Ísafold - 02.05.1896, Síða 3
111
leyti. Bera menn bezta traust til landshöfð-
ingjans, að honum takist að kippa þessu í
lag.
Strandasýslu 12. apríl: Nú ter að verða
hver síðastur af þessum vetri, og er því ó
hætt að uppkveða dóminn yfir honum. Ekki
má heita að hann hafi harður verið; því opt
voru þíður og eyður á honum venju fremur
miklar hjer um pláss, en þó v.ar hann óhag-
Stæður, og má því þegar á allt er litið telja
hann með hinum lakari vetrum. Praman af
var frosta- og snjóasant í meira lagi, svo að
hross komu viða á gjöf fyrir jólaföstu; varþó
optast hagi. Um sólstöðurnar hlánaði vel og
stillti til; eptir það hjeldust stillur og frost
fram yfir nýár; en þann tíma notaðist þó lítt
að beit, því bæði var það, að hjelur voru þá,
og jörð venju fremur ljett eptir hin miklu úr-
felli í haust, og svo voru margir hræddir við
að j.ota beitina um það leyti sakir bráðapest-
arinnar, sem talsvert hafði gjört vart við sig
hjer og hvar.
Skömmu eptir nýárið spilltist veðráttan apt
ur; fyrst gjörði rosa-hlákur og illviðri, og sið
an frostbylji, er hjeldust fram áþorra. Á þorr-
anum voru sifeldir umhleypingar og opt fá
dæma úrfelli. stórskemmdist þá hey viða bæði
í görðum og hlöðum sakir leka, og eru það
uál. einsdæmi hjer. Á góu voru norðanbyljir,
frost og fannfergi mikil; þá kom hafíshroði,
sem ekki er farin enn, enda hefir enn ekki
komið veruleg hláka; var kominn mjög mik
ill snjór f'yrir páskana og nálega ófært um
jörðina nema á skíðum. Um bænadagana
gjörði blota, svo að snjórinn seig nokkuð og
gjörði hjarn er írysti; en nálega er haglaust
enn, því kuldinn er ávallt svo mikill. að sól-
bráð er svo sem engin, þó núna sje grunnt á
jörð og hnottar nokkrir upp úr gaddinum. Út-
litið er þvi engan veginn gott því margir eru
heytæpir, og mun almenningur ekki eiga inni-
stöðufóður lengur en viku til hálfan mánuð
af sumri, enda er tje og hestar víðast búið að
Standa inni yfir 20 vikur, og verður þvi ekki
sagt, að mjög ógætilega hafi verið sett á, þeg-
ar þess er gætt, hversu heyin hata skemzt, og
að kúm er ætlað fóður 7til 8 vikur af sumri,
sem ekki mun af veita, ef ísinn liggur íyrir
landi fram á sumar.
111 þykja mönnum tiðindin af fjárflutnings-
»banninu brezka, og er ekki gott fyrir að sjá,
hvar það lendir, því hjer er varla um aðra
verzlunarvöru að tala hjá almenningi en sauð-
fje; enda hefir það sýnt sig, hversu megun
manna hefir batnað ótrúlega mikið síðan sú
verzlun hófst; er óhætt að íullyrða það, að
almenningur lifir nú miklu betra lífi en áður
voru dæmi til; húsakynni bæði fyrir menn og
skepnur hafa tekið stórum bótum; eldavjelar
eru nu t. d. komnar nálega á hvern bæ, en
fyrir 10 árum eða jatnvel skemri tima var
víst ekki ein einasta eldavjel í sýslunni fyrir
aorðan Stikuháls (nema í Reykjafjarðarkaup-
Stað ?), og svo er um ýmislegt fleira. Og ein-
mitt nú í vetur var útlitið með blómiegasta
móti eptir hið góða verzlunarár; kaupstaðar-
skuldir voru svo sem engar, eða minni en
engar, því að innieign við aðalverzlunina hjer
(Hólmavíkurverzlun) var talsvert meiri en
skuldirnar, og svo áttu menn mikið tje inni 1
fjelaginu, er þeir lengu útborgað á aðalfundi
þess í vetur. Komu þaðan svo þúsundum
tróna skipti í peningum hingað í sýsluna.
Það munu því margir hata verið farnir að
hugsa sjer til hreifings með ýmsar framkvæmd
ir eptirleiðis, hefði allt farið skaplega. En þá
kom þessi fregn eins og skrugga úr heiðríkju
og sló hún miklum óhug á alla. Það er ems
og að það verði alltat að ásannast, þetta: >ís-
lands óhamingju verður allt að vopni*.
Mannslát. Hinn 16. f. m. ljezt úr
taugaveiki að heimili sínu Sauðlauksdal
~við Patreksfjörð sóknarpresturinn þar síra
Jónas Bjarnarson 46 ára gamail, sonur
Björns Kortssonar á Möðruvöllum í Kjós,
útskrifaður úr skóla 1874. af prestaskól-
anum 1876 vígður að Kviabekk s á., en
varð aðstoðarprestur hjá síra Magnúsi
Gíslasyni í Sauðlauksdal vorið eptir 1877
og fekk það brauð við uppgjöf hans 1879.
Hann var piúðmenni og valmenni, reglu-
maður mesti,góður kennimaður og búhöldur.
Hann iætur eptir sig konu og 3 börn.
Bmbætti. Þessi embætti hefir konung-
ur veitt 14 f. m.:
Hjeraðslæknisembættið i 1. læknishjeraði
(Reykjavík og Kjósarsýslu m. m.) settum
hjeraðslækni þar, cand. med. & chir. Guð-
mundi Björnssyni.
Hjeraðslæknisembættið í 2. læknishjeraði
(á Húsavik) aukalækni Gisla Pjeturssyni í
Ólafsvik.
Kennaraembætti (5.) við latínuskólann
settum kennara þar, cand. mag. Þorleifi
Bjarnason.
—Sama dag hefir konungur veitt 2 hjeraðs-
læknum lausn frá embætti eptir umsókn og
með lögákveðnum eptirlaunum:
Ólafi Sigvaldasyni í Bæ (7. læknishjer.),
Þorgrími A. Johnsen á Akureyri (11.
læknishjer.).
Frá útlöndum (Viðbætir). Ríkis-
þinginu danska var slitið 20. f. m. Sama
kveld andaðist Ingerslev ráðgjafi (fyrir
samgöngumálum, áður lengi innanríkisráð-
gjafi); hann varð bráðkvaddnr yfir kveld-
verði.
Það frjettist á eptir póstskipinu til Eng-
lands, að þeir Bourgeois og hans fjelagar
væri oltnir af valdastóli.
Gufubáturinn „Oddur“.
Eptir í dag gerðum samningi við sýslu-
nefndirnar í Árness- og Rangárvallasýsluna,
fer gufubáturinn »ODDUR« í sumar eptir-
taldar 5 ferð'ir:
1. mllli 18.—26. maí:
Milli Þórshafnar, Grindavíkur, Selvogs, Þor-
lákshafnar — Eyrarbakka.
2. milli 28. maí—6. júni :
Milli Eyrarbakka, Stokkseyrar, Landeyja —
Eyjafjalla.
3. milli 19,—27. júní :
Milli Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Keflavíkm,
Sandgerðis, Þorlákshafnar — Eyrarbakka.
Auk þess kemur báturinn við f þessari ferð í
Grindavík, ef farmrúm leyfir.
4. milli 2.-9. júli :
Milli Eyrarbakka, Stokkseyrar, Landeyja —
Eyjafjalla.
5. milli 9.—17. júli :
Milli Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Keflavíkur,
Sandgerðis, Þorlákshafnar — Eyrarbakka.
Flutningsgjald á góssi er í öllum þess-
um ferðum */b e^a 25°jo lægra en í fyrra.
Þeir, sem senda góss með bátnum, eiga að
setja skýrt einkenni á hvern hlut og aðflutn-
ingsstað.
Á tilvísunarbrjefinu, sem ávallt á að fylgja
hverri sendingu, á sá, er sendir, að skýra frá
innihaldi, þyngd (bruttovigt) eða stærð hvers
hlutar.
Menn eiga að skila og taka á móti góssinu
við hlið skipsins á öllum viðkomustöðum. Á
Eyrarbakka verður annast um upp- og útskip-
un fyrir væga borgun.
Nákvæmari upplýsingar fást hjá:
hr. faktor Jóni Norðmann í ReyJcjavík,
— — Gunnl. E. Briem í Hafnarfirðiy
— — Jóni Gunnarssyni í Keflavik
og hjá undirskrifuðum.
Eyrarbakka, 21. apríl 1896.
P. Nielsen.
J[^“ Frímerki
Brúkuð isl. frímerki kaupir undirrit-
aður óheyrt háu verði.
Ólafur Sveinsson AReykjav?k!B'
Uppboðsatiglýsing.
Laugardagian hinn 16 n. m. kl. 12 á
hádegi verður opinbert uppboð haldið að
Tjarnarkoti í Njarðvíkurhreppi, og verður
þar selt ýmislegt lausafje tilheyrandi dán-
arbúi Arinbjarnar Ólafssonar, svo sem ó-
verkaður saltfiskur. sauðfjenaður, hross,
geymsluhús, skipastóll, sængurfatnaður og
ýmisleg búsáhöld. '
Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu 26. apr. 1896.
Franz Siemsen.
Reikningur
yfir tekjur og útgjöld sparisjóðsins i Húna-
vatnssýslu fyrir árið 1895.
Tekjur. Kr. au.
1. Peningar í sjóði frá f. á....... 223 88
2. Borgað af lánum :
a. Fasteignarveðlán . . 60 10
b. Sjálfskuldarábyrgðarlán 850 00 910 00
3. Innlög í sparisjóð. á árinu 3774 04
Vextir af innlögum iagðir
við höt'uðstól . . . . 146 80 3920 84
4. Vextir af lánum.............. 239 03
5. Ymislegar tekjur.............. 12 40
Krónur 6306 16
Gjöld.
1. Lánað út á reikningstímabilinu :
a Gegn fasteignarveði 600 00
b. — sjálfskuldarábyrgð 2775 00
c. — annari tryggingu 600 00 3975 qq
2. Útborg. at innl. samlagsm. 270 74
Þar við bætast dagvextir 1 30 272 04
3. Kostnaður við sjóðinn . " ! 7”. 2 10
4. Vextir af sparisjóðsinnlögum . . 146 80
5. í sjóði hinn 31. desbr..............910 21
Krónur 5306 15
Blönduósi 27. janúar 1896.
J- G. Möller. Pjetr Sœmundsen.
formaður. gjaldkeri.
Jafnaða reikningur
sparisjóðsins í Húnavatnssýslu 31. des. 1895.
Aktiva. Kr. a.
1. Skuldabrjef fyrir lánum :
a. Fasteignarveðskuldabr. 930 00
b. Sjálfskuldaráb.skuldabr. 4665 00
c Skuldabrjef með annari
. tryggingu............ 700 00 6195 QO
2. Útistandandi vextir áfallnir við lok
reikningstímabilsins................ 6 90
3. í sjóði ...........................910 21
Krónur 7112 11
Passiva.
1. Innlög 93 samlagsmanna . . . 7019 85
2. Varasjóður................... 92 26
Krónur 7112 11
Blönduósi, 28. janúar 1896.
J. G. Möller. Pjetr Sæmundsen.
Reikninga þessa höfum við yfirfarið og end-
urskoðað og ekki fundið neitt viðþá að athuga.
p. t. Blönduós 14. marz 1896.
Stefdn M. Jónsson. B. G. Blöndal.
•LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR*
fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr.
med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim,
sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg-
ar upplýsingar.