Ísafold - 23.09.1896, Blaðsíða 2
202
vinnuna, en brátt kom annað hljóð í strokk-
inn. Þá sögðn menn: »Jeg get ekki sjeð
hann nágranna minn róta um jörðinni,
grafa skurði og sljetta tún oggjöra ekkert
sjálfur; jeg verð að hafa einhver ráð að
vera með«, og hið fornkveðna sannaðist,
»að viljinn dregur hálft hlass«. Hinn fá-
tæki einyrki hefir staðið i skilum ekki
síður með fjelagsvinnuna sína en sitt 2 kr.
árstillag. Á fundi heflr einn fátækliugur
beðið um lausn frá fjelagsvinnunni, en því
var í einu hljóði neitað, en nágrannar hans
lofuðu honum jafnfr^mt styrk til vinnunn-
ar. — Einn hinn duglegasti bóndi sveit-
arinnar, sem það árið hafði unnið yfir200
dagsverk að jarðabótum, fór líka fram á
að fá einhverja aukaþóknun fyrir það stór-
virki, en því var neitað með flestum at-
kvæðum, eins og jeg álít rjett, því allir
þeir fjelagsmenn, sem standa í fullum skil-
um við Qelagið, eiga að minu áliti fulla
heimtingu á jafnrjetti gagnvart öðrum fje-
lagsmönnum, og þvi er eðlilegt að allar
aukagetur eða bitlingar sjeu óvinsælir og
sjálfsagt hyggilegast að hleypa þeim ekki
að, endá ijet þessi maður sjer úrskurðinn
vel líka.
Fjelagið er nú svo vinsælt, að 1 staðinn
fyrir um 30, sem í því hjengu þegar breyt-
ingin komst á, eru nú í því málii 50 og
60 og líklegt að fleiri bætist við. Á því
er aptur enginn efi, að væri landsjóðsstyrkn-
um kippt af fjelaginu, mundi það alls ekki
geta haldið áfram starfsemi sinni.
Heyrt hefi jeg að annað búnaðarfjelag
þessarrar sýslu hafi nýlega tekið upp líkt
fyrirkomulag og Grímsnesingum heflr gefizt
svo einkar vel; það er búnaðarfjel. Hruna-
mannahrepps, og vona jeg að því verði
það að góðu; jeg álít þau fjelög líka tæp-
lega styrks verð, sem ekki hugsa um
að ávaxta hann sem bezt.
Það er vonandi, að alþingi láti ekki
lengi dragast að ná greinilegum skýrslum
um fyrirkomulag og framkvæm iir allra
þeirra búnaðarfjelaga á landinu, sem lands-
sjóðsstyrk þiggja; þetta virðist hrein og
bein skylda, enda gæti það orðið góð leið-
beining, væri skýrslnm þessum komið á
prent.
Sjerstaklega væri fróðlegt að sjá, hve
mörg dagsverk búnaðarfjelag Suðuramts-
ins lætur vinna fyrir sinn stóra, 2000 kr.,
landssjóðsstyrk og hve margir aurar þar
koma á hvert jarðabótadagsverkið. — Jeg
hefi áður haidiö fram, að það fjelag væri
orðið á eptir tímanum og þyrfti algjörða
breytingu, en þá var því ekki vel tekið.
Nú þykist jeg sjá, að framsögumaður fjár-
laganefndar neðri deildar á síðasta þingi
sje orðinn þeirri hugsun minni hlynntur
og gefur það mjer beztu vonir um góð
málalok.
Mosfelli í júlím. 1896.
St. Stephensen.
Brauð veitt. Hofsprestakall á Skaga-
Strönd veitti landshöfðingi 4. þ. mán. presta-
skólakand. Birni L. Blöndal, samkvæmt kosn-
ingu safnaðarins, frá fardögum 1896 að telja.
Prestvígsla. Sunnudag 13. þ. mán.
vígði biskup prestaskólakand. Björn L. Blöndal
prest að Hofi á Skagaströnd
Aukalæknir. Landshöfðíngi hefir 3. þ.
mán. veitt cand. med & chir. Magnúsi As
geirssyni styrk fyrir 1 ár, frá 1. ágúst að
telja, sem aukalækni í Grímsneshreppi, Bisk-
upstungnahreppi, Hrunamannahreppi, Gnúp-
verjahreppi, Skeiðahreppi og Þingvallahreppi
í Árnessj%lu.
Heiðursgjaíir úr Styrktarsjóði Kristjáns
konungs IX. hefir landshöfðingi veitt 31. ágúst
þ. á. bændunum Daníel Jónssyni á Eiði i Þing-
eyjarsýslu og Jóni Magnússyni á Snæfoks-
stöðum í Árnessýslu, 140 krónur hvorum, fyrir
framúrskarandi dugnað og framkvæmdir í
jarðabótum.
Lagasynjanir. Tvennum lögum frá síð-
asta alþingi hefir verið synjað staðfestingar
með lconungsúrskurði 14. f. mán.: um und-
irbúning verðlagsskrda og um breyting á lög-
um 16 9 1893 um sjerstaka heimild til að
afmá veðskuldbindingar úr veðmálabókun-
um. Landshöfðingi hafði lagt með því (sið-
arnefnda) frumvarpinu til staðfestingar, en
ráðgjafinn álítur »allt of ísjárvert að fara svo
langt út fyrir hinar almennu reglur um inn-
kallanir, að láta nægja að birta ógildingar-
stefnur einu sinni í Stjórnartíðindunum, sem
hvorki eru haldin nje lesin af mönnum al-
mennt, og þar sem engum, er eigi einmitt
þekkti lagaákvæði þau, sem hjer er stungið
upp á, mundi geta komið til hugar að leita
að þess konar auglýsingum. Jafnvel þótt
líta megi svo á, að rjett sje í slíku tilfelli og
hjer er um að ræða, að gjöra, að því er hina
lögformlegu hlið málsins snertir, allar fram-
kvæmdir svo einfaldar og óbrotnar, sem unnt
er, verður ráðgjafinn þó í öllu falli að álíta
nauðsynlegt, að innkallanirnar verði birtar
í því blaði á Islandi, sem flytur opinberar
auglýsingar.«
Hinu frumvarpinum hafði landshöfðingi lagt
á móti, vegna þess óviðráðanlega formgalla,
að þar er ætlazt til að »prestur« sje einn í
nefnd þeir, er skipa skyldi í hverjum hreppi
til að undirbúa verðlagskrá, en margir hrepp-
ar hjer á landi ná yfir fleira en eitt presta-
kall, og hins vegar eru til ýmsir hreppar, sem
heyra undir 2 eða fleiri prestaköll, án þess
að prestur sá, er í hlut á, sje búsettur íhreppn-
um.
Hvorttveggja þetta frumvarp ráðgerir ráð-
gjafinn að láta bera ripp aptur á næsta þingi
með nauðsynlegum breytingum og umbótum.
Landskjálftarnir. Aðfaranótt föstu-
dags 19. þ. mán. hafði fundizt snöggur
kippur eystra viða, en stuttur og olli ekki
tjóni. Ekki getið um neina hræringu síðan.
Líklega er tjónið af landskjálftunum því
miður heldur meira en minna en fyrstu
skýrslur segja. Að minnsta kosti segir
merkur bóndi úr Holtamannahreppi ekki
nema 4 býli óskemmd þar af 57, en mjög
mörg gjörhrunin að kalla, um eða yfir 20.
Sömuleíðis segir áreiðanleg fregn úr Fijóts-
hlið baðstofur stórskemmdar þar á 8 bæj-
um, svo að rífa þarf að miklu eða mestu
leyti, en varla nokkur bær sá í þeim
hreppi, að ekki hafieitthvað skemmztþareða
hrunið af útihúsum. Vandaður minnisvarði
yfir Skúla prófast Gíslason í Breiðabóls-
staðarkirkjugarði hrundi og braut frá sjer
grindur kringum leiðið. Sömuleiðis skekkt-
ist minnisvarði síra Tómasar Sæmundsson-
ar þar í garðinum eða færðist til á undir-
stöðunni, en það kvað vera meira en mann-
hæðar hár steinn og nær 2 álnir á hvorn
veg hinna (sandsteinn frá Borgundarhólmi).
Barnavistirnar. Þær eru nú orðnar á
annað hundrað (110), eíSa tilboðin um að taka
börn hingað úr landskjálftasveitunum, að meS
töldum 20 vistum í Seltjarnarneshreppi, er-
bændur þar hafa gert það sómastrik að bjóða
vetrarlangt. En 54 er tala barnanna, sem
þegar eru hingaS komin til bæjarins, úr Ölf-
usi og Flóa; verða um eða yfir 70 í kveld,
er 4. vagninn kemur. Af þessum 54 eru 15-.
kjöltubörn, ýmist noklcurra vikna eða kring
um 1 árs gömul. Hvað af þessum 54 vist-
um verða vetrarlangt, er ekki tiltekið enn;-.
en óráðið er nú í um 30 vetrarsamastaði, að
meðtöldum hreppnum (Seltjarnarnesi), og eru
þeir helzt ætlaðir börnum lengra að, af Landi, úr
Holtum (efri), af Skeiðunum og ef til vill úr-
Gnúpverjahreppi, með þvi skilyrði, að for-
eldrarnir eða aðrir náungar þeirra vinni það
fyrir, að flytja börnin hingað sjálfir. — ÞaS
er ætlazt til, að börnin sjeu yfirleitt ekki
eldri en 6—7 ára, með því að þörfin er minni
úr því þau eru orðin það stálpuð, en auðvit-
að engin takmörk sett fyrir, hve ung þau
megi vera, þó að örðugast sje samt að koma
mjög ungum börnum fyrir, vegna fóstrunar-
þeirrar, er þau þarfnast, en heimilisástæður
viða óhentugar til að láta hana í tje, þar sem
menn eru þó meira en boðnir og búnir til að
fæða börnin, og einnig klæða, ef með þarf. Jafn-
vel hægra að taka mæðurnar með börnunum,
hinum kornungu, til þess að fóstra þau, heldur
en hins vegar. Má og vera, að varasamt þyki,
úr því svona er áliðið að flytja kornung börn
hingað úr hinum fjarlægari sveitum, svo lang-
an veg, enda af tvennu til þess vegna og ann-
ara ástæðna líklega rjettara að láta þau held--
ur vera kyrr heima hjá mæðrunum, þyki það
óhætt eptir atvikum, eða þá að koma þeim
eitthvaS skemmra frá sjer, í næstu sveitir {
kring, er komizt hafa hjá tjóni og gera má
ráð fyrir að rjetta vilji hjálparhönd lítils hátt-
ar, á líkan hátt og hjer hefir verið gert, svo.
sem Grímsnes og Biskupstungur (sem næst
lægi aS hlaupa undir bagga með Gnúpvorja-
hreppsmönnum), Landeyjar, o. fl.; eins er þaS,
að sjeu það ekki nema 1—2 bæir í Grafn-
ingnum, er þeirrar hjálpar þarfnast (að börn
sjeu tekin þaðan um tíma), þá getur naum-
ast verið ofvaxið öðrum (beztu) heimilum t
hreppnum að gera það; eins mun mega segja
líkt um nokkur smáhverfi eða einstaka bæi {
Flóanum.
Eidur uppi í Geirfuglaskerjum
eystri(?).
Maður úr Landeyjum, frá Hallgeirsey, full--
yrðir, að þaðan hafi sjezt til elds 3 kveld í
röð, hin síðustu í vikunni sem leið, úti í hafi,
svo að bar milli Vestmannaeyja og Dranga.
Yar þar kallað, að eldurinn kæmi upp úr-
sjónum, en hefir auðvitað annaðhvort verið í
nýrri ey eða hólma, er upp hefði átt að koma
af eldsumbrotum, eða þá í Geirfuglaskerjum
eystri, sem mjög vel getur komið heim eptir
stefnunni.
Eldurinn eða »loginn«, sem svo er nefndur,
en er raunar ekki annað en bjarmi, sem legg-
ur upp á loptið af gosinu, á að hafa veriS
tvískiptur neðst, eða á 2 stöðum, en lagzt
saman, er ofar dró.
Maðurinn segir, að sýn þessa hafi menn
horft á af mörgum bæjum í Landeyjum, kveld
eptir kveld, þar á meðal frá prestssetrinu,
Bergþórshvoli. Sumir ímynduðu sjer fyrst