Ísafold - 30.09.1896, Page 1
ÍCemur út ýmist einu sinnieba
tvisv.í viku. Verð árg.(90arka
minnst) 4kr., erlendis 5 kr.eða
l‘/a doil.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir framj.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifieg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er í
Austurstræti 8.
Reykjavík, miðvikudaginn 30. sept. 1896.
68. blað.
XXIII árg.
Landsgufuskipið og
samgöngur vorar á sjó.
Um mál þetta, sem vitanlega er eitthvert
mesta áhugamál þjóðarinnar, enda aðalmál síð-
asta alþingis, höfum vjer átt nokkurt samtal
við hr. farstjóra D. Thomsen, sem stöSu sinn-
ar vegna hefir að sjálfsögðu kynnt sjer það
mál flestum betur, og hyggjum vjer, að mörg-
um muni þykja fullfróðlegt að sjá það er
hann hefir um það að segja.
Fyrst bar eðlilega á góma gufuskipsútgerð
landssjóðs. Um skipið sjálft er ekki annað
en gott að segja; öllu er vel fyrir komið, skip-
ið hraðskreitt, skipverjar liprir og farstjóri
hinn ötulasti og áhugamesti í hvívetna. Þótt
ymsir annmarkar þyki á útgerðinni, eru þeir
kostir ómótmælanlegir, að ferðir hafa orðið
fljótari og tíðari, sambandið við Færeyjar hef-
ir slitnað og fargjald og farmgjald lækkað.
Um kostnaðinn við útgerðina hafa fáar sög-
•ur borizt, sízt áreiðanlegar. Farstjórinn fræddi
oss á því, að tillagið úr landssjóði hefði verið
■orðiðum 32,000 kr. núna 1. sept. í þessari upp-
hæð væri innifalinn allur kostnaður við bilun
»Vestu« á Akureyri og leiga á aukaskipunum.
— í íjárlögunum er gert ráð fyrir 45,000
kr. tillagi fyrir allt árið og hyggur farstjóri,
að það muni hrökkva. Byrjunin hefir því
gengið betur en vænta mátti.
Farstjórinn bendi á, að bæði kaupmenn og
pöntunarfjelög hefðu stutt skipið vel. Far-
þegar liefðu verið alls um 1700, og því virt-
ist engin vanþörf að hafa verið á bættum og
auknum samgöngufærum.
Slysið, sem »Vesta« varð fyrir á Akureyri,
sagði farstjóri hefði haft ýmsan halla í för
með sjer, en þó minni en búizt var við, vegna
þess að leigusamningurinn væri svo úr garði
gjörður, að gufuskipafjelagið varð að endur-
borga leiguna fyrir þann tíma, sem skipið
var ekki sjófært, og eins varð það að borga
"viðgerðina í Skotlandi. Ýms smærri útgjöld
væru óútkljáð enn þá, en óvilhöllum dómara
(Dispacheur) í Kaupmannahöfn væri falið á
hendur að útkljá um þau.
Vjer minntumst á, að suma hefði furðað
á því, að hann hefði leigt skipið hjá »samein-
aða gufuskipafjelaginu«, þar sem fjelag þotta
væri aðalkeppinautur vorrar eigin útgerðar.
Farstjóri brosti við og kvað betra að fá mót-
’stöðumenn sína til að vinna fyrir sig baki
brotnu en spana þá upp til mótgjörða við
sig. Gufuskipafjelagið væri ekki öfundsvert
af ágóðanum, sem það hefði haft á eimskipa-
útgerð landssjóðs; hann væri talsvert minni
en ekki neitt.
Um ferðaáætlunina bentum vjer á, að ýms-
um virtist meira tillit vera tekið til milli-
landaferðanna en til strandferða innanlands.
Farstjóri játaði fúslega, að þetta væri svo,
ságði það vera vandasamt verk að semja forða-
aætlun, sem öllum líkaði, einnig æði-öröugt
að uppfylla allar kröfur með einu skipi, og
ennfremur þyrfti að taka talsvert tillit til
efnahags útgerðarinnar. Skipið hefði komið
hrjefum milli landa fram og aptur taisvert
fljótara — einu sinni á helmingi styttri tíma
— heldur en póstskipin hin, og talsvert kapp
hefði verið lagt á að bæta póstgöngurnar, en
mætt daufum undirtektum í Kaupmannahöfn.
Sagðist samt búast við, að útgerð landssjóðs
fengi póststyrk samkvæmt stöðulögunum
næsta ár. í ár hefði skipið í hverri ferð far-
ið umhverfis land allt og hjerum bil í annari.
hvorri ferð tínt upp allar smáhafnir; en auð-
vitað væri þörf á, að skipakomur væru tfðari
og skipin kæmu víðar við, en hann áliti þetta
að miklu leyti vera verksvið fjórðungsbát-
anna. í hinum ferðunum kæmi »Vesta« að
eins við á aðalhöfnum landsins, en sá kostur
fylgdi ferðum þessum, að greiðari samgöngur
fengjust milli landsfjórðunganna innbyrðis og
fljótari samgöngur milli aðalhafna landsins og
annara landa; ferðir þessar hefðu verið notað-
ar mjög mikið, seinast verið alls 60 farþegar
hingað. Næsta ár kvaðst farstjóri ætla að
gjöra talsverðar breytingar á ferðaáætlun
skipsins, t. d. ætti að verða ferð hjeðan vest-
ur og norður í byrjun júlfmánaðar. Þeirsem
helzt mundu nota skipið væru: alþingismenn,
kaupmenn, skólapiltar, kaupafólk, sjómenn og
svo skemmtiferðamenn, og farstjóri kvaðst
gjöra sjer góðar vonir um að geta orðið við
kröfum þeirra allra.
Vjer leiddum samtalið að kröfum Húnvetn-
inga og spurðum farstjóra um skoðun hans á
blaðagreinum Björns Sigfússonar alþingis-
manns. Farstjóri kvaðst bera mjög hlýjan
hug til Húnvetninga, og taldi það einkum
illa farið, að engar gufuhátsferðir hefðu verið
þetta ár frá ýmsum höfnum Faxaflóa upp í
Borgarnes, því flest kaupafólk frá Suður-
landi mundi fremur kjósa að fara þann veg
norður, heldur en fara sjóveg alla leið kring um
Vesturland. Sagðist hann hafa haft í huga
þegar í ár að láta aukaskip fara eina ferð
norður, eins og sjá mættiaf frumvarpi til ferða-
áætlunar, sem prentað hefði verið x »Austra«
í vetur; en það hefði farizt fyrir, með því að
varlegra hefði þótt að sleppa aukaskipi fyrsta
árið. Næsta ár hefir hann í hyggju, að haga
ferðum svo, að kaupafólk fái hentugan flutn-
ing til og frá Húnavatnssýslu. Hann hefði gjört
sjer mikið farum, að Húnvetningar gætu haft
not af fjórðungsbát Austfirðinga og Norðlinga,
en samningar ekki komizt á. Þótti farstjóraþað
illa farið, einkum með því að ferðir bátsins
næsta ár að líkindum næðu allt til Isafjarðar,
og Húnavatnssýsla hefði þá getað haft tals-
verð not af þessum ferðum. Rangt þótti
honum að gjöra jafn-lítið úr marzferð lands-
skipsins sem B. Sigf. gerði; hún gæti komið
að miklu haldi 1 ísárum og hefði nú þegar
fyrsta árið verið notuð að mun. Bryggjan á
Blönduósi þótti farstjóra allgóð, en skipaleg-
an óþægileg vegna brima, sem straumurinn
úr Blöndu eykur að miklum mun, og opt
gjörir bátum örðugt fyrir að ná til skipanna.
Vjer spurðum farstjóra þá um skoðun hans
á fjórðungsbátamálinu. Farstjóri kvaðst
vera máli þessu nokkuð kunnugur. Aust-
firðingar hefðu stigið fyrsta sporið með því
að kjósa nefnd til að ráða fram úr því. Nefnd-
in hefði reynt að útvega viðunanlegan bát, en
ekki tekizt. Norðlendingar hefðu þá skrifað
sjer (D. Th.) og beðið sig að koma þeim í
samband við Austfirðinga, þannig að sami
báturinn færi fyrir báða fjórðungana. Til-
raunir í þessa átt hefðu tekizt mjög vel, bát-
urinn væri fenginn og hefði reynzt vel. Næsta
ár yrði báturinn líklegast látinn ganga alla
leið frá Hornafjarðarós til ísafjarðar.
Frá Vesturlandi hefði farstjóra borizt beiðni
um að grenslast eptir, með hvaða kjörura væri
hægt að fá gufubát keyptán. Hefði hann út-
vegað sölutilboð fyrir 8 bátum, og á fundi,
sem haldinn var á Isafirði, hefði komið fram
leigutilboð, en ekkert samkomulag væri enn
þá fengið milli sýslunefndanna og hlutaðeig-
andi útgerðarmanna.
Samtalið snerist þá að Elínarmálinu og að
því, hve lítið hefði verið gjört til þess að út-
vega annan gufubát á Faxaflóa. Farstjóri
spurði oss, hvort vjer gætum frætt hann
nokkuð um tilraunir í þá átt. Vjer kváðum
nei við, en farstjóri kvaðst heyrt hafa, að
bæjarstjórn Reykjavíkur hefði fengið umboð
til að semja um gufubátsferðir fyrir allan
Faxaflóa. Ennfremur hafði hann heyrt, að
bæjarstjórnin hefði snúið sjer til eins stór-
kaupmanns, en kaupmaðurinn hefði gjört það
að skilyrði fyrir tilboði, að styrkurinn væri
veittur til 5 ára í senn. Nefndin hefði þá
skrifað alþingismönnum til þess að fá per-
sónulegt loforð þeirra fyrir áframhaldi lands-
sjóðsstyrksins, og einnig ávarpað kaupmann-
inn og gefið honum undir fótinn að hann skyldi
fá styrkinn, ef hann kæmi nú með tilboð.
Farstjóri sagðist einnig hafa sjeð hjá kaup-
manni ferðaáætlun þessa fyrirhugaða báts, en
líkað hún heldur illa. Það væri gjört ráð
fyrir, að fjórðxmgsbátur þessi væri á ferð hjer
um flóann að eins 63 daga, en færi ferðir til
útlanda milli hverrar strandferðar hjer, þann-
ig að ferðirnar næðu alls yfir æðilangan tíma,
frá byrjun maímánaðar til loka októbermán,
Fyrir þessa 63 daga átti útgerðarmaðurinn að
fá 10,000 kr. styrk, eða um 158 kr. á dag.
Farstjóra þótti tillagið til þessa litla báts
nokkuð mikið, þar sem tillagið til jafnstórs
skips og landsgufuskipið erhefðiað eins verið um
175 kr. á dag og þar í þó innifalinn allur
kostnaðurinn við slysið á Akureyri og auka-
skipin. Einnig kunni farstjóri miður vel við,
að skip þetta væri látið fara ferðir til ann-
ara landa, því að með því yrði það keppi-
nautur landsskipsins. Betur þótti honum eiga
við að láta það nota þá 117 daga, sem ganga
af Faxaflóaferðunum, til strandferða vestan-
lands. En alveg fannst honum ófært að bæj-
arstjórnin byndi sig við jafn-óhagfeldan samn-
ing fyrir 5 ár, eins og gjört mundi verða að
skilyrði.
Styrkur til fjórðungsbátanna er ætlazt til
að verði alls 41,700 kr. á ári, en laugtum ó-
dýrara og hentugra áleit farstjóri að leigja