Ísafold - 23.01.1897, Síða 3
15
viSurkenna flestir, sem meta kunna og vilja
gott og röggsamlegt lögreglueptirlit, aS á-
minnstur lögregluþjónn hefir reynzt manna
ötulastur, árvakrastur og skylduræknastur
hjer í þeirri stöðu. AS hinir hafi sumir minni
mætur á honum, helzt þeir, er hann hefir
orðiS að taka til hendi í rjettvísinnar nafni
eða lögreglustjórnar, — þaS mun fáum kyn-
legt þykja og er ekki óalgengt um n/ta menn
1 þess konar stöSu; það eru hinir, óuytjung-
arnir og meinleysingjarnir, sem vinsældanna
njota hjá þeim og þeirra vinum og venzla-
mönnum. En ekki hefir það hingað til þótt
fyrirmyndarsnið á neinu mannfjelagi, að lög-
brotsmenn drottnuðu yfir hinum, sem lög og
reglu vilja í heiðri hafa.
Þá er á öðru leitinu blað það, er glæptist
á að bera hrigzl og óhróður á lögregluþjón-
inn út af fráfalli Jens heit. Jafetssonar og
hann neyddist því til að lögsækja. Það gaf
þá út sama sem nokkurs konar almenna á-
skorun til allra óvina hans um að koma fram
og segja um hann allt það illt, er þeir gætu.
Var sá mikli stefnudagur núna í fyrra dag,
og stóð mikið til, stefnt 12—14 vitnum, og
2 látin mæta óstefnd. Dómarinn sker úr því
á sínum tíma, hver hefir orðið árangur af því
faheyrða tiltæki; en hitt mun óhætt að full-
yrða, aö stórum minni liafi veiðurin orðið en
til var ætlazt og eptir vænzt, og' blaðinu fá-
nytt hjargráð.
Lsekning við stami. Hr. skólastjóri
Morten Hansen hefir nylokið við fyrsta floklt
lærisveina sinna í þeirri list, að venja af sjer
stam, eptir aðferð þeirri, er frakkneskur mað-
ur nokkur, Bercpiand, hefir fundið og betur
hefir lánazt en nokkur tilraun áður i þá átt.
Hún er nýiega, fyrir rúmu ári, tekin upp í
Danmörku, og þar kynnti hr. M. H. sjer
hana í sumar, — var við tilsögn eins náms-
flokksins allan kennslutímann. Það eru 7
piltar, sem hann hefir nú kennt hjer, á ýms-
um aldri, 2 þeirra raunar fullorðnir, annar
vel hálf-þrítugur og hinn nær fertugu, og
gert þá svo góða, á fáeinum vikum, að öll
málhelti er raunar af þeim, þótt þeir tali
öðruvísi en fólk flest, — miklu hægra og með
seim; það eiga þeir að gera, þangað til þeir
eru húnir að fá full-eðlilegt tungutak, sem
vmnst smátt og smátt, á mörgum mánuðum
eða jafnvel missirum.
ASferðin er í fljótu máli sii, að venja þá,
sem stama, á, að anda hægt og stillt og reglu-
lega, þegar þeir tala, bera hvert hljóð fram
ákaflega hægt og skýrt og all-hátt, fyrst hljóð-
stafina í stafrofinu, í ákveðinni röð og reglu,
eptir hreyfingum máltólanna, og síöan örstutt
atkvæði, o. s. frv. Fyrsta hálfa mánuðinn,
sem keunslan stendur yfir, mega þeir ekkert
tala utan kennslustundanna og þá að eins
þetta, sem kennarinn lætur þá temja sjer.
Prestkosning. Kosinn hefir verið til
prests að Brjámslæk í einu hljóði prestaskóla-
kand. Bjavni Simonarson. Auk hans voru
ú kjörskrá síra Arnór Árnason í Felli og síra
Júlíus Þórðarson.
Prestur dæmdur. Síra Halldór Bjarnar-
son á Presthólum, prófastur í Norður-Þing-
eyjarsýslu, hefir verið dæmdur i hjeraSi, af
ent . sj slum. Sveinssyni, í 5 daga fangelsi
við \ atn og brauð fyrir gripdeild (239. gr.
tegn .), óheimildartöku á við. Líklega verður
honum vikið frá embætti um stundarsakir,
meðan dónmr er undir áfrýun.
Slys. Maður fannst drukknaður aðfaranótt
21. þ. mán. hjer við eina af hryggjum hæjarins
(W. Christensens), Vigfús nokkur Jónsson,
þurrabúðarmaður hjer í bænum, milli tvitugs og
þrítugs. Var drykkjumaður og hafði sjezt drukk-
inn þá um nóttina. Vita menn ekki, hvort hann
hefir heldur drukknað óviljandi, eða viljandi, sem
hann kvað hafa haft á orði.
Hitt og þetta:
Fólksftiitningar til Baudarikjanna.
Svo segja skýrslur, að árin 1820—1895 hafi 171 /2
miljón manna flutzt hjeðan úr álfu til Bandarikj-
anna i Norðurameríku og þó hefir fjölgun þar-
lendra'jmanna verið svo ör, að það var viðlíka
mikill hluti af hundraði af landsfólkinu erlendur
að juppruna fyrir nær 40 árum eins og nú, nfl.
13,2 at' hundraöi þá, en 14,8 af hundraði nú.
Það eru sjö tugir ára, timabilið frá 1820 —1890,
og£er fróðlegt að lita á fólksflutninginn vestur
hvern áratug fyrir sig þeirra sjö. Hann sjest á
þessu yfirliti:
1820—1830.... .... 143,000
1830—1840.... .... 600,000
1840—1850.... ... . 1,700,000
1850—1860. ... . . .. 2,600,000
1860—1870.... .... 2,300,000
1870—1880.... .... 2,800,000
1880—1890.... .... 5,250,000.
Það er eptirtektavert, hve litlu rnunar á árun-
um 1850—1880; dregur jafnvel úr vesturflutning-
um miðkafla þess tímahils. En þá, 1880, kemur
aptur griðarmikið stökk: meira en tvöfaldir vest-
urflutningar þann áratug, er þá byrjar, við næsta
áratug á undan. Svo er að sjá, sem vesturflutn-
ingar muni verða nokkuru minni siðasta áratug
aldarinnar, þann er nú stendur yfir, heldur en
hinn næsta á undan. Þau 5 árin, sem liðin eru
af þeim tug og skýrslur ná yfir, hefir tala vest-
urfaranna hjeðan úr álfu sem sje verið 2,280,000.
Stafafjöldi í biflíunni. Svo segir i ensku
tímariti, að i biflíunni (ensku) sjeu 3,566,480 staf-
ir, en 810,697 orð, 31,173 vers, 1,189 kapitular
og 66 hækur. Orðið »drottinn« kemur fyrir
46,227 sinnum.
Reikningur
yfir tekjur og gjöld Styrktar- og sjúkrasjóðs verzl-
unarmanna í Reykjavík 1896.
Tekjur.
Eptirstöðvar frá fyrra ári:
í skuldabrjefum . 21,755.00
Ógoldnir vextir . . 141.21
Ógoldin tillög . . 63.00
Peningar í sjóði . 1,017.54 22,976.75
Vextir 905.61
Tillög fjelagsmanna 548.00
Kr. 24,430.36
Gjöld.
Innköllun á tillögum . . ,
Styrkur veittur . . . ,
Eptirstöðvar til næsta árs:
í skuldabrjefum . . 21,
Ógreiddir vextir . .
Ógreidd tillög . . .
Peningar í sjóði . .___2^
365.00
219.16
48.00
266.20
Kr.
Reykjavík 14. janúar 1897.
G. Zocga.
2.00
530.00
23.898.36
24.430.36
Reikning þenna höfum við endurskoðað, á-
samt fylgiskjölum, svo og bækur gjaldkera og
sjóð. Við höfum ekkert fundið að athuga.
Halldór Jónsson. Einar Árnason.
Hesfc. Þeir, sem vitja mín út úr bænum,
verða fyrst um sinn að leggja mjer til hest.
Góðan klárhest kaupi jeg hvenær sem býðst.
Reykjavík, 20. jau. 1897.
G. Björnsson
hjeraðslæknir.
H,}eraðsfundur
fyrir Reykjavíkurbæ, Rosmhvalaness-, Njarð-
víkur-, Vatnsleysustrandar-, Garða-, Bessastaða-
og Seltjarnarnesshreppa verður haldinn í Good-
Templarahúsinu í Hafnarfirði föstudaginn h.
12. n. m. kl. 12áhádegi. Verða þá borin upp
undir atkvæði kosningarbærra futidarmanna:
I. Frumvarp til samþykktar um þorskaneta-
lagnir í sunnanverðum Faxaflóa.
II. Frumvarp til samþykktar um notkun
fiskilóðar í sunnanverðum Faxaflóa.
Þessi frumvörp hafa verið samþykkt á fundi
í sýslunefnd Kjósar- og Gullbringusýslu 21.
nóv. f. á. Kosningarrjett á fundi þessum hafa
þeir, sem kosningarrjett hafa til alþingis.
Skrifst. Kjósar- og Gullbr.s., 10. jan. 1897.
Franz Siemsen.
Rjúpar kaupir H. J. Bartels.
Með skírskotan til op. br. 4. jan. 1861 og'
skiptalaga 12. apríl 1878 skora jeg hjer með
á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi
mattns míns heitins, Dr. phil. Gríms Thom-
sens, sem andaðist að Bessastöðum 27. f. mán.,
að lýsa kröfum sínum innan 12 mánaða frá
síðustu (þriðju) birtingu þessarar auglýsingar,
og sanna þær fyrir mjer sem ekkju hans og
einka-erfingja.
Bessastöðum, 30. desbr.m. 1896.
Jakobína Jónsdóttir Ihomsen.
Fyrri ársfundur búnaðarfjelags Suður-
aœtsins ver'ður haldinn 27. dag þ. m. kl.
5 e. m. í leikfimishúsi barnaskólans hjer í
Reykjavík; verður þá skýrt frá aðgjörðum
fjelagsins hið síðasta ár og fjárhag fjelagsins
og rædd ýms önnur málefni fjelagsins.
Reykjavík, 8. dag janúarm. 1897.
H. Kr. Friðriksson.
Hús til sölu eða leigu
í Hafnarfirði, er í góðu standi, með góðum og
miklum görðum, og afgirtumtúnbletti. Söluskil-
málar góðir. Semja má við SteingrímGuðmunds-
son trjesmið í Hafnarfirði.
Góð oíí' hæ^ jörð
við Borgarfjörö er föl. Taða 200 hestar. Úthey
1—2 þús. hestar, allt nautgæft. Mótak dá-
gott. Hestaganga á vetrum. Dálítil silungs-
veiði. Laxveiðivon. Aðflutningar sjerlega
hægir á sjó og landi. Semja má um kaupin
við Gísla ísleifsson, málafærslum. í Reykjavík.
13l/2 hdr. í jörðinni Sviðholti fæst til ábúð-
ar í næstu fardögum. Jörðin er vel hýst og
hefir ágæt tún, sem fóðra 4 kýr í meðalári.
Semja má við Gísla Þorgilsson í Sviðholti.
Hálf jörðin AKRAKOT í Bessastaðahreppi
fæst til áhúðar í næstu fardögum. Semja má
við Erlend Erlendsson á Breiðabólsstöðum.
UNGUR og duglegur piltur getur fengið
vist við bakarí J. Bernhöfts.
Hálf .jörðin Stapakot í Njarðvíkurhreppi
fæst til ábúðar í næstú fardögum, 1897. Jörð
þessi er öll metin að dýrleika 16s/10 hndr.
Hálflendan gefur af sjer í meðalári rúma 100
hesta af töðu, og hefir mikið og gott heiðarland.
Sömuleiðis miklir og góðir matjurtagarðar,
mikil vergögn og þangfjara nóg. Lysthafend-
snúi sjer sem allra fyrst til hr. Ásbjarnar
Ólafssonar í Njarðvík.
Aðaifundur ísfjelagsins við Faxaflóa
verður haldinn á Hotel Island mánudaginn 25.
þ. m. kl. 5 e. m. Verður þar skýrt frá hag
fjelagsins og ársreikningar framlagðir. Einni
valinn einn maður í stjórn fjelagsins og
endurskoðunarmenn.
Ti'yggvi Gunnarsson.
lc a?