Ísafold - 07.03.1896, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.03.1896, Blaðsíða 3
51 |>essi 2 börn þeirra að annast og fyrir að vinna eptir mætti, sem hún og gerðifrem- ur um megn fram en hitt, vinnandi bæði nótt og dag, ef vinnu var að fá, að kunn- Ugra sögn. Hún þorði ekki annað en að hlýða og hætta að koma á hinar al- mennu samkomur hersins; óttaðist það mest, að börnin mundu tekin frá sjer að öðrurn kosti — svo sem hitt dæmið sýnir —. Einhver ávæningur heíir heyrzt um jþað, að átylla fátækrastjórnarinnar fyrir þessari kúgunartilraun hafi verið einhver miiliburður um áníðslu af hálfu »hersins« við konu þessa um vinnu, og að hún var- rækti að stunda veikan mann sinn og börn fyrir fundarsetum hjá hernum. En innan handar hefði- fátækranefndinni átt að vera að rannsaka það mál, áður en hún iþreif til jafn-óviðfeidinnar kúgunar- tilraunar; mundi hún þá hafa komizt að raun um, að vinnuániðslan var fólgin í 3 fcl.stunda vinnu samtals allan tímann frá því »herinn« kom hingað, en fullríflegt kaup þegið fyrir í aðra, hönd, auk nokkurra matgjafa; og að vitnisburður sambýlismanna fóiks þessa var og er sá, að hún (konan) stundi mann sinn og börn prýðilega, sjer- staklega einmitt síðan hún hneigðist að »hernum«, ynni baki brotnu, þegar vinna fengist, og gæti naumast neinu slökkt niður við »kirkjuferðirnar« til Hjálpræðis- hersins, hjer um bii í næsta hús. Fátækranefndin getur auðvitað borið fyr- ir sig og mun sjálfsagt bera fyrir sig laga- vald það, sem hún heflr til að ráðstafa ó- sjálfbjarga öreigaheimilum eptir vild siuni, taka þau upp, ef henni sýnist það við eiga, reka fátæklingana í vist; nauðsyn á því að láta þá hlýða sjer, o. s. frv. Því ber enginn á móti. En það er sitt hvað, eða að setja þess kyns ráðstafanir í það saniband við Hjálpræðisherinn, sem gert hefir verið. 0g hví skyldi áminnztu heim- ili eigi hafa verið sundrað fyr? Og hví skyldi allri hjáip hafa verið af þvi kippt nú um harðasta tíma (nema fyrirfram um- saminni húsaleigu), er þau hjón fengust eigi til að afneita hernum? — nú loks, mörgum vikum eptir, veitt vilyrði um verustaði, ef eigi geti bjargazt á vertíð inni, sem Drottinn veit hvort nokkur v erður. Sjálfsagt eru þeir menn til, að líkindum ekki svo fáir, sem ekki þykir atferli fá- tækranefndarinnar við fjölskyldur þessar þess vert, að það sje opinberlega gert að umtalsefni. Að öðru leytinu eiga hjer í hlut umkomulausir fátæklingar, sem ekki geta haft ofan af fyrir sjer og sinum, og því eru ekki í miklum metum hafðir. Og að hinu leytinu á í hlut Hjálpræðisherinn, sem svo margir líta hornauga til, enda þótt engum sje kunnugt um að hann hafl neinum gert mein, en flestum vitanlegt, að hann heflr gert mörgum gott. En í vorum augum eru þessi dæmi i meira lagi varúðarverð eigi að eins frá því sjónarmiði, er vjer minntumst á í byrjun þessarar greinar, heldur og frá miklu víðtækari hlið. Fólkið heflr ekkert til saka unnið annað en það, að sækja samkomur hersins. Það hafa ekki einu sinni komið fram nein likindi, hvað þá sannanir fyrir því, að h’.utaðeigendur fyr- ir það hafi vanrækt neitt verk, sem þeir hefðu átt að inna af heudi, eða getað af hendí innt. Fyrir þetta eitt er tekin ný, rnikiu harðari stefna í meðferðinni á fá- tæklingum þessum. Hugsum oss, að einhverjir mikilsmetnir þjóðkirkjumenn hjer í bæ færu að stofna til húslestra og gerðu bæjarbúum kost á að hlusta á þá. Mundi mönnum ekki geta skilizt, að óviðkunnanlegt væri að beita harðneskju við fátæklinga fyrir að sækja slíkar samkomur? Þetta atferli fátækra- nefndarinnar er nákvæmlega af sama tagi. Ymsum kann nú að detta i hug það svar, þótt fákænlegt sje, að í siikum hús- lestrum sje svo og svo mikil »uppbygging«, en engin í samkomum Hjáipræðishersins. En þeir menn hafa þá ekki enn látið sjer skiljast, að í því er samvizkufrelsið inni- falið, að hvorki fátækranefnd nje neinir aðrir hafi úrskurðarvald i því atriði, hvað »uppbyggilegt« sje fyrir aðra menn í þeim efnum, er við koma trúarbrögðum þeirra — að menn eigi, ríkir sem fátækir, voldugir sem vesalir, fuilan rjett á að þjóna guði á þann hátt, sem bezt á við sannfæring hvers eins, ef ekki er neitt aðhafzt, sem gagnstætt er góðum siðutn og allsherjar reglu. Fátækrastjórnin telur augsýnilega ekki, að fátæklingar, sem sveitarstyrk þiggja, eigi heimting á því samvizkufrelsi. Taki slik skoðun aðryðjasjertilrúms, er persónu- legt frelsi manna hjer á landi í meiri voða en svo, að eigi sje full ástæða til að hafa ná- kvæmar gætur á, hvert vjer erum að halda. Það leynir sjer ekki, að svo framarlega sem þetta atferli fátækrastjórnarinnar er tekið gott og gilt, þá er of rúmt enn fyr- ir oss trúfrelsisfatið, sem vjer fengum með stjórnarskránni fyrir meira en 20 árum. Það er þá augljóst, að með öllu frelsishjal- inu höfum vjer ekki einu sinni þroskazt svo mikið, að vjer höfun hugmynd um, hvað trúarbragðafrelsi er, sem er þó mun þýðingarmeira en svo margt annað frelsi, sem menn krefjast. Því að ef beita má harðræði við fólk fyrir að aðhyliast Hjálpræðisherinn, sein ekki heldur einu sinni frarn neinum trúar- atriðuin öðrum en þeim sem sameiginleg eru fyrir allar kristnar kirkjur, hver trygg- ing er þá fyrir því, að t. d. þeir, er að- hyllast kunna trúarboð kaþólsku kirkj- unnar, sæti ekki sömu meðferð? Og megi fátækrastjórniu beita harðneskju við menn fyrir það, hvernig þeir fullnægja trúarþörf sinni, hvers vegna skyldu þá ekki allir þeir, sem eitthvað eiga yfir öðrum að segja, mega haga sjer á sama hátt? Með hvaða rjetti mundum vjer þá geta láð það t. d., að atvinnuveitendur geri einhverja á- kveðna afstöðu gagnvart trúarbrögðunum að skilyrði fyrir atvinnu? Og hvað verð- ur úr lögskipuðu trúfrelsi voru, þegar slíkur hugsunarháttur hefir rutt sjer til rúms? Leikfimisskemmtun fjölbreytileg m. m. var haldin hjer í G.-T.húsinu laugardagskveldið 29. f. mán., og stóð tyrir henni hinn mikii leikfimislistamaður Mr. James Ferquson hrað pressumeistari (f«á Glasgow); hann stofnaði til hennar til liðsinnis bláfátækri ekkju hjer i bænum með fjölda barna, er áskotnaðist. íyrir þetta kveld rúmar 255 kr., sem mun vera hin mesta eptirtekja eptir nokkra kveld- skemmtun hjer i bæ, enda enginn kostnaður á lagður, með því að Mr. J. F. gaf þar að auki úr sjálfs sín vasa óhjákvæmileg útgjöld (20—30 kr.), en aörir, er að sömu skemmtun unnu með honum (söngmenn, leikendur o. fl.} gerðu það ókeypis; enn fremur húsið lánað f'yrir ekki neitt. Aðgöngumiðar seldust al- veg upp á ll/2 kl.stund, nær heilum degi fyrir fram; svo mjög fýsir almenning að sjá leik- fimislistir þessa íþróttamanns, enda var húsið alveg troðfullt (um 360), og mundi líklegast hafa verið það, þótt tekið hefði helmingi meira. Brauð veltt. Iiandshöfðingi hefir 4. þ. m. veitt Utskála síraBjarna próf. Þórarinssyni á Prestsbakka, samkvæmt kosningu safnaðarins. Dánargjöf. Nú fyrir skemmstu, fám vikum eptir að prjeaikað var svo vel og röksamlega bjer í blaðinu um nauðsyn og nytsemi dánargjafa (af Nirði í Nóatúnum),er stofnuð hjer á næsta grösum furðu-álitleg og fögur dánargjöf, og það meira að segja af smælingja í mannfjelaginu. Hjer er sagan um það: »Guðmundur Grtmsson, lausamaður í Hafnarflrði, er fæddur og uppalinn austur í Grafningi, var framan af æfinni vinnu- maður, en lengst af hefir hann verið lausa- maður, hjer sunnanlands. Hann hefir aldrei búsettur verið, þ. e. aldrei búið, og aldrei »gert út«. Aliar eigur sínar, á að gizka 3000 kr., hefir hann álnað saman ineð sínum tveim höndum tómum, sem hjú og lausamaður. En hann hefir líka lagt fleira á gjörva hönd en margur annar hjer. Alls konar hampvinnu og alls konar uliarvinnu. Hefir allt af brúkað ullarföt að öllu leyti, og unnið þau sjálfur, tætt, spunnið, prjón- að, ofið og jafnvel saumað nærföt; allt af bætt sín utanhafnarföt sjálfur, og þannig ekkert handtak þurft að kaupa til viðhalds á fötum. Mikinn hag telur hann sjer ver- ið hafa að því, að geta gert allt þetta sjálfur. Þegar hann var um þrítugsaldur, eyddi hann öllu, sem hann þá átti, til að fá lækn- ingu meina sinna, lifrarveiki. Það sem hann á, hefir hann þannig grætt siðan, eða á 40 árum, en allan þann tima verið held- ur veikfelldur. Það má nærri geta, að maðurinn hefir alla æfi verið sparneytinn og mesti reglu- maður; en það tekur hann sjerstaklega fram, að hann hafl ávallt, meðan hann hefir verið sjálfs sín, og það hefir hann lengst af verið, haft betra viðurværi en alþýða manna hjer við sjóinn á við að búa; hann hefir með öðrum orðum tímt vel að borða. Hann hefir aldrei kvænzt og aldrei verið við kvennmann kenndur. Nú er hann rjett sjötugur, og er sem stendur rúmfastur af brjóstveiki. Hann var aldrei til neinna mennta settur, en kann svo vel að meta menntun alþýðu- manna, að hann hefir ásett sjer að gefa mestallar eigur sínar henni til eflingar. Hann hefir nýlega gert erfðaskrá, og í henni gefið bróðursyni sínum og nafna eptir sinn dag 500 kr., en allar aðrar eig- ur sínar gefur hann til þess, að stofnað- ur verði gjafasjóður eptir sinn dag, er beri hans nafn og standi undir stjórn stjórn- arnefndar Flensborgarskólans. Af ársvöxt- um sjóðsins á svo að greiða 2 alþýðuskóla- kennaraefnum við nefndan skóla, piltum eða stúlkum, námsstyrk, er nemi 50 kr. handa hvorum«. Þannig hljóðar þessi saga, sögð af nákunnugum manni; og hefir ísafold því einu við að bæta, að væri til heiðursborg- aratign og-titill íokkar þjóðfjelagi, ogrjett-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.