Ísafold - 02.11.1895, Blaðsíða 3
343
Ur gufaskip verið sent af stað hingað í haust
írá þeim í fjárkaupaerindum, en báðum
hlekkzt á og orðið að snúa aptur. Ónýtt-
ust fyrir það tilstofnuð fjárkaup fyrir norð-
an, og í annan stað undirbúningslaust hjer
með þau. Er nú fyrst verið að halda
markaði í því skyni, en fullsorfið um
'víðast áður.
Siglufirði, 12. okt.: Hjer gjörði hinn 3. þ.
mán. svo inikið flóð naeð norðvestanroki og
sjógangi, að gamlir menn hjer muna ekki ann-
að meira. Gekk sjórinn að heita mát.ti næst-
um yfir alla Siglnfjarðareyri, svo litið stóð
upp úr nema húsin, og inn í sum húsin gekk
sjór, svo að tók í kált'a á stofugólfunum. Varð
af flóði þessu skaði mikill bæði fyrir einstaka
menn, en einkum fyrir Gránufjelagsveizluninai
sem bæði hefir misst talsvert af vörum og
ýmsu öðru, og einnig orðið að borga og verð-
ur onn að borga mikið í vinnulaun til að
ikoma öilu í samt lagaptur sem hægt er. Allt
sem laust var á Eyrinni og flotið gat, flaut í
burtu, murgt hefir ekki fundizt. en meiri part-
urinn fannst hinu megin ijaröarins þegar
veðrið hægði. At' 450 fötum af lýsi, sem lágu
við bræðsluhúsið, voru að eins ellefu kyr ept-
ir. Einnig tapaðist talsvert af tunnum með
kjöti, og öll ofnkoliu sem voru i bunka undir
berum himni á Eyrinni; einnig urðu skemmd-
ir miklar á salti og saltflski, steinolíuföt brotn-
uðu, lifrarstampar allirflutu í burtu og brotn-
uðu sumir, þilskipin öll á Eyrinni fóru á hlið-
ina og sum þvers um í naustunum, og margt
fleira gekk úr skorðum og glataðist, sem ekki
verður talið að sinni. Ekki urðu skemmdir
til muna á flskibátum og ekki fóru nema fá-
einar kindur í sjóinn, en aptur er að frjettast
mjög mikill skaði á flskiförum og fleiru úr
Skagafirði og Eyjaflrði, og er víst ekki alit
til spurt enn. Óhætt er að segja að flóðið
haíi verið 3 til 4 fetum hœrra en stærstu stór-
straumsflóð vanalega eru, og þar við bætist
hinn mikli sjógangur, rok og grenjandi hríð-
arbylsr.
Gufubátsmal Vestfirðinga. Gufubáts-
jkaupum höfnuðu sýslunefndir Barðastrend-
inga í einu hljóði á fundum sínum 1. og
16. þ. m. Var til þeirra heitið í fjárlög-
unum 60,000 kr. láni úr viðiagasjóði fyrir
mjög ákefðarlega eptirleitan þingmanns
Strandamanna stjórnvitringsins frá Ljúfu-
stöðum en flestum þingmönnum öðrum
þvert um geð. Er sá loptkastali þar með
orðin að reyk. Þar á móti tjáðu sýslu-
nefndirnar báðar sig fúsa á að taka til-
tölulegan þátt f að leigja gufubáttil ferða
um Vestfirði, en þótti óþarfi að vera að
senda fulltrúa með það mál á fyrirhugaða
ráfstefnu á ísafirði 20. þ. m., eptir hátíð-
legri áskorun frá 5 þingmönnum í Vest-
firðingafjórðungi.
Arnarflrði ‘28. sept.: »Sumarið, sem nú er
bráðum á enda, hefir verið hið hagstæðasta.
Vorið mátti heita gott og gæftasamt til sjávar,
en afli þó ekki nema í tæpu meðallagi 4 opn-
nm bátum. Síldarafli varð enginn, en undir
honum er mikið komið. Piskurinn er svo
vanur góðri teitu hjer, að varla er nokkurn-
tima góður afli, ef ekki er notuð tálbeita: síld
eða smokkfiskur. í sumar, síðan vorvertið
endaði, og allt til þessa, hefir verið'mjög treg-
ur afli, og þó verið nógur smokkfiskur til
beitu siðan um miðjan ágústmánuð, að hann
fór að veiðast. Alls enginn fiskur hefir gengið
innarlega á fjörðinn, og vilja menn kenna það
hinni miklu lóðabrúkun utarlega í firðinum.
Má heita, að margrept sje með lóðum yfir
fjörðinn utarlega eða um hann miðjan, og, það
sem verst er af öllu, að hjer tíðkast sá siður
enn, að brúka svonefndar legulóðir, þ. e.: að
lóðirnar eru látnar liggja alla tíð í sjónum,
að eins vitjað um þær eins og net og svo
beittar niður jafnharðan aptur. Geti nokkuð
spillt fiskigöngu innfjarðar, hlýtur þessi veiði-
aðferð að gjöra það, ekki sízt þegar tálbeita
er brúkuð. En Arnfirðingar eru að sumu leyti
íastbeldnir við fornan vana. Þeir halda það
óbætanlegt tjón, ef þessari veiðiaðferð væri
breytt, þ. e. allir, sem búa utar með firðinum.
Hinir vilja aptur ólmir fá legulóðirnar af-
teknar. Nú er á prjónunum einhver undir
búningnr til nýrrar fiski veiðasamþykktar, og
herðir það mikið á mönnnm að fá samþykkt
á komið, að þilskip eru íarin að venja komur
sínar hingað með fjölda af bátum, og stunda
ióðafiski. Nú um stundir liggja þau4áHlaðs-
hót við miðjan fjörðinn, og þykir fjarðarbú-
um það ógóðir gestir. Og það er heldur ekk-
ert et'amál, að hjer verður eitthvað við að
gjöra, setja veiðiaðferðinni einhver takmörk;
því það er lífsspursmál fyrir Arnarfjörð, að
bátfiski verði ekki alveg eyðilagt. En með
þeirri aðíerð, sem nú er tíðkuð takmarkalaust,
er stór hætta búin.
Afli á þilskip frá Bíidudal mátti heitaímeð-
allagi, frá 30—50 þúsund á skip, með 10—13
mönnum á. en fiskur heldur smár hjá flestum,
og rýr í vikt.
Grasvöxtur varð í góðu meðallagi og nýt-
ing hin bezta, því að um sláttinn voru sí-
felldir þurkar, og allt þangað til nú fyrir tæp-
um 5 vikum, að þá brá til sunnanáttar og
mikillar vætutíðar.
Málið um gufubátskaup fyrir Yestfirðingá-
fjórðung og verksvið hans á nú að ræða á
sýslufundum i haust. Margir eru á þvi, að
betra væri að hafa þá tvo, og gengi annar að
eins um Breiðafjörð, en hinn um vesturfirð-
ina og Húnaflóa að Borðeyri, er væri önnur
endastöð hans, en Flatey hin. Stór guf'ubát-
ur gæti alls eigi komið að tilætluðum uotum
á Breiðafirði vegna hafnleysis og útgrynnis.
(Niðurl.).
Frá útlöndum. Með blöðum með
»0rianda« barst dálítið af útl. frjettum til
21. f. m.
Drottning kóngsins í Kórea, ríkinu, sem
þeir börðust um í fyrra. Japansmenn og
Kínverjar, var rayrt snemma í f. mán. í
aðseturshöll sinni i höfuðborginni, Soúl,
ásamt 3 hirðmeyjum og hirðráðgjafanum,
af innlendum og útlendum (japönskum)
hermannaríl, er brauzt inn í höllina á næt-
urþeli og felldi áður hallarverðina.
Tyrkjasoldáni hata stórveldin loksþröngv-
að til umbóta á óstjórnar-ófögnuðinum í
Armeníu með eptirliti þeirra.
Þau Vilhjálmur keisari og drottning hans
voru á ferð um hernumnu fylkin, Elsass
og Lothríngen, og fagnað forkunnarvel í
höfuðborginni þar, Strassburg. Keisari af-
hjúpaði í ferðinni líkneski af föður sínum,
Friðrik keisara, á orustuvellinum við Vörth,
þar sem hann vann mikinn sigur á Frökk-
um 6. ágúst 1870.
Óveitt prestakall. Útskálar í Kjalarnes-
prófastdæmi, (Útskála, Hvalsness og Kirkju-
vogssóknir). Lán hvilir á prestakallinu, tek-
ið 1889, upphaflega 7,500 kr., er afborgast á
26 árum (Stj.tið. 1889, B. bls. 78). Metið 1696
kr. 88 a. Augl. l.nóvember. Veitist frá næstu
fardögum.
Öllum þeiin er á einhvern hátt liafa
sýnt mjer hluttekningu í sorg minni,
við missi og jarðarför eiginmanns mins,
Ásgeirs JÞorsteinssonar, vot.ta jeg lijer
með mitt innilegasta þakklæti. Sjer-
staklega votta jeg fjelaginu »Aldan«
í Reykjavík kærustu þakkir fyrir þá
aðstoð og þann heiður, er það veit.ti
mjer og hinum framliðna við sorgar-
athöfn þessa.
Reykjavík 1. nóv. 1895.
Rannveig Sigurðardóttir.
f Hinn 27. f. m. þóknaðist drottni að
burtkalla minn elskulega eiginmann, síra
Isleif Einarsson. Jarðarför hans fer fram
kl. 12 á miðvikudaginn 6. þ. m. Þetta
tilkynnist vinum og vandamönnum nær og
fjær.
Reykjavík 1, nóv. 1895.
Sesselja Jónsdóttir.
Hjer með apturkalla jeg undirskril'aður
öll þau ærumeiðandi orð, er jeg hefl talað um
þá Hákon Eyjólfsson á Stafnesi, Magnús J.
Bergmann á Fuglavík. eða Einar Sveinbjörns-
son á Sandgerði; viðvikjandi eign minni eða
annara aí strandskipinu »Hild« eða góssi þess,
er strandaði að Þórshöfn 22. sept þ. á. eru
þau orð og ummæli ómerk, dauð og aptur-
kölluð hjer með. Þessa apturköllun mína
mega ofannefndir menn láta auglýsa á prenti
á minn kostnað í hverju helzt dagblaði er
þeim þóknast.
Þessu til staðíestu er mitt og undirskrif-
aðra votta nöfn.
Staddur í Þorlákshöfn þann 29. okt. 1895.
Jóhannes Böðvarsson.
Vitundarvottar:
Hjalti Jónsson. Grimur Jónsson.
14. þ. m. fannst hjá Arbæ hvítnr sauður
4 vetra mark: sýlt og standfj. fr. h , heilrifað
v., brennim.: K. St. Eigandi vitji andvirðis
sauðsins að frádregnum kostnaði til Gisla
Björnssonar á Elliðavatni.
P. t. Elliðavatni 20. nóv. 1895.
Eyjólfur Guðmundsson frá Hvammi.
Nú í haust var mjer dregið í Klaustur-
hólarjett hvítt hrútlamb, með mínu marki:
stig og biti apt. v. Lamb þetta á jeg ekki
og skora því á þann, er sammerkt á við mig
að gefa sig f'ram og semja við mig um mark-
ið, horga þessu auglýsingu og annan áfallinn
kostnað. ViGlsstöðum 28. okt. 1895.
lngibjörg Grimsdóttir.
í Suðurgötu nr. 5 er í óskilum poki með
undirsæng í, svo og nokkrir tómir pokar hundn-
ir saman i eitt bindi. Rjettur eigandi vitji
þangað.
Úr vörugeymsluhúsum Fischersverzlunar
hefir glatazt poki mað kvennmannsfötum i, ull
matvælum og ýmsu fleiru. Við pokann átti
að hanga spjald, metkt: »Ingunn Þorsteins-
dóttir«, og kom pokinn með »Elínu« 8. sept. i
haust. Sá sem vita kann, hvar poki þessi er
niðurkominn, láti vita af því Suðurgötu nr. 5.
Hálf jörðin Bergstaðir í Biskupstungna.
hreppi, tilheyrandi dánarbúi Jóns heit-
Kristjánssonar, fyrv. bónda í Skógarkoti,
fæst til kaups, og má semja um það við
skiptaráðandann í Reykjavik.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 31. okt. 1895.
Halldór Daníelsson.
TROSFISKUR, í beztu verkan, fæst
í Hafnarfirði lijá
1». Egilsson.
Fjármark Jóns Björnssonar á Bæ i Bæj-
arsveit: blaðstýft apt. h., blaðstýft og biti
apt. v. Brennim.: Jón B.