Ísafold - 27.02.1897, Qupperneq 2
46
nauðugur einn kostur að taka sjer far með
»Laura« og fara fyrst til Isafjarðar með henni
því að í suðurleið ætlaði hún hvergi að koma
við. Svo varð þetta fólk að borga fargjald
eins >g frá Isafirði til Reykjavíkur og þar á
ofan að vera 7—8 daga á leiðinni, í staðinn
fyrir að geta komizt þetta á tæpum sólar-
hring fyrir rúmar 2 kr. Nú að vera 8 daga
og borga nærri 8 kr. í fargjald! Ur þessu
öllu gæti fjórðungsgufubáturinn bætt, því að
það er svo sem sjálfsagt, að hann ætti að
ganga til Reykjavíkur, helzt í hverri ferð.
Reynslan er mi ljóslega búin að syna, að
þó eitt strandferðaskip sje, getur það ekki
fullnægt samgönguþörfum innanlands, ekki
einu sinni að þau geti það, þó tvö sjeu, þeg-
ar þau eiga að hafa aðalflutningana frá og til
útlanda líka. Til þess að samgöngur við út-
lönd sjeu í viðunanlegu lagi, veitir ekki af
tveim skipum, að minnsta kosti nokkrar ferð-
ir, og svo að þau færu hringferðir umhverfis
landið, en þá ættu þau ekki að koma nema
á helztu og stærstu verzlunarstaðina. Að láta
svo stór skip elta uppi hverja vík eða hvert
smákauptún, getur aldrei blessazt eða borgað
sig. Þetta eiga einmitt fjórðungsbátarnir að
gjöra. Þegar þeir eru orðnir nógu margir
með tveim milliferða- og strandferðaskipum,
þá fyrst eru samgöngur vorar á sjó komnar í
rjett horf.
Hvað fjórðungsbát í Vestfirðingafjórðungi
snertir, þá ætti liann að ganga alla leið milli
Reykjavíkur og Borðeyrar, þegar ís ekki haml-
ar. Fjórðungsbátur Norðlendinga ætti líka
helzt að hafa endastöð sína á Borðeyri. Þetta
er að mínu áliti hentugasta endastöð fyrir
bátana. Bæði er nauðsynlegt að þeir nái sam-
an á ferðasvæðinu, og þá væri þarna jafnast
skipt. A Borðeyri er líka ágæt höfn, en inn-
sigling alls ekkert varasamari á Húnaflóa en
t. d. að Stykkishólmi, P’latey: eða Skarðstöð; að
eins er, að ís ekki hamli; og það gjörir hann
sjaldan eða aldrei seinni part sumars. Við-
komustaðir á vestanverðum Hvínaflóa geta al-
drei orðið margir fyrir vesturlandsbátinn. Það
væri Bitrufjörður, Skeljavík eða Steingríms-
fjörður, Reykjarfjörður innri og Norðfjörður.
Við Isafjarðardjvip virtist nóg að bátarnir
kæmi á 5—6 staði. Menn mega ómögulega
heimta, að eins dyr bátur eins og fjórðungs-
báturinn þarf að vera, geti komið við nálega
að segja á hverjum eða öðrum hvorum bæ.
En frá Isafirði að Látrabjargi er sjálfsagt að
hann komi við á 1, 2 eða 3 stöðum á hverj-
um firði.
A Breiðafirði þarf aldrei að búast við að
fjórðungsbátur geti haft mjög marga viðkomu-
staði, líklega í mesta lagi 5—6. Menn verða
að hafa hugfast, að ætla ekki bátnum aðra
viðkomustaði en þá, sem hann fæst vátryggð-
ur á. Hitt getur orðið til að eyða fyrirtæk-
inu. Að minni hyggju fást aldrei fullkomn-
ar samgöngu-umbætur á Breiðafirði með öðru
móti en að um hann gangi lítill og grunn-
skreiður bátur í sambandi við fjórðungsbátinn.
Leiðin til að koma þessum ferðum á er að
minni hyggju ekki nema að eins ein. Fyrst,
að landssjóður leggi sinn styrk til ríflega og
sjálfsagt syslufjelögin nokkurn. En svo, að
einhver einstakur maður taki feröirnar aðsjer,
vitvegi bátinn og annist alla útgjörð hans.
Eigi syslufjelögin að gjöra það, kemst fyrir-
tækið aldrei til framkvæmdar; fyrir því er
reynsla fengin. Sitt vill hver, og ber því á-
vallt á sama skerið; tortryggni og sundurlyndi
og með fram vanþekking verða framkvæmd-
inni til fyrirstöðu. Að landssjóður kaupi bát-
inn virðist heldur ekki ráð, meðan jafnlítil
reynsla er fengin. Útgjörðarkostnaðurinn
mundi og verða landsstjórninni miklu dýrari
en öðrum.
Það er vonandi, að mál þetta verði y'tar-
lega rætt og íhugað fyrir næsta þing. Jeg
hefi í þeim tilgangi vakið það upp af n/ju;
það er mín sannfæring, að það sje eitt hið
mesta framfaramál fyrir Vestfirðingafjórðung.
Bíldudal 17. desember 1896.
E. Grímsson.
Baðhúsfjelagið. Ársfundur þess fjelags,
»Baðhvissfjelags Reykjavíkur«, var haldinn
fyrra föstudag, 19, þ. mán. Böðin höfðu ver-
ið þeim mun minna notuð árið sem leið (1896)
en árið fyrir, fyrsta árið, sem fjelagið stóð, að
þar sem var rúml. 200 kr. tekjuafgangur
fram yfir kostnað þá, var fjelagið nvi komið í
nokkuð á 2. hundr. króna skuld. Hafði að
vísu verið keypt nokkuð af n/jum áhöldum
og talsverðu fje varið til viðhalds hinum eldri;
en mestu munaði það, að baðhúsið hafði verið
haft opið frá morgni til kvelds alla rúmhelga
daga vikunnar og á sunnudagsmorgna, en þá
að eins 2 daga vikunnar. Fyrir það var bæði
baðstjórinn miklu kaupdyrri og eins eyddist
raiklu meira til ljósa og eldiviðar. Hafði ver-
ið búizt við, að fyrir r/mkunina á tímanum
mundi aðsóknin verða þeim mun meiri, að
fyllilega svaraði kostnaði; en raunin varð sú,
að heldur dró úr henni; hún var örust meðan
nyja brumið hjelzt. Var því afráðið á fund-
inum, að fara að hafa baðhúsið aptur ekki
opið nema 2 daga í viku allan daginn, til að
reyna að láta fyrirtækið bera sig. Annars
gerðist ekkert sögulegt á fundinum; stjórn
endurkosin í einu hljóði og endurskoðunar-
menn, og elcki talað eitt orð í þá átt, að
henni (stjórninni) væri um tekjuhallann að
kenna nje heldur urn að halda n/jan fund í
fjelaginu; sá uppspuni kvað hafa verið fluttur
hjer í einu blaði.
Föstuprjedikanir út af píslarsögunni
stendur til að haldnar verði í dómkirkjunni
kl. 6 e. lv. á miðvikudögum í hönd farandi
sjöviknaföstu af nokkrum ;andlegrar stjettar
mönnum hjer í bænum, sem ætla að prjedika
sinn daginn hver. Við þessar föstuguðsþjón-
ustur verða Passíusálmarnir sungnir.
Fyr á tíðum voru slíkar föstuprjedikanir á
rúmhelgum dögum fyrirskipaðar og almennt
haldnar hjer á landi, og í tilskip. um helgi-
hald 29. maí 1744 er ákveðið, að þær skuli
jafnan vera einn tiltekinn dag vikunn-
ar, sem sje almennt á miðvikudögum, þar
sem því verði við komið. Síðar hafa þær
smám saman úrelzt og lagzt niður víðast hvar,
og hafa nú um langan aldur nálega hvergi
verið haldnar hjer á landi, svo menn viti með
vissu. Þeir Þórður prófastur Þórðarson í Reyk-
holti og Brynjólfur prestur Jónsson í Vest-
mannaeyjum, er báðir dóu 1884, munu hafa
verið meðal hinna síðustu, sem hjeldu þeim
uppi.
Miðvikudaginn 3. marz prjedikar biskupinn.
H.
Landsgufuskipsfarstjórinn oa; Tólf-
kóngavitið. Jeg las n/lega í blaði einu,
sem náunginn hjer kallar stundum í gamni
Tólfkóngavitið eða Bakkabræðra-fleytuna —
af hvaða ástæðum, mega þeir vita —, þávörn
fyrir hið alræmda hátterni landsskipsfarstjór-
ans, Corfitzons, í síðustu strandferðinni í haust,
að hann sje svo makalaust viðfeldinn, dag-
farsgóður og þyður í viðmóti við farþegana á
landsskipinu, eða eitthvað á þá leið! Af
því að hann er viðmótsgóður við farþega, þá
er annaðhvort ósatt, að hann hafi að þarf-
lausu og af ásettu ráði vanrækt að koma við
á Breiðafjarðarhöfnunum í síðustu ferðinni í
haust, eða þá að það er marg-fyrirgefanlegt,
þó að honum verði slíkt og þvílíkt á! Það
má ekkert að því finna, þó að h inn baki við-
skiptamönnum landskipsútgerðarinnar að þarf-
lausu hið mesta óhagræði og jafnvel stórtjón,
sem svo bitnar að lokum ef til vill á lands-
sjóði, —vegna pess, að hann er kumpánlegur
við farþega! Auðvitað eru hlutaðeigandi við-
skiptamenn ekki þeir skynskiptingar, að sitja
sjálfir uppi með skaðann, eigi þeir kost á að
láta hann lenda á öðrum.
Það hefir frægur maður einu sinni í frægu
riti farið frægum orðum um sams konar vörn,
framflutta af heimskingjum til afsökunar /ms-
um yfirsjónum nafnkennds manns í sögunni.
Það er Macaulay lávarður, um Karl konung
I. á Englandi: »Vjer sökum hann um, að
hafa rofið konungseið sinn«, segir M., »og oss
er svarað, að hann hafi verið trúr eiginkonu
sinni! Vjer sökum hann um, að hafa ofurselt
þjóð sína miskunnarlausri ofsókn sjónvitlausra
og grimmúðugra kennimannahöfðingja, ogþeir
afsaka hann með því, að hann hafi sett dreng-
inn sinn á knje sjer og kysst hann! Vjer á-
mælum honum fyrir að hafa fótum troðið
ymsar greinar í þjóðrjettindaskrá Breta, eptir
að hann hafði heitið, fyrir gott og mikilsvert
endurgjald, að halda þær rækilega, og svo er
oss svarað, að hann hafi jafnan hl/tt tíðum
árla morguns !« Sigurður.
Ölmususóttin ogr >Bjarki«. Sveinstaul-
inn »Bjarki«, seyðfirzka n/gervingskrilið í
loddaragervinu, með »músina í brekkunni«
»ójetandi ófrelsishrærigrautinn« (stjórnarskrár-
frumvarpið!), »kranzaugun og annað refaeit-
ur« (sjá tbl. 15. jan.), ásamt ymsum öðrum
kátlegum útbúnaði og fáránlegum, til þess
að sjer verði veitt eptirtekt, — hefir verið látinn
fara í úlfsham út úr honum Ernst lyfsala, af
einhverjum honum samsekum, er sárreiðzt
hefir sannleika þeim, er Isafold sagði um
hann og sníkjurnar hans erlendis handa spí-
talanefnu fyrir Seyðfirðinga. Hin langa senna
blaðsins um það mál hefir ekki að geyma
nokkurn staf til rjettlætingar sníkjuför lyf-
salans og hlutdeild annara í því fyrirtæki,
varla neitt annað en hin og þessi illmæli og
brigzl til ísafoldar til hefnda fyrir afskipti
hennar af málinu, þar á meðal brigzlyrði fyr-
ir það, að útlendingar hafa lagt í landskjálfta-
samskotin, þó að hvorki blaðið nje samskota-
nefndin hefði farið fram á það!
Garðyrkjufjelagið 1897. Þ. á. árbókar-
bæklingur þess er nýprentaður, ofurlítill garð-
yrkjuleiðarvísir, í smágreinum, eptir ýmsa reynda
garðræktarmenn og þjóðkunna Mest eptir þá f.
landlækni Schierbeek og landfógeta Á. Thorstein-
son, eins og að undanförnu. S. árjettar það sem
Torfi í Olafsdal hefir áður ritað um að eyða arfa
í görðum og bætir við frekari ráðum til þess. A.
Th. ritar um berjarækt (sólber, hindber, stikkilsber og
jarðarber). Loks eru i kverinu 2 greinar eptir
Einar Helgason, hinn efnilega garðyrkjufræðing,
sem nú er í Danmörku að fullkomna sig í sinni
mennt, — önnur um »þang til áburðar®, og hin
um »að skipta um í garðinum«. Bækling þenn-
an, sem er eigulegur, þótt smár sje, fær hver
fjelagsmaður ókeypis, ef hann kaupir matjurtafræ-
fyrir 1 kr.