Ísafold - 02.05.1896, Síða 2
110
Chr. Gram (Dyraf.), Pjetur J. Thorsteinsson
(Bíldudal), B. Riis (BorSeyri) og Sig. E. Sæm-
undsson (Búðum). Ennfremur frá Khöfn frök-
en Sigríður Jonassen, Guðm. hjeraðslæknir
Hannesson og kona hans, og cand. mag. Guð-
mundur Þorláksson; og frá Englandi Sigurður
Thoroddsen mannvirkjafræðingur. Loks frá
Yestmannaeyjum alfarinn hinn nýi landritari,
Jón s/slum. Magnússon, og kona hans.
Vestanfarar. Frá Ameríku komu 5 ís-
lendingar með þessu póstskipi, þar á meðal
þrír alt'arnir: Snjólfur Jónsson, Austfirðingur,
Magnús nokkur, er á land fór í Vestmannaeyj-
um, og Þórir (Húnvetningur); en tveir snöggva
ferð: Jón Sveinbjarnarson, er hjer bjó á Drag-
hálsi íBorgarfirði, frá Argylenýlendu í Manitoba
og Ólafur Einarsson, Austfirðingur, frá N. Dak.
Ekki vitlausari en áður.
Jeg hefi orðið þess var, að það er kominn
töluverður kur í suma menn út af »skáldi«
einu, sem hefst við vestarlega hjer í bænum.
Þeim þykir ískyggileg brjálsemisköst þau, sem
í manninn hlaupa nú upp á síðkastið í hvert
einasta skipti, sem honum tekst að koma ein-
bverju á prent; þeir líta svo á, sem ekki
rnuni með öllu hættulaust að láta hann eptir-
lits- og afskiptalausan af hálfu hins opinbera,
með því að hann kunni að geta farið sjálfum
sjer eða öðrum að voða, eins og aðrir geggj-
aðir menn, sem jafnframt eru stygglyndir; og
áfellast þeir yfirvöldin fyrir hirðuleysi í því
efni.
Jeg vil nú gera mitt til að reyna að út-
rýma þessum ótta almennings. Því að jeg
er sannfærður um, að hann sje ástæðulaus.
Ekki svo að skilja, að jeg ekki kannist við
það hjartanlega, að maðurinn sje geggjaður;
það leynir sjer ekki. En jeg held því fram,
að hann sje ekkert geggjaðri nú, að því er
sjeð verður, en hann hefir optast verið, síðan
nokkuð fór að bera á honum.
Mjer stendur fyrir minni eitt skáldritið
hans, þar sem hann yrkir um dís, sem bjó í
dimmu djúpi, en var þó jafnframt í geisla-
hjúpi á dýrdarstólnum upp í himna sal,
en var þar samt dimmum drunga vaftn!
Eða þá brúðkaupskvæðið, sem hann orti til
læknis eins, þar sem hann bað hamrabeltin
að lýsa upp brúdhjónasœngina!
Þessi dæmi úr »skáld‘skap« mannsins eru
tekin alveg af handahófi. Það eru ekki til
nema örfá kvæði eptir hann, sem ekki eru
jafnvitlaus þessu, sem minnzt hefir verið á.
Og jeg vil spyrja, hvort aðrir menn mundu
vera taldir með öllum mjalla, ef þeir töluðu
svona.
Nákvæmlega sama er að segja um mikið af
ritstörfum þessa manns sem »fræðimanns«.
Það er ekki nóg með það, að mikið af ritum
hans sje handónýtt samsull, sem vakið hefir
ýmist gremju og ýmist hlátur hjá skynber-
andi mönnum; heldur úir þar og grúir af
bendingum um, að maðurinn sje, að minnsta
kosti með köflum, viti sínu fjær. Það þarf
ekki annað en minna á þá speki, sem hann
einu sinni kom inn í fræðibók, sem alþýðu
var ætluð, að flestir Rússar sjeu hundheiðn-
ir, og að öll (eða þvínær öll) lönd í Ame-
rlku sjeu verri en villilönd, sem hann hefir
þrásinnis staðhæft á prenti.
Eins að sínu leyti hefir annað háttalag
mannsins verið, að svo miklu leyti sem það
hefir horft við alþýðu manna. Hann hefir
eiginlega aldrei verið í essinu sínu, nema þeg-
ar hann hefir látið eins og fífl. Hann hefir ekki
einu sinni getað haldið sína dauðans leiðinlegu,
hringlandi og samanhengislausu fyrirlestra án
þess að auglýsa þá með loforðum um »þarfa-
na«í*«-kapítula og um önnur skrípalæti, sem
ekki eru samboðin neinum manni með öllu
viti, hvað þá háttprúðum menntamanni.
Það er því engin ný bóla, að maðurinnláti
afkáralega. Honum hefir jafnaðarlega eigi verið
annað tamara, þegar hann hefir fengizt við
ritmennsku, er að verða sjálfum sjer og bók-
menntum vorum til athlægis. En menn hafa
allt af afsakað hann og hlegið að honum góð-
látlega, af því að það hefir stöðugt vakað
fyrir þeim, þótt misjafnlega ljóst hafi það
verið, að hann væri ekki með öllum mjalla.
Og það virðist hann líka sjaldnast hafa verið.
En meinlaus hefir hann allt af verið, þótt
hann hafi verið skapstyggur. Það hefir æfin-
lega verið óhætt að verða á vegi hans, hvar
sem vera skyldi, ef til vill meðfram vegna
þess, hvað hann er mikill heigull og vesaling-
ur. Það hefir ekki heldur borið á því, að
hann hafi neina tilhneiging til að fara sjer
sjálfum að voða í vitleysuköstunum. Og hann
er ekki lifandi vitund geggjaðri nú en hann
hefir þrásinnis verið.
Þess vegna skil jeg ekki þetta hræðsluupp-
þot í mönnum, og legg það til, að honum
verði lofað að »ganga lausum« hjer eptir eins og
hingað til.
Kunnugur.
Landsgufuskipið »Vesta« kom til
Leith 24. f. mán., eptir 5 daga ferð frá
Akureyri, sem hafði gengið mikið vel, að
undangengnum samt 2 ónýtistilraunum að
komast af stað þaðan, 13. og 15. f. mán.;
hafís við Melrakkasljettu í hvorttveggja
skipti; en 19. var hann losnaður frá 2—"
mílur. Vesta kom hvergi við nema í
Trangisvaag á Færeyjum; þar kom það í
ljós, að járnkaðlar þeir, er fest hafði verið
í stýrið og hafðir fyrir stjórntauma á leið-
inni, voru meira en hálfnúnir sundur; var
gert við það þar og síðan haldið áfram.
Nýtt stýri átti nú að setja í skipið í Leith,
þangað fiutt frá Newcastle, þar sem Vesta
hafði verið smíðuð upphaflega, og búizt
við, að til þess mundi fara hálfur mán-
uður.
Farstjóri hafði, áður en hann lagði af
stað frá Akureyri, fengið á endanum gufu-
bátinn »EgiI« leigðan til þess að koma
vörunum úr Vestu áleiðis þaðan á vestur-
hafnirnar og hingað, fyrir 6000 kr., sem
hann segir minna en ferð Vestu óskemmdr-
ar mundi hafa kostað áfram sömu leið.
Nýtt gufuskip hafði hr. Thor E. Tuli-
nius verið búinn að fá leigt til þess að
fara 2. ferð Vestu hingað. Það heitir
Otra, norskt, og kvað vera væntanlegt
hingað núna eptir helgina.
Ný lög. Bætzt hefir enn við lagaroll-
una frá síðasta þingi nokkuð smælki:
27. Lög um að skipta ísafjarðarsýslu í
tvö sýslufjelög.
28. Lög um samþykktir til hiudrunar
skemmdum af vatnagangi.
29. Lög um að landsstjórninni veitist
heimild til að kaupa bændahlutann í
Brjámslæk, til handa Brjámslækjar presta-
kalli.
30. Lög um hvalleifar.
31. Lög um viðauka við lög 9. janúar
1880, um breyting á tilskipun um sveitar-
stjórn á íslandi 4. maí 1872.
32. Lög um breyting á lögum nr. 10,
13. aprfl 1894, um útflntningsgjald.
33. Lög um viðauka við og breyting á
lögum 14. janúar 1876, um tilsjón með
flutningum á þeim mönnum, er flytja sig
úr landi í aðrar heim3álfur. (Staðfest 1.
apríl; en hin öll 6. marz).
Fjúrflutningabannið enska ekki full-
rætt enn í parlamentinu, og ekki alveg
vonlaust um að íslandi verði forðað und-
an þvi.
Snaefellsnesi 8. april. Sýslufundur vor er
nú nýafstaðinn; hann stóð yfir í 5 daga frá
23.—27. f m. og hafði tit meðferðar 54 mál-
efni. Það er hvorttveggja, að aldrei mun fund-
ur þessi hafa staðið svo lengi og heldur ekki
fyr haft svo mörg málefni til rækilegrar með-
ferðar, enda leggur hinn ungi og ötuli sýslu-
maður vor allt kapp á að færa ýmislegt í lag,
er ábótavant hefir verið í hjeraðsstjórninni og
sýna reglu og samviskusemi i embættistærslu
sinni. Það er næstum undrunarvert, hvað vel
tundur þessi var sóttur í þetta sinn, þir sem
hann var haldinn á harðasta tfma og fann-
kyngið var svo mikið, að lítt kleyft var að
komast um jörðina. Þó vantaði engan nema
sýsluneíndarmannnn úr Neshreppi utan Enn-
is. Áður hatði sýslufundur aldrei verið hald-
inn hjer fyr en um sumarmál, en hinn nýi
amtmaður vor hefir nú lagt svo fyrir, að halda
fundinn framvegis i marzmánuði, til þess að
hafa betri tíma iyrir amtsráðsfundinn að átta
sig á sýslufundargjörðunum Getur það orð-
ið örðug kvöð í mikilli ófærð og illviðrum, og
hetði liklega mátt slaka til i þetta sinn, sje
svo, að ekki eigi að halda amtráðsfund fyr
en í ágústmánuði.
Af þessum mörgu málum, sem sýslunefnd-
in hafði til meðferðar, skal hjer að eins minnzt
dálítið á samgöngumál sýslunnar. Eins og
kunnugt er, liggur Snæfellsnessýsla öll að sjó.
Sjórinn er þvi eina samgöngufærið, enda eru
á landi eintómar vegleysur og ófærur í flest-
um hreppum. Gegnir því mikilli furðu, hversu
sýsla þessi hefirjafnan orðið út undan og feng-
ið lítils að njóta af þeim mikla kostnaði, er
landsjóður hefir varið til strandferða og sam-
göngubóta hin síðari árin, þar sem strand-
ferðaskip hefir að eins komið fáar ferðir á
ári á alls eina höfn i sýslunni og það á sýslu-
enda. Eru þó þrjár löggiltar hafnir sunnan
á nesinu og norðan á því er Ólafsvík, allstór
verzlunarstaður með 3’/» hundraði ibúa og 5
kaupmörinum, en öllum, sem til þekkja, mun
þykja áhættulaust fyrir hvert eimskip að
halna sig þar, því ekki er þokur, grynning-
areða sker að óttast. Þá getur ekki kostnaður-
inn eða timatöfin orðið að grýlu, þvi krókur-
inn af skipaleið er litið meira en 1 mila, hvort.
heldur farið er inn flóann eður norður yfir
hann. Þrátt fyrir þetta hafa þó enn aldrei
fengizt ákveðnar skipaferðir þangað og er það
þó ekki af þvi, að um þær hafi ekki verið
beðið. Auk þess sem menn höíðu optar en
einu sinni snúið sjer til þingsins í þessu efni,
samþykkti sýslufundurinn síðastl. vor í einu
hljóði, að biðja amtsráðið að hlutast til um
það við landstjórnina, að strandferðaskipia
kæmu í hverri ferð við í Ólatsvík, er leið
þeirra lægi þar fram hjá. Mun bæði amtsráð-
ið og alþingismaður sýslunnar hafa lofað að
gjöra sitt ýtrasta til að fá þessu framgengt.
Þegar svo síðasta alþingi tekst sjálít á hend-
ur að bæta úr samgönguþörfinni, og það helzt
á þeim stöðum, er áður höfðu orðið mest út
undan, varð gleði Snæfellinga ekki lltil yfir
því að nú yrði þá loksins bætt úr þeirra lang-
vinnu samgönguþörf. En það má segja, að
þessi gleði snerist i sorg og gremju, þegar
ferðaáætlun nýja landsskipsins »Vestu« komi
ljós, því þar virðist Snælellsnessýsla vera
sama olnbogabarnið eins og hún jafnan hafði
verið hjá danska gufuskipafjelaginu. — Það
var því ekki ófyrirsynju, er hinn nýafstaðni
sýslufundur Snæfellinga Ijet í ljós sára óánægju
sína yfir þessu sorglega ástandi og samþykkti
að fela oddvita sínum, að biðja bæði lands-
höfðingja og farstjóra landsgufuskipsins að
hæta úr þessari samgönguneyð sýslunnar, með
þvi að láta landsskipið koma við í hverri ferð
á Stykkishólmi og Ólafsvík. Mun þessi beiðni
varla geta talizt ósanngjörn eður óframkvæm-
anleg, þó ferðaáætlun sje þegar samin, þar
sem krókurinn af skipaleið til Ólafsvíkur er
því nær enginn, eins og áður er lýst, og þyrfti
því ekki að breyta ferðaáætluuinni að öðru.