Ísafold - 07.03.1896, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.03.1896, Blaðsíða 2
60 nokknr líkindi til að þær rættnst, þá mnndi háskólinn trauðla geta orðið of dýr í vor um augum, ef þjóð vor gæti annars með nokkrn móti undir honum risið. En til þess þykja oss, í hreinskilni talað, engin minnstu líkindi. Yjer fengjum auðvitað nokkrn fleiri vel lærða menn hjer í bæinn og nokkru fleiri nemendur. En mennta- lifið er ekki eingöngu komið undir tö!u menntamannanna, heldur miklu meiraund- ir því sem menntamennirnir gera. Það er langsjaldnast námið sjálft, sem vekur anda mannanna. Venjulega er það hitt, að lifa inni í menntastraumunum, anda að sjer menntaloptinu, ganga í lið, ef ekki í orði og verki, þá í anda og sannfæring, með þeim sem berjast fyrir því og því málefni, þeirri og þeirri lífsskoðun. En það er nú einmitt vor aðalóhamingja, sem lítils og afskekkts þjóðfjelags, að þeir straumar hljóta ávallt að verða magnlitlir hjá oss. Eitt aðalskilyrði fyrir því, að nokkuð vernlegt geti úr þeim orðið, er það, að þjóðin hafl ráð á að skiptast afdráttar- laust nm sína sannfæring. Vjer höfum ekki ráð á því; vjer erum ekki til tvískipt- anna, hvað þá til margskiptanna. Sjeu ekki allir með, þá er fylgið svo sem ekk- ert. Annað aðalskilyrði er það, að þeir, sem af öðrum bera, eigi kost á að helga starf sitt til fulls því sem þeir flnna að er köllun þeirra. Slíkt heflr verið og er meira en sjaldgæft hjá vorri veslings fá- mennu, fátæku þjóð. Eröken Ó. J. og fleiii spyrja, hvar á- vextirnir sjeu þá af þessum ferðum náms- manna til Kaupmannahafnar og veru þeirra í menntastraumunum þar. Það mætti al- veg eins spyrja, hvort ekki hafl þá allt staðið í stað síðan á öldinni sem leið. Því að allt frá dögum Eggerts Ólafssonar og fram á árið 1896 heflr, með sárfáum undantekningum, allt það, sem nokkurt gildi heflr í bókmenntum vorum, allar vorar frelsishugsjónir, rjettar og áfvega- leiddar, öll vor framfaraviðleitni, að meira eða minna leyti átt rót sina að rekja til þessara Hafnarferða íslenzkra stúdenta. Það er siður, að gera mikið úr þvi gagni, sem menn mundu af því hafa, að fara utan og dvelja í öðrum löndum ein- hvern dálítinn tíma að afloknu prófl Sjálfsagt mundu sumir menn hafa það. en ekki skyldi oss kynja, þótt menn rækju sig á það, að það gagn yrði ekki eins almennt eins og menn gera sjer nú í hug- arlund. Að minnsta kosti ieikur orð á því með utanferðir danskra kandídata, að þær hafi meira gengið til skemmtana en vis- indaiðkana. Og hið sama heflr þótt við brenna hjá íslenzkum læknaefnum. Enda er það ekki nemamannlegt og ofur eðli- legt, þegar að baki er langur námstími og ferðatíminn stuttur. Og svo er þess að gæta, að eigi íslenzkir stúdentar að fara nokkuð annað en til Norðurlanda, hafa þeir fæstir hálf not af ferð sinni nokkra fyrstu mánuðina vegna vanþekkingar á tungu þess lands, sem þeir hafa leitað til. Þeir þyrftu því all-langan ferðatíma og alimikið fje. Vitaskuld mætti vænta miklu meiri og fjölbreyttari árangurs fyrir þjóð vora af námi menntamanna vorra, ef þeir væru ekki bundnir við þennan eina háskóla í Kaupmannahöfn, og gætu leitað hvert á and sem þeir vildu. En um slíkt er ekki að ræða. Að hinu leytinu er það í meira lagi varhugavert fyrir menntalíf vort og þjóðlífið allt, að láta námsmenn vora hætta utanferðum sínum og loka þá alla inni í andlegu þrengslunum hjer. Megum vjer þá ekki þakka fyrir, að einn námsstaður skuli vera til, þar sem margir þeirra eiga kost á að dvelja um nokkur ár og sjá og reyna dálítið af menntun og menning heimsins, — þótt aldrei nema sú dvöl sje hinum og öðrum annmörkum bundin? ískyggileg kugunarviðleitni. Kynlegt mundi það þykja í öðrumlönd- um, þar sem Hjálpræðisherinn hefir náð sjer nokkuð niðri, að fá fregnir um það, að þeir, er sjerstaklega veita fátækramál- um bæjanna forstöðu, verði öðrum fremur til þess að amast við starfsemi hersins. Því að hvað sem menn annars hafa fund- ið þeim íjelagsskap til foráttu, þá heflr þó venjulega verið við það kannazt, að í fá- tækramálunum spilli hann ekki. Það er skiljanlegt, að ýmsum, einkum þeim er ekki hafa kynnzt margbreytilegum mynd- um, er trúarlífið taki á sig, nje þjóðlífið yflr höfuð, þyki guðsþjónustusnið hersins annkanalegt og sjeu ósparir á útásetning- ar að því er það efni snertir. En að leggja aðaláherzluna í mótspyrnu sinni á það, að bægja hernum frá afskiptum af fátæklingum, það lýsir ekki aðeins ofstæki, heldur er og sýnileg fásinna, þar sem her- inn er kunnur að því, að hafa dregið mik- inn fjölda manna upp úr fátækt og eymd, en hitt víst með öllu dæmalaust, að hann hafl nokkurs staðar hrundið mönnum ofan i aumingjaskapinn. Ef fátækrastjórnin hjer í bænum hefði haft fyrir því, að kynna sjer að nokkru á- hrif þau, er Hjálpræðisherinn hefir haft í öðrum löndum, og svo hugsa um málið með stillingu og skynsemd, þá hefði mátt búast við því, að hún hefði gert sjer far um að vinna í sameiningu við herinn,taka, svo að segja, þennan nýa krapt í sína þjónustu til þess að ljetta neyð fátækling- anna. En dæmin eru deginum Ijósari um það, að fátækrastjórnin er alls annars sinnis. Hjón ein hjer í bænum, fátæk ,og las- burða, með tveim börnum, hafa mörg ár undanfárin þegið fátækrastyrk, jafnaðar- lega um 8 kr. á mánuði, þá tíma árs.sem maðurinn hefir ekki getað róið. Auk þess hafa þau fengið 24 kr. húsaleigustyrk um árið. Þauhneigðustað Hjálpræðishernum og fátækrastjórnin fór að lfta til þeirra horn- auga. Þeim var gefið það að sök, að þau hefðu fært Hjálpræðihermönnunum gjaflr og unnið fyrir þá kauplaust, og hvort- tveggja væri óþolandi af fátæklingum, er sveitarstyrks nytu. Fóturinn fyrir gjafa- sakargiptinni var sá, að maðurinn hafði fært Hjálpræðishermönnunum í haust (f fjarveru yfirliðans) í eitt skipti 12 og í öðru skipti8 örsmáa þaraþyrsklinga í soðið (af nær 100, sem hann hafði fengið f hlut), alls 20 aura virði! En annars vegar höfðu hermennirnir geflð heimili þeirra margra króna virði i matvælum. Afvinnu þeirra hjóna fyrir Hjálpræðisherinn er það að segja, að konan hafði tvívegis í haust með nokkr- um öðrum konum unnið að því sjálfboðin bjer um bil l*/2 tíma í hvort sinn, að ræsta samkomusalinn, án þess að sleppa neinu öðru verki, er hún átti kost á. Og mað- ur hennar hafði í tvö skipti, 6 tíma alls, sagað brenni fyrir hermennina, en fengið það verk borgað fyllsta verði, með 25 aurum um tíraann. Hjónum þessum til- kynntu hlutaðeigandi fátækrafulltrúar skömmu eptir hátíðarnar í vetur, um harð- asta tíma árs, að svo framarlega sem þau segðu eigi skilið við herinnoghættu að sækja samkomur hans, yrðu þau svipt öllum styrk. Og er þau ljetu sjer eigi segjast, færðu sömu fulltrúar (eptir nýja ráðstefnu í fótækrastjórninni?) þessum vesalingshjón- um þann óskemtilega, boðskap, að nú yrði heimili þeirra sundrað, börnin tekin frá þeim og geflð með þeim í sveit —- til þess að forða þeim við sömu glapstigum, sem foreldrarnir hefðu villzt út á, nefnil. Hjálp- ræöishersins, að því er annar fulltrúinn sagði síðar —, en þau, foreldrarnir, látin eiga sig. Þegar fulltrúarnir ætluðu síðan, fám dögum eptir, að taka börnin og fara með á þeirra fyrirhugaða samastað, kusu foreldrarnir þann kost heldur, að verða af fátækrahjálpinni, þótt bjargarlaus væru, I því trausti að þeim legðist eitthvað til, fyr- ir Guðs hjálp, og með því þau höfðu fengið ádrátt um líkn í bráð frá öðrum, sem blöskr- aði þessi fáheyrða kúgunartilraun og þótti nauðsyn til bera að forða við þeirri minn- kun, að hún tækist. Þann veg hafa svo aumingjar þessir dregið fram líflð síðan,— án nokkurs styrks frá Hjálpræðishernum, sem, eins og nærri má geta, ekki heflr það ætlunarverk að leysa sveitarfjelög með beinu peningagjaldi undan þeirri skyldu- kvöð að ala önn fyrir ósjálfbjarga og heilsubiluðum öreigum, heldur meðal ann- ars og aðallega að kenna mönnum og styðja þá til að hjálpa sjer sjálfir. Og nú rjett nýlega fá þau það skriflegt svar frá fátækrastjórninni upp á ítrekaða málaleit- an um styrk, að auk þess sem fátækra- nefndin hafi þegar útvegað börnum þeirra óaðflnnanlegan samastað, þá ætli hún sjer að útvega þeim bjónum (foreldrunum) sæmilegar vistir frá 14. maí í vor, en hugsi eigi til að styrkja þau framvegis öðruvísi. — Þess má geta, þessari vist- ráðningarfyrirætlun til frekari skýringar, að maðurinn er svo bækiaður oglasburða að öðru leyti, að ólíklegt er, að nokkur maður taki hann í vist. Hann getur að eins setið í bát í góðu veðri »fram í þar- ann«, sem kallað er, og unnið eitthvert einfalt verk, sem sitja má við, i böndunum; heflr auk þess fengizt við að kenna börn- um að stafa. Annað samkynja dæmi um atferli fá- tækrastjórnar höfuðstaðarins gagnvart aum- ingjum, er á hennar náðir eru komnir, en hafa orðið svo ólánssamir að aðhyllast Hjálpræðisherinn, er það, að kona bláfá- tæks manns, er legið hafði meiri hluta árs og því orðið að þiggja af sveit til muna þann tíma, fær, um sama leytiog fyrnefnd hjón, skilaboð eða skeyti um það frá fá- tækrastjórninni, að skilyrði fyrir því, að þau haldi styrknum lengur, sje það, að hún hætti að skipta sjer af hernum, hætti að koma á samkomur hans o. s. frv. Við auðmjúklega málaleitun um vægð á þessu i lögmáli, sem ekki er láandi þótt henni virtist nokkuð harðneskjulegt, fekk hun þá ívilnun, að hún mætti kannske koma á fund hjá hernuni svo sem einu sinni í mánuði. Auk hins sjúka manns átti kona

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.