Ísafold - 23.09.1896, Blaðsíða 3
•263
að þar væri skip að brenna, en sáu, aS þaö
gat eigi verið, er þetta hjelt áfram kveld ept-
ir kveld.
Ekki er í eldgosasögu dr. Þorv. Thoroddsen
getiS um nokkurt gos íGeirfuglaskerjum þessum
nje öðrum hólmum umhverfis Yestmannaeyjar.
Aptur á móti er getiS um 10 gos síSan land
bygðist úti fyrir Reykjanesi, viS Eldeyjar eSa
þar í grennd, og gerSist helmingur þeirra (5) á
fyrri hluta 13. aldar, en 2 á þessari öld (1830
og 1879).
Þessum Geirfuglaskerjum við Vestmannaeyj-
ar, sem nú voru nefnd, má ekki rugla saman
viS hin alþekktu Geirfuglasker fyrir Reykja-
nesi; þaS eru fram undir 20 mílur þar á milli.
Eptir stefnunni að sjá úr Landeyjum gat eld-
urinn einnig hafa verið í Geldingaskeri eSa
jafnvel Súluskeri, undan Vestmannaeyjum;
þau eru lítið eitt austar og nær eyjunum.
Aflabrogð. Afli ágætur á MiSnesi þenn-
an mánuS, komnir aS sögn 900 hlutir á Staf-
nesi síSan hætt var slætti, af stútung og þyrsk-
ling, helming saltandi; sömuleiSis vel fiskað í
Höfnum og nokkuS í Grindavík. Einnig all-
vel lánazt hjerna megin Skaga þaS lítið sem
reynt hefir veriS fyrir fisk, af þeim fáu, sem
hcima hafa veriS. — Ekkert farið aS koma enn
af Austfjörðum af verkafólki, og virðist það
vottur þess, aS afli sje ekki á þrotum þar.
Hvaðanæva.
Mergðavígin í Miklagarði
A þau er lítið eitt vikið í útlendu frjett-
unum í næst síðasta blaSi.
Upptökin til þeirra vissu menn ógjörla,
þegar síðustu blöðin, sem liingaS hafa borizt,
komu út, og hafSi rannsóknarnefnd verið sett
í MiklagarSi til þess, aS komast fyrir þau.
En eptir því sem næst varð komizt, höfðu
þau verið þessi:
Fjelag er í MiklagarSi, sem hefir það mark
og miS aS rjetta hlut Armeninga, enda þeirrar
þjóSar menn einir í fjelaginu, að því er næst
verður komizt. Fjelagið hefir ekki farið sem
hóglegast nje viturlegast að ráSi sínu, og í
fyrra voru aðfarir þess að minnsta kosti hafðar
aS yfirskyni til allmikilla manndrápa í Mikla-
garði.
Þann 26. ágúst síðastl. ljet það á sjer bera
n/ju- Þá gerSu 30—40 menn úr því að-
sug að banka einum í MiklagarSi, Ottomana-
bankanum. Sumir þeirra hjeldu á sprcngi-
kulum, aðrir á löngum rytingum. Þeir rudd-
ust inn í bankann, drapu dyraverði, hleyptu
lokum fyrir hurðir og glugga, brutust inn í
skrifstofurnar og hótuðu embættismönnum
bankans að sprengja hann í lopt upp, ef
stjórn Tyrkja hafði ekki látiS aS stjórnar-
bótarkröfum Armeninga innan tveggja sólar-
hringa. Flestum starfsmönnum bankans slepptu
þeir, án þess að gera þeim neitt mein, en
hjeldu sumum eptir í gislingu. Hersveitir
komu til bankans eptir nokkra stund, og
samsærismennirnir köstuðu til þeirra sprengi-
kúlum. En svo linaðist hugrekkið innan
skamms. Hersveitirnar settust um bankann,
en samsærismönnunum hafði ekki hugkvæmzt,
að búa sig út með vistir til þess að standast
nokkra umsát. Svo var og farið að skjóta á
þá, 0g virðist sem þeim hafi þá ekki farið
að lítast á blikuna. Að minnsta kosti buðust
þeir til að víkja úr bankanum með því skil-
yrði, að þeim yrði leyft að fara í friði af
landi burt. Svo byrjuðu samningar um nótt-
ina, og yfirvöldin vildu heldur ganga að þess-
um kostum samsærismanna, en leggja bank-
ann í hættu, enda voru nú ekki orðnir eptir
af þeim nema 15; hinir flúnir og sumir skotnir.
Þeir voru svo fluttir tit á enskt lystiskip eitt,
sem tafarlaust lagði á stað með þá.
Þessu óhyggilega óhappaverki samsæris-
mannanna kenna Tyrkir um manndrápin.
Víst er um þaS, að þau hófust sama daginn,
sem þessi aSsúgur var gerður að bankanum.
FrásÖgur hafa fáar borizt um einstök atvik,
en þær fáu, sem komiö hafa, eru hryllilegar,
eins og nærri má geta.
Meðal annars stendur í einu hraðskeytinu,
sem sent er frá Miklagarði daginn eptir að
manndrápin hófust: »1 gær sá jeg með eigin
augum þá ofsafengnustu þrælmennsku, sem
hugsanleg er. Jeg hefi ávallt talið tyrkneska
alþyðu góðlvnda, en nú var hún orðin að
ólmum, blóðþyrstum skrælingjum. Jeg sá
tyrkneska alþyðumenn þjóta í þúsundatali
um göturnar í þeim erindum að myrða menn.
Jeg sá þá tugum saman í launsátum við götu-
horn með barefli í höndum, —■ sátu þar fyrir
Armeningum til þess að lemja þá 1 hel eins
og óða hunda. Armenskan prest drap skríll-
inn fyrir augunum á mjei og misþyrmdi lík-
inu þangað til, að það var orðið að óþekkjan-
legum kekki. Jeg sá lögregluþjóna standa
hjá brosandi og riddaraflokkur var þar á verði
til þess að gæta þess, að engir kæmu og
hjálpuðu manninum. Slíka atburði sá jeg
jafnt og þjett, en aldrei sá jeg lögregluliöið
eða hermennina víkja sjer við til þess að
tálma þessum hryðjuverkum. í götunum í
Galata (undirborg Miklagarös) lágu dauðir
menn tugum saman. Síðara hlut dagsins
mætti jeg 6 sorpvögnum, hlöðnum líkum.
Sagt er, að í gær hafi að minnsta kosti 2000
manna verið drepnar, og jeg ræð það af því,
sem jeg hef sjálfur sjeð, að það muni ekki
vera neinar ýkjur«.
Enskum blöðum er ritað á þessa leið:
Fyrir framan varðstööina í Galata brytjaði
skríllinn Armeninga niður í viðurvist all-
margra herforingja. Voðalega atburði sáu
Noröurálfumenn gerast á brúnni milli Stambúl
og Galata. Við farbrjefasöluhús þar var rosk-
inn Armeningur að kaupa farmiða. Lögreglu-
þjónn kom til hans og fór tafarlaust að leita
á manninum. Hann mótmælti þessarri með-
ferð, og þá setti lögreglumaöurinn á hann
handjárn. Nokkrir tyrkneskir herforingjar
höfðu horft á þetta frá veitingahúsi rjett hjá,
komu og fóru að leiða lögreglumanninum fyrir
sjónir, aS þetta væri rangt gert af honum.
Hann kvaðst vera aS leita að skotfærum á
manninum, og hafa fundið nokkuð af þeim í
vösum hans. Það var tiihæfulaust, en samt
fóru nokkrir menn í þyrpingunni að hrópa:
»Drepið hann«! Þá hlupu nokkrir að og
lömdu manninn með bareflum þangað til
heilinn lá úti. Þá sneri skríllinn sjer að tveim
ungum armenskum drengjum og drap þá
líka.
Nokkrar slíkar sögur eru færSar í letur,
en þessi sýnishorn nægja. Fyrsta daginn
vörðust Armeningar alls ekki, enda allt verju-
lausir saklausir menn, sem vegnir voru. SíS-
ari vígdagana fóru þeir að reyna aS bera
hönd fyrir höfuð sjer, ogþáfór líka lögreglu-
liðiS og herliðið að gera skyldu sína og skakka
leikinn.
Fullyrt er, að lögregluliöiö muni hafa eitt-
hvað vitað fyrir fram um uppreist þá, er
armenska fjelagið bjó yfir, því að jafnskjótt
sem fregn kom um aðsúginn að bankanum,
var það boð látið út ganga, að drepa Armen-
inga, hvar sem þcir fyndust.
Mönnum ber ekki saman um, hve margir
Armeningar muni hafa lífi týnt í vígum þess-
um. Frjettaritari ísafoldar nefnir 2000 eða
3000 í næst síöasta blaði. I enskum blöðum er
gizkaö á 6000, og sumstaöar er talið, að 10,000
manna hafi farizt. En jafnframt er sagt, að
eigi sje unnt að komast að tölunni með vissu,
af því að aragrúa af líkum hafi verið varpaö
í sjóinn.
iLandskjálftasainskot 1896, meðtekinaf
undirskrifuðnm:
Holger Clausen kaupm. kr. 20, Sigr Asmundsd,
2, Bjarni Sæmundsson kand. 10, PjeturHjalte-
sted kand. 5, Guðm. Guðmundss. Ijósm. 2.
Guöm. Ólsen faktor 10, Þórður Jensson kand.
6, N. N. 1, Eiríkur Bjarnarson járnsm. 4, JÞorst-
Tómasson járnsm. 10,Guðni Símonarson gullsm.
10, Jón Thorsteinsen (Grímsst.) 5, JónJónson
kaupm. 10. (viðbót), Sigurður Þórðarson sýslum.
(Arnarh.) ÍOO, frú Þórhildur Tómasdóttir 10,
Guöm. Ingimundarson 5, Gisli Finnsson járn-
smiður 15 (ávísunl, Arni Thorsteinsen landfóg.
50, Þ, Guðmundsson hreppstj. á Hálsi 10, ó-
nefnd kona 1, Finnur Gíslason 10, Sigurður
Thoroddsen mannvirkjafræðingur ÍOO, Guð-
jón Sigurðson úrsmiður 10, Gunnar Þorbjarn-
arson kaupm. 10, frá Sigf. Eym. (arður af
myndasýning) 18.40. Samtals kr. 431,40
Aður meðtekið og auglýst kr. 1952,65
Alls 2384,05
Ennfremur gefur Kristján bóndi Jónsson á
Hliðsnesi á Alptanesi fiskæti á 4 hesta, þar
af 2 að Krókstúni á Landi.
Rvík 2S/9 1896.
Björn Jónsson
Afsláttarliesta
kaupir
Tli. Thorsteinsson,
(Livcrpool).
3HESTAR,
rauðblesóttur mark: blaöstýft framan og
biti aptan bæði, moldskjótturogbleik-
skjóttur, allir járnaðir með sexboruðum
skeifum, hafa glatazt.
Hver sem hitta kynni eða frjetti til hesta
þessara, er vinsamlega beöinn að senda þá eða
gjöra mjer aövart um hvar þeir eru.
Helgi Zoega.
Verzlunin í Kirkjustræti 10
tekur fje til slátrnnar eins og að undan-
förnu og borgar það í penmgum. Alls
konar vörur fást með lægsta verði, ef
óskað er.
Menn, sem koma með sauðfje til bæjar-
íns, eru beðnir að snúa sjer þangað, áður
en þeir semja við aðra, því það mun borga
sig.
Port fyrir fje lánast ókeypis, hvort sem
fjeð verður keypt eða ekki.
Fljót afgreiðsla fyrir hvern sem verzlar,
og áreiðanleg viðskipti.
»LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR
f»st ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr.
med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim,
sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg-
ar upplýsingar.