Ísafold - 16.01.1897, Page 3

Ísafold - 16.01.1897, Page 3
11 Þrumur heyrðust hjer tvisvar á árinu, nfl. 17. nóvbr. og 8. des. Landskjálftar — ákaflega miklir —• urðu: 26. ágúst kl. 9.53 e. m — 10.12 e. m. 27. ágúst — 9.15 f. h. 4. sept — 5.30 f. h. 5. sept. — 10.80 e. h. 6. sept. — 2. f. h. 10. sept — 11.21 f. h. Árnessýslu (Eyrarb.) 0. jan.: Veðráttci hefir nú um langan tíma verið hryðjufengin og óstöðug með töluverðri úrkomu; stormasamt í meira lagi, en fremur frostalitið. Grerði snemma haglaust eða því sem næst, svo að fjenað þurfti að taka á gjöf. Fjárpestin hefir verið með vægara móti, þó drepið dálítið í syðra parti sýslunnar. Verðlag á útlendum varningi fremur lágt, sjer- staklega á matvörn. Hvít ull var í kauptíðinni 65 aura pundið. Saltf. 45 kr. Saltýsa 27 kr. skpd. Sem stendur eru 3 verzlanir á Eyrarbakka. Hefir sá, er minnsta verzlun rekur, aðallega á hoðstólum brennivín, sem hann selur þeirra ódýr- ast. Er góðsemi(!) hans kaupendum til handa þó því eptirtektaverðari, þar sem hann verður að sækja það á hestum 7 mílur vegar. Unglingafrœðsla svipuð og að undanförnu; njóta kennslu í barnaskólanum nálægt 50 hörn. Fiskilaust hefir verið í allt haust og eru því astæður margra erfiðar, einkum vegna þess, hve mjög siðasta vetrarvertíð var rýr. Heilsufar almennings fremur gott, þó hefir ill- kynjaður hósti gengið hjer í haust og lagzt þyngst a börn og unglinga. Nýtt hnísuveiðarfceri hefir Isólfur organ- lsti pálsson á Stokkseyri fundið upp. Hefir ís- olfur asamt Jóni eldra hróður sínum stundað hnísu- veiði um nokkur undanfarin ár og náð samtals nokkuð á 2. hundrað linísum, en gizkað á, að nál. !/s hluti af þeim, er þeir hafa skotið, hafi tapazt, sokkið til hotns steindauðar. Segist ísólf- ur þvi hafa farið að hugsa um að finna eitthvert annað tryggara veiðarfæri, og hefir nú látið smiða skutul, er hann skýtur af handbyssu. Skutul þenna notuðu þeir fyrst siðastliðið ár og hafa nú skotið honum á 8 hnísur, þar af náð 7, en hin fyrsta tapaðist og segir ísólfur það hafa verið að kenna röngu skotmáli. Um veiðina með skutli fer hann þessum orðum: »Jeg má fullyrða, að veiði með skutli er eins viss og skotmaður er viss að skjóta. En það er meiri vandi að skjóta með skutli, heldur en vanalegu skoti. Sjerstak- lega þarf glöggskyggni og óhikandi áræði að skjóta skutlinum veU. Húsabætur á landskjálftasvæðinu og útbýting gjafafjárii.s. Um það áhuga- og vandamál hefir rnjög merlvur maSur einn á landskjálftasvæðinu og valinkunnur skrifað nýlega ritstjóra ísafoldar eptirfarandi athugasemdir (brjefkafla), er hafa góðar bendingar að geyma og hyggilegar: »Jeg hef mikið hugsað um uppástungu yð- ar um endurbyggingu húsa á landslcjálfta- svæðinu; aðalhugmynd yðar þótti mjer mjög goð, þó erfiðleikar í framkvæmdinni hefðu orðið miklir, ekki sízt það, að gjöra mönnum nokkurn veginn jafnt til. En jeg held að hetra heföi verið að mörg góð hús hefðu komizt upp, þó því fylgdi nokkur ójöfnuður, heldur en að allra hinna miklu og drengilegu gjafa sjái hvergi stað að 1 —2 árum liðnum, og ef landskjálfta bæri aptur að höndum ept- lr ia ar> að þá lenti allt í sömu vandræðunum og nú. Skyldi svo fara á endanum, sem mjer fyr- 11 miht leyti líkar engan veginn vel, að niður- staðan yrði að skipta gjafapeningunum milli manna, eptir mati þv/, er gjört hefir verið á skaðanum, og mönnum svo lagt í sjálfsvald, hvernig þeir verja peningunum, mætti þá ekki koma við einhverju aðhaldi á menn til þess að knýja þá til að byggja betri og var- anlegri hús en tíðkazt hefir? T. d. að þeir, sem hrófla upp húsum sínum með gamla lag- inu, fái helmingi eða þriðjungi minni styrk en þeir, sem byggja vel úr timhri og' járni. Þetta gæti eins átt við með fjenaðarhús, því að gamla lagið á þeim er líka átumein hjer á suðnrlandi, þar sem öll þök að minnsta kosti þurfa að vera vatnsheld. Þyrfti svo að kveðja til menn, er hæfastir þættu, til þess að leiðbeina mönnum með, hvernig haganleg- ast væri að byggja, og til þess að líta eptir byggingunum. Það er hörmung að sjá, hvernig frágangur er á sumum húsum, sem nýlega eru byggð og eiga að heita timburbús. Þó jeg geti ekki búizt við, að hin heiðraða samskotanefnd taki mikið til greina það sem jeg segi, ætla jeg samt að leyfa mjer að óska þess, að ef gjafafjenu verður útbýtt eptir því sem skaðinn er metinn í hverri sveit og hjá hverjum manni, að þá verði ekki farið eptir því mati, sem þegar befir fram farið. Jeg álít það mat svo fjarri sanni, að ekki nái nokk- urri átt að hafa það fyrir mælikvarða, enda er ekki von á góðu, þar sem matsmennirnir eru svo margir og hver setur sjer reglur ept- ir því, sem honum sýnist og hann er lyndur til. Jeg veit til að jafnmikill skaði hefir ver- ir metinn allt að því helmingi hærri í annari sveitinni en hinni; sumir hafa gjört, að jeg hygg, allt of mikið úr skaðanum, en aðrir allt of lítið. Víða hafa komið í ljós skemmdir á húsum, sem ekki sáust í sumar, t. d. á hlöðu- veggjum, sem hey lá við. Jeg álít nauðsyn- legt, að 2—3 menn yrðu látnir fara um allt landskjálftasvæðið og endurskoða matið; ættu þeir helzt að vera úr þeim sveitum, þar sem ekkert tjón varð af landskjálfta, svo að þeir yrðu ekki sakaðir um hlutdrægni. Jeg álít öldungis eins hægt að meta skaðann í sumar er kemur eins og þegar eptir landskjálftana. Það er auðvitað, að svona yfirskoðun hefði kostnað í för með sjer; en það er tilvinnandi og að mínu áliti öldungis óumflýjaniegt«. Hitt og þetta. Æfileng'd lækna. Þýzkur víshidamaður, er Saizmann heitir, í Esslinger, hefir rannsakað æfilengd lækna siðustu 4 alda, eptir skýrslum í skjalasöfnum og komizt að þeirri niðurstöðu, að á 16. öld hafi meðalæfiiengd þeirra verið 36 ár og 5 mánuðir, á 17. öld 45 ár og 8 mánuðir, á 18. öld 49 ár og 8 mánuðir og á þessari (19.) öld 56 ár og 7 mánuðir. Eramfarir þessar þakkar hann varnarráðum þeirn við veikindum, er nú höfnm vjer, og einkum því, hve mjög hefir dreg- ið úr bólusótt og taugaveibi. Slysið í Moskva i vor sem leið, er þar voru krýnd keisarahjónin og þar týndust tölu- vert á 3. þúsund manna af troðningi, kvað ekki vera eins dæmi Það er mælt, að líkt slys hafi orðið, þegar Alexanderll, afi Nikulásar keisara, var krýndur þar fyrir 40 árum, en því hafi verið leynt; og þykir merkilegt og einkennilega rúss- neskt, að takast skyldi að halda öðrum eins stór- tíðindum leyndum. Þá varð enn sams konar slys á Frakklandi fyrir meira en 100 árum. Það var þegar þau hjeldu brúðkaup sitt, Hlöðvir konungsefni, er síðar varð Hlöðvir 16., og María Antoinette, keisaradóttir frá Austurríki. Þá var efnt til flugelda mikilla i Paris. En er sem hæst stóð glaumurinn, kviknaði í reisipöllum þeim, er þeir stóðu á, sem flugeldana kveiktu. Sló þá miklum felmti yfir lýðinn, og tróðust menn undir hundruðum saman, en mörg hundruð manna fleygðu sjer í Signu og drukknuðu þar. Eannst mönnum mikið um þenna atburð, og þótti síðar meir sem hann hefði verið fyrirboði voðatíðinda þeirra, er gerðust rúmum 20 árum siðar, og þau voru höggv- in með fallöxi konungur og drotning. Það er skrítin tilviljun, að það var sama dag mánaðar, 20. maí, sem slys þetta varð í Paris 1770, og hitt í fyrra í Moskva. Keisarahjúnin rússnesku of? Armen- ingsir. Amerískur biskup, er gerður var út af nefnd þeirri meðal Englendinga og Bandamanna i Ameríku, sem gengst fyrir að hjálpa Armen- ingum, náði fundi Rússakeisara og drottningar hans í haust, þegar þau voru á ferðinni á Eng- landi, og flutti fyrir þeim skýrslu um ástandið í Armeníu, Svo virtist sem þau hefðu hvorugt heyrt áður nema lítið eitt af þvi, sem þar var frá sagt. Öðru sinni veitti keisaramóðirin, Dag- mar keisaraekkja, þessum sama biskupi viðtal, og varð henni svo mikið um að heyra frásögu hans, að hún fórnaði höndunum 0g hrópaði upp yfir sig: »Drottinn gæfi, að kristnar þjóðir skærust í leikinnc. Lengi hafði biskupnum verið meinað að ná fundi þessa tignarfólks, og lá við að hann yrði frá að hverfa. Fymiestra 2 eða fleiri byrjar Markús F. Bjarnason að flytja í leikhúsi W. O. BreiðfjörSs 18. þ. m. kl. 8 e. h. um: þilskipaútveg, og byrjar hinn fyrsti á frumatriðinu fyrir not- kun þilskipa. Aðgangurinn kostar 25 aura og borgast við innganginn. 500 KRÓNUR óskast til láns gegn 5% og mjög góðri trygg- ingu. Upplýsingar á afgreiðslustofu Isafoldar. Með skírskotan til op. br. 4. jan. 1861 og skiptalaga 12. apríl 1878 skora jeg hjer með á alla þá, er telja til skuldar í dánarhúi manns míns heitins, Dr. phil. Gríms Thoms- ens, sem andaðist að Bessastöðum 27. f. mán., að lýsa kröfum sínum innan 12 mánaða frá síðustu (þriðju) birtingu þessarar auglýsingar, og sanna þær fyrir mjer sem ekkju hans og einka-erfingja. Bessastöðum 30. desbr.m. 1896. Jakobína Jónsdóttir Ihomsen. Til sölti nú þegar og laus til ábúðar í næstu fardögum er jörðin Bessastaðir á Álptanesi í Gullbringusýslu. Semja verður sem allrafyrst við yfirdómara Kristján Jóns- son í Reykjavík. Undirskrifaðan vantar jarpan föla, tvævetr- an, með mark: heilrifað hægra. Hvern, er hitta kynni tjeðan föla, bið jeg að gjöra mjer aðvart hið iyrsta. Guðmuudur Guðmundss. Stærribæ, Grímsnesi. Við undirskriíuð vottnm okkar innilegasta þakklæti öllum þeim, sem heiðruðu jarðarför systur okkar Soffíu M. sál. Guðmnndsdóttur með návist sinni og sjerstaklega þeim heiðurs- frúm Cathinca Zimsen, Louise Einnbogasen, Kristjönu Thorsteinsson og Franziske Olsen, sem. sýndu það kærleiksverk að ljetta undir sjúkdómsbyrði hennar með innilegri hluttekn- ingu, og biðjum við hinn algóða guð að launa þeim það. Sigríður Guðmundsd. Margrjet Guðmundsd. Sigurveig Guðmundsd. Hermann Guðmundss.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.