Ísafold - 29.04.1896, Qupperneq 1
Ksratxr úi ýiats) fceiiia sinni eða
tvisv.iviku. Verð &rg.(90arka
minnst)4kr.,erl0ndis5kr. eða
l*/i dolL; borgist iyrir miðjaxs
júlí (erlenáis íyrir fram).
ISAFOLD.
Dppsðgn(skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir l.oktober.
Afgreiðslustoia blaðsins er i
Austurstrœti 8.
XXIII. árg.
j Reykjavik, miðvikudagisn 29. april 1896.
27. biað.
Út af menningarsögubrotinu.
Sjálfsagt hefir ymsum þótt hörð prjedikun-
in hjá Tryggva bankastjóra Gunnarssyni í
ísafold í síðnstu viku. En jafnvíst má og
telja það, að rjettsýnum mönnum hafi þótt
vænt um hana. Það eru fráleitt skiptar
skoðanir um, að hankastjórinn hafi sagt allt
satt, nje heldur um það, að hann hafi sagt
það af góðum og þjóðræknum huga.
Hann hefði auðvitað getað sagt miklu meira
og fleira en hann sagði. Frásögur hans eru
því miður ekki nema hrot úr einni hliðinni
á atorknleysinu, sem svo raunalega mikið er
af hjer við Faxaflóa—nema hvað hann lyptir
hlæjunni frá hleypidómunum ofurlítið, en þó
svo mikið, að manni hlytur að hlöskra.
Úr því vjer nefnum hleypidómana á annað
borð, getum vjer ekki stillt oss um, að minna
á sjávareitrunina af síldinni, sem hanka-
stjórinn segir, að menn sjeu svo hræddir við
hjer nm slóðir. Það er sjálfsagt einhver kyn-
legasta grylan, sem myndazt hefir hjá nokk-
nrri þjóð. Að gera sjer í hugarlund, að ó-
veiddir fiskar verði svo matvandir, að ómögu-
legt verði að gera þeim til hæfis, við það, að
aðrir fiskar hafa látið ginnast á góðri heitu
-— um þá kenning verður naumast neitt sagt
annað en að hún sje óviðjafnanleg. Það er
engin furða, þótt áhngamönnum gremjist að
þurfa að hyrja á því, að útryma slíkum og
þvílíkum hugmyndum.
Og það er ekki heldur nein furða, þótt
hinnm sömu mönnum gremjist, að sja utlend-
inga taka upp ógrynni fjár af fiskimiðum,
þar sem landsmenn sjálfir fá ekkert; að þeim
gremjist, að menn skuli ekki einu sinni eiga
netastúfa til þess að ná sjer í síld, þegar hún
liggur hjer í torfum; að þeim gremjist að
vita mesta sæg manna á vertíðum liggja iðju-
lausa hjer suður með sjónum, þegar ekki
verður róið, meðan lítt er þar fært sumstaðar
milli hæja eða jafnvel út fyrir hlaðvarpann
fyrir vegleysum, að ónefndn svo mörgu öðru
og mikilsverðu, sem gera mætti bæði til mik-
illa hagshóta og þæginda, en er ógert látið;
að þeim gremjist svo margt og margt, öll
deyfðin, allt atorkuleysið, samtakaleysið og
þar af leiðandi örhirgð og hungur, hvenær
sem eitthvað ber út af. Og því gremjulegra
er það, sem hjer er áreiðanlega efni í mynd-
arlegan framfaralýð, sem ekki þarf annað en
komast á rekspölinn.
Greinilegur vottur þess eru meðal annars
stakkaskiptin, sem orðið hafa, siðan menn fóru
dáh'tið almennt að stunda jarðrækt hjer í
höfuðstaðnum. Ekki að eins að því leyti, sem
hún hefir aukið iðjusemi manna, heldur hefir
og það orð komizt á verkamenn hjer í bænum,
að þeir munu yfirleitt vera teknir fram yfir
aðra verkamenn hjer um pláss (við sunnan-
verðan Faxaflóa), þegar þeir fara til annara
landshluta í atvinnuleit og fást þar við land-
vinnu. Þeir þykja kunna til verka öðrum
fremnr, og vera liprari, viljugri, hagsýnni og
duglegri. Sá árangur meðal annars hefir orð-
ið af því, að menn hafa hjer eigi að eins átt
kost á að fást við jarðyrkjustörf, heldur og
að vinna að þeim undir stjórn og umsjon
manna, sem nokkuð hafa getað kennt þeim.
Eins og Reykvíkingar hafa getað tekið
stórmiklum framförum í þessari grein, eins
gætu auðvitað aðrir hjer um sveitir gert það
líka. Og eins og menn geta látið sjer fara
fram í landvinnunni, eins gæti atorka, ráðdeild
og framtakssemi aukizt, þar sem sjávarútveg-
urinn á í hlut. Það er nóg hjer til at’ mönn-
nm, sem hafa í sjer framfarahæfileikana og
líka góðan vilja til að nota þá, þegar hjer-
villunni og hleypidómunum, sem sumir menn
dragast með, er úr vegi rutt. En það er eins
og þeir komist enn ekki á rekspölinn. Það
hefir enn ekki tekizt, að vekja þá til hlítar.
Ekki tekizt að vekja þá til hlítar til þeirra
atvinnu-nybrigða, sem tíminn heimtar og við-
keppnin við aðra. Þá skortir ekki almennt
atorku og kappsmuni, þar sem gamla lagið
nær til. Þeir eru vaskir sjómenn, ötulir sjó-
sóknarar; leggja opt saman nótt og dag, þeg-
ar mikið liggur við, með ótrúlegu þoli og
þrautseigju. Hvað mundi eigi mega afreka
með slíku liði, væri því laglega stjómað, kennt
að beita kröptum sínum, eins og nú á við,
með þeirri framtakssemi, hagsýni, verkhygni,
aflanýtni og öðrum myndarskap í atvinnu-
hrögðum og daglegum háttum, sem menning-
arlýð auðkennir nú á tímum?
Það er sýnilega forustan, sem vantar, í
þessu efni eins og svo ótal mörgum öðrum
hjer á landi. Það leynir sjer ekki, að hjer
við Faxaflóa er brýnasta þörf á vemlega fram-
kvæmdarsömnm nýbreytingamanni, sem helg-
að getur alla sína krapta því starfi að koma
meira fjöri í atvinnuvegina, einkum sjávar-
útveginn og viðskiptin. Fjarri fer því, að
vjer lítum smáum augum á það gagn, sem
maður eins og Tryggvi Gunnarsson gerir at-
vinnuvegum vorum. Ættum vjer marga jafn-
hagsýna, einheitta og ósjerhlífna framfaramenn,
þá mundi margt vera annan veg farið hjá oss
en er. En hann hefir öðm vandasömu og
mikilsverðu starfi að gegna, og það væri meira
en ónærgætni að ætlast til þess, að hann gerði
meira í þessu efni en hann gerir.
Yjer þurfum mann eins og Austfirðingar
hafa verið svo lánsamir að fá, mann eins og
Ottó Wathne. Það fer ekki tvennum sögum
um þau stakkaskipti, sem orðið hafa
eystra síðan sá maðnr kom þangað — sjávar-
atvinnuvegurinn nú rekinn af svo mikilli at-
orku, að fólk streymir þangað hvaðanæfa, og
samgöngurnar við önnur lönd meiri en frá
nokkrum öðmm hluta landsixls. Atferli þess
manns hefir stungið nokkuð í stúf við venju-
legt atferli kaupmanna hjer á landi, sem hafa
flestir og lengst af látið sjer nægja, að safna
svo miklu fje, sem þeir hafa getað nurlað
út úr landsmönnum, til þess að geta síðan
eytt því á sem ríkmannlegastan hátt í
öðmm löndum, án þess að sýna hina minnstu
viðleitni við að auka að neinu menning þeirr-
ar þjóðar, sem lagt hefir til auð þeirra. Wathne
notar sitt fje í landinu sjálfu. Og hann gerir
það sem meira er í varið — hann umskapar
þjóðina, eykur áhuga hennar, atorku og starfs-
þrek, að svo miklu leyti, sem hann nær til.
Auðnaðist oss að fá hingað einhvern slíkan
mann, innlendan eða útlendan, mann, sem
hefði kunnáttu og atorku til að sýna, hvað
géra má hjer, þá mundi þess ekki langt að
bíða, að einhverjar breytingar kæmust á aðal-
atvinnuveg manna hjer við sjóinn. Menn færi
þá að líkindum, áður en langt liði, að langa
til að eiga netastúfa fyrir síldartorfurnar. Út-
gerðarmenn færu þá að líkindum að hætta
því að bindast samtökum um að nota ekki
einu beituna, sem dugar. Það yrði þá að lík-
indum farið að reyna eitthvað öðruvísi en nú
að nota þær ágætu heilagfiskisstöðvar, sem
hjer eru nærsjávar. Og því mundi verða
samfara ólíku tíðari samgöngur við önnur lönd
en vjer nú verðum við að una.
Nú mun ýmsum koma til hugar: »Til
hvers er að vera að tala um þetta? Vjer eig-
um ekki kost á neinum slíkum manni«. Því
svörum vjer á þá leið, að það er sannarlega
heldur í áttina áfram en aptur á hak, að gera
sjer grein fyrir, hvað oss vanhagar mest um.
Og það er ekki sjálfsagt, að til einskis sje að
gera það lýðum kunnugt, að hjer sje í raun
og veru verkefni fyrir hendi fyrir atorkusam-
an framkvæmdarmann.
Yjer viljum taka dýpra í árinni.
Ættum vjer nú innlenda stjórn, er setti
sjer það aðalmarkmið að vinna að framförum
atvinnuveganna hjer á landi, þá tryðum vjer
því naumast, að hún yrði í rónni fyr en hún
hafði fengið til að starfa hjer um slóðir mann,
sem líklegur væri til að hafa svipuð áhrif á
sjávarsveitimar hjer syðra eins og Otto Wathne
hefir haft á Austfirði. Svo brýn er nauðsyn-
in í vorum augum, og svo áþreifanlegar eru
sannanirnar þegar orðnar austan að um það,
hver stakkaskipti geta orðið hjer á landi, þeg-
ar atorkuna brestur ekki. Allar slíkar þarfir
vorar, sem engin tilraun er gerð til að full-
nægja, em margfalt sterkari sannanir fyrir
nauðsyninni á stjómarfarshreyting vor á meðal
heldur en nokkrar kenningar um landsrjett-
indi vor geta verið, hvað ómótmælanlegar
sem þær annars kunna að vera.
Ekki skulum.. vjer dyljast þess, að vjer
göngum að því vakandi, að til sjeu þeir menn,
og það af heldra taginu hæði að því er snert-
ir vitsmuni og stöðu í þjóðfjelaginu, sem þyki
það í meira lagi kynleg hugsun, að stjórn eigi
að fara hindast fyrir slíku máli, sem því er
minnzt hefir verið á hjer að framan. Man-
ohester-kenningin, um að stjórnin eigi að