Ísafold - 16.01.1897, Side 2
10
fjelagslífi voru þarf að vekja athygli á því í
hvert skipti sem það lætur á sjer brydda, til
þess að allir mætir menn eigi hægra með að
veitast að því og verða samtaka um að láta
það aldrei þrífast.
Fyrir nokkrum árum var fundið upp á því
hjer í einu kjördæmi, að reyna að ginna alla
kjósendur til löngu-löngu fyrir fram að skora
á tiltekið þingmannsefni að gefa kost á sjer,
í því skini eða með þeirri von, að þeir mundu
þá telja sig siðferðislega skylda til að kjósa
þann mann og engan annan, þótt miklu lik-
legri byðist síðar meir og kjósendum skap-
feldari. Og eptir að einn gikkurinn var á
vaðið runniun með þessa brellu, ljeku aðrir
það eptir þeim mun freklegar, t. d. við prests-
kosningar, að þeir reyndu að tæla almenning
til að biðja um einhvern tiltekinn umsækj-
anda á kjörskrá, með þeim formála, að það
ætti ekki að vera til þess að hann yrði prest-
ur í þeim söfnuði, heldur honum til með-
mælingar við aðra söfnuði! Kæmist hann svo
á kjörskrá, var sjálfsagt að pína kjósendur
með undirskriptunum til þess að láta hann
fá atkvæði og ekki aðra.
Það er alsiða og fremur lofs vert en ámæl-
s, að fáeÁnir málsmetandi menn í kjördæmi
eða söfnuði skori á mann að gefa kost á sjer,
er þeir hafa augastað á óðrum fremur, og ef
þeir þykjast vita fyrir víst, að ekki muni
betri bjóðast. Þar með er ekkert haft lagt
á kjörfrelsi safnaðar eða kjördæmis í heild
siuni, heldur er slíkt ekki annað en hyggileg
tilraun til að útvega sjer úrvalsmann í hið
auða sæti, er skipa skal.
Launpukurs-undirróður við kosningar skal
hjer ekki gerður að umtalsefni, með öllum
þeim blygðunarlausum rógi og fjarstæðustu
álygum, sem þar er beitt opt og tíðum. Það
er ómögulegt hvort sem er, að elta þann ó-
sóma allan inn í fylgsni hans og skúmaskot.
Enda er svo fyrir að þakka, að hann erfœst-
um hættulegur. Kjósendur eru, sem betur
fer, fæstir svo skynlitlir og auðtrúa, að þeir
hlaupi langt eptir fortölum kolapilta þeirra,
er slíkum ráðum beita.
Það á ekkert skylt við fyrnefnda tilraun til
að klafabinda kjósendur fyrir fram með á-
skorunar-undirskriptum, þótt leitazt sje við
launungarlaust og með skynsamlegum fortöl-
um að fá kjósendur til að sameina sig, þegar
að kjördegi líður, um tiltekin fulltrúaefni (eða
prestsefni), heldur en að eiga á hættu að at-
kvæði dreifist skaðlega eða háskalega. En
það er skaðleg dreifing atkvæða, ef lítt hæf-
um mönnum tekst fyrir það að smeygja sjer
að, almenningsheill til hnekkis og lcjósendum
í heild sinni til minnkunar.
Þess kyns viðleitni hafa þeir jafnan á und-
an kosningum, er ekki láta sjer almennings-
gagn í ljettu rúmi liggja, heldur gjöra sjer
allt far um að styðja það og efla á alla lund
Sjerstaklega er það almennur siður blaða, er
þann flokk vilja fylla, og það er meira að
segja skylda þeirra. Þá skyldu hefir þetta
blað jafnan gert sjer far um að rækja sem
bezt og lánazt það mætavel yfirleitt.
Svo hagar opt til, einkum við minni háttar
kosningar, og eigi marga að kjósa í einu, að
til eru allmargir menn vel hæfir til að verða
fyrir kjöri og álitlegir, og því má nokkurn
veginn á sama standa, hverjir þeirra hlut-
skarpastir verða. Samtakaviðleitnin lytur
þá að því, að kjósendur sjeu ekki að dreifa
atkvæðum sínum á þá alla, heldur láti þau
lenda sem flestir á hinum sömu; og er það
opt áríðandi vegna þess, að ella tekst ef til
vill einhverjum alls óhæfum manni að fá
fleiri atkvæði en sumir hinna hæfu, fyrir ó-
skammfeilna atkvæðasmölun og önnur mis-
endisráð. Yæri eigi því að skipta, þyrfti á
engum þess kyns samtökum að halda. En
reynslan synir þrátt og einatt, að þeim er
engan veginn ofaukið. Meinfangalaus eiga
þau einnig að vera öllum þeim, er vel vilja
kjósa. Að vilja endilega kjósa hins vegar, út
í loptið, er sama eins og ef t. d. tíu menn ætl-
uðu að setja skip, en kipptu sinn í hverja
áttina vegna þess, að hver vildi fara ná-
kvæmlega eptir sinni sannfæringu um, hvern-
ig bezt bæri að setja, þó að þeir hlytu að
viðurkenna, að einhver sameiginleg leið væri
óaðfinnanleg.
Þau blöð eru til, sem ekkert hirða um al-
menningsvilja nje almenningshag í slíkvrm
efnum, heldur halda fram til kosninga ein-
hverjum kunningjum sínum og lagsmönnum,
þótt lítt hæfir sjeu eða alls óhæfir, enda eng-
um almennilegum manni dettur í hug að líta
við, þannig, að þeir fá á endanum annaðhvort
1 eða ekkert atkvæði af mörgum hundruðum.
Eins og samtakaviðleitni um slíka fyrirætlun
væri bæði fjarstæða og ósvífni, eins er hún
lofsverð, þegar henni er beitt til að forðast
óþarfa eða skaðlega sundrungu um vel hæfa
menn og álitlega.
Það var kátbroslega einfeldnisleg kosninga-
brella, sem einn kjósandi hjer í bænum ljet
sjer hugkvæmast við bæjarstjórnarkosningarn-
ar hjer um daginn. Eins og alsiða er bæði
hjerog annarsstaðar,hafði ritstjóri Isafoldarlátið
prenta kjörmiða með nöfnum þeirra, er blaðið
stakk upp á, og því var kunnugt um, að
kjósendur höfðu almennt augastað á, eins og
niðurstaðan sýndi kjördaginn. Það er þeim
hægðarauki, er ætla sjer að kjósa þannig og
vilja spara sjer tíma á kjörfundinum,— að þurfa
ek*ki að bíða eptir stafrófsröðinni á kjör-
skránni; og sjeu aðrir á sama máli um fleiri
eða færri nöfn á kjörmiðanum, þurfa þeir
ekki annað en að strika hin út og rita önnur
nöfn í staðinn. Þeir sem hafa viljað allt önn-
ur nöfn, láta auðvitað þann kjörmiða ónotað-
an. Jafnframt geta slíkir kjörmiðar orðið til
þess, að menn dreifi síður atkvæðum að þarf-
lausu, þ. e. láti heldur atkvæði sitt lenda á
þeim mönnum, er kjörmiðinn tilnefnir, ef þeir
eru í þeirra augum jafn-vel tilfallnir eins og
aðrir, er þeir annars kynnu að hafa greitt at-
kvæði sitt; annars auðvitað alls ekki. Að því
leyti til styðja slíkir miðar samheldni
og þykja hentugir til þess; því að eins
eru þeir svo mjög tíðkaðir, sem kunnugt er.
En hins mun enginn hafa heyrt getið, að til-
gangur þeirra eða vanaleg áhrif væri að
svipta menn kjörfrelsi; að þeir væru skipun um
að kjósa þannig og ekki öðru vísi, — eða
til þess gerðir að bjarga kjósendum út úr
vandræðum með að kjósa. Flestir mundu
ætla, að enginn maður á kjörskrá væri svo
spar á þeirri greind, sem guð heflr gefið hon-
um, að hann vissi sig ekki jafnfrjálsan með
atkvæði sitt eptir sem áður. En eigi að síð-
ur hætti þessi náungi hjer á að gefa fjelögum
sínum slíkt í skyn og reyna að æsa þá til
fjandskapar gegn heillavænlegum tillögum um
bæjarstjórnarkosningar með því að telja þeim
trú um, að þetta væri móðgun við þá cða
jafnvel kúgunartilraun. — Hvort nokkrum
þeirra hefir runnið það niður, skal ósagt lát-
ið. En hafi svo verið, er ekki óh'klegt að
runnið hafi á þær tvær grímur, er það vitn-
aðist að vörmu spori, að þessi talsmaður
þeirra — stóð sjálfur á prentuðum kjörmiða,
er hans flokksmenn höfðu iitgefið í pukri !
Þessa »tilfellis« er að eins getið til dæmis
um, hve vandræðalegra neyðarúrræða menn
geta gripið til, er svo býður við að horfa, og
um leið til þess að spara mönnum ómak að
ætla að fara að beita öðru eins optar.
Tfirlit yíir
veðráttu í Reykjavík 1896.
Eptir
landlækni dr. J. Jónassen.
Vindslaða. Á árinu hefir optast blásið vir
útsuðri (Sv), því næst frá austri; sjaldnast úr
hávestri; er það á þessa leið:
86 sinnum úr útsuðri (Sv)
80 —- — austri
45 — — norðri
33 — — landsuðri (SA)
25 — — hásuðri
17 — — hávestri
80 logn.
Útsynningurinn skiptist þannig niður á
mánuðina :
í janúar 11 sinnum, febrúar 14, marz 3,
apríl 8, maí 15, júní 5, júlí 3, ágúst 1, sept.
2, okt. 2, nóv. 11, desbr. 11 sinnum.
16. til 24. nóvember var útsynningsveður
langmest, þá dagana opt afspyrnu-rok með
ákaflega miklu hafróti.
Ovenjulega mikil ókyrð á veðri allan síðari
hluta ársins.
Norðanvindurinn skiptist þannig niður á
mánuðina:
1 janúar 4 sinnum, febrúar aldrei (0), marz
8, apríl 4, maí 1, júní 2, júlí 3, ágúst 5,
sept. 3, okt. 12, nóv. 2, desbr. 1 sinni.
Frá 2. til 7. okt. að kveldi var eitt hið
mesta norðanrok sem hjer hefir komið í
manna minni og aldrei sjezt hjer slíkur sjór
á skipalegunni sem þessa dagana; að öðru
leyti má segja, að þótt vindur hafi blásið
stöku sinnum úr norðri, hefir hann dottið
niður þegar aptur og aldrei komið reglulegt
norðanveður á öllu árinu, að þessu eina und-
anskildu.
Lognið skiptist þannig niður á mánuðina:
í janúar 7 sinnum, febr. aldrei (0), marz 7,
apríl 3, maí 3, júní 5, júlí 8, ágúst 10, sept.
19, okt. 8, nóv. 6, desbr. 4 sinnum.
Urkoman var mjög mikil, einkum um há-
sumarið, þannig:
I janúar snjóaði 10 daga, rigndi 8 daga
» febr. — 10 11
» marz — 12 5
» apríl — 6 10
» maí — 2 23
» jum 0 - 16
» júlí 0 20
» ágúst — 0 13
» sept. — 1 7
» okt. — 5 9
» nóv. — 12 8
» des. — 12 11
70 141
Samtals úrkomudagar 211.
Alhvít jörð varð hjer 1. skipti í haust er
leið h. 7. okt.
Loptþyngdarmœlir hæstur 7. og 8. jan.
784.9. millim. Lægstur 19. febr. 708.7. millim.
Mestur kuldi á nóttu var -4- 17° C. (17.
og 19. janúar). Mestur kuldi á hádegi var
-4- 16° C. (17. janúar). Mestur hiti á nóttu
var -j- 11° C. (7. ágúst). Mestur hiti á há-
degi var -þ 17° (7. ágúst).