Ísafold


Ísafold - 24.06.1896, Qupperneq 2

Ísafold - 24.06.1896, Qupperneq 2
170 er þa'ö öllum heilvita mönnum, að hjer með getur ekki landhelgin verið opnuS fyrir íslenzku þjóSina, heldur fyrir örfáa innleuda menn, sem eru nógu samvizkulausir til þess aS gjörast »leppár« fyrir útlenda auSmenn, sem vilja seilast inn í fjarSarbotna, til aS taka þar þann fisk, sem efnalitlir smábátaeigendur helztgeta náð í. Jafnframt því að þessir »leppar« gætu grætt ef til vill nokkrar þúsundir króna fyrir þaS, að látast vera eigendur að nokkrum utanríkis- botnvörpubátum, þá yrSu þessi ráSgjörðu botn- vörpulög stór hagur fyrir samþegna vora, Dani. Þeir hafa rjett til að fiska inni á fjörS- um og þurfa engan »lepp« að kaupa sjer; þar eru svo margir auðmenn, að þeim væri engin ofraun að leggja til fje fyrir nokkra tugi botnvörpubáta, til þess aS skafa botninn í ís- lenzku fjörSunum. Hvernig ætti nú landið að græða á þeim fiski, sem þessi d'ömku skip moka upp? í nefndri grein stendur, að þennan hag eigi aS taka með hundraðsgjaldi til iandsjóðs, en þyrfti það gjald eigi að vera nokkuS hátt, til þess það geti jafnazt upp í móti því mikla afla- tjóni, sem allir þeir biSu, er með engu móti geta, efnahagsins vegna, lagt í meira kostnað til útvegs síns en lítinn bát eða byttu, til aS fiska á upp við landsteinana framan viS kotiS sitt? Og hvernig er svo hægt aS hafa umsjón yfir því, hversu mikill aflinn er í hvert skipti á þessum botnvörpuskipum, sem toll ætti aS taka af? Sumt af aflanum taka þau utan landhelgi og sumt í landhelgi, og þar viS bæt- ist, aS fiskurinn allur er lagður í ís á þessum optnefndu skipum, til þess að flytjast ferskur til útlanda, svo að varla er vinnandi verk að rífa hann allan upp til að rannsaka, hve mikill fiskur er í skipinu, nema með stórskaða fyrir báða parta. Auk þess sýnir reynslan í ár og í fyrra sumar, að botnvörpuskipin fara utan úr hafi beint til Englands, og þurfa ekki að leita lands hjer, svo þaS yrði langsamlega ó- mögulegt fyrir nokkra tollgæzlu aS varðveita rjett landsins í því efni, þó að hún hefði til umráSa stóran herskipaflota. ÞaS er allt á sömu bókina lært í grein þessari. Menn furða sig eigi svo mjög átil- lögunni, þegar þeir sjá, aS höfundurinn er ungur og óráðinn, en þaS tekur yfir allt, að ritstjórinn, sem á að leiðbeina alþ/Su, skuli álíta þessa tillögu »einkar heppilega«; honum þykir höfundurinn »rökstyðja uppástunguna nægilega«. Mikil ósköp! Ætli maðurinu sje meS öllum mjalla? Sárgramur sunnanvjeri. Ritfregn. Söngkennslubók fyrir byrjendur eptir Jónas Helgason. VI. hefti. — Jivk, ísaf.pr. 1896. Jeg gleðst jafnan, þegar jeg sje eitthvað nýtt í bókagerð vorri á sviði sönglistar- innar, og þá ekki sízt nú, er þessi bók kemur, þótt lítil sje, því fátt hefir komið út af þess háttar nú alllengi, og svo er hún líka vottur þess, að höf., sem nú er orðinn hvíturfyrir hærum, er þó enn eigi hættur hinu virðingarverða starfi sínu. Rit þetta er að eins einn liður í söngva- safni þvf, sem hr. J. H. byrjaði á fyrir nokkrum Árum handa barnaskólum og unglinga, og handa alþýðu yfir höfuð að tala. Hann hefir gjört sjer far um að láta það verða eina samfasta heild, sem bezt lagaða eptir hæfileikum og vaxandi þroska nemendanna. Þar eru lika mjög fá lög, sem ofætlun sje sæmilega sönghæf- um unglingi að nema eptir leiðbeiningum þeim, sem gefnar eru fremst í safninu, jafnvel þótt lítið sje um kennara, en þó eru þau öll snotur, sum eptir valda höf- unda. Hið sama má segja einstaklega um þetta síðastkomna hefti. Sje það skoðað eitt út af fyrir sig, þá má vera að það þyki helzt til tilbreytingalítið, en svo sem liður í samfeldri heild samsvarar það vel stöðu sinni og þótt lögin sjeu einföld, þá eru þau liðlega raddsett og vel þess verð’ að þau sjeu sungin; sum eru mjög falleg. Hr. J. H. hefir jafnan gjört sjer far um að vanda sem mest textavalið í söngva- söfnum sínum bæði að efni og búningi. í þetta sinn eru flestir textarnir eptir hr Steingr. Thorsteinsson (mest þýðingar), auðvitað með venjulegri lipurð hans, en mjer finnst þó betra að breytt hefði verið meira til og góð kvæði tekin eptir fleiri eldri og yngri skáld vor. Eigi svo að skilja að mjer þyki eigi ætíð jafn-ánægjulegt að lesa og syngja sjerhvað það, er ber menjar þess, að Steingr. Thorsteinsson hefir fjallað um það, en menn missa stundum lyst á sælgæti allt af með sama bragði. Yfir höfuð víldi jeg mega leggja það til, að höf. söngvasafnsins hefði eigi að eins fyrir augum að útvega sönglögunum hæfi- lega texta, heldur líka það, að útvega hinum beztu kvæðum vorum, yngri og eldri, hæfileg sðnglög (sjeu þau annars söng- hæf), og styðja þannig að því, að þau verði sem þjóðkunnust og festist hjá al menningi, Yjer ættum annars að temja oss að syngja sem mest kvæði á vorri eigin tunga; það er ekki að eins rækt við móður- mál vort og sanngjörn virðing við skáld vor, sem mælir með þvi, heldur einnig það að góðar og fagrar tilfinningar, semjafnan eiga að vera samfara söngnum, geta ekki lýst sjer eins einlæglega og innilega i nein- um orðum, eins og þeim sem tekin eru af móðurvörunum, og gefin merking eptir eigin reynslu og þekkingu á viðburðunum. Jeg held að söngurinn missi nokkuð af gildi sínu með textum á útlendum tungum Hr. J.H. er einn meðal þeirra manna, sem unnið hafa með lífi og sál að menn- ing alþýðu vorrar, á sinn hátt, og orðið eigi all-litið ágengt. Þótt vjer sjeum komnir skammt á veg í sönglistinni, þá er þó ó- líkt því sem hún var fyrir rúmum 20 árum. Fyrsti verulegi vísirinn til umbóta í þá átt var að sönnu »Sálmasöngs- og messubók* Pjeturs sál. Guðjónssonar, en bezt urðu notin að henni, er »Söngreglur« J. H. komu, og þær greiddu götuna fyrir söngva- söfnum hans. Jeg segi ekki að rit þess* hafi verið óaðfinnanleg í alla staði; en það er miklu meira orð á gerandi gagni því, er þau hafa gert. Nú á síðustu árum hefir hann einkum snúið sjer að börnunum með bóklegri og munnlegri kennslu, og það verksvið hans sýnist ny'er einna fegurst, enda má sjá ánægjusvip á gamla manninum, þegar barnahópurinn er kominn í kringum hann, hvert með litla bláa heftið sitt. Að lokum get jeg glatt söngvini vora á því, að enn muni þeir mega eiga von á nýjum söngrítum frá sömu hendi; þeim mun líka vel tekið, eins og hinum, sem komin eru. z. Hvaðanæva. Utlend tímarit hafa nýlega verið aS spá í eyöurnar viðvíkjandi áhrifum af loptsiglingum, og eru þess fulltrúa, að skammt muni þess að bíða, að þær komist í svo gott lag, að þær verði almennt notaðar. Og áhrifin er búizt víð að verði afarvíðtæk. Meðal annars þau, að tollarnir hverfi. Tollgæzlan er fullörðug nú, þótt ekki þurfi annars að gæta en landa- takmarkanna. En þegar farið verður að flytja vörur í loptinu og demba þeim niður hvar sem vill, verður tollgæzlan sjálfsagt svc dýr, að engin líkindi eru til þess, að tollarnir fari þá að svara kostnaði. Vitaskuld á það að líkindum langt í land, að loptförin verði hent- ug til vöruflutninga. En búizt er þó við, að ekki mundi þykja frágangssök, þar sem ekki er um mikla vegalengd að ræða, að flytja á þann hátt vörur, sem ljettar eru í saman- burði við verðmæti, til þess að komast hjá tollgreiðslum. En allt, sem brýtur niður garð- ana milli þjóðanna, hvort sem þeir garðar eru af manna völdum eða náttúrunnar, hefir rík áhrif til sambands og sameiningar. Þegar þjóðirnar geta ekki lengur girt sig tollgörðum, hafa þær stigið langt skref í áttina til sam- vinnu og bandalags. Það er ekki að eins, að tálmunum hafi þá verið úr vegi rutt, heldur bafa þá og myndazt nýar bandalags-ástæður. Þegar þjóðirnar hætta að geta verndað iðnað sinn fyrir öðrum þjóðum, fer það að verða þeim í hag að komast í beint iðnaðarsamband við þær. Opt hefir verið ritað og rætt um áhrif loptsiglinganna á hermennskuna. Stríðin mundu verða háð á allt annan hátt en nú. Þá yrði naumast lengur neitt gagn að rifflum og fallbyssum, heldur yrði þá ausið sprcngi- efni úr loptinu ofan á óvinina. Þá yrðu menn heldur ekki neinu nær, þótt þeir hefðu ó- grynni af herfylkingum; þær gætu ekki annað gert en beðið eptir sprengikúlunum ofan úr loptinu og svo hallað sjer út af og dáið; áður en þær kæmust þvers fótar, væru þær strá- drepnar. í stað herfylkinga yrðu loptför látin fara yfir lönd óvinaþjóðarinnar og hella tor- tímingunni yfir helztu borgirnar. Herskáir þjóðhöfðingjar og ófriðargjarnir þingmenn gætu búizt við að týna fyrstir lífinu. Kast- alar kæmu ekki að neinu haldi. Sú þjóðin, sem hefði fleiri og fljótari loptför, hlyti að vinna sigur. En tjónið yrði ógurlegt á báða bóga, og það kæmi enn áþreifanlegar niður á þjoðunum sjálfum en það nú gerir. Með engu móti yrði lengur unnt að heyja ófrið- inn eingöngu í landi þeirrar þjóðar, sem biði lægra hlut, og allir borgararnir, ungir og gamlir, karlar og konur, væru í jafnmikilli hættu eins og hermennimir sjálfir. Það er ekki ólíklegt, að þegar svo væri komið, færu stríðin að verða heldur fátíð. Rithöfundur, sem nýlega hefir skrifað um þetta efni í eitfc af merkustu blöðum Vesturheims, North Ame- rican Review, segir, að loptsiglingarnar mundu valda enn meiri breytingum á hermennskunni en uppgötvun púðursins. Með þeim mundi öll herkænska nútímans að engu gerð, segir hann, flotar og strandvamir ónýttar, og inn- an skamms bundinn með öllu endir á stríðin, með því að manndrápin flyttust beint tdl kon- ungahallanna og þinghúsanna. — Svo þeim manni, sem hefir hugvit til að finna upp henfcugt loptfar, má, að því er snertir afleið- ingarnar af uppfundning hans, skipa á bekk með mestu siðbótarmönnum mannkynsina.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.