Ísafold - 31.08.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 31.08.1895, Blaðsíða 2
290 i Kaupmannahöfn um það, að framvegis sje fækkað að mun námsstyrkum íslenzkra stúdenta við háskólann, en að sama skapi veittur styrkur af fje háskólans til kandí- -data frá embættaskólunum á íslandi, er þess eru sjerstaklega maklegir, dvelja að minnsta kosti árlangt við háskólann og færa sjer kennslu hans í nyt. í þinglok samþykktu báðar deildir þingsályktun um, að reisa skuli byggingu úr steini fyrir seðri menntastofnanir landsins og söfn þess í minningu 50 ára afmælis alþingis. En með því að ekkert fje var veitt til þess fyrirtækis, ekki einu sinni geflð í skyn með einu orði, á hvaða öld þá byggingu skuli rei3a, þá er ekki öllu meira á þeirri þingsályktun að græða en hverjum öðrum doptkastala. Bindindismálið hafði eigi allan þann framgang á þinginu, sem vinir þess óskuðu og það hefði átt að fá. Tvö bindindis- manna frumvörp döguðu uppi, sökum tíma- leysis: um bann gegn tilbúningi áfengra drykkja og um samþykktir, er banna verzlun með áfenga drykki. En í rjetta átt var þó haldið. Styrkurinn til Good- Templara reglunnar hækkaður, og — það sem mest er um vert — samþykkt í báðum -deildum áskorun tii stjórnarinnar um að innleidd verði í alþýðu- gagnfræða- og barnaskólum, er njóta slyrks úr landssjóði, fræðsla um áfengi og áhrif þess á mann- legan líkama. Einkennilegt er það og ekki trútt um að það beri nokkurt vitni um skort á pólitisk- nm þroska, hvert kapp var á það lagt, að gera eitt af hinum lítilfjörlegri málum að aðalmálinu á þessu þingi, og það að slíku stórmáli, að fyrir það er nú í fyrsta sinn aokkur vafl á því, hvort fjárlögin nástað- festing. Auðvitað eigum vjer við híð svo nefnda «Skúlamál». Það var ekki neitt smáræði, sem til stóð í tilefni af því, að landsstjórnin skyldi leyfa sjer að láta 'hefja rannsókn og höfða mál út af svo megnum grunsemdum um embættisafglöp píslarvottsins ísflrzka, að landsyfirrjettur dæmdi hann í 600 kr. sekt og málskostn- að, og að hún skyldi jafnframt leyfa sjer að víkja frá embætti manni, sem haft hafði í frammi slíkar æsingar gegn yfirboðurum sínum, að sliks eru ekki dæmi um nokk- wn embættismann hjer á landi, og fráleitt mokkurs staðar í heimi, án þess sú fram- koma hafi þá leitt til embættisafsetningar. Eyrir þetta athæfl landsstjórnarinnar átti fyrst og fremst að veita hlutaðeigandi píslarvotti of fjár — 5000 kr. eitt skipti fyrir öll og 500 kr. á ári hverju í viðbót wið eptirlaun sín. Svo átti þingið að vara atjórnina við að taka tillögur landshöfð- fngjans til greina framvegis. Og loks átti :j>að að setja landshöfðingjann af sem milli- lið milli alþingis og stjórnarinnar í Khöfn. ílins og lesendum ísafoldar er kunnugt, warð nú minna úr þessu öllu en til var :ætlazt, en þó svo mikið, að fjárlögin eru í staðfestingarsynjunar hættu, enda þótt framsögumenn fjárlaganefndanna í báðum ádeildum reyndu að bregöa upp friðarfán- ianum og breiða yflr það rjett á undan 3Íðustu atkvæðagreiðslunum að 5000 kr. gjöfln ætti aö skiljast sem nokkrar ávítur til landsstjórnarinnar út af meðferðinni á Skúla. Óneitanlega var líka nokkur ástæða, hvað sem fjárlögunum leið, til að hyllast ekki um skör fram til að halda ófriðar- fánanum hátt á lopti að þessu sinni, þeg- ar hliðsjón er höfð á hinni nýjuaðferð er þingið beitti í stjórnarskrdrmAlinn. Þar var hafln viðleitni til að fara kurteislega en þó einarðlega að stjórninni íþjóðarinn- ar viðtækastamáli, að klappaá hurðina, með því að ekki hefir dugað að sparka í hana, eins ogkomizt var að orði á þinginú. Og það liggur í augum uppi, að þáð spillir fremuren greiðir fyrir kurteislegum og vingjarnlegum samningum, hverjir sem í hlut eiga, ef annar málspartur hyllist stöð ugt til, hvenær sem hann hyggur að færi geflst, að löðrunga hinn, jafnframt því sem hann tjðir honum góðvild sína, sáttgirni og samningafýsn. Úrslitum stjórnarskrármálsins á þessu þingi efumst vjer ekki um að verði vel tekið hjá öllum þorra þjóðarinnar. Þótt ekki væri um annað að ræða en afstýra 20,000 krónaaukaþings fjáreyðslu, semeng- in von vartil að bæri þjóðinni hinn minnsta ávöxt, þá eiga þeir menn þakkir skilið, sem það gerðu. En vitanlega var þarum meira að ræða. Þar var að ræða um von, sem byggð er á eigi alllitlum rökum, um það, að hin nýa aðferð muni leiða til nokkurra umbóta á stjórnarhögum vorum. Og jafnframt var um það að ræða, að binda enda á sannfæringarófrelsið, sem drottnað hefir í þessu máli og svo hefir verið ríkt, að nærri liggur, að hver mað- ur hafi verið talinn «úal -.ndi, úferjandi og úráðandi öllum bjargráðum*, sem til- hneiging heíir haft til að láta í ljós nokkra óánægju með stjórnarskrárfrumvarp hinna síðustu þinga, enda þótt alkunnugt hafi verið, að sú óánægja hafi verið mjög rík niðri fyrir hjá þjóð og þingi. Nú er lopt- ið hreinsað, og hjeðan af munu menn geta talað um þetta mál eins og frjálsir menn. Ávarpið iii konungs. «Þjóðólfur» er afar-hróðugur út af því, að takast skyldi í neðri deild með 16 atkv síðasta þingdaginn að fá samþykkt ávarp til konungs, að líkindum meinlausan sam- setning, en vita-gagnslausan, sem virðist hafa verið samþykktur eingöngu af góð- semi við forseta deildarinnar, sem þjáðst hefir af ávarpssýki stöðugt síðan útför stjórnarskrárfrumvarpsins fór fram. Qg jafnframt leggur blaðið það í meira lagi illa út fyrir nokkrum þingmönnum, að þeir gengu af fundi áður en ávarp þetta var borið undir atkvæði. Atvikin að deilu þeirri sem hjer er um að ræða voru þessi — eptir frásögn mjög áreiðanlegra og merkra þingmanna, fund- urinn var haldinn fyrir luktum dyrum —: Ávarpið hafði ekki verið prentað, nje því útbýtt meðal þingmanna, og forseti bað skrifara.aðlesaþaðfyrir deildinni,ogsvo átti að samþykk,jaþað á samafundi. Þessari að- ferð var þá tafarlaust mótmælt, einkum af Jóni Jenssyni- Hann hjelt þvi fram, að með ávarpið ætti að fara sem önnur mál, svo sem fyrír er mælt í 22. gr. þingskap- anna, og gefa þingmönnum kost á að kynna sjer til fults það sem þeír eigi að greiða atkvæði um. Forseti hjelt þvífram, að þannig hefði verið farið áður með á- vörp til konungs. Honum var svarað því, að þótt brotið hefði verið móti þingsköp- unum áður, þá væri ekki þar fyrir sjálf- sagt, að það þyrfti endilega að gerast nú. Og þar sem mótmæli hefðu komið fram, væri með öllu rangt að vikja frá þing- sköpunum. En forseti var með öllu ófáanlegur til að taka sönsum og bannaði allar umræður um þetta atriði. Svo þótti nokkrum brot- in lög á sjer og 6 þingmenn gengu út úr salnum. Einnþeirra, sem eptir voru, greiddi eigi atkvæði, og 16 greiddu atkvæði með ávarpmu. Það virðist liggja nær, að blöðin víti slíka fundarstjórn, en að þau hrósi happi yfir henni. Því að það liggur i augum uppi, að sje ávarp til konungs ekki með öllu þýðingarlaus barnaleikur, sem menn hafi sjer til skemmtunar, þegar ekkert sje annað að gera, þá er ekki nema sann- gjarnt, að þingmenn fái allt það færi, sem þingsköpin heimila þeim, til þess að kynna sjer slikt ávarp. Og því fremur er það skylda þingmanna, að láta eigi slíkt færi ónotað, og forsetans, að halla eigi rjetti þeirra, þegar aðalatriði ávarpsins er mál, sem valdið hefir nokkrum ágreiningi í þinginu, og því eigi óhugsanlegt, að á- varpið kynni að vera fremur orðað sam- kvæmt því, erfyrir einum flokki vakir, en því er aðrir mundu vilja leggja áherzl- una á. Ekki svo að skilja sem nefndinni, er á- varpið sendi, hafi orðið Deitt slíkt á, þótt »Þjóðólfur« sje líka hróðugur út af þvi og tali digurmannlega um, að þetta ávarp hafi »dálítið annan blæ og stefni ekki al- veg í sömu átt sem þingsályktunartillagan®. Það er líka ástæða til að hrósa happi út af öðru einsogþví, ef tekizt hefði síðasta þingdaginn með broti á þingsköpunum að koma í bága við það, er báðar deildir hafa samþykkt í landsins víðtækasta vel- ferðarmáli! Því fer betur, að sá fögnuður »Þjóðólfs« er t*yggður á álíka rökum eins og fram- koma þess blaðs venjulega. En þingmenn áttu sannarlega fulla heimting á að geta gengið úr skugga um það á undan atkv.- greiðslunni, að »Þjóðólfur« og þeir sem á- líka hugarþel hafa gætu ekki með rjettu fagnað út af neinu slíku. Frá því var þeim bægt, og það er ámælisvert en ekki lofsvert. Prestvígðir voru 25. þ. mán. prestaskola- kandídatarnir Ásmundur Gislason aðstoðar- prestur síra Guðm. Helgasonar á Bergstöðum. Filippus Magnússon að Stað á Reykjanesi og Helgi Pjetur Hjálniarsson til Helgastaða. Hjálpræðisherinn hefir keypt hótellið »Reykjavík« fyrir 9000 kr., og flytur þangað snemma í næsta mánuði. ísgeymslufjelagið hjer i bænum hefir afráðið að reisa sjer nýtt hús með haustinu, með því að hús það sein fjelagið notar nú er orðið of lítið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.