Ísafold - 23.09.1896, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.09.1896, Blaðsíða 1
Kemur útýmisteinu sinnieða 'tvisy.í viku. Yerð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis5 kr.eða 41 /2 dolí.; borgistfyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje tilútgefandafyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXIII árg. Reykjavík, miðvikudagian 23. sept. 1896. 66. blað. Oúnaðarfjelögin og landssjóðsstyrkurinn. Bæði á þingi og utanþings hafa heyrzt ýmsar raddir, sem efað hafa gagn það, sem búnaðarstyrkur sá, sem alþingi um æðimörg ðr heflr veitt búnaðarfjelögunum, mundi gjöra. Því heflr verið haldið fram, að menn hlypu í að mynda búnaðarfje- lög að eins til þess að krækja í styrkinn, -að skýrslur um framkvæmdir fjeiaganna rnundu vera miður áreiðanlegar og fjenu ekki sanngjarnlega útbýtt meðal fjelags- manna o. s. frv. Það er ekki ótrúlegt, að þeir, sem slíku halda fram, hafl eitthvað til síns máls; um það get jeg lítið borið. Jeg er lítið kunn- ugur nema fáum búnaðarfjelögum hjer í grennd við mig, og engu vel, nema bún- aðarfjelagi minnar sveitar, og líkt munnú ástatt fyrir fleirum, þar sem engar skýrs)- ur eru til um fyrirkomulag og framkvæmdir fjelaganna, aðrar en vinnuskýrslur þær, sem sendar eru landshöfðingja árlega um leið og beðið er um styrkinn; en á þeim skýrslum sjer maður að eins það, sem unnið er það árið, en ekkert um fyrir- komulag fjelaganna og hagtæring búnað- arstyrksins, sem þó virðist engu síður á- ríðandi, því að undir þessu er að miklu leyti komin nytsemd fjelaganna, en ekki undir tölu unninna jarðabóta-dagsverka eitt og eitt ár. Það er þvi furða, að alþingi skuli ekki hafa stigið neitt spor til þess enn þá, að auglýstar verði skýrslur um hin mörgu búnaðarfjelög landsins, sera þó öll verða aðnjótandi æði mikils opinbers styrks; því að meðan slikar skj^rslur ekki liggja fyrir, verður styrkveitingin að meira eða minna leyti handahóf. Fyrst eptir að farið var að veita bún- aðarstyrkinn, var honum, þar sem jeg þekki til, varið svo, að hor,um var útbýtt meðal fjelagsmanna, og upphæð sú, sem hver fjekk, miðuð við unnin dagsverk næsta ár á undan. Útlit er fyrir, að þessi regla haldist enn nokkuð víða, að minnsta kosti á norðurlandi, því að 2. þm. Hún- vetninga, B. Sigfússon, lýsir því yflr á síð- ásta þingi og telur það sem meðmæli með Btyrknum, að honum sje varið til þess »að kaupa fyrir vinnu og vinnunni svo jafnað niður milli fjelagsmanna i hlutfalli við jarðabótastörf þeirra«. Munurinn er að eins sá, að áður var útbýtt peningum, en nú er útbýtt vinnu, peninga virði. Verið getur, að einhver líti stórum augum á það, að styrknum er útbýtt í vinnu, og álíti, að þá sje tilganginum með hann fyllilega náð, en þetta álít jeg ekki rjett. Meðan sú regla er höfð, að útbýta styrknum í hlutfalli við jaröabótastörf, hvort sem nú styrkurinn er veittur í peningum eða vinnu, hlýtur, í flestum atvikum, mestallur styrk- urinn að lenda hjá þeim fjelagsmönnum, -sem sízt eru styrkþurfar, hjá sjálfseignar- bændum og öðrum efnamönnum, sem mest- an hafa vinnukrapt og einnig ættu að hafa sterkastar hvatir og bézt færi á að bæta ábúðarjarðir sínar og eignarjarðir, þó um engan styrk væri að ræða. Mig furðar því á, að áðurnefnd yfirlýs- ing þingmannsins skyldi engum andmæl- um mæta, því að það virðist benda á, að allir hafi verið honum samdóma, en það þykir mjer ótrúlegt. Jeg vona, að öllum komi saman um að aðalatriðið í meðferð styrksins í hinum ein- stöku fjelögum sje, að gera hann sem arðsamastan, en þessu verður ekki náð með verðlaunareglum þeim, sem áður eru nefndar; fyrir því álít jeg fengna æði- mikla reynslu. Grímsnesingar hafa lengi haft orð á sjer sem hinir ötulustu jarðabótamenn. Margir af þeim, einkum sjálfseignarbændur, sem margir eru, og aðrir efnamenn, voru farnir að vinna mikið að jarðabótum áður en nm nokkurn landssjóðsstyrk gat verið að ræða. Það var því svo sem sjálfsagt, að þeir yrðu manna fyrstir til að mynda jarðabótafjelag, sem gæti náð í landssjóðs- styrk, þegar hann stóð til boða; enda gengu þá þegar í fjelagið milli 40 og 50 af 70— 80 búendum hreppsins. Samkvæmt reglum þeim, sem þetta fje- lag setti sjer, voru tekjur þess árlega 1 kr. tillag frá hverjum fjelagsmanni og svo landssjóðsstyrkurinn. Fjórði hluti hinna árlegu tekja var lagður í sjóð og þrem fjórðu útbýtt meðal fjelagsmanna—eins og þm. segir—í hlutfalli við jarðabótastörf þeirra. Með þessum ákvæðum, sem þá þóttu sjálfsögð, var mynduð samkeppni milli hinna efnuðu og fátæku fjelagsmanna, sem var óeðíileg og ósanngjörn og því ekki gat staðizt. En hjer við bættist að landsi sjóðsstyrkurinn bar. með þessu fyrirkomu- lagi enga sýnilega ávexti; það var ekki unnið meira að jarðabótum eptir en áður. Efnamennirnir sáu, að þeim var styrkurinn vís, þó ekki legðu þeir meiri stund á jarða- bætur en þeir höfðu áður gjört, og fátæklingarnir sáu að þeir stóðu svo ólíku verr að vígi en rikismennirnir, að þeir mundu lítið bera frá borði í samanburði við þá og höfðu því æði-litla hvöt til að leggja meiri kostnað í jarðabætur en þeir höfðu áður gjört. Niðurstaðan varð þvi sú, að landssjóðsstyrkurinn varð arðiaust fje, það mátti heita sem honum væri fleygt í sjóinn, þar sem rikismennirnir, sem alls ekki voru styrkþurfar, fengu 15 til 20 kr. árlegan styrk, en fátækir einyrkjar ýmist ekkert eða 3 til 5 kr. Þótt nú svona lag- aðri styrkveitingu hefði verið breytt í vinnu, sje jeg ekki að það hefði bætt mik- ið úr skák; að minnsta kosti er það víst að óánægjan meðalhinnafátækari fjelagsmanna hefði ekki orðið fyrir það minni. Þegar þetta fyrirkomulag hafði staðið nokkur ár með mikilli óánægju, tóku hinir fátækari að segja sig úr fjelaginu hver á fætur öðrum, og var þá ekki annað sýnna enað fjelagið mundi deyja, því að fátækling- arnir höfðu þó lagt drjúgan skerf til við- haids fjelaginu, þótt þeir bæru lítið frá borði. Til að afstýra þessu, sem öllum líkaði í rauninni jafniila, voru bornar upp ýmsar tillögur um breytingu á fyrirkomulagi fje- lagsins, sem eptir nokkra mótspyrnu, sem sprottin var af fastheldni við gamla lagið, náðu samþyklti, og skal jeg nú í stuttu máli skýra frá þeim af breytingum þess- um, sem beinlínis snerta meðferð lands- sjóðsstyrksins, en þær eru þessar: 1. Að hætta aliri verðlaunaútbýtingu. 2. Að kaupa plóg, herfi, skóflur, kvíslar og ristuspaða, aktygi og tvo hesta til afnota við jarðabótastörf fjelagsins, 3. Að ráða búfræðinga í þjónustu fjelags- ins, sem ynnu jafnlangan tíma ár hvert hjá hverjum þeim fjelagsmanni, sem stendur í fullum skilum við fjelagið. 4. Að hækka árstillag fjelagsmanna upp í 2 kr. 5. Að búfræðingur aldrei vinni fáliðaðri en við fjórða mann. í þessu skyni er fjelagsmönnum skipt í deildir og eru þrír búendur í hverri og leÉ?gja t>eir allir til mann með búfræðingn- um, meðan hann vinnur i deildinni. Síðastliðið vor hafði fjelagið 3 búfræð- inga í þjónu3tu sinni, og fjekk hver ein- stakur fjelagsmaður vinnu í 2,67 daga eða deildin samtals í átta daga. Jarðabótastörf hverrar deildar verða því þessi, reiknuð til peninga: 1. Búfræðingur i 8 daga . . . kr. 18,67 2. Fæði búfræðings sama tima — 8,00 3. Kaup og fæði 3 verkamanna um sama tíma................— 48 00 4. Arstiilag 3 deildarmanna . — 6 00 Jarðabótavinna deildarinnar kost- ar því alls.................— 80,67 Þar frá dregst landssjóðsstyrkur — 18,67 og leggur þá deildin sjálf til kr. 62,00 Það þarf tæplega að taka það fram, að margir fjelagsmenn vinna mjög mikið um- fratn skylduvinnuna og flestir eitthvað, enda var öil vinna fjelagsmanna síðastl. ár eittlivað á 18. hundrað dagsverk eða rúm 30 dagsverk fyrir hvern búanda; landsjóðsstyrkur síðastliðið ár var um 370 kr. og koma þá um 23 aurar af iandsjóðs- styrk á hvert jarðabótadagsverk, sem fje- lagið hefir unnið, og vona jeg því að allir kannist við að styrkurinn hefir fallið í góða jörð. Fyrst eptir að breyting þessi komst á, heyrði jeg margan efnalítinn bónda kvarta undan því að hann treysti sjer ekki að ganga í fjelagið, hann þyldi ekki fjelags-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.