Ísafold - 25.03.1896, Page 3

Ísafold - 25.03.1896, Page 3
67 •sveitunum nærlendis, hin nýja verzlun í Yík, sem flestir Eytellingar munu farnir að skipta o. fl. Ails hafa verið rónir 9 róðrar, og mun hæstur hlutur orðinn tæpir 60 af þorski. Nú. er komin loðna og stórfiskur, enda var aflinn líflegastur í gær, bæði í djúpi og undir landi; tvennir hióðu, aðrir öfluðu bjarglega. Fjenaðarhöld, eru góð til þessa, en menn ótt- ast að fje verði mjótt og magurt með vorinu eptir hið kraltlausa græugresi, sem þaut upp é, þorranum, og ijeð var þá að svelta s:g f'yrir Um háskólahug'myndina íslenzku fer ritstjóri y>Fimreiðarinnar<i, alþingismaður, dr. phil. Valtýr Guðmundsson háskólaltennari svofeldum orSum, í eptirmála aptan viS þýð- ing eptir sr. Matth. Jochumsson á hinum frægu ljóSum Welhavens »Norges Dæmring« (Eimr. II. 56): »Þetta merkilega snilldarkvæði getur alveg eins átt við apturelding Islands eins og aptur- •elding Noregs. Það getur verið heilsusam- legt fyrir marga Íslendinga að líta í þessa skuggsjá, að minnsta kosti fyrir þá, sem eru ekki enn orðnir allt of grómteknir af þeim þjóðarþvergirðingi og eintrjáningsskap, sem heldur að nútíðarþjóð vor geti lifað eingöngu á frægð forfeðranna og helzt vill bægja öllum útlendum menntunarstraumum frá landinu, t. d. með því að hrófla upp íslenzku háskóla- tildri og fleira þess konar, sem aldrei gæti orð- ið annað en apaspil, til athlægis fyrir útlend- inga, en niðurdreps fyrir sannarlegt íslenzkt menntalíf. Það er öðru mér en að slíkt sje sönn þjóðrækni. Það er í rauninni ekkert annað en þjóðdramb og hjegómaskapur, sem getur orðið því hættulegra, sem það jafnan reynir að hjúpa sig í tælandi þjóðræknisblæju, þó hún sje býsna ’götótt, svo allt af skíni í óhroðann undir, ef vel er að gáð«. Brezkir ferðamenn. Von er á 35—40 brezkum ferðamönnum í sumar, sem koma í einum hóp og ætla til Þingvalla, Geysis og Heklu. Foringi ferðarinnar verður Mr. Howell, sá hinn sami sem komst upp á Oræfajökul hj er um árið, — höf. bókarinnar Icelandic jfictures drawn with pen and pencil. Flokk- urinn leggur af stað með landskipinu »Vesta« 11. júlí og fer aptur með »Laura« eptir 18 daga dvöl hjer á landi. Ferðamennirnir ætla að fara fótgangandi um landið, og flytja farangur sinn á 5—6 hestum. Fyrir hönd förunauta sinna óskar Mr. Howell að fá sem íslenzkastan mat á bæjum. Með því að haga ferðinni á þennan hátt er búizt við að kostn- aðurinn verði ekki meiri á mann en 360 kr. Matarást á menntastofnuu. Herra ritstjóri! Á þessari roinútunni er hjer nú staddur Akureyrarpósturinn og færir hann mjer 1. tbl. »Stefnis« þ. á.Jsem jeg strax sá, að hefir kveðju að íæra okkur Húnvetningum og jeg því finn viðeigandi að taka öðruvísi en með algerðri þögn. »Stefnir« segir, að okkur Húnvetningum þyki svo mikill matur í að haia kvennaskóla og þeir menn muni ráða hjer i sýsluneind, sem svo miklar hvatir hafi til að halda dauðahaldi i skólann að alls ekki sjeu líkur til að þeir Akureyrarbúar nái í hann til sín. Það er nú vitaskuld aö við Húnvetningar þurfum sizt að þakka okkur einum, hvað Eyjarskólinn er á veg kominn, þvi þó við matarhliðina, sem »Steínir« spýtir þunnu af að hugsa til, sje aðallega átt, þá i byrjuninni eru það íremur Skagfirðingar en við Húnv., sem ijárstofninn framlögðu; og síðan skólinn náði starfsfestu hefir, auk sýslna þessara og landsjóðs, amtsráðið, fyrst meðan það var eitt og síðan bæði eptir að þau urðu tvö, með rausn og góðvild styrkt skólann, svo við mættum játa það, að ef við vildum halda honum svo tast, að ekki skyldi af sleppa fyrri en hann veslaðist upp í höndum okkar, svo rjett nefndu dauðahaldi mætti nefna, og þessari fastheldni stjórnaði framast öllu matarást, þ. e. kölluu og rikjandi viðleitni til að halda í stofnun þessa, til að hata hana að fjeþúfu, ef ekki tyrir allt sýslufjelagið. þá fyrir einstaka menn þess, eins og »Stefnir« helzt gefur í skyn, — þá munu þó þeir Húnvetningar tii, sem »Stefni« yrðu þakklátir fyrir, ef hann gæti dylgjulaust og rökstutt sýnt, að svona væri nú í raun og sannleika göiugur hugsunarhátt- ur sá er hjeldi menntastofnun við í Húnavatns- sýslu handa ungu stúlkunum. Við Húnvetningar skulum sízt fyllast öfund nje afbrýðissemi, þó Eyfirðingum hafi farizt ósjerplægnislegar en okkur í meðhöndlun og ráðsmennsku þess fjár, sem skóli þeirra hefir fengið. — Það væri lika að bæta gráu ofan á svart. Fyrst að brúka ije það, sem skólan- um er lagt. sem menntastofnun til nota og vissum mönnum til þess kjörnum trúað fyrir að meðhöndla sem hagsýnilegast stofnuninni til eflingar — fyrst segi jeg að seðja maga sjálfs sín á því, þar til skólinn væri á heljar þröm kominn, en bæta því svo otan á að öf- unda þá sem betur hafa á haldið og vilja enda fá þá með stofnun þeirra tii sömu afnota. En þrátt fyrir það þó »Stefnir« segi að al- menningsálitið sje það, að menning standi á efsta stigi í kringum hann, þá er mjer óhætt að fullyrða, að það eru ekki nema sumir Hún- vetningar, ef nokkrir eru, sem vildu senda dætur sínar til að nema menntun þá og listir sem hann segir að sinn vaxandi æskulýður sje enn þá einu sinni að írama sig i. — Við erum líka svo mannfáir og undir eins barn- sárir, að við viljum helzt ekki missa fyrir fullt og allt dætur okkar þó við sendum þær frá okkur á menntastofnun, en það álítum við að auðveldlega geti komið fyrir. Eyjarskóla 26. febr. 1896. Á. Á. Þorkelsson. Aflabrögð. Þurr sjór hjer í innflóan- um; reynt í gær hjer af nesinu á dýp3tu íiskimiðum, en urðu eigi varir. Skútur hafa komið inn hingað þes3a dagana vel íiskaðar, helzt úr Hafnasjó og Miðness, enda flskast þar vel á opin skip á færi. Reytingur í austurveiðistöðum: Mýrdal, Eyjafjallasandi o. s. frv.; sömul. i Þorláks- höfn allgóður; mesta gættaleysi á Eyrar- bakka og Stokkseyri. Hitt og þetta. Dauðir úr hungri. Lúndúnablaðið Times skýrir frá því, að samkvæmt stjórnarskýrslum hafið árið 1894 39 menn í Lundúnum dáið úr sulti eða sjúkdómum, sem stafað hafi af skorti og eymd. Árið áður hötðu 61 dáið af þeim orsökum. Háskólarnir í Bandaríkjunum, sem flestir eru stofnaðir af prívatmönnum, fá irá stuðningsmönnum sínum gjafir, sem fráleitt eru dæmi til annars staðar í heimi. Rocke- feller einn hefir þannig gefið háskólanum í Chicago 13 miij. króna. Háskólinn var stofn- aður íyrir sárfáum árum, og nú þegar nema eignir hans 25 milj. króna, og Chicagomenn gera sjer von um, að húsin fyrir hinar ýmsu deildir hans muni verða tígulegri en háskóla- deildirnar í Oxford og Cambridge. Ekki er höigull á próíessorum. í jarðfræði einni eru 7 prófessorar og 2 aukakennarar. Brezka þinghöllin verður innan skamms raflýst. Fyrrum hefur verið harðbannað að kveikja þar. A dögum Cromweils voru lampa- Ijós bönnuð, og stafaði það bann af samsæri, sem gert var um að sprengja þinghöllina í lopt upp með púðri. Maður, sem óhlýðnaðist boðinu og kveikti tvö ljós í höllinni, var dæmdur í eins dags fangelsisvist. Árið 1717 fengu starfsmeun hallarinnar fyrst leyfi til, að kveikja á lömpum. Um 1860 komu gasljós í hana. Mikla þýðing hefir, hvernig höllin er lýst, með því að þingfundir dragast opt langt fram yfir miðnætti. Aðalsmenn í Norðurálfunni, sem komnir hafa verið í skuldakröggur, haía á síðari ára- tugum lagt mikla stund á, að bæta íjárhaginn með því, að ná í dætur miljóna eigendanna i Vesturheimi, og hafa þær venjulegast verið allfúsar á að kaupa sjer tignina með auðæfum sinum. I haust auglýsti kaþólskur klerkur i Indíana, að hann hefði á boðstólum prinz af frönskum ættum, og að hann ætlaði að láta hann fara fyrir tvær milljónir dollara, og jafnframt borga vörumiðlinum 10,000 í ómaks- laun, jafnvel 16,000 doll., »ef kaupin verða um garð gengin íyrir 1. desember, með því að mikið er undir þvi komið, að þetta verði sem fyrst«, segir presturinn. Að líkindum hafa eignir ættarinnar verið veðsettar og skuldin falíið í gjalddaga í desembermánuði. Astralíukjöt á Norðurálfumörkuðum. Þrír helztu kaupmennirnir í Melbourne, sem flytja út freðið kjöt, sendu síðasta ár, 1895, 354,000 freðna kindakroppa til Norðurálfunnar, en 164,000 árið áður. Undir umsjón stjórnar- innar voru í fyrra flutt út frá Melbourne 20 milj. punda af smjöri. Til lieimalitunar viljum vjer sjerstaklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verðlaun, enda taka þeir öllum öðrum lit- um fram, bæði að gæðum og litarfegurð. Sjerhver, sem notar vora liti, má örugg- ur treysta því, að vel muni gefast. í stað hellulits viljum vjer ráða mönn- um til að nota heldur vort svo nefnda »Castorsvart«, þvi þessi litur er miklu feg- urri og haldbetri en nokkur annar svartur litur. Leiðarvísir á íslenzku fylgir hverjum pakka. Litirnir fást hjá kaupmönnum alstaðar á íslandi. Buchs Farvefabrik. Studiestræde 32. Kjöbenhavn K. FinesteSkandinavisk Export Kaffe Surrog at er hinn ágætasti og ódýrasti kaffibætir sem nú er í verzlaninni. Fæst hjá kaup- mönnum á íslandi. F. Hjorth & Co. Kaupmannahöfn. Hjer með er skorað á þá, er telja til skulda í dánarbúi Sesselju Egilsdóttir, er andaðist í Grísatungu í Stafholtstungum 5. nóvbr. f. á., að bera fram kröfur sinar og sanna þær fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar innköllunar. Skrifst. Mýra- og Borgarfj.s. 28. febr. 1896. Sigurður Þórðarson. »LEIÐARVÍSIR TIL'LÍFSÁBYRGÐAR» fæst ókeypis hjá ritstjórunum og lyá dr med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg ar upplýsingar.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.