Ísafold - 18.07.1896, Síða 4

Ísafold - 18.07.1896, Síða 4
200 Ný bók: KRISTILEG SIÐjFRÆÐI eptir lúterskri kenningu. Höfundur: Helgi Hálfdánarson lector theol. og forstöftum. prestaskólans. Búið hefir undir prentun sonur hans: Jón Ðelgason kennari við prestaskólann. Reykjavík (Isaf.prentsm.) 1895. VI -f- 367 bls. Kostar: hept 3 kr. — í ógyltu b. 3 kr. 75 a. — - gyltu b. 4 kr. Efnisyfirlit. Inngangur. SiðfræSi í almennum skilningi. Hið siðferðilega. Munur góðs og ills. Siðgæði. Siðgæði og menntun. Siðgæði og þjóðmenning. Siðgæði og trú. Kristileg siðfræði. Samhand kristilegrar siðfræði og kristilegrar trúfræði. Kristileg og heim- spekileg siðfræði. Munur kristilegrar og heiðinglegrar siðfræði. Munur kristilegrar og gyð- inglegrar siðfræði. Munur á siðfræði mótmælenda og katólskra. Munurinn á siðfræði lútersku og kalvínsku kirkjunnar. Siðafrumreglur. Yfirlit yfir sögu kristilegrar siðfræði. Efnisskipt- ing siðfræðinnar. Fyrsti knfli: Hinir siðferðilegu hœfilegleikar. Guðsmyndareðlið. Andi, sál og líkami. Einstaklingseðlið. Fýsnir og hvatir. Frjálsræði viljans. Hið siðferðilega valfrelsi. Lærdómur biflíunnar um mannlegt frjálsræði. Lærdómur kirkjunnar um mannlegt frjálsræði. Ráðgátur frjálsræðisins. Rangar skoðanir a frjalsræðinu. Eðli samvizkunnar. Ýmislegt ásigkomulag samvizkunnar. Samvizkusemi og samvizkuleysi. Annar kafli: Hið siðferðilega lögmál. Siðferðislögmálið og náttúrulögin. Uppruni lögmálsins. Innihald lögmálsins. Opinherun lögmalsins. Nytsemi og tilgangur lögmálsins. Þriðji kafli: Hin siðferðilega spilling. Hinn almenni syndugleiki. Uppruni hírmar siðferðilegu spillingar. Syndin sem erfðasynd. Frumeðli syndarinnar. Höfuðstefnur syndar- innar. Ýmsar myndir syndugleikans hjá ýmsum mönnum. Stig spillingarinnar. Siðferðileg sjálfsblekking og lögmálshöfnun. Brestur og löstur. Misjöfn stærð einstakra synda. Ýmsar skiptingar syndanna. Ábyrgð og sekt. Guðleg hegning. Fjórði kafli: Hið siðferðilega takmark. Hin ýmsu gæði og hið æðsta góða. Guðs ríki sem hið æðsta góða. larsæld og sæla. Guðs ríki og heimurinn. Bjartsýni (optimis- mus). Svartsýni (pessimismus). Kristindomurinn sem hin sanna bjartsýni og svartsýni. Fimmti kafli: Hin siðferðilega fullkomnun. Iðrunin. Apturhvarfið. Endurfæðingin. Helgunin. Kristur vor sanna fyrirmynd. Eptirbreytnin eptir Kristi. Eðli dyggðarinnar yfir böfuð. Munur á heiðinglegri og kristilegri dyggð. Höfuðdyggðirnar. Kristileg einkunn. Dyggðaiðkun og dyggðameðul. Siðferðileg dyggðameðul. Trúarleg dyggðameðul. Siðferðileg hyggindi. Um verðleik og laun. Sjötti kafii: Hin siðferðilega breytni. A. Reglur breytninnar. Hugmynd skyldunnar. Um hvorkinlegar athafnir og hið leyfilega. Um yfirskylduverk (opera supererogatoria). Um skyldubága. Um tilfellafræði. Skipting skyldnanna. B. Breytnin í tilliti til stundlegra gæða. Líf líkamans. Heilbrigðin. Fegurðin. Frelsið. Eigurnar. Fróðleikurinn. Málfærið. Heiður- inn. Yor stundlega köllun. C. Breytnin 1 sambandi við aðra menn. Elskan til náungans. Virðingin fyrir náunganum. Yelgjörðasemi. Þakklátssemi. Umburðarlyndi. Sáttfýsi. Vinátta. D. Breytnin á sjerstökum svæðum fjelagslifsins. a. Húsfjelagið. Eðli og tilgangur hjóna- bandsins. Skyldan að lifa í hjonabandi. Um hjonaskilnað. Börn og hjú. b. Þjóðfjelagið. pjóð og þjóðfjelag. Stjórnarskipun og stjettir. Kristilegt þjóðfjelag. c. Kirkjufjelagið. Eðli kirkjunnar. Starfsemi kirkjunnar inn a við. Starfsemi kirkjunnar út á við. Kirkjustjórnin. Niðursoðið kindakjöt Nýkomið með „VESTU“. Et'ni í dagtreyjur og reiðföt, ódýrt. Gardínutau rautt og grænt do. Koinmóðuteppi. Sirs, dökkleit. Hálf Flónel. Fiðurhelt ljerept. Hvítt og brúnt efni í slitbtsxur. Herðasjöl — Vasaklútar — Handklæði. Borðdúkar. Ermafóöur. Tvinni. Jakkahnappar. Vestishnappar. Kjólahnappar o. fl. Tóbakspipur. Tóbakspungar. Skrár. Lamir. Skiúfur. Skilti. Matskeiðar. Teskeiðar o. fl. Ágætir vindlar. Rjól nr. 1. Skorið rjól. C. Zimscn. í verzlun H. Th. A. Thomsens fæst: Hunang, Laxastangir, Hanskar úr íslenzku sauðskinni, fínar Smákökur í pundatali, alls konar Vínföng, ágæt og billeg. Áburður á túristskóna gulu, rússneskur- hollenzkur og schweizer-Ostur, reyktur Lax, niður- soðinn Lax, nýjar Kartöflur, Laukur og galvaniseraðar Járnplötur. í dósum. mjög gott og Ijúffengt, fæst keypt hjá verzlunarstj. J. Norðmann. Nautakjöt hjá C. Zimsen. Bazar Hjálpræðishersins er frestað um mánaðartíma. Gjöfum tii þessa íyrirtækis verður veitt viðtaka ailan þann tíma. Chr. Eriksen, ______________________ adj. Fiskiskipið »Helene«, um 25 smáJestir að stærð, byggt úr ágætu efni, nýlegt (5 ára gamalt), traust og sjerlega vel vandað að öllum út- búnaði, er til sölu. Lysthafendur snúi sjer til verzlunarstj. J. Norðmanns fyrir 15. ágúst næstk. Nýkomið með »Vestu« í Ensku verzlunina Austurstræti nr. 16 Epii — Bananar Laukur. Sem rennur út. Kaupið fljótt! Silungur hjá C. Zimsen. Þakjárn fæst hvergi betra nje ódýrara en í ENSKU VERZLUNINNI 16 Austurstræti. W. G. Spence Paterson. Kommóður, borð, stólar og stór spegill með konsol er til sölu hjá Sveini Eirikssyni, Vesturgötu 40. í óskilum er hjá undirskrifuðum blágrár hestur með hvíta blesu og síðutökum, klár- gengur, vorafrakaður, aljárnaður, mark: stýft h., sýlt v., lögg eða hófbiti fr,; er þvf skorað á hvern, sem kann að eiga tjeðan hest, að gefa sig fram og borga áfallinn kostnað og anglýsingu þessa. Litlabotni, 13. júlí 1896. Helgi Einarsson. Á Fúlutjörn við Reykjavík er í óskilum. rauðskjóttur hestur, mark: standfjöður frainan. bæði; rjettur eigandi vitji hans til undirskrif- aðs, gegn því að borga áfallinn kostnað. Fúlutjörn, 16. júlí 1896. Olafur Björnsson. Með skirskotun til op. br. 4. jan. 1861 og skiptalaga 12. apríl 1878 skora jeg hjer með á alla þá, er teíja til skulda f dár.arbúi föður míns heitins, hreppstjóra Halldórs Jónssonar, sem andaðist í Þor- móðsdal 23. febrúarm. þ. á., aðlýsakröfum sínum innan 6 mánaða frá síðustu birtingtt þessarar auglýsingar, og sanna þær fyrir mjer myndugum einka-erfingja hans. Þormóðsdal í Mosfellssveit, 30. júní 1896. Halldór Halldórsson. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skoraS á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi Sig- urðar Hanssonar steinsmiðs, sem ljezt hjer í hænum 17. f. m., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Reykja- vík, aður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu hirtingu þessarar innköllunar. Bæjarfógetinn í Reykjavík 10. júlí 1896. Halldór Daníelsson. Frímerki Brúkuð ísl frímerki kaupir undirrit- aður óheyrt hán verði. Ólafur Sveinsson Náttúnigripasafnið (í Glasgow) opið á morgun kl. 2—3. ____________________ .LEIÐARVISIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR fæst ókeypis Iijá vitstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefnr þeim, sem vilja tryggja líf sítt, allar nauðsynleg- ar upplýsingar. B5P" Seltl rningar eru beðnir að gera svo vel að koma við, þegar þeir eiga leið um, í búðinni nýju í Austur- stræti 8, og taka þar ísafold fram á nesið. Veöffií atlvoganlr í Rvfk, eptir Dr. J. Jónassen júní Hiti (á Ce'rnv'g) Lopíþ.mæl. (milmnet.) Veðurátt ]Ull á nótt. um hd. fm. | em. ím. Ld. 11. + 10 + 12 749.3 749.3 A hv d S h b 9d. 12. + 7 +13 746.8 744.2 A hv d Sa h d Md. 18. + 8 + 13 744.2 746.8 V h d V h d >d. 14 + 7 + 13 751.8 756.9 0 b V h b Mvd .15. + 7 + 11 756.9 754.4 S hv d Sa hd Fd. 16. +10 +12 749.3 756.9 S h d Sv h d Fsd. 17. + 8 +11 769.5 762.0 Sv h d Sv h d Ld. 18. + 6 749.3 Vhvb Sama úrkoman dag og nótt, sjest ekki til sólar. í morgun líkast haustveðii, hvass á anstan með regni. Útgef. og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. Meðritstjóri: Einar Hjörleifsson. FrvntgiLÍbja Ísaí’oldar.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.