Ísafold - 06.03.1897, Side 2

Ísafold - 06.03.1897, Side 2
54 Síðan varði hann öðrum 3000 kr. til að breyta því og gera við það. Enn taldi bæði hann og aðrir bezta verð á skipinu. En svo komst það upp, að áta (sveppur), var í viðnum og hafði verið löngu áður en skipið var keypt; varð því að höggva það upp í eldinn. Ny skip eða nvleg þurfa svo lítið viðhald, að þau eru, ef vel tekst, búin að borga verð- ið sitt á nokkrum árum og hafa síðan gefið af sjer nvtt afkvæmi í sinni líkingu á jafn- mörgum árum / viðbót. Svo er um sum skip þeirra Framnesinganna hjer, sem þeir hafa fengið ny eða því sem næst, og gefið fyrir fullt verð eða almennilegt, allt að 10,000 kr., í Danmörku; skip þaðan gcfast optast bezt, — flestir þilskipamenn hjer gert tánskaup þar. Þeim hættir helzt til mörgum við að gang" ast fyrir þvi', sem þeir kalla happakaup, þ. e. lágu verði a allstórum skipum; en brenna sig á því stundum«. »Mundi þáekkihafaveriðfullteinsmikið snjall- ræði af þeim, sem nví eru hjeðan í útvegum um ny þilskip til fiskiveiða, að panta heldur í fyrra efni í þau og láta smíða þau hjer í vetur, þótt fá hefði þurft til þess útlendan hafskipasmið, eða jafnvel 2 slíka, sjeu skipin 4?« »Svo mun mörgum synast, og sízt er jeg á öðru máli í því efni. En hver veit, hvaða »happakaup« þeir kunna að gera. Hjer hafa greidd verið í smíðalaun fyrir »Elínu« fullar 3000 kr. Það er þó nokkur atvinnubót fyrir smiði vora, hvað þá heldur, ef smíðuð hefðu verið hjer 4—5 skip sama árið, enda þótt yf- irsmiðirnir hefðu verið útlendir, sem engin frágangssök virðist vera fyrst í stað, meðan vjer erum að koma oss upp góðum innlend- um hafskipasmiðum á þann hátt, er fyr segir«. »Það var fyrir nokkrum árum talað um í ísafold, að Reykjavík þyrfti og ætti að vera biíin að eignast 100 þilskip um aldamótin. Þau eru ekki komin lengra en upp í 30 nú, að nesinu meðtöldu. Eru nokkur ráð til að auka viðkomuna svo, að hitt megi takast?« »Fyr er gilt en valið sje, og ekki þori jeg að ábyrgjast það. En framtaksleysi er það að kenna og engu öðru, ef mjög langt verður þess að bíða, að vjer verðum búnir að eignast 100 þilskip. Þetta hafa Færeyingar eignazt rúm 60 þilskip á ekki mörgum árum; bættu við sig 16 árið sem leið, á einu ári. Vjer getum hvorki barið við fjeskorti nje manna; það er framtaksleysið, sem bagar. Fjeð er hægt að fá nóg með því rnóti, að gera skipin sjálf að fullgildu veði fyrir land- sjóðsláni til að eignast þau, en til þess þarf ekki annað en hafa þau vátrygð sumar og vetur, í sjóábyrgð á sumrum, cn brunaábyrgð á vetrum. Að vísu er ekki hægt að svo stöddu að hafa nema smæstu skúturnar á þurru landi, með því að setja þær, eins og gert er við opna báta. Stærri skipin reynir það um of, endaóviðráðanlegt, nema með dyrum útbúnaði og áhöldum. Þau verða þv/ að vera á floti allan veturinn, hjer inni í vogum, í meiri eða minni hættu, vegna x'sa og annars, auk þess sem þeim er mjög hætt við að ormjetast hjer, nema eirvarin sjeu; en það er kostnaðarsamt. Það sem vjer þörfnumst, er þurr hafskipakví, og til þess höfum vjer nú augastað á mjög heut- ugumstað,semvelkleyftætti að vera að geran/ti- legan til vetrarvistar handa allvænum fiskiþil- skipaflota. Þá er það fengið, sem þarf til að gera fiskiskútur vorar full-veðgengar, og þá ætti ekki að vera neinn galdur að fjölga þeim við sig, svo að um munaði«. »En fólkið á þau, — verða þá ekki vand- ræði úr því, að fá það nóg, bæði formenn og háseta?« »Hásetum getur naunxast orðið neintx hörg- ull á hjer. Nú fara mörg hundruð manns, jafnvel 1000—2000, á hverju sumri til Aust- fjarða og Vestfjarða að leita sjer atvinnu við aflabrögð, með misjafnlegum árangri. Ætli lakara væri fyrir þá, að ráða sig á þilskip hjer, með ekki lakari kjörum en þar bjóðast, og svo óstopull sem afli á þau er nú orðinn, síðan tekin er upp síldarbeitan ísvarin, og skipstjórar orðnir vanir við að leita uppi fisk- inn hvar sem er við strendur landsins? Hvað formennina snertir, þá er nú orðin íxóg viðkoma af þeim frá Styrimannaskólanum til þess, að hjer má vel bæta við 10 þilskip- um á hverju ári þess vegna. Og þeir eru vel að sjer í siglingafræði, svo er hinum fram- úrskarandi eljumanni fyrir að þakka, er Styri- mannaskólanum stjórnar og mest kennir þar og vandasamast. Það, sem þótt hefir að þilskipaformönnum vorum og þykir enn, nema stöku manni, það er skortur á stjórnsemi og þrifnaði; og er það ein- göngxx af því, að þeir hafa hvorugt átt kost á að læra. Það er hlutur, sem ekki er hægt að kenna í Stýrimannaskólanum; annars mxxndu þeir læra liann þar, þv/ að vel kann forstöðxx- maðurinn hvorttveggja; það svndi hann, með- an hamx stundaði sjó. Það lærist ekki nema á sjó. Það er engin von, að þilskipaformenn, sem hvorugxx hafa vanizt og hvorugt numið, meðan þeir voru hásetar, hafi það til að bera almennt, þegar þeir eru orðnir yfirmenn. Helzta ráðið þv/ til umbóta er, að gera það að lögákveðnu skilyrði fyrir stvrimennsku eða formennskxx á þilskipum vorum, að lxafa verið / förum á útlendum hafskipum tiltekinn tíma, 2—3 missiri. Þar sjá hásetar fyrir sjer og venjast stjórnsemi og þrifnaði, auk þess sem þeir læra þar almennilega nauð- synleg verk og handtök, er að reglulegri farmennsku lúta, t. d. að vera fimir að klifra xxpp / reiða eða aka seglum, st/ma kaðalspotta, og því um 1/kt. Það er dyrt fyrir x'xtgerðar- manninn, að þurfa jafnan að leggja til nyjan kaðal fyrir hvern spotta, sem bilar, af því að enginn á skipinu kann að stíma kaðal- spotta. Hjá skipstjórum á útlendum hafskip- urn læra þeir að hlýða, og um leið að láta aðra hlýða sjer, þegar þeir eru orðnir sjálfir yfirmenn. Oðruv/si læra þeir eigi þá list, en hxin er mjög mikilsverð og ár/ðandi hvar sem er, en hvergi frarnar en á sjó. Til þess þarf einkennilegt sambland af einbeittri alvöru og lempni, sem ekki lærist nema með góðri fyrir- mynd. Sxðan vjer fengum farmannalögin (frá 1890), er engin vorkunn að hafa góða stjórn á þilskipum vorxxm, með skilmálalausri hlýðni. — Um þrifnaðinn slcal jeg ekki fjöl- yrða í þetta sinn. Það hefir opt verið á það mál minnzt áður, stundum nxeð hörðum orð- um, og þó sjaldan of hörðum, býst jeg við«. »Hvernig væri að koma stýrimannaefnum fyrir á herskipunxxnx dönsku hjer við land, eitt sumar, ef þess væri kostur?« »Agætt; mesta þjóðráð. Þar lærðu þeir almennilega stjórnsenxi, þrifnað og nákvæma reglu á hverjunx hlut. Það væri hið nxesta þing. En því rniður er hætt við, að þcir þættust ekki hafa ástæðxxr til þess að vinna þar, kauplaust eða því nær, heilt sumar. Þó ættu þeir að sjá það samt, að það yrði þeim svo mikil meðmæling til góðrar skipstjóra- stöðu á eptir, að vel væx-i tilvinnandi«. »Er ekki hætt við, að landinu misstust sunxir efnilegustu sjómennirnir og ný'tustxx stýrimannaefni, ef þeir gerðust farmenn á útlendum skipum?« »Auðvitað gæti það viljað til um stöku mann. En flestallir mundu þeir koma hing- að aptur, vegna þess, að það er miklu, nxiklu betri staða að vera stýrimaður eða formaður hjer á þilskipum okkar, heldur en háseti í förum annarsstaðar. Meira að segja hærra kaup, sem formenn hafa hjer, heldur en formenn á kaupförum erlendis. Hjer hafa þilskipafor- menn þetta 900—1400 kr. eptir sumarið, 6 mánuði, og geta unnið sjer mikið inn hina 6 mánuðina, ef þeir hafa sig að því, x skipsins þarfir og við önnur störf. Það er ekki al- staðar auðhlaupið að slíkum kjörum«. »Jeg hef lieyrt talað um, að matreiðslu væri nxjög svo ábótavant á fiskiskútum hjer. Mun ekki eitthvað hæft í þv/?« »Svo mun vera, þv/ miður. Enda er það næsta eðlilegt, með þvx að til þessa starfa eru almennt teknir liðljettir unglingar, mis- jafnlega upp aldir hvað þrifnað snertir og annað, og hafandi aldrei á æfi sinni sett upp pott fyrri; en yfirmenn og aðrir skipverjar optast lítt færir um að veita nxikla tilsögn / þeitn efnum, þótt tíma hefðu til eða ástæður; það getur enginn öðrum kennt, er illa kann sjálfur. Það var í fyrra vetur gerð hjer til- raun til að laga þetta; fengin til ágæt mat- reiðslukona (frú M. Z.) til þess að kenna matsveinum á fiskiskútum hjer einfaldan mat- artilbúning eða eldamennsku, mánuðinn áð- ur en skipin áttu að leggja út; var frum- kvöðull þess bankastjóri Tr. Gunnarsson, sem margrar axmarar framfaraviðleitni hjer, ekki hvað sízt einmitt í þessari atvinnugrein, þil- slcipaútvegnxxm; var maturinn, senx þeir bjuggu til, gefinn fátækum, þ. e. leifarnar, sem þeir skildxx eptir; efnið í rjettina og annan kostn- að lögðu útgerðarmenn fram á siun kostnað. Sunxir þeirra skárust þó úr leik, — sögðu að »sínir kokkar kynnu svo vel til mati-eiðslu, að engin kvörtun hefði heyrzt, hvað þá snerti, á s/num skipum, o. s. frv.« »Já, jeg kanuast við það. Jeg talaði í sum- ar við háseta af þessum »sínum skipum«, fyrirtaks-fiskimann, bóndason af myndarheim- ili í sveit, og kvaðst haixn' hafa orðið að fasta hjer um bil allt sumarið fyrir eldaðan mat, sökum þess, hve hann var nauða-illa og ó- geðslega tilreiddur; lifði hann nær á tómu þui’kmeti; var þó engum kræsingum vanur heiman að, heldur þokkalegum mat og óbrotn- um, eins og gerist á góðum bændaheimilum. — En hvei-s vegna er ekki svo þörfu fyrir- tæki haldið áfrarn sem þessum matreiðslu- skóla?«

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.