Ísafold - 02.11.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.11.1895, Blaðsíða 2
342 sæju að afloknu hinu bóklega námi. Til spíltalagöngu ytra þyrftu menn að minnsta kosti eitt ár, ef vel ætti að vera, og naum- ast mundu menn komast af með minna en fjögra ára námstíma hjer. Eins og nú standi, sje læknaskólinn vit- anlega lífsnauðsynlegur, og vafasamt að nógir læknar fengjust af háskólanum, þótt kjör þeirra hjer á landi væru bætt. Það sje rjett, sem Guðm. læknir Björnssan hafl sagt, að hjer á landi sje sjerstök þörf á góðum læknum. Hjer þurft læknarnir helzt að vera specíalistar í öllu, með því að þeir geti ekki sent sjúklinga neitt frá sjer. En það sjeuháskólamenn ekki heldur. Ekki áleit hann rjett, að skeila skuld- inni á iæknaskólamenn fyrir það, að ekki hefði verið gerðar ráðstafanir til að stemma stigu við útbreiðslu tæringarinnar hjer á landi, enda hefðu hjer og allt af verið há- skólamenn jafnframt, og þeir hefðu ekki heldur fundið, að veikin væri hjer að nein- um mun, fyr en á allra-síðustu árum. Vafalaust hefði landsspítali með góðum tilfærÍDgum mikla þyðing fyrir læknaskól- ann, ef nógu margir gætu komizt á hann en til þess yrðu margir að geta legið þar ókeypis. Einkum væri það sjúkdóma- og sjúklingamergðin, sem læknaefnum riði á. Hitt, að tilfæringar allar, húsnæði og út- búningur annar, væri í sem fulikomnustu lagi, hefði i raun og veru tiltölulega meiri þýðing fyrir spítala sem spítala, heldur en sem kennslufæri, af því að þann útbún- ing vantaði læknana hjer á landi að miklu leyti, þegar þeir kæmu út í lífið. Að lokum fundum vjer að máli Bj'örn Jensson, adjunkt, kennara í efnafræði við læknaskólann. Hann kvaðst allt af hafa gengið að því visu, að læknaskóli væri nauðsynlegur hjer, með því að ekki mundu fást nægilega margir læknar frá Kaup mannahöfn. Með þeim kenDslukröptum, sem við skólann væru, mundu læknaefni fá góða tilsögn þar. En með því að hann væri ekki læknir sjálfur, gæti hann ekki um það borið, að hve miklu leyti spítala- leysi og sjúklingafæð kynni að vera nám- inu til fyrirstöðu. Heldur fanöst houum það óviðfeldin til- hugsun, ef ein af menntastofDunum lands- ins yrði lögð niður. Menntaliflð væri ekki of mikið í landinu, þótt menn hjeldu í það sem þegar hefði fengizt. Og að því er snerti náttúrufræðinám hjer í landinu, væri það skref aptur á bak að leggja læknaskólann niður. Innlent náttúrufræði- nám væri eitt af aðalskilyrðum fyrir framförum landsins, umbótum í búnaði og fleiru. Það yrði aldrei að fullu gagni að senda við og við einn og einn mann til útlanda. Við læknaskólann væri eini vís- irinn til þeirrar menntunar, sem til væri hjer á landi, og það lægi næst að veita þeim vísi allan þann þroska, sem auðið yrði. Annars Ijet hann í ljós ánægju sína út af því að Guðmundur læknir Björnsson skyldi hafa haflð umræður um þetta mál og það af jafn-mikilli hreinskilni. Svo þóttl honum og vænt um, hve stórhuga læknirinn væri, að því er umbætur á lækna- málunum snertir. Það væri svo hressandi að hitta mann, sem ekki yxi allt í aug- um, og ekki legði alla áherzluna á það, hve miklir aumingjar vjer sjeum. Svo kemur hjer að lyktum ofurlítil at- hugasemd frá Gttðm. Björnssyni sjálfum við fyriilestui s útdráttinn og skýring á af- stöðu hans við málið. »Herra ritstjóri! Viljið þjer gera svo vel að ljá mjer rúm f> rir fáeinar athugasemd- ir við frásögu yðar af fyrirlestri mínum um læknaskipunina. Jeghef ekkihaft þau orð að »læknar frá skólanum þjer væru ekki boðlegir«. Þjer talið um 500 kr. hækkun á launum aukalækna, en gleymiö að geta þe3s, að jeg ætlast tii að þeir yrðu um leið em- bættismenn, með rjetti til eptirlauna, o. s. frv. Svo er mjer sagt að sumir áliti það ó- samboðið stöðu minni sem (setts) kennara við læknaskólann, að jeg er á móti inn- lendri læknakennslu. Það get jeg ómögulega skilið. Mjervirð- ist að þarfir þjóðarinnar eigi að vera mjer og öllum fyrir mestu. Nú er það svo, að strjálbyggð og erfiðar samgöngur heimta að bjeraðslæknarnir sjeu sem allra bezt að sjer í sinni list. En fá- tækt og fólksfæð hefur í för með sjer að læknakennsla hjer getur aldrei orðið eins fullkomin eins og hún er utanlands. Þess vegna hafa ymsir merkir íslenzkir læknar verið á móti innlendri læknakennslu (t. a. m. Jón heitinn Þorsteinsson land- læknir), og álitið, að bezt ræri að geta komizt af án hennar. Meðan jeg er kennari við læknaskólann ætti mjer að vera leyfilegt að kvarta yflr göllum þeim, sem jeg þykist sjá á honum (of litlum kennslukröptum, sjúkiingafæð o. s. frv.) En úr þvf þetta er skoðun mín, að þörf sje á sem fullkomnastri menntun handa íslenzkum læknaefnum, þá kemur mjer það fyrst og fremst undarlega fyrir sjóair ef sanngjarnir menn vænta annars afmjer en þess, að jeg muni láta mjer sem ann- ast um kennslustarf mitt við skóiann meðan jeg hef það á hendi; og í öðru lagi hljóta menn samkvæmt þessu að sjá, og mega líka vita með vissu, að ef það verður of- an á. að þjóðin ekki þykist hafa efni á að bæta kjör lækna sinna og styrkja menn til læknisnáms svo vel, að viss von sje um nógu mörg læknisefni frá háskólanum, þá mun jeg gera það sem í mínu valdi stendur til þess að læknaskólinn verði bcettur ept- ir beztu fðngum. Jeg vona að læknaskipunarmálið verði tekið fyrir á næsta þingi, samkvæmt á- skorun þingsins í sumar. En þá er æski- legt að læknar landsins láti sem flestir skoðanir sínar i ljósi og dragi það ekki of lengi. Jeg mun síðar gera miklu nánari grein fyrir mínum skoðunum, en hjer er gert, en vona að þetta sem komið er sje nóg til þess, að hvorki stjettarbræður mín- ir nje lærisveinar mínir, sem iíka hljóta að hugsa um málið, ætli mjer annað en það sem oss öllum hiytur að vera áhugamál: að læknarnir fái sem bezt kjör og þjóðin sem bezta og haganlegast setta lækna«. Mannalát. Hjer í bænum andaðist 27. f. m. uppgjafa- prestur sira ísleifur Einarsson, kominn á 63. aldursár, sonur Einars Hákonarsonar hatta- smiðs í Beykjavik og konu hans Guðrúnar Guðmundsdóttur, útskrifaður úr latinuskólan- um 1856, vigður prestur að Reynibtaðarklaustri 1861, þjónaði síðan ýmsum brauðum, síðast Stað í Steingrímsfirði 1883 — 1892. Hann var tvíkvæntur, í síðara skiptið Sesseiju Jónsdótt- ir, prófasts Hallssonar, sem lifir mann sinn. Meðai barna bans er frú Karólína, kona Guð- mundar iæknis Hannessonar, uppeldisdóttir mágs hans, kaupmanns W. O. Breiðfjörðs. Hinn 23. f, m. andaðist bjer í bænum As- geir Þorsteinsson, skipstjóri, rúmlega 35 ára gamall. Hann var fæddur á Kollaijarðarnesi í Strandasýslu 10. sept. 1860, og ólst upp hjá foreldruin sínum, Þorsteini sál. Þorleifssyni og Herdísi Jónsdóttur Eiríkssonar prests að Undirfelli, er síðast bjuggu að Kjörvogi við Reykjarijörð. Veturinn 1888 kom Asgeir al- farinn suður og dvaldi fyrst í Hat'narfirði í 2 ár, en síðan i Reykjavík. Arið 1891 (2. marz) giptist hann ungfrú Rannveigu dóttur Sigurðar Símonarsonar, skipstjóra, hins al- þekkta aflamanns. Með henni litði hann í ástsælu bjónabandi rúml. 4‘/s ár, og eignuð- ust þau 2 dætur, Jóhönnu og Herdísi, er báð- ar lifa. Jarðarförin framfór 31. f. m. og var gerð með miklum veg af hendi fjelagsins »Alcfan« í Reykjavík. Asgeir sál. var mikill hæfilegleikamaður bæði til sálar og líkama, tryggur, vinfastur og glaðlyndur. Hann var þjóðhagur maður á járnsmíði, eins og faðir hans sál., en aðalstarf hans var sjósókn, er hann stundaði með kappi og hagsýni og heppnaðist ágætlega. Próf i stýrimannafræði tók Asgeir vorið 1891 og var skipstjóri hjer í Reykjavik hin síðustu 6 ár. Haustið 1893 gekkst Asgeir fyrir því að stofna fjelagið »Aldan« í Reykjavík, er sam- stendur at' skipstjórum og stýrimönnum, og var hann síðan formaður þess ; hann var og forgöngumaður að því, að fjelag þetta stot'n- aði þarflegan sjóð til styrktar þurtandi ekkj- um og börnum skipstjóra og stýrimanna, er nefnist »Styrktarsjóður skipstjóra og stýri- manna við Paxafióa«, sem siðar meir mun verða niðjnm þeirra til heilla og nytsemdar. Við lát Asgeirs hefir heimili hans og ást- vinir misst hina traustustu og kærustu mátt- arstoð sína, sjómannastjettin í Reykjavík hina helzta og efnilegasta forvígismann sinn, og Suðurland einn af sínum heppnustu og nýt- ustu skipstjórum. J. N. Strandferðaskipið Thyra,kapt. Garde komst af stað aptur 28. þ. m., 4 dögum á eptir áætlun, vestur fyrir iand og norð ur. Gufuskipið Colina frá GIa3gow, fjár- kaupaskip Mr. Wattsons, sem Mr. Franz var fyrir, kom hingað sunnud. 27. f- mán. eptir fjárfarmi, er það tók nokkuð af 4 Akranesi daginn eptir (946), en mest hjep (4712) á þriðjudaginn og miðvikudags- morguninn, lagði af stað aptur þann dag og Mr. Franz með því. Hafði verið geíið fyrir fje þetta að meðaltali hátt 4 14. kr.t allt borgað I peningum út í hönd. Aðal- milligöngumaður við fjárkaupin var hr. Sigfús Eymundsson. Gufuskipið Orianda, 945 smál, skipstj. Franz, kom hingað sama dag, 27. þ. m. frá Manchester, eptir fjárfarmi fyrir þá G. Thordal (sem kom með skipinu) og hans fjelaga. Hafði, að hannsegir, tvívegis áð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.