Ísafold - 28.08.1895, Side 2

Ísafold - 28.08.1895, Side 2
286 nægja rísi upp í prestakallinu, ef farið yrði, að öilu þessu afstöðnu, að neyða upp & söfnuðina þar öðrum presti, þrátt fyrir kosning þá er fram hefir farið, á löglegan hátt, að því er bezt veröur sjeð, enda heflr og heyrzt, að ail-söguleg umbrot muni vera í vændum, ef til slíks kæmi. En eins og áður er sagt, göngum vjer að því vísu, að veitingarvaldið muni taka til greina þær upplýsingar, er fram hafa komið, og úrskurða kosninguna lögmæta. Dómur í forseta-atkvæðis-hneykslismálinu. Ar 1895. þ. 14. ágúst, var fyrir gestarjetti JReykjavíkur i inálinu: Benedikt sýslum. Sveinsson gegn Birni ritstjóra Jónssyni kveðinn upp svofelldur DÓMUR: Mál þetta hefir BenediktsýslumaðurSveins- son, forseti neðri deildar alþingis 1895, hötð- að fyrir gestarjetti Reykjavíkur á hendur Birni ritstjóra Jónssyni fyrir meiðandi um- mæli í blaði haus Isafold, 58. tölubl., sem kom út 10. f. m., og krafizt, að meiðyrðin verði dæmd dauð og ómerk, að stefndi verði látinn sæta fangelsi eða sektum fyrir að hafa hirt þau í blaði sínu, og dæmdur til að greiða allan kostnað, er af máli þessu leiðir. Aptur á móti krefst stefndi, að verða al- gerlega sýknaður af öllum kröfum stefnanda, og að sjer verði dæmdur málskostnaður eptir rjettarins mati. í áðurgreindu tölublaði «ísafoldar» er skýrt frá því, er fram fór í neðri deild alþingis á fundinum 8. júlf, þegar frumvarp til stjórnar- skipunarlaga um hin sjerstöku málefni Is- lands var þar til fyrstu umræðu, og síðar í blaðinu er bætt við nokkrum athugasemdum og aðfinningum út af framkomu stef'nanda á umræddum þingfundi. I fundarskýrslunni er meðal annars komizt svo að orði: «hugðist forsetinn BenediktSveins- son að affa sínum flokk, frumvarpsmönnum> sigurs með því að taka sjer atkvæðisrjett en láta hina missa þar á ofan 1 atkvæði, þar sem var varaforsetinn, Tr. Gunnarsson. Lauk svo, að deildin lýsti það lagabrot gegn þing- sköpunum». Þessi ummæli álítur stefnandi ósönn og serumeiðandi fyrir sig. En dómarinn getur ekki fallizt á það. Það er alkunnugt og kemur fram í skjölum máls- ins, að þingmenn í neðri deild skiptust i stjórnarskrármálinu í 2 flokka hjer um bil jafnliðaða, og að forseti deildarinnar, stefn- andi þessa máls, var öðrum þeirra fylgjandi að máli, en varaforseti hinum; það er og við- nrkennt, að stefnandi hugðist að greiða at- kvæði við nefndarkosningu í málinu, en deild- in bannaði honum það, með því að lýsa það óheimilt samkvæmt þingsköpunum; þá er það og Ijóst af því, sem fram er komið í málinu, að stefnandi gekk úr forsetasæti, eigi til að taka þátt i umræðunum, heldur eingöngu til þess að greiða atkvæði í málinu, og eins og enginn vafi getur leikið á því, að stef'nandi mundi hafa notað atkvæði sitt, ef deildin hefði heimilað honum það, flokksmönnum sín- um til stuðnings, þannig hlaut mótflokkurinn tm leið að missa atkvæði varaforseta. Það verður því eigi sjeð, að neitt sje ranghermt í hinum tilvitnuðu ummælum, og það er eigi heldur heimilt að leiða út úr þeim, eins og stefnandi vill gjöra, neina aðdróttun um það, að hannhafi haft í hyggju að fremja lagabrot af ásettu ráði, því að hitt liggur beinna við, að leggja þá þýðingu i orðin, að stefnandi hafi skilið þingsköpin svo, að torseti hefði atkvæðisrjett í hverju máli sem er, þegar hann víkur úr forsetasæti, og að bann hafi hugsað sjer að nota þennan rjett til stuðn ings þeim flokki, er fylgdi f'ram stjórnarskrár- frumvarpinu. Dómarinn fær þannig eigi sjeð, að hin tilvitnuðu ummæli eigi að varða stefnda neinni ábyrgð. í annan stað álitur stefnandi að fyrirsagn- arlaus grein, sem stendur síðar í sama tölu- bl. Isafoldar, hafi inni að halda mjög vanvirð- andi áburð og aðdróttanir gegn sjer út af' framkomu sinni sem förseta á fyrgreindum þingfnndi. Aðalinntak þessarar greinar er það, að stilling og óhlutdrægni sje skylda þingfor- seta; þegar hann sje seztur í forsetasæti, eigi hann að fara í annan ham, standa yfir öllum þingflokkunum og varast f’ylgi við nokkurn þeirra eða við nokkurt mál öðru fremur; að stefnandi hafi sýnt sig í fáheyrðum atbrigð- um gegn þessari reglu á margnefndum þing- fundi, að það sje raunaleg ávirðing bæði vegna hans sjálf's og þingsins, fyrst það að hann hafi viljað taka sjer atkvæðisrjett þvert á móti venjunni og almennum skilningi á þingsköp- unum, og í öðru lagi það, að óhlýðnast gjör- samlega og heldur ódælt úrskurði deildarinn- ar, sem hann hafði óskað eptir, og sje það mjög vafasamt að gerzt hafi dæmi viðlíka hátt- ernis af þingforseta. Dómarinn er stefnanda samdóma um það, að í grein þessari sje það borið á hann, að hann hafi eigi við þetta tækifæri sýnt þá ó- hlutdrægni og stillingu, s em honum hefði bor- ið að sýna sem þingtorseta. Samt sem áður verður eigi álitið að þessi ummæli sjec eptir málavöxtum hegningarverð. Að því er orðið óhlutdrægni snertir, þá er skýringin á því í næstu línum á eptir sú, að forseti eigi að vera hafinn yfir þingflokkana, og eigi veita einum þeirra fylgi fremur en öðrum. Það er skortur á slikri óhlutdrægni, sem stefnanda er borið á brýn i greininni, og verður það eigi álitið ástæðulaust, þegar þess er gætt, að stefnandi gekk úr forsetasæti til þess að greiða atkvæði með öðrum af þeim tveimur flokkum, sem þingdeildin haf'ði skipzt í, og lagði allmikið kapp á að fá vilja sínum fram- gengt í því efni; það verður eigi betur sjeð, en að stefnandi hafi með þessari aðferð sýnt það að hann vildi draga hlut þess þingflokks- ins, sem hann ætlaði að styðja með atkvæði sínu. Að stefnandi hafi eigi sýnt tilhlýðilega stillingu, á við það, sem síðar stendur ígrein- inni, að hann hafi gjörsamlega og heldur ó- dælt óhlýðnazt úrskurði deildarinnar. Aðferð stefnanda, sem að þessu lýtur, er lýst þannig í vörn stefnda, og er þeirri lýsingu ekki mót- mælt, að þegar deildin hafði úrskurðað, að hann hefði ekki atkvæðisrjett, og varaforseti skoraði á hann að setjast aptur í íorsetasæti, hafi stefnandi sprottið hart upp, gengið snúð- ugt af fundi og skellt á eptir sjer dyrunum. Með tilliti til þessa, og svo hins, að stefn- andi, eins og áður er á vikið, lagði mjög mik- ið kapp á að mega greiða atkvæði, verður það eigi talinn ábyrgðarhluti fyrir stefnda,að láta það álit í Ijósi, að stefnandi haíi í þetta tilgreinda skipti eigi sýnt þá stillingu, er samboðin er stöðu hans. Eigi verður það heldur álitið varða við lög, að stefndi telur framkomu stefnanda, sem áður er lýst, óhlýðni við úrskurð deildarinnar sem stefndi skilur svo, að með honum hafi deildin gefið tilkynna, að hún ætlaðist til og óskaði, að stefnandi settist aptur í forsetastólinn. Þessi skilning- ur á úrskurðinum er í sjálfu sjer sennilegur og styðst við framburð tveggja þingmanna, sem hafa borið vitni í málinu, enda sá stefn- andi ekki annan veg til að komast hjá að fullnægja þessari ósk deildarinnar heldur en að ganga af fundi. Að stefnandi hafi viljað taka sjer atkvæðisrjett, virðist eigi, eptir þvi sem fram er komið í málinu, vera ofhermt, nje heldur hitt, að tilraun hans sje fáheyrð afbrigði frá þeirri reglu, sem áður het'ur ver- ið fylgt á þinginu i því efni. Orðin «rauna- leg ávirðing» og önnnr ummæli í greininni, sem stef'nandi hefur sjerstaklega tilgreint, eru að áliti rjettarins eigi ærumeiðandi eða óvirð- andi. Samkvæmt framansögðu virðist stefnandi með framkomu sinni í þingdeildinni hata gef- ið töluvert tilefni til hinna átöldu ummæla: þau bera eigi með sjer, eins og stefnandi heldur fram, að þau sjeu rituð í þeim tilgangi að gjöi.i íV-ás á borgaralega virðingu stefnanda, heldur virðist tilgangurinn að eins vera sá »ð vita frammistöðu hans sem þingforsetavið sjorstakt tiltekið tækifæri. En heimild opin- berra blaða til að segja hispurslaust og hlífð- arlaust álit sitt um aðgjörðir löggjafarfull- tráanna er talin nauðsynleg og sjálfsögð (orðin þessi ekki auðkennd í dómnum), og verður eigi sjeð að stefbdi hafi í hinum um- stefndu blaðgreinum farið út yfir takmörk slíkrar heimildar. Af þeim ástæðum, sem nú hafa verið tekn- ar fram, verða kröt'ur stefnanda um ábyrgð á hendur stetnda og ómerking hinna átöldu um- mæla eigi tekin til greina og ber að sýkna hann af kærum og kröfum stefnanda í þessu máli. Kröfu stefnanda um ómerking orðanna «en hann fj'ekk ekki rólegur að deyja í syndinni» í varn arskjali stefnda, er ekki ástæða til að taka til greina. Málskostnaður þykir eptir atvikum rjett að falli niður. Því dcemist rjett að vera: Stefndi, Björn ritstjóri Jónsson, á að vera sýkn af kærum og kröfum stefnda Benedikts sýslumanns Sveinssonar í þessu máli. Máls- kostnaður falli niður. Vestmaimaeyjum 9. ágúst. í umliðnum júnímán. var mestur hiti þann 22.: 21°, minnst- ur aðfaranótt þess 11.: 8 8°. Allan siðari hluta mánaðarins var hiti hlutfallslega mikill, og eptir þann 10. optast stillur eða hægur vind- ur. Allur miðhluti mánaðarins var þurr, vot- viðri fyrir þann 10., og eptir þann 22.; úr- koman 111 millímetrar. Júlímánuður hefir allur verið jaf'nhlýr, nætur þó nokkru kaldari en síðari hluta júnímán., mestur hiti þann28.: 17,8°, minnstur aðfaranótt þess 9. og 80 : 6». Þerrar voru eptir þann 12. daufir og sjald- fengnir. og síðasta kafla mánaðarins var rosi; úrkoman 108 millimetrar. Töður hafa náðzt að mestu óskemmdar; er heyfengur í mesta lagi sakir ágætrar gras- sprettu. Fiskreyiingur hefir optast verið nokkur, en nær eingöngu trosfiski; þorskur hefir varla sjezt. Verðlag á íslenzkum varningi er hjerþann- ig: harðfiskur 80 kr., saltfiskur nr. 1 50 kr., nr. 2 32 kr., langa 40 kr., smáfiskur 34 kr., ýsa 28 kr., söltuð hrogn 10 kr. fyrir 16 lpd., hvít ull 60 a., mislit 40 a., hrálýsikr. 1,60 kút- urinn, soðið 1 kr., sundmagi 30 a. Hingað kom um 20. júlí norskur lausa- kaupniaður, sem vildi kaupa saltfisk nr. I fyrir 65 kr., og nr. 2 fyrir 40 kr. gegn pening - um, en fjekk sárlítiö, með því flestir voru búnir aö leggja fisk inn í verzlunina. Ætlaði hann svo hjeðan til Austfjarða. Lundaveiði hefir verið með minnsta móti, svartfuglaveiði hlutfallslega nokkru betri. Heilbrigði ágæt.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.