Ísafold - 28.08.1895, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.08.1895, Blaðsíða 3
287 Norður-Múlasýslu (Vopnaf'.) 5. ágúst: Hjeðan heldnr gott að frjetta; grasvöxtur nokkurn veginn í meðallagi, en síðan túna sláttur hóf'st hafa veríð þokusúldrur, svo flest- ir bændur eiga mikið úti af töðum sinum. Afli hefir veriö mjög misgefinn og má það mest kenna síldarleysi; en skel (kræklingur) er hjer enn nægileg; verður það tafsamt og mannfrekt að afla flskjar, þegar svo er. Barðastr.sýslu vestanverðri 15. ágúst: Tíð- arfar hefir verið hið æskiiegasta sfðan í slát.t arbyrjun, lengst af hægviðri og þerrir, að eins komið nokkrar dagar í senn, er væta hef- ir verið, lengst um l/2 mánuð á túnslættinum, æn nú aptur um viku ágætur þerrir. Hæstur hiti 15° R. 8 þ m. Avallt hið ágætasta vinnu veður. Grasvöxtur yfir höfuð í bezta lagi bæði á túnura og engjum. Tún nú almennt alhirt, og heflr nýting orðið hin bezta, svo útlit er tyrir mikinn og góðan heyskap, haldist lík veðrátta fram eptir sumrinu. Fiskiafli heflr verið litill á þilskip; eru sum þeirra þvi hætt. og er það óvanalega snemma. Steinbítsafli varð góður á opin skip á vor- vertíðinni. Fiskiskip úr Rvík fann nýlega dauðan hval, allstóran, á sjó úti, og reru skipverjar hann í land að Sjöundá á Rauðasaudi, en það er kirkjujörð frá Bæ. Fengu jarðareigendur 2/» hvalsins. Spikvættin af' hval þessum var seld á 7 kr. og rengisvættin á.5 kr., en þvesti var ónýtt. Eigi er verðlag á varningi enn f'yllilega víst. Talað er um, að ull muni verða: hvít á 65 a. pd. og mislit á 45 a.; fiskur, stór, á 50 kr. Rúgur á 12 eða 13 kr., grjón á 18—20 kr.; kaffi á 1.10, o. s. frv. — Fiður mun verða að líkindum: á 1 kr. pd. af hvítu fiðri og 70 a. misl. fiður. — Fuglafli varð ágætur, og kemur flður þvi án ef'a í mesta lagi í verzlanir. Fimmtíu ára afmælis alþingis var minnzt i alþingishússgarðinum á mánudags- kveldið var með ræðuhöidum, hljoðfæraslætti og söng, Aöalræðuna hjelt forseti neðri deild- r, Benedikt Sveinsson. Viðbúnaður var f'rem- a ur lítill, enda fremur fámennt i garðinum og hátíðahaldið ekki atkvæðamikið. Guðl. Guðmundsson, alþingismaður og sýslumaður, var kvaddur með samkomu, er nokkrir bindindismenn hjeldu i Good-Templara húsinu á mánudagskveldið, og honum tjáðar þakkir fyrir allt starf hans fyiir bindindis- málið, hæði á þingi i sumar og endrarnær. Farstjórinn. Staflaust hefir gengið um bæinn siðustu daga, að hr. Ditl. Thomsen, kaupraaður, sje skipaður farstjóri. Hvað sem siðar kann að verða, liggur i augum uppi, að sá orðrómur hefir myndazt of snemrna, þar sem eiroskipslögin hafa að líkindum enn eigi verið send áleiðis til sjórnarinnar, hvað þá að þau hafi náð staðfesting. Strandferðaskipið »Thyra« lagði af stað hjeðan í gærkveldi vestur og norður um land og fór með því allmargt, manna, þar á meðal nokkuð af þingmönnum, Ditlev Thomsen, kaupmaður, til Kaupmannahafnar og ekkjufrú Kristjana Havstein til Stykkishólms. • Óveitt prestakall. Eyvindarhólar í Rangárvallaprófastsdæmi. Metið 1018 kr. 14 aur. Augl. 27. ágúst. Y firlýsing. — í tilefni af orðrómi um það, að merkismaður einn í Árnessýslu hafi ritað greinar »Gests á Gratarbakkaa, er birzt hafa týrir nokkru hjer í blaðinu, er hjer með iýst yíir því að höfundur þeirra greina á ekki heima í Arnessýslu. Ritst. ísafoldar. Proclama. Samkvætnt lögum 12. aprll 1878 og 1 opnu brjefi. 11. .janúar 1861 er hjermeð skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi Benonýs sál. Hanssoaar frá Hjallalandi í Sveinsstaðahreppi að lýsa | kröfum síuum fyrir sfciptarádandanum hjer í sýslu áður en liðnir eru 6 mán- uðir frá síðustu birtingu þassarar inn- köllunar. Þá er og skorað á erfingja hins látna að gefa sig fram innan sam t tíma. Sfcrifstofu Hunavatns3ýsiu 3. ág. 1895. Jóh. Jóhannesson settur. The Anglo-lcelandic Trading Co. Ld. i Leith býðst til að selja fisk, ull, hesta, sauðfje og aðrar íslenzkar v'örur fyrir hæsta verð, sem fæst d markaði, og til að útvega kaupmönnum á íslandi allskonar útlendar vörur með lœgsta verði. Vegna síns góða álits og útbreidda sambands getur fjelag þetta seit i þeim dýrustu mörkuðum og keypt í þeim ó- dýrustu Þeir sem panta vörur án þess að senda sýnishorn, eru beðnir að senda fyllstu lýsingu á vörunum og tiltaka verðið, sem þeir ætlast til að þær kosti. Fjelagið hefir einka-umboð til að selja hinar frægu þakjárn-plötur. sem F. Braby & Co. Ld. í Glasgow búa til, og seiur þær mjög ódýrar. Fjelagið selur ágætt kaffi- brauð og kex, tilbúið í Edinborg, Metro- politan Biscuit og aðrar tegundir, hinar beztu og ódýrustu sem fást. Þeir, sem senda peninga eða vörur með sínum vörupöntunum fá 5°/0 afslátt. Allar sendingar og pantanir afgreiddar sem allra fljótast. Kaupmenn á íslandi eru beðnir að senda pantanir í gegnum umboðsmánn fjelags- ins i Reykjavík, W. G. Spence Paterson, sem einnig semur um borgun fyrir út- fluttar vörur. Proclama. Samkvæmt lögum 12. aprll 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja tíl skuldar í þrotabúi »Prentfélags Austfirðinga«, að koma fram með kröfur sínar og sanna þær fyrir skíptaráðandanum hjer í sýslu innan 6 rnánaða frá síðustu (3) birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Norður-Múlasýslu, Seyðisflrði, 20. júlí 1895. A. V. Tulinius. settur. Hver er að kalla á mig? Sönn saga, sögð af Eugen Schmidt. A uuga aldri hatði jeg fengið dómþjónsstöðu í nokkuð stórum bæ á Thíiringi, og þegar dómnefndin kom saman, var skógvörður einn ákærður fyrir að hafa skotið mann, er lagði það í vana sinn að veiða dýr i óleyfi. Þess háttar sorgaratburðir gerðust allopt. Mikið var af veiðidýrunum í þessum fjallahjeruðum, og öll alþýða manna, bæði bændur og erfiðismenn, hafði frá ómuna tið vanizt á að skoða veiðidýrin sem sína eign. Þess vegna var sífelld og hörð barátta milli skotlæðinganna og skóg- varðanna, og á hverju ári særðust menn úr báðum flokk- um eða týudu lífinu. Málið gegn Schwarz skógverði hefði því ekki verið tiltakanlega merkilegt, ef ákæran hefði ekki verið sú, að Schwarz hefði skotið mótstöðumann sinn af hefndargirni, án þess að embættisskylda hans hefði knúð hann til þess. 49 efast um glæp yðar, eins víst er það, að engum getur annað en runnið til rifja ógæfa yðar, og jeg vil bæta þessu við; ógæfa yðar, sem þjer hafið ekki verðskuldað. Jeg ætti að dæma yður sekan, en — jeg segi það hátt og hreinskilnislega — slíkur dómur væri ranglátur. Jeg get ekki eitt einasta augnablik verið í vafa, þegar skylda mín sem dómara og samvizka mín sem manns koma hvor í bága við aðra. Þjer eruð dæmd- ur sýkn«. (Lófaklapp). »Þei, þei! Við, sem hjer erum staddir, eigum nú eptir að inna af hendi eitt skylduverk sem kristnir menn. Fyrir yður er frelsið sama sem neyð. Hvað á að verða af yður, einmana og atvinnulausum, i Lundúnum? í kveld, á morgun verðið þjer aptur að stela yður mat. Sko, nú gef jeg yður þetta« — hann rjetti honum pening — »og skora jatnframt á þá, sem við eru staddir, að gefa það sem þeir geta. Nú skuluð þjer leigja yður herbergi og bíða, þangað til þjer getið aptur fengið vinnu, því að nú er sjeð fyrir bráðustu nauðþurftum yðar«. Eiun af blaðamönnunum, sem við voru, tók svo hatt og frá hverjum bekknum eptir annan safnast í hann silfur- og eirpeningar; allii* gefa eitthvað; jafnvel ofurlítið barn rjettir fimmeyringinn sinn. Þegar blaðamaðurinn svo rjettir dómaranum hattinn, hafa samtals komið inn um 40 krónur. Vesalings sýknaði maður gerir ýmist að gráta eða brosa. — »Ó, náðugi herra dómari, herrar mínir — 40 krónar. Guð minn góður!

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.