Ísafold - 18.07.1896, Page 2

Ísafold - 18.07.1896, Page 2
198 lega. »Yfir höfað ættu memi að lesa svo liver vísindi sem eru, að menn kappkosti að flnna þar guðsorð, og auðgast af þvi að andlegri þekkingu® (bls. 207). Öll er bók þessi svo ijóst og einfalt rit- in, að hverjum alþýðumanni er auðgert að hafa af henni fyllstu not. En einkan- lega er siðari hlutinn skemtilegur og fróð- legur fyrir almenning; það er siðfræði hins daglega lifs. Það ætti því sjálfsagt að kaupa hana í lestrarfjelögum, og láta hana ganga um til le3trar, því að með J)ví móti gæti hún unnið margfalt gagn, Auk þess flnnast í henni stuttar og gagn- orðar lýsingar á þeim stefnum tímans, er nú eru helzt áhugamál manna út um heim- inn, og gætu þær orðið til að leiðrjetta marga ranga og villandi skoðun, sem menn hafa sótt í misindisgreinar i sumum blöðunum. Hún er áreiðanlega mikilsverð- asta bókin, sem út hefir komið á ísl. nú um mörg, mörg ár. Jeg vildi óska að allir íslendingar gæti náð til þess að lesa siðfræði þessa; það mundi stytta mörgum stund, fræða marg- an um margt, og efla hans dýrð, sem var er og verður að eilífu hinn sami. J. J. Biskups-vísitazia. Biskupinn, herra Halgrímur Sveinsson, lagði af stað í gær til ísafjarðar með landsgufuskipinu »Vesta«, og með honum skrifari hans, Óiafur Bósin- kranz, til að vísitera ísafjarðarsyslupró- fastsdæmin bæði; er væntanlegur aptur með »Vestu« 13. ágúst. Landsgufuskipið Vesta, skipstjóri ■Corfitzon, byrjaði ferð sína hjeðan i gær- kveldi vestur fyrir land og norður áleiðis til útlanda og með því nokkuð af farþeg- um, auk biskupsins, þar á meðal syslum. Benid. Sveinsson heim til sín aptur. Aflabrögð. Hjer má heita ágætisafli og hefir verið um hríð við flóann innan- verðan — og eins í Höfnum syðra —, mest af ysu. En því miður er næsta fátt um fólk orðið til að stunda sjóinn. Ekki er annað að heyra en að flskur fáist einnig um þær slóðir, sem botnvörpuskipin hafa verið. Þau kvað nú ekki sjást framar á þeim stöðvum, sem þau hafa verið hjer. Armenía og stórveldin. Flestum kemur saman um, að hin hrylli- legu grimmdarverk Tyrkja í Armeníu, nú í lok 19. aldar, sjeu óafmáanlegur svívirð- ingarblettur á hinum kristna heimi, vegna þess, að stórveldunum var og er innan handar að hepta þau, en þau láta það ógert fyrir ósamlyndi sín á milli og heigulskap einkanlega hræðslu um yms konar hags- munatjón, því máii allsjóviðkomandi. Hefir verið skyrt svo frá nyiega f ensku tímariti af nákunnugum manni og velfróðum að í haust, er leið, þegar Salisbury talaði svo borginmannlega í borgarstjóraveizl- unni í Lundúnum og hafði í greinilegum hótunum við Tyrkja-soldán, þá hafi honum að vísu verið full alvara. Hann hafi vel vitað þá, hvað hann fór, með þvi að þá hafi 4 af stórveldum álfunnar verið búin að koma sjer saman um að senda skipa- lið til Miklagarðs og kúga soldán til að stöðva tafarlaust manndrápin og önnur fólskuverk Tyrkja í Armeníu. Ef hann ljeti þá ekki að orðum þeirra viðstöðu- laust, átti að hrinda honum af stóli og láta annan taka við keisaratign, er þeim fjelögum væri þægari viðfangs og auð- sveipnari. Til þess að egna ekki öfundssyki ann- ara rikja og kveikja ekki þras þeirra í milli sjálfra höfðu stórveldi þessi bundið fastmælum með sjer, að ekkert þeirra skyldi, hvernig sem færi, ásælast eina þúfu af landareign Tyrkja-soldáns. Tilhlntun þeirra átti að vera af tómri ósjerlægni gerð og mannúð. Þau ætluðu að koma fram eins og lögregluvaldsstjórn mannkynsins eða hins siðaða heims, og annað ekki. Þessi stórveldi fjögur voru England, Austurríki, Ítalía og Þyzkaland. Austur- ríkiskeisari hafði borið fram tillöguna um bandalag þetta, en Bretastjórn vakið fyrst máls á því. Átti fyrst að fá öll stór- veldin á eitt band um þetta; en Rússarog Frakkar vildu ekki. Hin 4 afrjeðu þá, að halda út í málið eigi að síður. Svo var ráð fyrir gert, að herskip Breta, Austurríkismanna og ítala sigldu í einum flota inn um Stólpasund og segðu soldáni fyrir siðunum. Þýzki flotinn átti að vera varalið þeirra fjelaga eða bakjarl. Sendi- herra Breta í Miklagarði átti að hafa orð fyrir þoim við soldán, og sendiherrar hinna rikjanna 3 að styðja mál hans í öllum greinum. Umbertó konungur hafði lagt fyrir skipaliðsforingja sinn, að lúta yfir- stjórn aðmiráls Breta, ef hann færi fram á það. Var þá ófriður svo nærri garði orð inn um eitt skipti, að brezki aðmirállinn var búinn að senda aðmíráli ítala rafsíma- skeyti um að hraða ferð sinni til Miklagarðs. En þegar hjer var komið sögunni, tóku Rússar og Frakkar að ygla sig svo mjög, að hinum þótti sem þeir ættu vísan fullan fjandskap af þeirrahendi, ertil Miklagarðs kæmi. Sendiherrar þeirra töldu hug í soldán og studdu hann á marga vegu. Og um Þjóðverja er það sumra manna mál, að þá hafi verið farnar að renna á þá tvær grímur, vegna Rússa. Þóttist þá Salisbury sjá, að fyrsta skotið, er af yrði hleypt í því skyni að stöðva níðingsverk- in í Armeníu, mundi kveikja logandi styrj- aldarbál um alla Norðurálfu. Honumhraus hugur við slíkri ábyrgð. Flotanum enska var skipað að snúa aptur vestur að Möltu, en þar er hann vanur að hafa aðalstöðvar sínar í Miðjarðarhafi. Rússar og Frakkar eiga eptir þessu þá miklu syndasekt á samvizku sinni, að hafa ónýtt lofsverða viðleitni til að fírra heiminn frámunalegu hneyksli og leysa lítilmagna úr læðingi hræmuglegra hörm- unga. En ekki er öll sagan sðgð enn. Hátterni Rússa og Frakka átti sjer áþreifanlegar rætur, sem eru merkilegur vottur þess, hvernig heimurinn er orðinn svo sem einn líkami nú á tímum. Frá tánni á yzta út- lim hans leggur verk um hann allan. Yerk- urinn þessi, er Armeningum varð svo hraparlega að meini, átti upptök sín í ó- friðnum milli Kínverja og Japansmanna. Rússumleizt ekki á uppgang Japansmanna, og stungu því að Bretum, hvort þeim sýnd- ist ekki að þeir skiptu bróðurlega með sjer ráðasviði í Austurálfu. »Jeg veit, hvað jeg fer með«, segir höf., »er jeg lýsi því skýlaust yfir, að Bretum var þá í lófa lagið að gera svo skapaðan sáttmála við Rússa, sem þeim likaði sjálfum, og það bæði um samskipti þeirra austan til í álf- unni og vestan. Rússar fóru alls ekki fram á neitt reglulegt bandalag, heldur að eins! vinarhót og samvinnu hvervetna um Austurheim. Rússakeisari ætlaði að mæta oss meira en á miðri leið bæði í Kína og í Tyrkjalöndum í Asíu. Samkomu- lagið átti að eins að gera hvort ríkið fyr- ir sig óhult um eignir þess í Austurheimi, tryggja vináttu þeirra í milli og fjelags- skap gegn ófriðarugg eða yfirgangi af hálfu Mongóla. Þessari málaleitan af Rússa hálfu, sem mundi hafa komið bæði Englandi og Japan að góðuhaldi tilfram- búðar, og orðið Japan miklu hamingju- drýgra heldur en að eiga sækja sjer gengi í hendur Rússum nauðugum, með ófriði eða harðsóttri viðurkeppni, drap Breta- stjórn óðara hendi við, og sendi jafnframt öflugan skipaflota austur í flóana við Jap- an og Kína. Þetta háttalag Breta virtu Rússar til fjandskapar við sig gert og stigu upp frá því hvervetna á það stráið, er Bretum eirði miður, og það ekki sizt í Tyrkjalöndum«. Þess guldu vesalings Ar- meningar. Annars hefir höf. litla trú á því, að bandalag Rússa og Frakka verði lang-gætt. Segir hann og andróður Rússa og Frakka gegn Englendingum jafn heimskulegan eins og hinar stirðu undirtektir Breta undir sáttmáls-umleitan Rússa; hann verði til þess, að Breta reki að lokum alla leiðinn í þrívelda- eða fjórvelda-bandalagið, og þá haíi Rússar og Frakkar ekki mikið að gera i hendnrnar á þvf. Höf. heíir það að lokum eptir ðrengd- um stjórnarskýrslum, að hann segir, að i febrúar í vetur muni hafa verið búið að slátra í Armeníu 50 0C0 manna, en 150,000 auk þess dauðir úr hungri og kulda vegna ofsókna Tyrkja. Með öðrum orðum: i minnsta lagi 200,000 manna banað, af ein- tómri grimmd og fúlmennsku, í litlu landi, meðal þjóðar, sem er ekki nema hjer um bil 1 miljón manna, og það á minna en 1 ári og á »friðartíma«! Og þó eru morðin sjálf alls eigi öll ósköpin, sem á hafa gengið, nje hin hryllilegustu. Þar við bætist mik- ill sægur svívirtra kvenna og annara, er sætt hafa margvíslegum pyndingum af djöfullegu grimmdaræði hamslansra varga f mannsmynd, og loks gersamleg rúning landsins að fjármunum. Og þó geta sendi- herrar stórveldanna sagt með fullum rök- um upp í opið geðið á soldáni sjálfum: »Allt er þetta þjer að kenna. Þú hefðir með einu orði getað afstýrt því öllu sam- an. Hermenn þínirog embættismenn hafa framið það allt saman«. Það er margsannað, að soldán hyggur flátt, þegar hann fegurst mælir. Hann heitir öllu fögru, þegar sendiherrar stórveldanna eiga tal við hann um málið, en breytir þvert á móti. Meðal annars hjet hann í vetur að skipa kristinn höf- uðsmann í Zeitun, kastalaborgina í Ar- meníu, sem gafst upp fyrir Tyrkjum fyrir fortölur eða miðluu stórveldanna. Hann sveikst um það og skipaði þar tyrknesk- an höfuðsmann yfir tómt alkristið fólk. Hann bannaði í vetur að veita hungruð- um og hrjáðum Armeningum, er uppi stóðu eptir hin miklu mannavíg, nokkra hjálp, og heflr, segja áreiðanleg timarit, ftrekað þau fyrirmæli eigi alls fyrir löngu. Á þetta horfa stjórnskörungar stórveld- anna og segja: Það má til að láta soldán. hafa tíma til að efna heit sín!

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.