Ísafold


Ísafold - 15.02.1896, Qupperneq 1

Ísafold - 15.02.1896, Qupperneq 1
Komurútýmisteixmsinni eða tvisv.íviku. Verð &rg.(80arka minnst) 4 krerlendis 6 kr. eða ll/i doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis íyrir fram). ÍSAFOLD. [Jppsögn(skrifleg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. oktober, Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXIII. árg. Reykjavík, laugardagian 15. febrúar 1896. 9. blað Áhrif prestskosningarlaganna. Sannarlegt átnmein er það að verða í þjóðfjelagi voru, hvernig prestskosningar lögin eru notuð, að minnsta kosti sumstað- ar bjer á iandi. Fjarri íer því, að um það sje að rseða eingöngu, að mjög er undir hælinn lagt, hvort verðieikar umsækjend- anna og líkindin fyrir því, að starf þeirra verði rotasælt, komi minnstu vitund til greina við kosningarnar. Það er kunn ugra en frá þurfi að segja, að hvatirnar, sem ráða þar, eru opt allt annað en kirkjulegar eða kristilegar. Og í rauninni er það ekki annað en það, er gera mátti ráð fyrir. Það þarf að standa alveg ó- venjuiega á i þjóðkirkju til þess, að prests- kosning eigi þar vel heima; því að i hverri þjóðkirkju er, næstum því að sjálfsögðu, meira og minna af mönnum, sem annað- hvort teija aðalstarf prestsins sjer óviðkom- andi eða eru því blátt áfram andvígir. Það hefði þvi ekki átt að koma neinum á óvart, þegar reynd fór að verða á því, að kosningaúrslit urðu hjer og þar í meira lagi óánægjuleg fy rir kirkjulega á- hugamenn. En hinu hafa menn naumast verið við búnir, að prestskosningarlögin yrðu eins siðspiliandi eins og allar horfur eru á, að þau ætli að verða, og eru jafnvel þegar orðin. í deilu þeirri, sem þau hrinda venjulegast af stað, þegar um prestaskipti er að ræða, er rógurinn raunalega opt aðalvopnið, sem beitt er. Mótstöðumenn umsækjanda leitast við að hafa allt upp, er honum megi til vansa verða, hvað gam- alt sem það kann að vera. Og finnist nú ekkert það i fari hans, sem verulega væn- legt sje til að vekja óvild gegn honum, þá má svo sem geta nærri, að menn eru samt sem áður ekki á flæðiskeri staddir; æfinlega má smíða í eyðurnar. Og rógur- inn er alls ekki að sjálfsögðu bundinn við umsækjandann einan, heldur nær hann og til konu hans eða konuefnis og að líkind- um annara ástvina. Auðvitað kemur níð- ið ekki opinberlega fram, svo að unnt sje að hrinda því, heidur iæðist það í myrkr- inu og eitrar hugi manna án þess bót verði á ráðin. Þegar svo þessi fallegi leikur er til lykta leiddur, hvort heldur það nú er með kosning eða ekki, þá er alit prestakallið komið í uppnám, og viðsjár hinar mestu með mönnum. Þeir sem undir hafa orðið þykjast eiga um sárt að binda, og svo ráða þeir við sig og binda stundum jafnvel fast- mælum, að gera hinum nýa presti svo örð- ugt fyrir, sem í þeirra valdi standi. Það er á þann ánægjulega hátt, að presturinn byrjar starf sitt í hinum nýa víngarði. Það dylst víst engum, hve líklegar ailar þess- ar aðfarir eru til að efla guðsótta og góða siði meðal þjóðarinuar. Áhrif prestskosningariaganna eru lang- mest í því fóigin, enn sem komið er, að æsa snmt af því viðsjárverðasta, sem í mönnum býr. Fráleitt er nokkurt laga- ákvæði til vor á meðal, sem vakið hefir með veikunum sínum jafn eindregna andstyggð góðra manna. Eptir reynsl- unni, sem á þeim iögum heflr orðið, lægi óneitanlega næst, að taka sjer fyrir hend- ur að vinna að afDámi þeirra. En lítil líkindi eru til, að því feDgist framgeDgt. Þaðmundi þykja skerða ofmjög»frelsið«, og sumir einlægir kirkjumenn, sem helzt vilja losna við þjóðkirkjuna, mnndu draga þeirra taum, af því að þeir líta svo á, sem þau sjeu ekki allstutt stig i fríkirkjuáttina. Það eru því allar likur til þess, að við prestskosningar verði íslendingar að una bjeðan af. En við ósómann, sem þeim er samfara, er ekki unandi. Þótt ekki sje litið á hann frá öðru sjónarmiði en borgaralegu, þá ætti hver góður drengur, hver heiðvirður maður, að vinna að þvi af alefli, að fá honum útrýmt. Innflutningsbannið brezka. I því skyni, að geta fært lesendum vor- um sem áreiðanlegastar og greinilegastar fregnír af því, hvernig þetta afar-þyðing- armikla mál horflr við, að því er ísiandi við kemur, höfum vjer farið þess á leit við hr. landshöfðingjann, að hann veitti oss kost á að fá áreiðanleg kynni af öllu því, sem gerist í málinu, og heflr hann góðfúslega orðið við þeim tilmælum. Það er sendiherra Dana í Lundúnum, kammerherra F. Bille, sem gengizt heflr fyrir því, að reyna að fá ísland undan- þegið innflutningsbanni, að því er sauðfje snertir, með þeim hætti, að því er virðist, að skotið yrði inn í frumvarpið, er leggj- ast á fyrir parlamentið, grein um heimild fyrir stjórnina til að veita undanþágu frá lögunum, ef sjerstaklega vel stendur á, og sú heimild yrði þá á sínum tíma notuð ís- landi í vil. Hefir sendiherrann með síð- asta póstskipi ritað landshöfðingja um mál- ið. Segir, að landbúnaðarstjórnin enska hafl fengið tvær skýrslur, í nóv. og des. 1894 — sjálfsagt frá brezka konsúlnum í Reykjavik —■ um það, að kláði hafl þá verið sunnan og vestan til á íslundi, vill fá vitneskju um, við hvað þær skýrslur hafi að styðjast, og sje þar rjett með farið, þá hvernig sykin hagi sjer. Svo segir hann og, að landbúnaðarstjórninni þyki bráðasóttin iskyggileg, og spyr, hvort hún sje sóttnæm, og hvernig henni annars sje varið. Landshöfðinginn heflr svarað sendiherr- anum með rækilegu brjefl, segir, að far- aldur hafi ekki verið að kláða hjer síðan 1877, að undan teknum einstökum sveit- um á norðausturlandinu 1884, og þar hafl fljótt tekizt að uppræta hann. Þar á móti hafi um mörg ár — öll árin síðan farið var að flytja fje hjeðan til Stórbretalands — brytt á hörundskvilium: óværu, útbrotum og sumpart kláða, á bæ og bæ hjer og þar á landinu. Þessara kvilla verði eink- um vart á vetrum, og ætli menn að þeir stafl helzt af ijelegri meðferð á fjenu að vetrarlagi, útbeit í misjöfnu veðri og slæmum fjárhúsum, eínkum hjá fátækling- um. En það, að slíkir sjúkdómar, sem sjaldnast reynist kláði, þegar til kemur, dreifist ekki út, sje að þakka sumpart því, hvað ósóttnæmir þeir sje og sumpart kláðalögum þeim, er vjer höfum og gerð erýtarleg grein fyrir í brjefinu. Sem sönn- un þess, hve lítið þessir sjúkdómar sjeu sóttnæmir, getur iandshöfðingi þess, að þeir hafi ekki lengi náð annari eins útbreiðslu eins og í Snæfellsnessýslu 1894 — sem konsúllinn sjálfsagt eigi við í skýrslum sínum — og þar hafl við gagngerða skoð- un reyndin orðið sú, að af 17000 fjár hafl ekki nema 201 kind verið einu sinni grun- uð um kláða nje neinn annan hörunds- kvilla. Á sumrin fái fjeð aptur góða heilsu á afrjettunum, þótt eitthvað hafi verið að þvi að vetrinum, og sje því alheilbrigt að haustinu, þegar það sje flutt út úr landinu. En til frekari fullvissu sje hver einasta kind, sem ætluð er til útflutnings, skoðuð af skynberandi og áreiðanlegum mönnum, áður en hún er flutt á skip, og þá sje haldið eptir hverri kind, sem nokkuð sje að, þótt ekki sje annað en hún hafi kal- blett einhvers staðar eða skinnið sje lítil- fjörlega nuddað. Þessi skoðun sje af hendi leyst með mikilli samvizkusemi, og til dæmis um það getur landshöfðingi þess, að norskur amtsdýralæknir, sem hjer sje um þessar mundir, hafi verið viðstaddur slíka fjárskoðun í Hafnarfirði í síðastliðn- um desembermánuði, og hann hafl sagt, að hann hafl aldrei sjeð sauðfje skoðað af meiri nákvæmni, og að hann mundi fyrir sitt leyti hafa sleppt 25 af þeim 39 kind- um, sem skoðunarmennirnir hjeldu eptir; og af þeim 14 kindum, sem hann mundi hafa haldið eptir, hafl sumar verið haltar, sumar blindar á öðru auganu og sumar skemmdar af kali. Skyldi nú samt sem áður ensku stjórn- inni þykja varúðarveit að hafa ísland með öllu undan þegið innflutningsbanni, að því er sauðfje snertir, telur landshöfðingi þó mikið unnið við það, að sauðir, vetur- gamlir og eldri, sem fluttir sjeu út í sept- ember og október, sjeu undanþegnir, með því að þeim sje óhættara en öðru fje við hörundskvillum, og þeir gangi ávallt á af-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.