Ísafold - 31.08.1895, Page 1

Ísafold - 31.08.1895, Page 1
KemurútýHnsteinusinni eöa tvisT. í viku. Verð árg.(80arka minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1*/* dolí.; horgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir firam). ÍSAFOLD nppsögn(skrifleg)bunciin við' áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXII. árg. Eeykjavik, langardagiim 31 ágúst 1895. 73. biaö. Síðasta alþingi. NatiHiast verður sagt, að þetta síðasta þing bafi verið sjerlega afkastamikið, nema að því er snertir viðieitni þess til sam- göngubóta, en ómerkilegt hefir það alls ekki verið. Tiltölulega mikill hluti af þeim málum, er það hafði tii meðferðar, var annaðhvort uppvakningar frá fyrri þingum, með mis- jafnlega miklum staðfestingarlikindum, eða þá þýðingariít»l smámái, eða hvorttveggja. Að þessu sinni skal að eins gefið stutt yfirlit yfir hið helzta af gjörðum þingsins, fjárveitingarnar þó einkum að þvi leyti, sem þær eru frábrugðnar fyrri fjárveiting- «m, eða ekki áframbald af þeim. En væntanlega mun Ísafold siðar minnast nokki u nákvæmara á ýms málin, er það fjallaði um. Af samþykktum þingmannafrumvörpum er helzt ástæða til að nefna — auk eim- skipsins, sem síðar verður minnzt á --- eptir- launalögin, hluttöku safnaða i veitingu brauða, iagaskólann, afnám hæstarjettar sem æðsta dóms í íslenzkum málum og borgaralegt hjónaband þjóðkirkjutrúar- manna. Allt eru þetía gamlir kunningjar. Vitanlega er það staðfestsngin á lagaskóla- og hæstarjettarafnámslögunum, sem mesta þýðingu rnundi hafa, en íáir munu gera sjer miklar vonir um, að þau eigi góðum byr að fagna i Kaupmannaböfh, enda ó- víst, hvort mikiis væri í misst fyrir það að sinni. I>að mun vera að myndast eða vera þegar mynduð allrík skoðun i þá átt, að kostnaöurinn viðhinn fyrirhngaða laga- skóla og aukna iandsyfirrjett sje óþarflega mikiH, og að unnt mundi vera að fá sam- vinnu milli þessara tveggja stofnana, sem hefði þýðingarmikinn sparnaðiför með sjer. Af felldum þingmannafrumvörpum kvað einna mest að frumvörpunum um varnar- þing í skuldamálum og búsetu fastakaup- manna á íslandi. Tvö af hinurn merkustu stjómarfrum- vörpitm voru feild: gagnfræðakennslan við lærða skólann i Keykjavik ásaint afnámi Möðruvallaskólans og holdsveikraspitalinn — síðartalda málinu þó að eins írestað, þangað til betri nndirbúningur cr fenginn. Aptur á móti náöu fram að ganga frum- vörpin um brúargjörð á Blöndu, aðgrein- ing boldsveikra frá öðrum mönnum, all- þýöingarmiklar ráðstafanir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma og eldsvoðaábyrgð Reykja- víkur. í samgöngumálum heíir ncfndin sýnt naikla rögg af sjer, enda voru kröfur þjóð- arinnar mjög einbeittar í því efni. Ferð- um landpóstanna ætlast það til að verði fjölgað, brautagjörðum á að halda áfram í sama horfi sem á undanförnn fjárhags- timabili með riflegum fjárframlögum og 20,000 kr. veittar til að brúa Blöndu. Einkum er þó viðleitnl þingsins til að bæta samgöngurnar á sjó atkvæðamikii. Til þess má heimfæra ríflega ijárveiting til vita á ýmsnm stöðum, þar á xneðal 11,000 kr. til vitabygginga á Skagatá og Gróttu, 6000 kr. fjárveiting til uppmæl- ingar á innsigiingarleið inn á Hvammsfjörð, tiiboð nm 60,000kr. Ján til gufubátskaupa sýslunefnda i Vestaramtinu og tilboð um 90,000 kr. lán til þess að koma upp öfl- ngri stórskipabryggju í Keykjavík. í þessu sambandi má og minnast á undirtektir þingsins og þingmanna á prívatfundi und- ir ráðagerðir um lagriingu telegrafs og tele- fóns, sem áður h«fir verið frá skýrt En aðalatriðin eru Qáriagastyrkurinn til gufu- bátaferða og eimskipslegin. Til gnfnbátaferða í Sunnlendingafjórð- ungi og á Faxaöóa eru veittar 7,500 kr.; í VestfirðingaQórðungi ogá Húnaflóa 10,000 kr.; í Norðlendingafjórðungi 10000 kr.; og i Austfirðingafjórðungi 6,000. Þessi styrkur á að eina að veitast eptir með- mælnm hlutaðeigandi sýslnnefnda og bæj- arstjórna, og með því skilyrði, að hlutað- eigandi sý-siu- og bæjarfjelög leggi til gufu- bátaterðanna að minnsta kosti */4 á móti s/t úr íandssjóði. Við þessar Qárveitingar er það einkum að athuga, að svo lítil lík- indi ern til þess, eins og áður hefir verið bent á hjer i blaðins, að nokkuð verði úr því, að fjórðungarnir noti tilboðið, sízt að þeir verði allir samfaka i þvi. Að minnsta kosti er að líkincLum óhætt að ganga að því visn, að ekkert verulegt lag komist á þessar Mtaferðir fyrra ár fjárhagstímabils- ins. Þá er eimskipið, sem mest var um þjark- að. A kostnað landssjóds á að leigja yfir- byggt, transt og vel útbúið eimskip, er sje 400—600 smálestir að stærð, og hafi farþegarúm fyrir 40—60 manns í æðra farrúmi og fyrirUO—40 mannsíóæðra far- rúmi, og 10—12 mílna hraða á sjöttungi séiarhrings. Til leigugjalds og útgjörðar- kostnaðar má verja 150 þús. kr. hvort árið. Farstjóra er og beimilt að leigja annað skipxviðbót nokkurn tíma ársins, ef nauð- syn krefur, en kostnaður við bæði skipin fari eigi fram úr 170,000 fcr. um árið. En fáist eigi skip til leigu með aðgengilegum kostum, á að kaupa á landssjóðs kostnað traust og vstndað 600 smálesta eimskip, með farþegarúm fyrir að minnsta kosti 60 manns í æðra farrúmi cg íyrir 40 manns í hinn óæöra, og 11 mílna hraða á sólar- hrings-sjöttungi. Skipinu skal fylgja lítill eimbátnr, er nota megi til ilutninga að og frá skipinu á höfnum. Til þess að kaupa slíkt skip má verja allt að 350,000 kr. Eins og ísafold hefir áður í ljós látið,. er það ósk vor og von, að eigi þurfi til þess að koma, að lagt verði út í eimskips- kaup á landssjóðs kostnað. Vjer höfuira áður bent aliýtarlega á, hve varhugaverð' slík nýbreytni sje, svo ekki er ástæða til„ að fjölyrða um það að þessu sinni. Me& útgerðinni einni er sannarlega í nóg ráð- izt til að byrja með, meðan alla reynsluna vantar, enda í raun og veru neyðarúrræðs að eins, sem stafaði af undirbúningsleysl og skorti á tilboðum, er þingið þóttist geta gengið að. |l I/ Auk samgönguoótanna gerði þingið ýmislegt til eflingar atvmnuvegunum, nm- fram það er verija hefir verið áður. Styrk - urinn til búnaðarfjelaga var færðnr úr 12,000 kr. upp í 32,000 kr. Handa norsk- um dýralækni, er rannsaka skal bráða- fárið og leggja ráð við þvi voru veittar 2 500 kr. (á fjáraukalögunum, svo hann geti fengizt þegar í haust). ÁbyrgðarfjelagK fyrir fiskiskip við Faxaflóa var veittur 5,000 kr. styrkur. Landssjóðslán til þilskipa- kaupa voru gerð aðgengilegri einkum mec^ því, að leyft var að setja skipið sjálft k veð fyrir láninu. Kand. Bjarna Sæmunds- syni voru veittar 800 kr. hvort árið tiS fiskiveiðarannsókna. Til hússbyggingar handa stýrimannaskólanum 8000 krónur. Magnúsi Þórarinssyni á Halldórsstöðuui voru veittar 1,200 kr. til að setja á stofm tóvinnuvjelar á Húsavik. Og 30,000 kr. lán var leyft að veita isgeymslufjelögum, eða einstökum, er byggt hafa ísgeymslu- hús. Að því er snertir afskipti þingsins af menntamálum, um fram það er venja er til, skal geta þessa: Til að byggja einn sameiginlegan kvennaskóla fyrir Norður- land, er komi í stað þeirra tveggja, er núi eru, var veittur 2,500 kr. styrkur, með þvl skilyröi, að byrjað sje á þeirri byggingu á fjárhagstímabilinu. Til kvennaskóla á Austurlandi 1,200 kr. Til barnaskóla og^ sveitakennara var styrkurinn aukinn nokk- uð ; sömuleiðis til Flensborgarskólans, me5 því augnamiði, að þar verði bætt við ein- um bekk fyrir kennaraefni. Til þess a& gefa út ísl. kennslubækur handa lærðac skólanum (í stað hinna útlendu) 600 kr.. hvort árið. Hækkaður ársstyrkurinn til Bókmenntafjelagsins í Reykjavik upp £ 1,500 (úr 1,000) og til Þjóðvinafjeiagsins upp í 750 (úr 500). Skáldinu Þorsteini Erlingssyni veittar 600 krónur hvort árið,, Skúla Skúlasyni og Einari Jónssyni 50G kr. hvort árið til að læra myndasmíði og( Þórarni B. Þorlákssyni sami styrkur til að fullkomna sig í málaraiþrótt. Neðri deild skoraði á stjórnina með þingsályktun að leita samninga við yfirstjórn háskólans

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.