Ísafold - 29.06.1895, Page 1
Kemurútýmisteinu sinni eða
tvisv. i viku. Yerð árg.(80arka
minnst)4kr.,erlendis5kr. eða
l*/» doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD
Uppsögn (skrifleg) bundin við-
áramót.ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. oktober.
Afgreiðslustofa blaðsins er í
Austurstrœti 8.
XXII. árg.
Reykjavik, laugardaginn 29. júni 1885.
55. bfað.
Eins og- að undanförnu verður
landstoankinn opinn í júli og
ágústmán. í sumar frá kl. 93/í
f. m. til kl. 123/4 e. m. Banka-
stjórnina verður að hitta frá
kl. 10V* til kl. 11*/*.
Keykjavík 27. júní 1895.
Tr. Guiinarsson
Gufuskipsferðamálið.
i.
Svo framarlega sem Sagt verður með
sönnu, að sterkur áhugi sje vaknaður
manná á meðal hjer á landi fyrir nokkru
máli, þá eru samgöngur vorar við önnur
lönd þaö mál. Það mun óhætt að full-
yröa, að ekki sje til nokkur sá íslending
ur, sem ekki kannast við það, að vjer
getum ekki lengur lotið að öðru eins og
oss hefir hingað til verið boðið í því efni.
Eíkari óánsegja er sjaldgæf hjer á landi
ten sú, er hvervetna kemur i Ijós, þegar
minnzt er á gufuskipaf'jclagiö danskn, með
öllu þess hringsóli ogdiolli, háa flutnings-
og fargjaldi, iila aðbúnaði og strjáht og
óáreiðanlegu skipagöngum. Oss kemur
fráleitt eins vel saman um nokkurt þjóð-
mál eins og það. að samgöngur vorar við
önnur lönd verði að komast i betra horf.
II.
Vjer þurfum að fá fastar, áreiðanlegar
samgöngur við önnur iönd, miklu tíðari en
vjer liöfutn átt og eigurn enn kost á —
ekki sjaidnar en tvisvar á mánuði á suntr-
um og einn sinni á vetrum. Ekki ætti að
þurfa meira en eitt skip til þess að fara
milli landa fyrst uni sinn, en það aflti að
vera svo skjótt í förum,aö það gæti jafn-
franit komið við á sninrum í hverri ferð
á hinunt slærri höfnuni umliverfis landið,
en á hinmu minni stöðum til skiptis. Og
svo þyrfti að hafa dálitla gufubáta lil að
draga uppskipunarbáta, nokkra í einu, til
þess að uppskipun og framskipun þurfi
ekki að ganga jafn sigalega og maður á
nú að venjast. og jafnvel til frekari flutn-
inga fiá miUilandaskipinu, þar sem svo
hagar til. Það verður f'ráleitt niiklum örö-
ugleikum bundið að fá alinenna viður-
kenning l'yrir þvi, að minna getum vjer
ekki sætt oss við, að því er samgöngur á sjó
snertir.
Svo er nú hættara við að leiðir manna
skilji, þegar til þess kemur, að kippa því
í lag sem ábótavant þykir, koma málinu
í eitthvert nýtt ákveðið borf.
III.
Því hefir verið hreilt lijer i blaðinu, að
tiltækilegt mundi. að landið eignaðist sjálft
gufuskip og hefði það i förum á eigin
kostnaö. Mörgum hefir áreiöanlega getizt
vel að þeirri tillögu. Vjer skulum eigi
úyljast þess, að oss virðist hún all-var-
hugaverð. Bein gróðafyrirtæki þykja að
jafnaði ganga nokkuð örðugt fyrir land
stjórnum. Og auk þess er svo ástatt sem
stendnr, að nokkuð örðugt mundi í fljótu
bragði að vísa á mann, sem því væri vax-
inn að veita forstöðu sliku fyrirtæki, sem
því er þar væri um að ræða.
IV.
Það muna allir undirtektirnar undir
siglinga- og járnbrautarmálið það í fyrra,
»stóra málið« sem kallað var. Um járn-
brciutar-hliöira á því máli voru skoðanir
manna mjög skiptar. En um siglinga-
hliðina kom mönnum allvel saman. Það
er lítill vafi á því, að ef kostur hefði ver-
ið á að aðskilja það tvennt, þá hefði tek-
izt samningar um siglingarnar, og það
þótti illa farið, að þess var enginn kost-
ur. En að þar væri nú til tekið, er í
fyrra var frá horfið, og reynt, hvort ekki
kunni að takast við Englendinga járnbraut-
arlausir samningar um þær siglingar, sem
vjer fyrir hvern mun þurfum að fá.
Vjer höfum ekki trú á því, að þeir
samningar takist viðunanlega við annara
þjóða menn, t. d. Dani eða Norðmenn, sem
helzt mundi annars til leitað. Og það er
einkum fyrir þá sök, að Englendingar
standa svo langtum hetur að vigi en aðr-
ar þjóðir. Það mundi örðugt, að fá Dani
til að hlaupa yfir millistöðvarnar, og vjer
vitum hvað það þýðir, að hafa Færeyjar
á ferðaáætluninni. Englendingar eiga
skemmra til vor en aðrir. Þeir einir geta
fært sjer i nyt Vesturheimsflutninga, ef
þeir eru nokkrir. Þeir einir flytja sauðfje
hjeðan af landi — og það væri fráleitt neinn
bagi fyiir laudið, þó að fleiri en einn yrði
um hituna í þeirri grein. Og þá er ekki
minust um það vert, að það eru Englend-
jngar einir, sem g< ta heint ti) vor þeim
ferðaniannastraum, sem oss munaði
nokkuð uni. Þaö er 'skortnrinn á satn-
göngum við England, en ekki við Dan
mörk eða Noteg, sem veldur því, að vjer
enn förum á mis við þá tugi þúsnnda, sem
hvcrvctna eru samfei'ða ferðamanna
straumnum, þar sem hann er að nokkrn
marki. Og enn má benda á það, að fyllstu
líkur cru til þess, að fyrirtækinu mundi
að öllu samanlögðu verða betur stjórnað
í höndum Englendinga en annara, Dana
að minnsta kosti; hjá Englendingum mundi
allt ganga greiðara og verða landsmönn-
utn notadrýgra og affarasælla.
V.
Það er lítill vafl á því, að siglingasamn
ingar geta tekizt við Englendinga — svo
framarlega sem vjer viljum nokkuð leggja
í sölurnar sjálfir. En það verðum vjer að
hafa hugfast, að vjer verðum eitthvað til
að vinna. Vjer f'áum aldrei komið sam-
göngum vorutn í viðunanlegt horf, nema
vjer tínium að leggja eitthvað fram sjálfir,
og það fráleitt neitt lítilræði, sízt i byrj-
uninni. Vjer fáum aldrei útlenda menn
til að leggja út í annað eins og þaðr
að koma samgöngum vorum við önnur
lönd í viðunanlegt horf, nema þeir fái á-
þreifanlega sönnun fyrir því, að oss sje
það verulegt áhugamál. Það er engin vom
Fyrst og fremst er því samfara efnaleg á-
hætta, og svo er enginn vafi á því, að á-
hættan er í byrjuninni meiri í augum út-
lendinga, sem ekki eru hjer gagnkunnugir,
heldur en hún er í raun og veru. Þeim
hættir eðlilega við, að miða við ástandið
eins og það er nú. En tíðum og greiðum
s <rogöngum fylgir svo mikil bylting i við-
skiptalifinu, að landið á undan og eptir á
í raun og veru ekki saman nema nafnið.
VI.
Vjer þurfum áreiðanlega að leggja fram
allháan styrk, fráleitt öllu lægri en þann,
er farið var fram á í fyrra til siglinganna,
50,000 krónur. Og vjer verðum að sjálf-
sögðu að lof'a honum um nokkuð mörg ár,
með engu móti skemur en til 10 ára. Það
má ganga að því vísu, að örðugast verði
i byrjuninni að gera arðberandi það fje,
sem í fyrirtækið veröur lagt. og þeir, sem
leggja það fram, verða að fá sanngjarnan
tíma til að kornast að raun um, hvort
fyrirtækið er í raun og vérú arðberandi
eða ekki. Og svo má, ef til viil, húast
við, að því fjelagi, sem hingað til hefir
lagt okkur tii aðalsamgöngufærin, vafa-
laust með mjög miklum gróða, og að öll-
um líkindum þykist eiga okkur með húð
og hári, muni þykja súrt 1 broti að missa
tangarhaldið at' okkur. Engum ætti að
koma á óvart, þótt það fjelag reyndi að
vinna slig á þessari framfaraviðleitni með
megnustu samkeppni. Það hetir leikið slikt
bragð áður við sina eigin landa með allt
of miklum árangri. Það mundi hverjum
þeim kunnugt, sem hugsanlegt væri að
senija við, og því má ganga að því vísu,
að hverjir sem tækju þetta fyrirtæki að
sjer, mundu heimta, að því væri sjeð far-
horða þau árin, sem þeir þyrftu að óttast
megna samkeppni og þar af leiðandi lítinn
arð eða jafnvel fjártjón.
VII.
Meginhluti þess fjár, sem til þcssa fyrir-
tækis þarf, hugsum vjer oss að komi frá
enskum mönnum, eins og þegar hefir verið
tekið fram, og þá yrði fyrirtækið eðlilega
undir þeirra yfirstjórn. En engu að síður
væri ekki að eins ákjósanlegt, heldur og
sjálfsagt, að stjórn iandsins hefði jafnframt
hönd i hagga með, að því er tilhögunina
snertir að ýmsu leyti. Vjer sjáum ekki,
að því augnamiði yrði náð á auðveldari
nje ánægjulegri hátt en þann, að landið
ætti einhvern hluta af hötuðstólnum, segj-
um */5 part, enda virðist ekki neitt þurfa
að vera því til fyrirstöðu. Það væri að
minnsta kosti minni áhætta fyrir landssjóð,
heldur en ef hann færi að leggja út í
skipkaup upp á eigin spýtur að öllu leyti,.