Ísafold - 29.04.1896, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.04.1896, Blaðsíða 3
Í07 tir úr túni sínu, og láta allt annað, hið marga smáa ganga á trjet'ótum, getur aldrei blessazt, og gjörir ekki heldur, en smáu sporin, gleiðk- andi og vaxandi, eru happasæl, og landið fær annað útlit. Sýslufundur var haldinn hjer fyrir miðjan marzmánuð, og er fátt af' honum að frjetta. Hjer var þó samþykkt reglugjörð um hreins- an hunda at' bandormum, sem hjer hefir með miklum dugnaði. — það má þó segja um sýslunefndiua — verið framkvæmd í þrjú áð- ur undanfarin ár. Þó gat ekki enn á þessum sýslufundi orðið samþykkt ný reglugjörð um fjallskil og annað þar að lútandi, og er slíkt 'illt mjög, og bágt fyrir marga að eiga undir hinni gömlu reglugjörð lengur að búa í sum- um greinum. Frjáls samskot og iiauðungaráiögur handa einkisnýtum landsómögum. Herra ritstjóri! Mætavel líkaði mjer grein- in um daginn í yðar heiðrað’a blaði um »á- viröiiigar Hjálpræðishersins«. Það var orð í tíma talað, og allt satt og rjett, þótt mörg- nm muni samt hafa þótt það beiskt á bragðið. Jeg lái yður ekki, þó að þjer hneykslizt á þessari makalausu umönnun fyrir aurum fá- tæklinganna, sem kaupa sig inn á samkomur »hersins« (fyrir 5 eða 10 aura!), sem svo ganga að meiru eða minna leyti til annara enn meiri fátæklinga. Og setjum svo, aö þeir peningar gengju mestan partinn til við- urværis þessu fólki, sem yfirstjórn Hjálpræð- ishersins hefir sent hingað bæði til að flytja guðsorð og til að inna af hendi margvísleg líknarverk, sem þorri annara guðsorðsflytjenda lætur ógerð; er þá meiri óhæfa að ala það fólk þannig af frjálsum vilja og án þess að það kosti meira fyrir það allt (6 manns) held- ur en þjóðin er látin árlega með laganna valdi leggja einum uppgjafa-landsómaga, sem hefir hætt að vinna fyrir sjer á bezta skeiði, eða fyrir sjálfskaparvíti ekki orðið notaður lengur til umsaminnar vinnu í landsins þjónustu, og dembt sjer þannig á lands-sveitina, en kostn- aðurinn til að ala hann tekinn lögtaki af gjörsnauðri alþýðu? Mjer er óskiljanlegt, hvernig þeim mönn- um er yarið, sem fella sig betur við slíkt heldur en hinar frjálsu »hattgjafir«—eða hvað það nú er — hjá Hjálpræðishernum. Fdtœkur gjaldþegn. Skipakomur. Fyrsta kaupt'ar hingað á árinu kora síðasta vetrardag, 22. þ. m., XiORENZ (141 smál., skipstj. Levinsen) með ýmsar vörur til Brydes verzlunar frá Khöfp. Þá kom 2 dögum siðar, 24,, WALDEMAR (89, Albertsen) til Fischersverzlunar, með salt frá Liverpool, en 25. INÖ (130, M. Weber) með alls konar vörur til H. Th. A. Thomsensverzl- unar frá Khötn, og s. d. H. A. FRIIS (160, ft. C. Friis) með alls konar til W. Fischers- verzlunar frá Khöfn. Húnavatnssýslu 11. april: Á sýslufundi hjer í sýslu, sem haldinn var á Blönduósi 9. —14. f. mán. var meðal annara mála tekið til meðferðar Blönduós bryggjumdlið. Voru af sýslunefnd kosnir i merkir nefndarmenn til fess að skoða og athuga framkvæmdir bryggju- aefndarinnar, og hvernig smiðirnir hefðu leyst verk sitt af hendi. sömuleiðis að athuga hvað nú lægi fyrir að gjöra til framkvæmdar fyrir- tækinu. Þegar þessir 5 menn höfðu vel og vandlega eptir öllum kringumstæðum kynnt sjer allt þessu yiðvíkjandi, ljetu þeir þá skoðun sina í ljósi, að bryggjan væri sjerlega ramger, og í alla staði vel af hendi leyst. Bryggjan er að lengd 84 álnir, breidd 6 ál. að of'an, 9 álnir að neðan. Sýslurief'ndin kom sjer saman um, að hjer skyldi að sinni staðar numið. Þótt hetra hefði verið að hún væri lítið eitt lengri, þá væri hún þó orðin svo löng, að komið hefði að beztu notum. Sýslunefndin áleit þvi nauð- synlegra að snúa sjer að því, að hlaða öldn- kamp austanvert við bryggjuna til skjóls fyr- ir báta og varning, til þess að sjór fengi ekki grandað nema því sem þar væri á land fintt. Fyrirtæki þetta er þegar orðið til mikilla hagsmuna fyrir þá, sem þurfa að nota iend- ingu við Blönduós, þegar brim eru að mun og ólendandi að sunnanverðu við ána, sem opt ber við. Allir hjer, sem vit hafa á endnrbót- um vondra og óhafandi lendinga, bera hlýjan hng til hr. dbrm. Einars B. Guðmundssonar á Hraunum, sem í fyrstn átti tillöguna um, hvern- ig þessu skyldi fyrirkomið. Það var líka hann, sem byrjaöi á bryggjugerðinni eptir að mann- virkjafræðingur Sig. Thoroddsen hafði skoðað og athugað allt og gjört uppdrátt að henni o. s. frv., og kom hr. E, B. G. þar fram með sínnm venjnlega dugnaði, hagsýni og vand- virkni. Heflr trúvirkni hans þegar sýnt sig, með því að bryggjan hefir staðizt þab hafrót, er elztu menn hjer mnna ekki eptir öðru eins. Strandasýslu sunnanv. 17. apríl: Vetur- inn sem nú er þvi nær liðinn hefir án eta verið einn hinn gjafíeldasti nú um nokkurt árabil. Fram yfir nýár var að vísu góð veðr- átta og hagar, en opt hjelur, svo lömbum var víðast ekkert beitt frá því um miðjan nóvem- berm. og fullorðnu fje gefið mikið með allt frá jólaföstnbyrjnn. Síðan skömmu eptir ný- ár má heita að allar skepnur hafi staðið inni. því þó opt væri auð jörð á þorranum þá urðu þess engin not vegua illviðra, nema lítið eitt fyrir hesta. Gjafatíminn er orðinn iangur, því nú er búið að gefa fje (lömburn) á 23. vikn og sumstaðar ekkert farið að beita enn. Hag- snapir eru þó viða komuar, ,en heldur litlar, þvl optast er norðanátt, en jafnan frostvægt. Hafíshroði er nokkar hjer á Hrútafirði og norðnr með Ströndunum, en lítil líkindi ern að hann sje mikili, með því að aldrei eru frosthörkur. Ftestir hafa nokkurn veginn heybirgðir enn; fáeinir þó heylausir fyrir fje. Annars er útlit fyrir að heyfyrningar vet'ði litlar al ■ mennt í vor, þó heyskapur væri góður næst- liðið sumar. Mjög víða ber á óþrifum á fjenaði nú eins og undanfarna vetra. Þó hægðarleikur sjeað lækna þennan fjárkldðafeA verðnr honnni þó aldrei útrýmt nema með almennum böðunum og er undarlegt, hve fáir hafa framkvæmd til þess að baða fje sitt í stað þess að vera að sífeldu íburðarkáki vetur eptir vetur með meiri kostnaði og fyrirhöfn en böðuninni fylgir og auðvitað langtum minni árangri. Taugaveiki hefir stungið sjer niður á nokkr- um bæjum i vestanverðri Húnavatnssýsln. Engir hafa dáið úr henni. Bann mun hafa verið lagt íyrir samgöngur eða samblendni fólks af veikum og heilbrigðum bæjum, með því að veiki þessi þótti útbreiðastískyggilega fljótt. Margir vorn hjer óánægðir með ferðaáætl- un landsgufuskipsins Vestu, enda verða hjer »samgönguskemdir» frá þvi sem i fyrra var, því ferðir Thyru hingað til Borðeyrar í fyrra vorn af tvennu til skárri þ. e. á hentugri tíma fyrir menn hjer heldur en þessar. Hitt og þetta. Móðirin (alvarleg): Hvernig stóð á því, að þú skrökvaðir svona að kennaranum þín- um? Drengurinn: Jeg gerði það til þess að koma dálitium dreug undan heguingu. Móðirin (blíðari;: Þetta vissi jeg, að þjer mundi hafa gengið eitthvað gott til. Hver var drengurinn. sem þig langaði til að hjálpa? Drengurinn: Það var jeg. Skóbustarar Lundúna. í íátæklingaskól- um Lundúna (ragged schools) er flokkur af drengjum, sem vinnur fyrir sjer með þvi að busta skó og stígvjel manna úti á götunnm. Flokkurinn er orðinn 44ára gamall; 850 dreng- ir hafa verið í honum, og þeir hafa unnið sjer inn um 2 miljónir króna. Sem stendur eru drengirnir 95. Þeir sem ötulastir eru vinna fyrir kr. 3,60 á dag. Af því sem þeim inn- hendist halda þeir 45 aurum, og svo þriðjung þess sem þá verðnr eptir, og er það kaup þeirra. Annar parturinn er lagður ísparisjóð í þeirra reikning, og þriðji þriðjungurinn fer til fjelags þess, sem fæðir þá og hýsir. Hve- nær sem drengnr hefir eignast 9 kr. i spari- sjóðnum, má aíhenda honum þær til fatakaupa og annars, er hann þarfnast. Skrítið er það, að allörðugt kvað vera að fá drengina til að bnsta skóna á sjálfum sjer. Gufubáturiun „Oddur“. Eptir í dag gerðum samningi við sýslu- nefndirnar í Arness- og Rangárvallasýslum, fer gufubáturinn »0DDUR« í sumar eptir- taldar 5 ferðir: 1. milli 18.—26. maí: Milli Þórshafnar, Grindavíkur, Selvogs, Þor- lákshafnar — Eyrarbakka. 2. milli 28. maí—6. júni : Milli Eyrarbakka, Stokkseyrar, Landeyja —• Eyjafjalla. 3. milli 19.—27. júní : Milli Reykjavíkur, HafnarfjarSar, Keflavíkur, SandgerSis, Þorlákshafnar — Eyrarbakka. Auk þess kemur báturinn viS í þessari ferð í Grindavík, ef farmrúm leyfir. 4. milli 2.-9. júii : Milli Eyrarbakka, Stokkseyrar, Landeyja — Eyjafjalla. 5. miili 9.—17. júlí : Milli Reykjavíkur, HafnarfjarSar, Keflavíkur, SandgerSis, Þorlákshafnar — Eyrarbakka. Flutningsgjald á góssi er í öllum þess- um ferðum */*, eða. 25°jo lœgra en í fyrra. Þeir, sem senda góss meS bátnum, eiga að setja skýrt einkenni á hvern hlut og aðflutn- ingsstaS. A tilvísunarbrjefinu, sem ávallt á að fylgja hverri sendingu, á sá, er sendir, að skýra frá innihaldi, þyngd (bruttovigt) eða stær'ð hvers hlutar. Menn eiga að skila og taka á móti góssinu við hliS skipsins á öllum viSkomustöðum. Á Eyrarbakka verður annast um upp- og útskip- un fyrir væga borgun. Nákvæmari upplýsingar fást hjá: hr. faktor Jóni Norðmann í Reykjavíkt — — Gunnl. E. Briem í Hafnarfirðir — — Jóni Gunnarssyni í Kefiavík og hjá undirskrifuSum. Eyrarbakka, 21. apríl 1896. P. Nielsen. Hið bezta Chocolade er frá súkkulaðet'abrikkunni »Sirius« i frí- höfninni f Kaupmannahöfn. Það er hið drýgsta, næringarmesta og inniheldur njest Caeao af öllum sjókoladetegundum, sem hægt er að fá.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.