast sem bezt. Mynd Steingríms biskups hefir í mínum augum alveg mistekizt. í andlits- svip Steingríms biskups var sameinað krapt- ur, fjör og framúrskarandi blíða; en hjer vantar það allt á þessari mynd. Betur þykir mjer myndBjarnaamtmanns hafa tekizt. Jeg beíiheyrt kunnuga menn finna að niðurandlitinu, en þykja allur efri hluti höfuðsins mjög líkur og vel gerður. Hjer í húsi mínu eru til allstórar og vissulega vel gerðar olíumyndir af Grími amtmanni og konu hans, og eptir þeim myndum eru gerðar allar þær ijósmyndir, sem til eru af þeim hjónum. Þó hefirÞóra dóttir þeirra, en kona mín, sagt, að enni og munnur á mynd föð'ur síns væri lítið eitt úr lagi færður á myndinni, ennið kæmi ekki algjörlega í ljós og munnurinn væri nokkuð saman herptur, er komið hafi af þvi, að maðurinn hallaðist aptur á bak og var að reykja meðan verið var aðtaka af honum myndina. Það var um 1838, að myndir þessar voru gerðar. Af Páli amtmanni föður mínum eru til tvær upphaflegar myndir. Hin fyrri er gjörð í Kaupmannahöfn veturinn 1848—49; þar er hann á einkennisbúningi sýslu- manna, rauðum kjól, eins og þá var tíðska. Sú mynd er í alþingishúsinu í Reykjavík. Jeg finn það að þeirri mynd, að ofmiklum roða slær á andlitið. Hin myndin er ept- ir Sigurð málara Guðmundsson, gjörð í Stykkishólmi 1858. Þá var fáðirminn ný- staöinn upp úr þungri sótt, og ber andlit- ið þess Ijósar menjar. Til erenn myndaf föður mínum miklu stærst, er Hallgrímur bróðir minn fjekk útlendan mann hjer í bænum, að nafni Schau, til að draga upp, eptirhinum eldri myndum. Súmynd heflr að mínu áliti tekizt furðu vel. Áður en jeg legg pennann frá mjer, vil jeg bæta við einni litilli athugasemd, en sem getur haft talsverða þýðingu þegar frá liður, og hún er sú, aðmenn auökenni með nafni hverja ljósmynd, sem þeir hafa í vörzlum sínum. Þegar timar líða fram, þeir menn eru allir dauðir, sem nú lifa, og aðrir menn eru orðnir handhafar að þess- um myndum, þá verður opt eigi unnt að vita af hverjum þær eru, ef engin nöfn fylgja þeim. Rvik 24. júní 1895. Páll Melsteð. Samgöngur í sambandi við atvinnu landsbúa. Eptir kaupm. Jón Þórðarson í Rvík. Það er að nokkru leyti rjett, sem stendur í 51 tbl. Isafoldar, að það hafi verið samþykt með sárfáum atkvæðum tillaga mín til al- þingis um að 'styrkja íshúsið hjer í Reykja- vík. En það var ekki tekið fram, að menn voru sem óðast að fara affundi, svo það voru sárfáir menn, sem heyrðu það. Það sem vjer eigum og þurfum að berj- ast fyrir, er tíðar samgöngur milli landa, helzt 2 á mánaði. En vjer þurfum að hafa oitthvað til að flytja, og vjer þurfum að geta sent allan okkar fisk í ís; þá eru samgöngurn- ar fengnar, sem myndast af okkar eigin þörf- um og sem stjórnast af okkar beztu mönnum. Þvi það getur ekki verið neitt vit í því, að láta skip hlaupa 2 í mánuði railli landa, nema þvi að eins, að |það hafi eitthvað að flytja, og þótt illa láti í ári, höfum vjer alltaf is og grjót. Ef við hjálpum okkur ekki sjálflr, þá getum við ekki búist við miklum fram- förum; við þurfurn að læra að brúka þær af- urðir, sem land vort hefir fram að bjóða, og er það fyrst og fremst grjót, til að byggja úr, í stað þess að kaupa endingarlaust timbur frá Öðrum löndum. Við höfum hjer menn, sem geta leyst steinsmíöi vel af hendi, og myndu þá peningarnir lenda í landinu sjálfu. aðrar þjóðir myndu ekki flytja það (grjótið) langar leiðir bæði á sjó og landi, ef þær á- litu það ekki varanlega eign. Þessvegna álít eg, að það heppilegasta, sem alþingi gæti gjört, væri að styrkja svo atvinnu manna hjer, bæði tiljþess að laga grjót til útflutnings, meðan við höfum of mikið af því, og sömu- leiðis ísgeymslu, svo það geti myndzat svo stórt fjelag, sem gæti annaðhvort keypt sjer eða leigt skip, til þess að hafa til tiutninga landa á milli, því með auknum skipaferðum myndu okkar efnilegu ungu menn fá tækifæri til að skreppa landa á milli, eins og stendur í gömlum sögum, til að afla sjer fjár og frama, því meðan þeir gjörðu það, stóðu þeir ekki að baki frænda sinna í öðrum löndum. Jeg eptirlæt tilíögu mína mjer færari mönnum til stuðnings, ef þeir álíta hana þess verða, og vona að menn misskilji hana ekki á þann hátt, að Reykjavík eigi ein að hafa hag af því, heldur að Reykjavík gangi í broddi fylkingar, þar sem hjer eru ýmsir menn, sem bæöi geta og jeg efast ekki um að vilji vera öðrum landsbúum til fyrirmyndar í þvi, sem getur verið okkar þjóð til gagns ogfram- fara, ef þeir eru samtaka. Forspjallsvísindapróf við prestaskól- ann tóku í dag þessir stúdentar : Georg Georgsson vel -(-> Guðm. Pjetursson vel, j Halldór Steinsen ágætl. -r> Jón Blöndal dável, Jón Þorvaldsson ágætl., Magnús Jóhannsson vel -(-, Sigtryggur Guðlaugs- son ágætl. -F, Þorvarður Þorvarðarson | dável. -f- I

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.