Ísafold - 24.06.1896, Page 3

Ísafold - 24.06.1896, Page 3
171 Mótspyrna sú, er ymsar nýjar og merkileg- ar uppfundningar hafa orðið að sæta, bæði af hálfu vísindamanna og þeirra, er völdin hafa haft, er eitt af skringilegustu atriðum menningarsögunnar, og var n/lega gerð að umtalsefni í ensku tímariti. Hugvitsmönnum "liefir opt verið gert að sínu leyti jafn-örðugt fyrir, af þeim er sízt skyldi, eins og þeim er barizt hafa fyrir umbótum á mannfjelags- skipaninni, siðgæðinu og trúarbrögðunum. Það hefir ekki veriö af mannvonzku; góðir, göfugir og sannleiksþyrstir menn hafa fyllt mótspyrnuflokkiun. Slíkt er samgróið mann- legu eðli. Oss veitir ávallt örðugt að hugsa oss það sem virðist koma í bága við alla reynslu vora og þekkingu, og kunnum vel 'við að ákveða af handahófi takmörk fyrir vit- und vorri. Gott dæmi þessarar tilhneigingar er Auguste Comte, frakkneski heimspekingur- inn nafnkenndi, sem annars þótti síður en ekki vera bundinn fjötrum vanatrúarinnar. í innganginum að ritgjörð sinni um stjörnu- fræðiþekking vora gerði hann grein fyrir sjálf- sögðum takmörkum hennar — út fyrir þau takmörk yrði þekking vorri aldrei unnt að komast. Vjer getum hugsað oss, sagði hann, að unnt verði að ákveða lögun annara hnatta, fjarlægð þeirra, stærð og hreifingu; en þar á móti verður meb engu móti unnt að komast að því, af hvaða efnum og málmum þeir sam- anstanda. En svo var nokkrum ámm síðar fundið upp ofurlítið verkfæri, sem kenndi mönnum að þekkja einmitt það, sem Comte hafði þótzt sjá með vissu að aldrei yrði unnt að þekkja. Allir þekkja söguna um Galilei, sem varð að apturkalla þá kenningu sína, að jörðin snerist kringum sólina. Þá voru það prestar, sem börðust gegn uppgötvunum vísindanna. En það er líka altítt, að forkólfar vísindanna hafa vakið hina megnustu mótspyrnu gegn þýðingarmestu uppfundningunum og framför- unum. Það er íhugunarvert, að ef til hefðu verið í Norðurálfunni, eins og meðal Forn- Egipta, vísindamannafjelög, sem hefðu haft vald til að bæla niður og banna það, sem þeim virtist ósatt eða óhugsandi, þá hefði heimurinn meðal annars þann dag í dag far- iS á mis við járnbrautir, gufuskip og vefnað- ar- og spunavjelar. Allar þessar uppfundn- ingar hafa orðið að ryöja sjer braut gegn mótspyrnu nafnkenndustu vísindamanna. Að rafmagnsuppfundningar síðustu ára hafa mætt svo litilli mótspyrnu er víst því að þakka, að menn hafa daglega fyrir augum þann sigur, sem gufan hefir unnið, þrátt fyrir alla bar- áttuna gegn henni og allar hrakspárnar. Vís indamenn, sem ekki hafa jafnframt gáfur til •aö ryðja nýjar brautir, virðast opt, þegar frá líöur, freistast tíl að gera sig ánægða með alla þessa þekkingu, sem þegar e.r fengin, þekkingu, sem þeir hafa manna bezt lært að gera sjer grein fyrir. Þeim hættir opt við að hafa nokkra óbeit á nýjungunum, er raska hyggjuvits-kerfunum og koma þekkingunni um stundarsakir á ringulreið. Vjer setjum hjer fáein af dæmum þeim, er enska tímaritið minnist á. Þegar Stephenson fann upp gufuhreifivjel- ina, »sönnuðu« stærðfræðingar og eðlisfræðing- ar, að slíkt kæmi ekki til nokkurra mála. Það væri blatt afram ómögulegt, að hun gæti komizt neitt áfram. Þegar fyrst var farið að tala um að leggja jarnbraut 1 Bandaríkjunum, rjeð einn af mestu •=og lærðustu mönnum þar í landi, Chancellor Livingston, mjög alvarlega frá því. Það yrði ekkert annað en kostnaður, og það væri nær að verja því fje á einhvern annan hátt, sem reynsla hefði fengizt fyrir. Hann gaf út langt rit til þess að sanna, hvað vitlaus þessi járn- brautarhugmynd væri. Fyrst og fremst þyrfti að vera steinhleðsla undir allri brautinni, ef hún ætti að vera hæfilega traust, og það væri afardýrt; í öðru lagi yrðu lestirnar svo örð- ugar meðferðar, að ekki yrði unnt að stöðva þær fyr en þær væru komnar margar rastir fram hjá járnbrautarstöðvunum; og í þriðja lagi mundi enginn óvitlaus maður leggja líf sitt í aðra eins hættu og þá að aka allt að 20—25 rastir á klukkustund. Einhver mesti stjórnfræðingur Bandaríkj- anna, Daníel Webster, var líka mótfallinn járnbrautum. Meðal annars hjelt hann, að ómögulegt yrði að komast neitt áfram, ef vatn hefði frosið á járnbrautarteinum. Ann- aðhvort mundu hjólin snúast í sífellu, án þess vagninn færðist neitt úr stað, eða að ekki yrði unnt að stöðva lestina, þegar hún væri komin af stað. Þegar Murdock datt í hug að nota gas til gatnalýsingar, þótti Sir Humphry Davy, efna- fræðingnum mikla, það vera í meira lagi hlægileg hugstin. Og Sir Walterj[Scott, skáld- ið nafnfræga, hæddist mjög að þeirri heimsku, að senda »ljós gegnum pípur á götunum« eða »lýsa Lundúnaborg með kolareyk«. Það eru ekki nema fá ár síðan vísindamenn »sönnuðu« það reikningslega, að ómögulegt væri að skipta rafmagnsstraumi svo, að unnt væri að nota hann til lýsingar með glóðalömp- um. Litlu síðar sýndi Edison í verkinu, að reikningar þeirra voru ekki annað en heila- spuni. Og nú gengur ágætlega að skipta straumnum og lamparnir virðast innan skamms ætla að bera birtu um allan heim. Póstskipið Laura kom aptur vestan að í fyrra kveld. Fer í nótt áleiðis til Khafnar. Hafisinn fór af Ísafjarðardjúpi laust eptir fardagana, eptir 11—12 daga dvöl. Enginn ís sýnilegur eptir það á Vestfjörðum. Vegagerð. Um hina umtöluðu vegar- lagningu meðfram þingvallavatni fyrir neðan Almannagjá átti að standa í síðasta bl., að þar væri )>illt vegarstœðH; misprent. »til«. Sektaðir botnvörpumenn. Um 12 pd. hver (216 kr.) voru þrír botnvörpuskip- stjórar sektaðir hjer 20. þ. m., fyrir það að þeir komu hingað inn á höfn; voru að falast eptir ís úr íshúsinu. Prestskosning fór fram á Prestsbakka á Síðu 2. þ. m. Sóttu 53 kjósendur fund af 68 á kjörskrá, þar á meðal 12 af 14 úr Kálfa- fellssókn. Af þessum 53 kusu 46 síra Magn- ús Bjarnason á Hjaltastað, en 7 eand. Geir Sæmundsson. Kosningaratferli mjög friðsam- legt og æsingalaust. Amtsráð sunnlendingafjórðungs á fundi Ásgeir Kr. Möiler (Ingólfsstræti 5). selur: Beizlisstengnr og istöð úr kop- ar; svipusköpt, nýsilfur- eða látúnsbúin, og fleira þess háttar. Leysir einnig vel af hendi aðgerðir á ýmsu af slíku tagi. — Allt rajög ódýrt Meira en 20 ár heíi jeg nú þjáðst af þunglyndi (geðveiki) og sárum þrýstingi fyrir brjóstinu, og surfu þessir sjúkdómar að lokum svo að mjer, að jeg lagðist al- veg í rúmið. Jeg leitaði margra lækna og brúkaði öll þau meðöl, sem jeg náði í; enalltvarð það árangurslaust, þangað til jeg fór að taka inn Kína lífs-elixír frá hr. Waldemar Petersen í Frederikshavn fyrir l1/* ári. Síðan hefl jeg tekið þetta meðal inn stöð- ugt, og hefir það reynzt mjer sannur lífs- elixír, því að þennan tíma hefl jeg allt af haft góðar hægðir, og er það eingöngu að þakka þessu ágæta lyfi. Jeg er því sannfærð um, að gæti jeg enn um nokkurn tíma haldið áfram að neyta þessa ágæta bitters, þá mundi mjer batna fyrir fullt og allt. Þetta votta jeg hjer með og tjái um leið hr. Waldemar Petersen i Frederikshavn innilegar þakkir. Snæfoksstöðum 22. júlí 1895. Hildur Jónsdóttir Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ékta Kína-lífs elixir, eru kaupendur beðnir Y P að líta vel eptir því, að -j,—' standi á flösk unum í grænu lakki, og eins eptir hinn skrásetta vörumerki á flöskumiðanum, Kín- verji með glas í hendi, og firma-nafnið Waldemar Petersen, Fredrikshavn, Dan- mark. VERZLUN BJÖRNS KRISTJÁNSSONAR 'Vesturgötu 4. SELUR: prjónuð normal nærföt karla og kvenna, barnanærföt, barnakjóla, jakka, vetrarfrakka, ljerept alls konar, flúnell, margar tegundir, ermafóður, lasting, tvist- tau, klæði (svart), sokka úr ull og bóm- ull,"tau í barna-slitkjóla, borðdúka, flibba, manchettur, herrakraga, brjósthlífar, karl- mannsslipsi. MEÐ GUFUSKIPINU »JELÖ« komu ýmsar vörur, þar á meðal: ljómandi falleg sirz, ágæt tvisttau tvíbreið, sumarfatnaður fyrir karlmenn mjög smekklegur, undirdekk, rekkjuvoðir hvítar, rúmteppi. Þá komu líka Buchwalds fataefnin nafnfrægu, úr ull og silki, flest, er að skósmíði og söðlasnúði lýtur, m., m., m. fleira. VÖRURNAR eru allar vandaðar og verðið lágt. Sje mikið keypt í einu, fæst af- slattur talsverður. Sá, sem kemur, skoðar vörurnar og kaupir, ver tímanum vel. hjer þessa daga. FinesteSkandinavisk Export Kaffe Surrogat er hinn ágætasti og ódýrasti kafflbætir sem nú er í verzlaninni. Fæst hjá kaup- mönnum á íslandi. F. Hjorth & Co. Kaupmannahöfn. Brukuð íslenzk frimerki ávalt keypt. Verðskrár ókeypis. Olaf Grilstad. Trondhjem IBÍU Frímerki “fggg Brúkuð isi. frímerki kaupir undirrit- aður óheyrt háu verði. Ólafur Sveinsson ^Reykjavtk15' »LEIÐARVISIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR, fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vijja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg- J ar upplýsingar.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.