Ísafold


Ísafold - 23.01.1897, Qupperneq 1

Ísafold - 23.01.1897, Qupperneq 1
Kemur út ýmist, einu sinnieða tvísv.í viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr.,eriendis 5 kr.eða li/sdoll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir framj. ISAFOLD Uppsögn (skrifleg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXIV árg. Reykjavík, laugardaginn 23. jan. 1897. 4 blað. RJÚPUR kaupir C. Zimsen hæsta verði. Stjórnarskrármálið. Eptir alþm. Guðl. sýslum. Guðmundsson. 1. Um uppástungu mína um fyrirkomulag á æSstu stjórn landsins gjörði ísafold í 70. tbl. þá athugasemd, a'ð vegna afskipta ríkisráðsins af sjermálum tslands mundi ráðgjafaábyrgðin, sem jeg einmitt hafði lagt svo sjerlega áherzlu á, verða þ/ðingarlítil og jafnvel þýðingarlaus. Ef íslenzka ráðaneytið yrði ofurliði borið í ríkisráðinu, þá »væri í meira lagi andhælislegt« að láta það sæta ábyrgð fyrir ályktun, sem færi þvert ofan í tillögur þess. Auðvitað; slíkt væri ómögulegt, eklci einasta »andhælislegt«. Að vísu væri þetta ekki verra, heldur skárra, en það, sem vjer nú höfum, því landshöfð- ingjaábyrgðin fyrir almennum stjórnarathöfn- um er þó að mun þ/ðingarminni, jafnvel þó að ísafold hefði rjett fyrir sjer. En þetta horfir allt öðruvísi við, og vona jeg að motm átti sig á þvi við nánari athug- un. Ef t. d. alþingi og ráðaneytið hefir kom- ið sjer saman um eitthvert lagafrumvarp, sem er mikilsvert fyrir landið, og ráðgjafinn, sem flytja a frumvarpið fyrir konungi til staðfesting- ar verður að bera það undir ríkisráðið -— eins og jeg gerði ráð fyrir að verða mundi fyrst um sinn, —- og ef svo hinir dönsku ráðgjafar því bera hann ofurliða og ráða frá að gjöra frumvarpið að lögum, hvað svo? Beinasta afleiðingin er, að konungur fylgir meira hluta ríkisráðsins og synjar frumvarpinu staðfestingar, en — hvað svo? . Það dugir ekki fyrir ráðgjafann að yppta öxlum og segja sem svo: »Nú, jæja, ekki ræð jeg við þetta!«, labba svo heim til íslands og segja við þingið: »Já, góðir hálsar, þið verðið nú að hætta að hugsa um »frímerkin« (eða hvað það nú var). Ríkisráðið segir að við megum það ekki, og það er ekki til neins að reyna að sannfæra það, og svo skulum við nú taka fyrir næsta mál á dagskrá; það er búið með þetta hvort sem er«. S v o n a mundi það nú einmitt e k k i ganga. Mætti ráðgjafinn motspyrnu í ríkisráðinu, þá mundi hann fyrst og fremst reyna af /tr- asta megni að lægja þá mótspyrnu; en tæk- ist það ekki, þá fengi hann synjun af konungs hendi á tillögu sinni, en það er það sama, sem konungur víki honum frá. Það er gildandi regla, að minnsta kosti 1 Dan- mörku, og jeg held í öllum þingbundnum konungsrikjum, að ráðaneyti, sem fær nei hjá konungsvaldinu við sínum tillögum, það er skyldugt til að víkja úr sætum, og öldungis hið sama gildir um einstaka ráðgjafa, og einnig mundi það verða hið sama um íslenzka ráða- neytið, ef erindreki þess fengi neitun, þó aldr- ei nema sú neitun óbeinlínis stafaði af ályktun annars óviðkomanda stjórnarvalds, ríkisráðs- ins. Jeg gjöri hjer að sjálfsögðu ráð fyrir, a ð »rakið sje á yzta enda«, búið að reyna sam- komulag á báðar hliðar, a ð um stórmál sje að tefla, og a ð ráðaneytið ha.fi eindregið fylgi alþingis að bakhjarli. Það þarf ekki að gjöra ráð fyrir, að slíkt komi fyrir í hversdagslegum smámálum. Það er helzt í málum, sem snerta stjórn- arfar, dönsk þegnrjettindi hjer, skipun dóm- stóla og þess konar, sem slíkt gæti komið fyr- ir. Annars mun ríltisráðið lítið sinnast um íslenzk löggjafarmál -— umboðsstjórnarmál ís- lenzk koma þar víst aldrei — öðru vísi en að samþykkja tillögur hlutaðeigandi ráðgjafa. Svo yrði konungur að fá sjer n/tt ráða- neyti fyrir Island, sem fylgdi annari stefnu í því máli, sem ágreiningurinn væri um, og það yrði þá undir þinginu komið, — að afstöðn- um n/jum kosningum sjálfsagt, — hvort það steypti því ráðaneyti eða ekki. Ef það tæki málið upp og samþykkti það óbreytt aptur, móti vilja ráðaneytisins, þá væri því um leið steypt af stóli. Jeg þarf ekki að taka það fram, að í þess- um báðum tilfellum — synjunar af hendi konungs eða ósigurs á þinginu — er ráða- neytið, eptir eðli hlutarins og öllum lands- stjórnarlegum reglum, skyldugt að víkja, og það getur orðið ákæruefni, eitt út af fyrir sig, ef það ekki gjörir það. Slík streita milli þingsins og þjóðarinnar á aðra hliðina og dönsku stjórnarinnar á hina, meðan hún, er að blanda sjer í vor sjerstöku mál, er auðvitað hugsanleg, en alls ekki lík- leg. Báðir hlutaðeigendur, með ráðaneytið sem millilið, mundu gjöra sitt /trasta til að afstyra slíkum ófriði, því hann mundi draga mikið alvarlegri dilk eptir sig en t. d. laga- synjanirnar núna. Synjanir á frumvörpum gæti auðvitað komið fyrir, vegna formgalla, orðalags o. s. frv., en þau vöknuðu þá upp aptur í n/rri mynd, og þyríti það ekki að vekjaneina streitu. Jeg þykist líka viss um, að sum af þeim málum, sem orðið hafa nú þrætuefni milli þings og stjórnar, mundu hverfa úr sögunni þegar þau væru búin að missa sitt aðal-lífsafl: það, að vera nokkurs konar keyri á ókunnuga stjórn til að auka óvinsæld hennar í landinu. II. »Lijónagröfiní. Svo nefndi minn góði vinur — fyrir utan bindindismál —, þm. Borgf., ríkisráðið danska, og nú hefir það rifið á hol fyrir honum frí- merkja-frumvarpið, sjálfsagt af stríðni fyrir uppnefnið. Sic transit. . .! »Sambandið við ríkisráðið er sá hnútur, sem við verðum að fá leystan»; alveg rjett. Dr. Valt/r hefir sagt, að þetta sje nú sem stendur frágangssök; stjórnin treysti sjer ekki til þess, þó að bún svo vildi. Þetta er víst líka alveg rjett. Svo stendur allt fast — og hvað er þá til ráða? Vjer þurfum innlenda, kunnuga stjórn, sem hafi full ráð vorra mála og beri ábyrgð á gjörðum sínum. Vjer fáum hana ekki, þó að farið verði að kaldhamra »landstjórann«. Það er víst; og það er líka víst, að okkar atvinnu- og verzl- unarlíf verður árlega fyrir tjóni fyrir fjarlægð og ókunnugleika stjórnarinnar. ísafold kannast nú við, að fengist þessi breyting á stjórnarhögunum, sem jeg lausiega drap á, þá væri fengin betri samvinna milli þings og stjórnar, eiginleg stjórnar-forysta í þinginu, og betri þekking stjórnarinnar á hög- um og þörfum landsins. Þetta vildi jeg leggja mikla áherzlu á; breyting í þessa átt getur ekki þolað langa bið. En svo er það »ljónagröfin«. Það er sjálfsagt, að vjer getum skoðað okk- ar stjórnardeilu á enda kljáða í einu helzta atriðinu, ef sjermálin yrðu undanþegin afskipt- um ríkisráðsins. Um það þarf ekki að þrátta. Þess er nú fyrst og fremst að gæta, að þessu atriði er dálítið öðruvísi varið en öðrum atriðum stjórnarskrármálsins; hjer er þrætt um skilning og framkvæmd á skrásettum lögum; til þess að breyta þessari stjórnar- venju þarf enga n/ja lagasetning. Akvæðin mundu ekki verða hótinu sk/rari, þó að þau væri tekin upp í n/tt frumvarp. Öll eða all- flest hin atriðin heimta n / j a lagasetning. Til þess að afsala Islandi þessum rjetti þarf n/ lög, stjórnarskrárbreyting, og þar að auki samþykki danslca 1 ö g g j a f a r -valdsins. Geta má nærri, hvort nokkrum óbrjáluðum Islending dettur slíkt í hug. Jeg nefni þetta hjer til þess, að liugsandi menn geti sjeð, hvað það er gagnsæ heimska eða illgirni, eða hvort- tveggja, fimbulfambið í sumum landstjórnar- postulunum um »innlimunarstefnu« o. s. frv. Það blasir svo glöggt við frá þessu sjónarmiði. Það er álíka viturlegt, eins og að segja að þingræður eða blaðagreinir hefðu stjórnlaga- gildi. Fyrir 1872 cða 1874 gat verið tals- •verð meining í slíku; nú er það bara bull. Vjer segjum: »þetta eru lög«, Danir segja: »þetta eru ekki lög«, og fara sínu fram, hvað sem vjer segjum. Þeir hafa orlcuna meiri og vjer getum við ekkert ráðið. Hvað eigum vjer þá að gjöra? »Dagskrá« segir — og færir, aldrei þessu vön, röksemdir fyrir því, — að það sje ekki til neins fyrir oss að hugsa til, að fá þessi vor landsrjettindi verklega viðurlcennd öðruvísi en með friðsamlegu móti. Fyrir Is- lendinga að hyggja á ófrið eða aðskilnað land- anna telur hún vott um brjálsemi — og, satt að segja, þurfti nú ekki mikla vitið úr »barn- inu« því (hún er ekki ársgömul) til þess að sjá það, enda hafa henni skygnari menn sagt það löngu áður, með minui belging, en fullt eins ljósum orðum. Dómstóls-iirskurð um þenna ágreining má fá, með því að höfða mál gegn ráðojafanum við hæstarjett fyrir stjórnarskrárbrot. Það telja margir óhyggilegt, óttast að hæstirjettur muui líta á spurninguna eingöngu frá dönsku sjónarmiði og ef til vill löghelga með dóm

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.