Ísafold - 27.02.1897, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.02.1897, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinnieða tvisv.í viku. Yerð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis5 kr.eða l'/adolí.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustoía blaðsins er í Austurstrœti 8. Reykjavik, laugardaginn 27. febr. 1897. XXIV. árg. Um íslenzka fóðurjurtafræði eptir Stefán Stefánsson. IV. (NiDurlag). Ráð til þes8 að vjer eignumat fóðurjurtafrœði innan skamms. Jeg þykist nú hafa s/nt fram á nytsemi og nauSsyn fóSurjurtafrœðinnar fyrir landbúnaS- inn og leitt rök aS því, aS ísl. fóSurjurtafræði hlytur eingöngu að byggjast á innlendum rannsóknum, innlendri reynslu. AuðvitaS verða uienn við slíkar rannsóknir að hafa hliðsjón af ■og styðjast við útlenda reynslu og þekkingu í þessum efnum, og því er nauösynlegt að þeir menn, sem takast þessar rannsóknir á hendur, kynni sjer nákvæmlega erlendis allt sem hjer að lýtur. En hver ráð höfum vjer til þess að koma okkur sem fyrst upp ísl. fóðurjurtafræSi? Jeg tel víst að allir sjeu mjer sammála um að eitthvað verði aS gjöra í þessa átt nú þegar, en það tel jeg jafnvíst, að allir verði ekki á einu um það, hvað eigi að gjöra, ekki á einu ttiáli um aðferSina, ráðin til þess að ná þessu takmarki. Feilberg hefur eins og áður er ávikið stung- ið upp á að koma á vísindalegri búfræðis- kennslu við latínuskólann, í sambandi við efnarannsóknastæöi, er kennslan styðjist við, og getur þess til, að þetta þyrfti ekki að kosta nema 10 þús. kr., líklega um árið. Hugsar hann aS íslenzlc búvísindi skapist þannig með tímanum og þetta verði vísir til annars meira. Felli jeg mig vel viS þetta að öðru leyti en því, að jeg skil ekki, hvernig sambandi þessar- a-r stofnunar við latínuskólann ætti að vera háttað eSa hvaða þyðingu þaS hefði. Það niun og að líkindum aðeins hafa vakaö fyrir Feilberg, að þar sem þetta yrði í svo smá- Uin styl fyrst um sinn, þá væri viðkunnan- anlegra að setja það í samband viS einhverja oldri kennslustofnun, heldur en að telja það sjálfstæða stofnun. En svo framarlega að menn alitu hentugra að stofnun þessi væri í Reykja- vík heldur en t. d. í sambandi við einhvern húnaðarskólann, þá finnst mjer sjálfsagt að hún eptir eðli sínu hljóti að vera sjálfstæð út af fyrir sig, þótt í smáum st/1 væri fyrst í stað; mætti svo fullkomna hana eptir því sem túnar liðu og oss yxi fiskur um hrygg, svo X1pp úr henni myndaðist smátt og smátt dá- htill búnaðar- »háskóli« fyrir landið, þó auð- vitað mætti ekki nefna hana því nafni. En af því jeg b/st viS að þetta komist 3?ví miður ekki til framkvæmdar á næstu ár- Utlli þá tel jeg óþarft að fjölyrSa frekar 11111 það, enda álít jeg, eptir því sem á stend- aS hjer þurfi noltkurs undirbúnings viS. J'- honum verSur að byrja þegar í staS. Næsta í)lng ætti að veita nokkra fjárupphæð, svo SciJ1 3—4000 krónur, til þessa undirbúnings. hje þessu ætti aðallega að verja til rannsókna hjer á landi í þá átt, sem jeg áður hefi bent a- Sá maöur, er slíkar rannsóknir tækist á hendur, þyrfti nauðsynlega að afla sjer sem beztrar undirbúningsmenntunar við útlendar vísindastofnanir og ferðast um nágrannalönd- in, t. d. Noreg og Skotland, sem einna líkust eru íslandi aS eSlisfari og landsháttum til, þess að kynnast sem flestu, er að gagni mætti koma og sjá þaS með eigin augum. Til alls þessa yrði hann að fá nokkurn styrk. En ekki hvaS minnstur hluti fjárins hlyti að ganga til efnarannsókna á jarðvegi, fóðurjurt- um o. fl., meðan landið ekki ætti efnarann- sóknastæði. Allar slíkar rannsóknir yrði að gjöra eSa fá gjörðar á útlendum stofnunum. — Jeg get ekki betur sjeð, en áð þessi eða llk þessu hljóti byrjunin að verða. Vjer getum varla með öðru móti lagt fyrstu undirstöðuna undir íslenzka búfræði. Það er auðvitaö mikið undir manni þeim komið, sem velst til þessa starfa, hver árangurinn verður, og ekki er til neins að fela þetta öSrum en þeim, sem aS viturra manna áliti er vel til þess hæfur. Jeg skil svo viS þetta mál að sinni, treyst- andi því, að hinir ráðandi menn landsins taki það til alvarlegrar íhugunar; b/st jeg eindregið viS því, að þeir komist að sömu eða líkri niöurstöðu og jeg í þessu efni og verði mjer samdóma um, að hjer sje um eitt okkar mesta og mikilverðasta framfaramál aS ræða.— Heiti jeg því að endingu aS þagna eigi fyrri um þetta mál, svo framarlega sem mjer endist líf og heilsa, en það er komið á góðan rekspöl til framkvæmda, og vinna að því að svo miklu leyti, sem mínir veiku kraptar leyfa, að þaS verði sem fyrst. Möðruvöllum á aðfangadag jóla 1896. Gufubátsmál Vestfíirðinga. Ekki lítur út fyrir að gufubátsmálið íVest- firöingafjóröungi hafi verið mikið áhugamál þar. Enginn minnist nú á það framar. En af því að víst má telja, aS mál þetta verði enn til umræðu á næsta þingi, virSist ekki vanþörf á aS sk/ra það dálítið, til undirbún- ings og íhugunar. Eins og menn muna, átti að taka stórt stökk í fyrra og koma á fjórðungsbátsferSum í Vestfirðingafjórðungi. En forlög fyrirtækis- ins urSu þau, að samkomulag komst ekki á milli þeirra, sem buðust til að leggja bátinn til og annast útgjörð hans, og s/slufjelaganna hins vegar, sem áttu að leggja fram þó ekki nema lítinn hluta af ótgjörðarkostnaðinum móts viS landssjóðsstyrk þann, er stóS til boða. Mönnum þótti tilboð þeirra P. J. Thor- steinsson og Björns SigurSssonar kaupmanna ekki sem aSgengilegust að sumu leyti. En í stað þess að leita samkomulags við þá, sömdu þeir, sem fulltrúafundinn sóttu á ísa- firði 23. nóv., ferðaáætlun og farmtaxta m.m., sem hinir skyldu ganga að; annars ekkert meira með þá að hafa. Þessi ferðaáætlun og farmtaxti var svo vanhugsað, að ekki gat komiS til mála, aS nokkur maSur gengi að 12. blað. því með jafnd/ran og stóran gufubát, 100— 120 smálestir. MeS þessu var svo málinu stunginn svefnþorn, í staS þess að koma fram með stilling og gætni við þá, sem ætluðu að taka útgjörðina að sjer og full trygging var fyrir að gátu það. Það getur þó ekki veriS, eptir staðháttum og landslagi á VestfjörSum, að ekki sje þar öll þörf á betri samgöngum. Nei; þörfin er bryn; á VestfjörSum geta engin samgöngu- færi heitiS eins og stendur. Hjer getur aldrei um aðrar samgöngu-umbætur veriö að ræða, sem að fullum notum komi, en gufubátsferðir; það vita og sjá allir, að landvegir eru hjer ómögulegir til flutninga. Flutningar eru líka mestallir á sjó og verða þeir opt ærið d/rir og líka ónógir á seglskipum eSa opnum bát- um eptir atvikum. Allar samgöngur að kalla má teptar, sem gætu verið til að hrinda at- vinnuvegunum áfram, einkum sjávarútvegn- um. Því þó að góður afli sje á einum firði, getur opt verið aflalaust á öðrum. Hafi nú aðkomandi menn, sem komiö hafa til aS leita sjer atvinnu, verið svo óheppnir að lenda á þeim firðinum, þar sem afli bregzt, þá mega þeir sitja þar fastir mánuð eða meira atvinnu- lausir, þar til strandferSaskip er á ferð, aS þeir þá geti fært sig eitthvað til; og þó ekki ætíS aS þetta geti lánazt, aS þeir þá komist á þann staS, sem æskilegast væri, þegar strand- ferðaskipið kemur ekki viS á sumum stöSum nema aSra leiS sína í hverri ferS. Hinir bú- settu hugsa ekki um þetta; þeir vandræðast að eins yfir að ekki komi afli á þeirra fjörS. Það er því alveg víst, aS kæmist á tíSar ferðir meS fjórðungsbát á þessum vesturkjálka, þá færSist n/tt líf og fjör í atvinnuvegi .hjer, bæSi til lands og sjávar. ÞaS er allt eins þörf á bátnum fyrir landbúnaðinn. Margur bóndi getur ekki komið vöru sinni á bezta markaS fyrir samgönguleysið. Margan góðan landbónda vantar kaupafólk að eins lítinn tíma af sumrinu, sem hann verður aS vera án vegna þess, að þaS verður honum allt of d/rt aS fá þaS, eins og nú hagar samgöng- um. Þilskipaútgjörðarmenn fá fjölda sjó- manna af BreiðafirSi og Snæfellsnesi, sem ekki komast þar á milli nema meS ærnum kostnaði á báðar hliðar, bæði fyrir þá sem at- vinnuþiggjendur, og eins fyrir atvinnuveitend- urna. Úr Reykjavík eða frá Faxaflóa er margt fólk farið að leita atvinnu á Vest- fjörðu, þrátt fyrir það, þó að ferðir þær, sem vjer höfum með straudferðaskipinu, sjeu bæði óhagkvæmar og allt of fáar, og valdi mönnum stundum bæði mikils tímamissis og peninga- i'itláta. Leyfi jeg mjer að nefna hjer eitt dæmi, sem ekki verður hrakið. I liaust sem leið, þegar »Laura« kom frá Reykjavík í október, var milli 20 og 30 manns í Stykkishólmi, sem þurfti að komast til Reykjavíkur, sumt af því kaupafólk frá Faxaflóa. Þetta fólk liafði beðiö i Stykkis- hólmi fimm daga, í von um að annaS skip kæmi þar í suðurleið og komast mætti meS því. Nú brást þaS, svo að þessu fólki var

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.