Ísafold - 11.07.1896, Side 2
190
'óhreinindi á hörundinu á skepnunni og í ull-
inni, þar á meðal annars konar gerlar (bakt-
eríur), og sumir þeirra ef til vill sóttvænir
geti þeir valdiö annars kyns sykingu, »rugl-
ings-s\'kingu«, sem skepnunni geti orðið að
meini, þótt óskemmd sje af hinu ídælaða bólu-
•efni; þessir annars kyns gerlar geti sem sje
borizt Inn með dæluoddinum.
Heldur segir hann að óhætt kynni að vera
aS sleppa því, að bera »kollodium« á ídælu-
blettinn, eptir að búið er að bólusetja; en ekki
sje neinu í spillt, þótt sárið sje hulið með þessu
efni.
Endingargóðar og óbrothættar hörundsdælur
(sprojter) segir dýralæknirinn að fáiSt bjá
Svendsen & Hagen, tólasmiðum (Instrument-
magere), St. Kobmager-gade, Kbhvn K., og
kalli þeir þær »tuberkulinspr0jter« (berkla-
dælur). Hyggur hann umkvartanir Þ. S. yfir
ýmsum göllum á dælunum vera sprottnar af
því, að þær hafi verið illa smíðaðar; »vera má
og, að hann hafi ekki haldið dælunni og nál-
unum uógu hreinum«.
»Hvert skipti sem búið er að nota dæluna,
á að spýta inn í hana hvað eptir annað hreinu
vatni, og þurdæla hana síðan. Þurka skal af
nálunum og velgja þær við vægan hita (á
ofni), þangað til öll væta er rokin burt; síð-
an skal núa þær vel með þurrum dúk og bera
á þær góða matarolíu eða vaselín. Draga
skal þráð gegnum holið á nálinni með dálitlu
að bómull utan um, til þess að það verði einn-
ig alveg hreint.
Það má skrúfa dæluna alla í sundurogfara
með hvern lið eða lim af henni eins og nú
var sagt, nemabulluna; því að í henni eru tvær
leður-pjötlur, en leðrið þolir ekki hita, held-
ur skal hreinsa það með því að þurka af
því. Því hættir við að herpast saman, eins og
öðru leðri; en sje dælan lögð í vatn, áður en
á að fara nota hana, fylla bullublökurnar út 1
dæluholið«.
Um hinar vísindalegu rannsóknir segir hr.
Bruland, að þær beinist nú nær eingöngu að
því, að fá gott og óstopult bólusetningarefni,
og muni að líkindum næsta fárvarnarráðið
verða blóðvatns-ídæling (blóðvatni úr bólusettri
skepnu spj'tt inn í heilbrigðar skepnur). Býst
hann við, að úr því máli muni eigi full-leyst
fyr en eptir 1—2 ár, en þá verðim vjer bún-
ir að fá góða innlenda dýralækna, svo að sín
þurfi þá ekki við framar, þótt mjög þætti
sjer fýsilegt að koma hingað aptur.
Bóbmenntaíjelagsfundur. Aðalfund-
ur haldinn 8. þ. m. Forseti (dr. B. M. Ól-
sen) gat þess, að fjárhagsins vegna gæfi deild-
in hjer ekki út þetta ár nema hinar vanalegu
ársbækur (Skirni og Tímaritið), auk formála,
titilblaðs og viðauka við 1. hepti Landfræðis-
sögu dr. Þorv. Thoroddsen, þannig, að 1. heptið
verði að I. bindi, en Hafnardeildin hefði tekið
að sjer að gefa síðar út framhald ritsins. Um
leið gat hann þess, að fjelagið hefði selt út-
gáfurjettinn að Biflíuljóðum síra Yald. Briem
í hendur bóksala Sig. Kristjánssyni, eins og
gert var ráð fyrir á vetrarfundinum síðasta.
Eorseti skýrði frá undirtektum umboðsmanna,
sem til sín hefðu borizt frá því á vetrarfundi
um framhald Skírnis, og að stjórn deildar-
innar samkvæmt undirtektum umboðsmanna
í heild siimi mundi ekki að sinni bera fram
lagabreytingu í þá átt, að afnema Skírni. Loks
skýrði forseti frá fyrirhuguðum bókaútgáfum
Hafnardeildarinnar.
Stjórninni var falið að ráða menn til að
semja útlendar og innlendar frjettir í Skírni.
Embættismenn endurkosnir (forseti dr. B. M.
Ólsen, fjehirð. Eir. Briem prsk.kennari, skrif-
ari Þórh. Bjarnarson lector, bókav. M. Hansen
skólastj.); varaembm. sömul. (nema Pálmi
Pálsson varaskrifari í stað Bjarna Jónssonar),
og Tímaritsnefnd sömul. (nema Stgr. Thorst.
í stað H. Hafst.); endurskoðunarmenn Björn
Jensson og Bjöm Jónsson.
Geysismáiið á alþingi 1893.
Af þvf að ritstjóri Sunnanfara hefir í
blaði sínu skýrt skakkt fiá Geysismálinu
á alþingi 1893, skal þess getið:
1. Þótt 19 þingmenn greiddu atkvaaði
með málinu til 2. umræðu, greiddi þó þing
maður Snæfellinga, Jón Þorkelsson, einn
atkvœði á móti þvi (sbr. Alþt.).
2. Hann rengdi að það væri satt, sem
flutningsmenn málsins sögðu, að Englend-
ingar vildu kaupa Geysi, og spillti þannig
fyrir málinu (sbr. Alþt. 1893, B. 416—422).
Af þes3u er ljóst, að þingmaður Snæfell-
inga hindraði framar öðrum að mál þetta
yrði samþykkt á þingi. í fyrstu var mál-
inu að vísu frestað vegna þess, að annað
lagafrumvarp kom inn á þingið um að
útlendíngar mættu ekki eiga jarðeignir á
íslandi; en er það var fallið, reyndum við
flutningsmenn Geysis-málsins hvað eptir
annað að fá það tekið á dagskrá, og skor-
uðum margopt á forseta neðri deildar að
gera það. Þótt hann í fyrstu hefði góð
orð um að taka málið á dagskrá, dró hánn
það samt, en seinna fór hann að færast
undan því. Þá er leið að þinglokunum,
var á utanþingsfundi neðri deildar ákveð-
ið, hvaða mál skyldi afgreiða og hver
skyldu mæta afgangi. Að því er Geysis-
málið snerti, var það eitt af þeim málum,
er ákveðið var um að eigi skyldi taka á
dagskrá, enda voru þá ýmsir þÍDgmenn
farnir að trúa því, að það mundi vera ó-
satt, að Englendingar eða útlendingar vildi
kaupa Geysi, og áhugi þeirra því enginn
á málinu.
Það var þannig eigi hægt fyrir okkur
flutningsmenn Geysismálsins, að fá það
tekið aptur á dagskrá; og fýrir því kom
það eigi aptur til umræðu á þinginu.
Bogi Th. Melsteð, Þorl. Guðmundsson.
Óveitt brauð. Hjaltastaöur í N. Mála-
prófastsd. (Hjaltastaðar- ogEiðasóknir). Prests-
ekkja er í brauðinu, sem nýtur eptirlauna
samkvæmt lögum. Metið 1868 kr. 70 a. Veit
ist frá næstu fardögum. Umsóknarfrestur til
ágústmánaðarloka næstkomandi.
Hvaðanæva.
■Vatnsveitingar í eyðimörk Norður-
Ameríku.
Afarmikið landflæmi í Bandaríkjunum er
gróðurlítil víðátta, sem kölluð er eyðimörk
Norður-Ameríku. Þessi eyðimörk nær yfir
allstóra fláka af ríkjunum Nýa Mexico, Ari-
zona, Nevada, ídaho, Montana, Wyoming, Co-
lorado og Texas, og hefir verið talin ónýt til
akuryrkju vegna þurka, fólkið mest lifað á
námagrepti og kvikfjárrækt, þannig, að bú-
smali hefir leikið lausum hala um sljetturnar.
Annars stjálbygt mjög. Eyðilegast er svæði
þetta í Nýju Mexico og Arizónu, sljettan þar
víða eins og sífelld öskubreiða. Þessa eyði-
mörk er nú tekið að rækta, og það á hinn
fegursta hátt, gera hana að hinum dýrlegustu
aldingörðum, og kynlegast er, að það sem
gerði þetta svæði að eyðimörk, þurkurinn,
þykir nú mesti kosturinn þar. Það er með
vatnsveitingum, að bætt er úr regnskortinum,
og yfir þeim. hafa menn meira vald en regn-
inu.
Til vatnsveitinganna eru sumpart hafðar
stíflur miklar uppi í fjöllunum — regnvatni
og leysingavatni safnað þar saman —, sum-
part skurðir úr ám og lækjum, og sumpart
brunnar. Vindmylnur eru hafðar til að ná
vatninu upp úr brunnunum og koma því út
í skurðina. Á stóru svæði er þá líkast um
að litast eins og á Hollandi, vindmylnurnar al-
staðar. Hver bóndi á brunn og mylnu út af .
fyrir sig, mylnan sogar vatnið upp í stóra múr-
skál, og þaðan liggja smáskurðir út um landið,
og eru þeir ýmist opnaðir eða þeim lokað
með hönum, sem hvert barnið getur ráðið
við. I skálarnar eru og látnir fiskar, sem
tímgast þar fljótt, svo að bændur hafa nýan
fisk allt árið. Stundum tekst svo vel að
temja fiskana, að þegar hringt er til miðdeg-
isverðar, þyrpast þeir saman til að fá brauð-
mola.
Yfirmaðurinn yfir jarðfræðismælingum Banda-
ríkjanna gizkar á, að á þessari eyðimörk geti
að minnsta kosti allir núverandi Bandaríkja-
menn — nær 70 miljónir — komizt fyrir og
haft mætavel ofan af fyrir sjer. Hálf miljón
hefir þegar viðurværi sitt beint úr eyðimörk-
inni, og 4—5 miljónir hafa safnazt þar sam-
an.
Búskapurinn er í raun og veru allur annar
en nokkursstaðar annars staðar. Vatnsveit-
ingarnar borga sig bezt með því að rækta
jörðina betur en áður munu vera dæmi til.
Af því leiðir aptur, að býlin verða smá; því
minna sem býlið er og betur ræktað, því bet-
ur borgar það sig. Einn til fimm teigar (teig-
ur, þ.e. hektar=3 dagsláttur rúmar) eru nógu
stórar jarðir, svo að fjölskyldur lifa þar góðu
lífi, og hafa nokkum afgang. Og með því að
yfirferðin er svo lítil, getur fjölskyldan gert
allt verkið án þess að kaupa sjer mannhjálp,
eða fer langt með það að minnsta kosti. Hjer
um bil hver fjölskyldumaður er jarðeigandi,
og daglaunamannastjett verður engin, en held-
ur ekki auðmannastjett.
Þjettbýlið er mikið, svo að sveitirnar eru
hálfgildings-bæir. Opt fær öll sveitin vatn úr
sama skurðinum, og þá liggja húsin með litlu
millibili fram með skurðinum beggja megin
og jarðirnar eru allar á lengdina upp frá hon-
um. Em sumstaðar komnar allt að 30 rasta
langar götur, skurðir eptir þeim endilöngum,
þar sem hvert býlið er við annað, og hver
garðurinn með hinum dýmstu ávöxtum tekur
við af öðrum. Pósturinn kemur áhvert heim-
ili, og menn hafa þar í raun og veru öll
hlunnindi borgalífsins, en eru lausir við ókost-
ina.
Áf lífinu í þessum nýlendum er einkar-vel
látið. Þangað hafa valizt afbragðsmenn, og
menntun þessara bænda er við brugðið, enda
er ekki sjaldgæft í Vesturheimi, að háskóla-
gengnir menn sjeu bændur; menntunin er
þeim ekki atvinna, heldur nautn. Á stómm
svæðum í bessum nýlendum er áfengis alls
ekki neytt. Fólk þarf þar ekki á því að halda;
fjörið og glaðværðin er nóg án þess.
Það eru Mormónar, sem hafa heiðurinn af
því, að hafa fyrstir byrjað á að breyta eyði-
mörk Vesturheims í aldingarð, og árangurinE.
af viðleitni þeirra í Útah er líkastur ausfcur-