Ísafold - 07.12.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.12.1895, Blaðsíða 2
366 sem minnstum óþarfa kostnaði að hægt er. Aðalatriðið er, að málið er komíð á rek- spölinn. III. Þegar svo er komið, að samgöngurnar við útlönd eru komnar í allgott horf, hiýt- ur það meðal annars að koma að miklu gagni fyrir alla hina smærri kaupmenn ! landsins, sem selja og kaupa vörur fyrir milligöngu umboðsmsnns erlendis. Þeir geta optar átt kost á að fá til sín vörur þær, er þeir þarfnast, og þurfa því eigi að byrgja sig fyrir eins langan tíma og áður, heldur geta átt kost á að fá vörurn- ar nálega jafnóðum og þeir þarfnast þeirra og eiga því minna á hættu en áður með að sitja með töluvert af vörum óselt, eins og hitt að þeir þurfa eigi að hafa eins mikið fje í veltu eins og meðan þeir þurftu að gjöra innkaup fyrir hálft ár í einu. En þegar viðskipti og samgöngur vaxa, koma fram ýmsar aðrar þaríir. Eptir því sem verzlan landsins verður margbrotnari vex þörfln á verzlunarerindrekum. ísland mun vera nálega hið eina land, sem hvergi hefur neinn verzlunarerindreka. Aðrar þjóðir hafa fleiri og færri verzlunarerind- reka í hverju landi og á íslandi hafa flest- ar þjóðir, sem annars hafa þar nokkur viðskipti, »konsúla«. Vjer höfum eigi einu sinni verzlunarerindreka á Englandi eða í Danmörku, þar sem vjer höfum þó ná- lega öll vor verzlunarviðskipti. Skyldustarf verzlunarerindreka almennt er að vinna landi því, er hann þjónar, allt það gagn, sem honum er framast unnt' einkanlega hvað snertir verzlun og sígl- ingar. Hann á við og við að skýra yflr- boðurum sínum frá því merkasta, sem ber við í landi því eða hjeraði, þar sem hann er búsettur, í verzlunarlegum og fjárhagsleg- um efnum; allar nýjungar viðvíkjandi banni gegn út- eða innflutningi einhverrar vörutegundar, hækkun eða lækkun á toll- um eða öðrum útgjöldum, nýjar fyrirskip. anir eða lög, sóttir á mönnum og skepnum o. s. frv. íslenzkur erindreki ætti að skýra frá þegar útlend eða íslenzk vara hækkar eða lækkar í verði, hvar beztur markaður sje fyrir hina eða þessa vörutegund á þeim tíma, hvernig bezt sje að haga meðferð íslenzku vörunnar, hvað muni borga sig að framleiða eða reyna til að gjöra að verzlunarvöru o. s. frv. Það getur ýmis- legt orðið íjemætt, sem í fljótu bragði er álitið einskisvirði. Norðmenn t. d. selja árlega ís fyrir mörg hundruð þúsundir króna til annara landa; grjót, bein, drusl- ur og brúkuð frímerki, sem virðist ófje- mætt og lítill gaumur er geflnn, er þó keypt og selt fyrir miljónir króna árlega hvað fyrir sig. Ennfremur heflr erindreki annara þjóða umsjón með sjómönnum og skipaafgreiðslu, hann á að stilla til friðar, þegar ósam- lyndi kemur fyrir meðal landa hans þar sem hann er og þegar einhver þeirra deyr, er ekki á erflngja á lífi, á hann að sjá um það sem með þarf því viðvíkjandi. Það þyrfti nú ekki að fá verzlunarer- indreka íslands eins mikið vald í hendur og erindreki annara þjóða hafa, með því hann þyrfti ekki að hafa afskipti af sigl- | ingum, af því íslendingar hafa engin haf- skip, er þeir sigla á til annara landa. En hann ætti að geta unnið verzlun lands síns mjög mikið gagn, langt um meira en sem því svaraði, er landið þyrfti að kosta hann. Ve; zluuarerindrekinn ætti að vera undir umsjón landshöfðingja og senda honnm skýrslur sínar, landshöfðingi ætti einnig að skipa hann og tiltaka verk- svið hans. Verzlunarerindrekar íslands ættu að vera minnst þrír, einn á Englandi, annar í Kaupmannahöfn og þriðji í Nor- egi. Það væri vel til fallið, ef þjóð og þing- mann sjerstaklega vildu íhuga málefni þetta, svo gagnsemi þess gæti orðið mönn- um Ijós og málið svo undirbúið, að það gæti náð fram að ganga á þingi því, er næst kemur saman, því þar sem vjer á síð- ari árum höfum að dæmi annara þjóða reynt að hrinda verzluuar málum vorum og samgöngum í betra horf en áður, þá er þetta einn liður í því máli, sem er nauð synlegur, og sú þjóð er varla til, sem þykist geta án hans verið. RitaT) i nóvember 1895. Alþýðufyrirlestrar Stúdentafje- lagsins. Vjer leyfum oss aS vekja athygli bæjarbúa á því fyrirtæki. Inngangseyririnn er svo lágur, að hann ætti ekki að geta fælt nokkurn frá fyrirlestrum þessum. Enginn einasti eyrir af því, er inn kann aS koma, rennur til neins þeirra manna, er fyrirhöfnina hafa við fyrirtækiS, heldur gengur það allt beint í þess þarfir. Það er sem sje óumflýj- anlegt, að nokkur kostnaður sje því samfara. Reyndar hefir Good-Templarafjelagið synt það drenglyndi, að ljá hús sitt fyrir ekkert, en ljósmat og eldivið þarf það þó að fá borgað- an, og ýmis konar annar smákostnaður er sjálfsagður. Svo þyrfti og að afla ýmis kon- ar áhalda og útbúnaðar, ef framhald getur orðið á fyrirtækinu, og til þess er ætlaður sá afgangur, er kynni að verða af kostnaði þeim, er á fellur við hvem fyrirlestur. Vjer göng- um að því vísu, að bæjarbúar telji sjer skylt að hlynna að fyrirtækinu eptir því sem hverj- um er unnt, því að það er nytsamt og lofs- vert, og sýnilega til þess stofnað af góðum hug. Kvenuaskólinn í Reykjavík 1. des. 1895 . Þriðji bekkur. 1. Laufey Vilhjálmsdóttir; 2. Ágústa Magnúsdóttir; 3. Sofía Jónsdóttir (Strandas.). 4. Kristín Pjetursdóttir; 6. Guð- ríður Friðriksdóttir; 6. Margrjet Hjálmsdóttir (Borgarfj.); 7. Katrín Gunnlögsd. (Barðastr.s); 8. Eiísabet Björnsdóttir (Hinav.s.); 9. Guðný Hagalín(ísafjarðars.); 10. Valgerður Jensdóttir (Dalas.); 11. Bergljót Sigurðardóttir (Snæfells.); 12. Sigurborg Jónsdóttir (N.-Múlas.); 13. Ást- ríður Torfadóttir (Dalas.); 14. Ása Isleifsdóttir; 15. Anna Þorkelsdóttir (Kjósars.); 16. Kristín Hermannsdóttir. Annar bekkur: 1. Guðfinna Jónsdóttir; 2. Oddrún Sveinsdóttir; 3. Sigríður Ingjaldsdóttir (Gullbr.s.); 4. Anna Guðbrandsdóttir; 5. Guðrún Stefania Jónsdóttir; 6. Ólöf Guðmundsd. (S,- Múlas.); 7. Sigurveig Runólfsdóttir; 8. Guð- björg Gísladóttir (N.-Múlas.); 9. Guðrún Katrín Jónsdóttir (S.-Múlas.); 10. Sigríður Erlendsd.; 11. Jakobína Benidiktsdóttir; 12. Jensína Jens- dóttir (Dalas.); 13. Guðrún Gísladóttir; 14. Guðrún Gunnarsdóttir (Sagafj.s,).) Fyrsti bekkur: 1. Guðný Ólafsd.; 2. Guðrún Einarsd. (Rangárv.s.); 3. Ingveldur Andrjesd. (Arness ); 4. Guðrún Jónsdóttir (Arness.); 5. Margrjet Guðmundsdóttir (Dalas.); 6. Júliana Guðm.d ; 7. Ingib jörg Andrjrsd.; 8. Sigurbjörg Guðmundsdóttir; 9. Margrjet Pálsdóttir; 10. Helga Jónsdóttir (Arness.); 11. Astríður Ey- vindsdóttir. Ath.gr. Þær eru úr Reykjavík, er engir átthagar eru nefndir við. I þriðja bekk taka nr. 1—10 þátt í öllum námsgreinum bekkjar- ins. Hinar nr. 11—16 taka þátt í fleiri eða færri greinum. í öðrum bekk taka allar náms- meyjar þátt í öllum námsgreinum tekkjarins. I fyrsta bekk takanr. 1—7 þátt í öllum náms- greinum bekkjarins, hinar 8—11 þátt í fieiri eða færri greinum Þær námsmeyjar sem ekki taka þátt í öllum námsgreinum hvers bekkjar eru jalnan settar fyrir neðan hinar, sem í öllu taka þátt, og raðað þar eptir námsgreina- fjölda. Thora Melsted. Raflýsingarmálið. Hr. Frím. B. And- erson,sem kom með fjárkaupaskipinu »0ríanda« hjer um daginn, kom í þeim erindum aS hrinda því máli nokkuS áleiðis, og lagði fyrir bæjarstjórnina áætlun frá enskum fjelögum. um kostnaðinn við raflýsing hjer í bænum. Arskostnaðurinn var áætlaður 10.000 kr. Bæj- arstjórnin setti nefnd í málíð (sjera Þórh. Bjarnars., sjera Eir. Briem og Halld. Jónsson) fyrir nokkrum dögum, og sú nefnd lagði fram álit sitt í fyrra kveld á bæjarstjórnarfundi, lagði til að bæjarstjórnin byðist til að kaupa lýsingu á strætum bæjarins, hjer um bil fer- falt mcira ljósmagn en nú er, fyrir 1800 kr. arlega, svo framarlega sem eitthvert fjelag' rjeðist í fyrirtækið innan tveggja ára. Um þessa tillögu urðu allmiklar og allsnarp- ar umræður. Þrír bæjarfulltúar, H. Kr. Frið- riksson, Jón Jensson og Dr. Jónassen, mæltu. fastlega móti henni, töldu það boð, er nefnd- n færi fram á og bærinn gæti boðið, svo lágt, að það vær i hlægilegt að hugsa sjer, að með því væri mílinu hrundið áleiðis hið minnsta og viðleitni Andersons í þessu máli þyðingar- ^aust »húmbúg«, sem engin von væri til að bæri nokkru sinni nokkurn árangur, auk þesa sem tveir þoirra (H. Kr. Fr. og Dr. J.) töldu. raflýsingu hjer óþarfan kostnað, þótt eitthvað yrði úr henni, og meiri ástæðu til að verja því fje, er bæjarstjórnin gæti látið af hendi rakna, til annara þarfa, enda sje lýsing með rafmagni enn í bernsku og valt að reiða sig á hana. — Að hinu leytinu var því meðal annars haldið fram af nefndarinnar hálfu, og þeirra er tóku í strenginn með henni, að eng- in ástæða sje til að efast um áreiðanleik skjala þeirra, er Anderson hafði framlagt, engu til kostað af bænum, þótt þessi yfirlýsing væri út gefin og ekkert yrði úr fyrirtækinu, en stórt stig stigið í áttina til að koma upp iðn- aði hjer í bæ, ef það fengi framgang, næg reynsla komin á rafmagnslýsing í ýmsum bæj- um, og alveg rjett að sinna málinu á þessa leið, þótt ekki væri nema vegna þess áhuga, er ýmsir bæjarmenn hefðu á því, og með því gera þeim kost á að sýna, hve mikil alvara væri í þeim áhuga, og hvað þeir vildu til vinna hver um sig til þess að fyrirtækið kæm- ist í framkvæmd. Tillagan var samþykkt með 7 atkv. (ncfnd., bæjarfóg., Guðm. Þórð., Ólafs Ólafss. og Gunn- ars Gunnarssonar) gegn 3 (H. Kr. Friðrikss^, Jóns Jenss. og Dr. Jónassens).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.