Ísafold - 06.03.1897, Blaðsíða 3
55
»Jeg veit satt að segja ekki, það liefir ein-
hvern veginn orðið í útideyfum«.
»Hvað segið þjer um sjósókn á opnum hát-
um? Ætlizt þjer til að hætt sje við þá og
eingdngu stundaðar þilskipaveiðar?«
»Fjarri fer því. Jeg tel mestu fjarstæðu
að hugsa sjer það eða halda því fram. Opn-
ii' bátar eru alveg ómissandi fyrir því, hversu
setn þilskipaútvegurinn eykst. Þeir eru kostn-
aðar- og fyrirhafnarminnsta áhaldið til afla-
bragða, þegar fiskur gengur grunnt, og geta
veitt gamalmennum og unglingum ágæta at-
vinnu«.
Ums.jón og fjárliald dómUirkjunn-
Hr. Nefnd sii, er kosin var á síðasta al-
mennum safnaðarfundi hjer í bænum, 31. maí
f. á., en það voru, auk dómkirkj uprests og
sóknarnefndar (Ingj. Sigurðss., Arni Gíslas.,
Helgi Helgason kaupm., Guðm. Einarsson í
Nesi og Jónas Jónsson tómthúsm.), þeir lektor
Þórh. Bjarnarson (safn.-fulltrúi), bankastjóri
Tr. Gunnarsson og yfirdómari Jón Jensson,
til að íhuga og láta uppi álit sitt um, hverju
svara skyldi nyrri nválaleitan frá landstjórn-
arinnar hálfu um, að söfnuðurinn tæki að
sjer umsjón og fjárhald Reykjavíkurdómkirkju,
hefir á fundi 2. þ. m. komið sjer saman um,
að leggja það til sem aðal-uppástungu, að
Reykjavíkursókn taki að sjer umsjón og fjár-
hald kirkjunnar með þeim skilmálum, að
landssjóður greiði í safnaðarins hondur 40,000
kr. til að byggja nyja kirkju, og að auk 300
kr. árlegt tillag, en hafi til afnota og um-
ráða hið gamla kirkjuhús, en ornamenta og
instrumenta kirkjunnar verði safnaðarins eign,
svo og líkhvvsið, og skuld kirkjunnar falli nið-
ur; en sem vara-uppástungu, að söfnuður-
inn taki við umsjón og fjárhaldi kirkjunhar
með 25,000 króna ofanálagi frá eiganda kirkj-
unnar, landssjóði, er auk þess greiði til kirkj-
unnar 300 kr. árlegt tillag, og falli niður
skuld kirkjunnar.
Um þetta mál á nú að ræða og álykta á
almennum safnaðarfundi 8. þ. mán.
Um Skeiðarárhlaupið er ísafold skrifað
úr Öræfum 18. f. m.
»Skeiðará byrjaöi að hlaupa hinn 13. jan.
síðastl. Fór fremur hægt að fyrst, en var að
vaxa í 6 daga. Yar þá að sjá yfir sandinn
og austur með öllum löndum fram af Öræfum
eins og einn fjörður, sá hvergi á dökkan díl.
Akaflega mikla jökulhrönn setti áin fram, frá
jökli og út í sjó, svo hvergi er skarð í, nema
ofurlítið upp við jökul, sem vatnsaflið hefir
hrundið frá. Sumir jakarnir eru hjer um bil
30 ál. háir, og eptir því ummáls.
Um það bil sem áin var fullvaxiu sprengdi
hún fjarskastórt skarð framan af jöklinum;
voru þá ákaflega miklir dynkir, líkt og skrugg-
nr, en mjög þjettir, og var það mikilfengleg-
hr aðgangur, þegar vatnið var að hrinda frá
sjer þessum stóru jökum.
Vegna hlaupsins tepptist pósturinn, sem átti
að fai'a frá Kirkjubæjarkl. og a.ustur, í 8 daga.
Hann verður að fara yfir jökulhrönnina fast
U1>P við jökul, þar sem skarðið er í hana, því
ovinnandi verk er að gjöra veg yfir hrönnina.
Hún er eins og hafís.
Skaptafellsbændur áttu talsvert af rekavið
a fjörum sínum, sem allur gjörsópaðist í burtu«.
Fjársala frá Noregi Einhvern tíma var
þess getið hjor í blaðinu í vetur lauslega, að
Norðmönnum hefði ekki lánazt vel tilraun,
sem þeir gerðu í haust, að útvega sjer nyan
markað fyrir útflutningsfje í Belgíu, til upp-
bótar fyrir enska markaðinn, sem lokað er
fyrir þeim, eius og oss.
Nú er sagt nánara frá tilraun þessari í
norskum blóðum, og það með, að engan veg-
inn sje vonlaust um, að þctta geti blessazt
eptirleiðis.
Það var yfirkonsúll Norðmanua í Antwerpen,
l’. Ottesen að nafni, er hafði eggjað þá á að
reyna þetta. Hann hefir ritað sfðan stjórn-
inni uorsku, að ekki hafi verið fullreynt, hvern-
ig fjeð seldist, með því að koma varð því í
hagagöngu af skipsfjöl, til að fita það, áður
en takandi þótti í mál að bjóða það til slátr-
unar. Auk þess hafi farmurinn, sem kom,
verið ekki góður, fjeð mjög misjafnt, margt
af því miklu rýrara heldur en hann hafði til-
tekið og sagt að vera þyrfti, til þess fjeð væri
útgengileg vara þar í landi. Það þyrfti að
vera með 40—50 punda falli, en margt í þess-
um farmi hcfði verið svo ryrt, að ekki mundi
hafa lagt sig mcira en 24—28 pd. Segir kon-
súlliun, að sauðir með 40—50 pd. falli, meðal-
lagi feitir og þjettholda, mundu þar mikið
útgengilegir, og seljast á 50—54 a. pundið
(1.50—1.60 fr. kilogr.). Kosti sauður, sem
leggur sig á 46 pd., 16 kr. í Noregi, muni
fyrir hanu fást í hreinan ábata um 4'/2 fr.
eða 3 kr. 20 a., að frádregnum öllum kostn-
aði. Rýrt fje, magurt og smávaxið, seljist mjög
illa, en kostnaður allur á því jafnmikill og
vænu fje. Segir konsúllinn löndum sínum,
Norðmönnum, ráð að taka sig í tíma og ala
sauði sína hæfilega til útflutnings, hafa þá
jafnvalda og með þeim holdum, að eklti þurfi
að ala þá neitt, er þeir ltoma af skipsfjöl,
heldur megi slátra þeim þá þegar. Er hann
þeirrar skoðunar, að þá muni fjársala til Belgíu
reynast Norðmönnum allvel ábatasöm.
Sýning i Björgvin 1898. Það á að
verða iðnaðar-, landyrkju- og listasýning fyrir
Noreg, samfara almennum búnaðarfundi inn-
lendum, hin 10. í röðinni, en auk þess al-
heims-fiskisýning, og steudur allt sumarið, frá
16. maí til 30. septbr.
Hvaöanæva
Ráðvönd stjórn! Það er kunnugt, að
yngsta stórveldinu, konungsríkinu Italíu, ligg-
ur við gjaldþroti. En ekki er það allt með
felldu. Ríkið hefir árum saman eða tugum
ára haft þá stórþjófa við stjórnarvöld og em-
bætti, að sumir segja að ríkið mundi skuld-
lítið og álögur á þjóðinni ekki þyngri en hófi
gegndi, ef þeir hefðu ekki verið. Ríkissjóður
hefir verið látinn gjalda tvöfalt og þrefalt
fyrir járnbrautarlagning, brúargerð og önnur
meiri háttar alþjóðleg mannvirki heldur en þau
hafa kostað, og mismunurinn runnið í vasa
þeirra, er fyrir þeim hafa staðið. Algengt er
að vísu, að kostnaður til þess konar fyrirtækja
fer eitthvað fram vir áætlun og það til muna
stundum; en á Ítalíu kvað mega kalla það
fasta reglu, að þar skakki um helming eða
meir, og höfðu menn lengi vitað vel, að það
var eigi einleikið. Hið nýja ráðaneyti kon-
ungs, þeir Rudini og hans fjelagar, hafa tek-
ið sjer fyrir hendur, að ganga almennilega
milli bols og höfuðs á þeim ósóma, og hefir
margt ófagurt upp komizt, síðan þeir tóku
við völdum. Járnbraut ein, milli Eboli og
Potensa, sem átti að kosta 23 miljónir franka,
hafði kostað 38 milj. Onnur braut, milli
Parma og Spezia, átti að kosta 46 miljónir,
en kostaði 119! Þá hafði verið áætlað og veitt
til 12 járnbrautarstúfa með nýjustu gerð 255
milj., en látnar kosta 579 milj. Ráðgjafarnir
og skrifstofulýður þeirra ljeku sjer að þvi að
láta ríkissjóð borga fyrir sig lijer um bil hvað
setn þá fýsti, jafnvel gimsteina þá, er þeir
I gáfu fylgikonum sínum. Einu sinni fjekk einn
' ráðgjafinn sjer ávísaða 30,000 franka fyrir ný
salerni; þau voru aldrei útveguð, heldur fór
fjeð til hinna mörgu lagskvenna hans. Um
kennslumálaráðherrann er sagt, að hann hafi
varið fjárveitingu, sem ætluð var til ellistyrks
fátækum kennaraekkjum, til leikhúss-dans-
kvenna. Þá reiknaði verzlunarráðaneytið sjer
20,000 kr. á ári fyrir penna og 5000 fr. fyrir
náíar! 1500 fr. fyrir gólfsól'la og 100,000 fr.
einu siuni fyrir nýjar gólfábreiður í hýbýli sín
og skrifstofur.
Feitar nýar sauðarsiður eru til sölu í
íshúsinu handa útgjörðarmönnum miklu ó-
dýrara til skipanna en svínsflesk.
Góö og- liæg jörð
við Borgarfjörð er föl. Taða 200 hestar. Úthey
1—2 þús. hestar, allt nautgæft. Mótak dá-
gott. Hestaganga á vetrum. Dálítil silungs-
veiði. Laxveiðivon. Aðflutningar sjerlega
hægir á sjó og landi. Semja má uni kaupin
við Gísla Isleifsson, málfærslum. í lieykjavík.
Samtíel Ólafsson,
Vesturgötu 55 Reykjavík
pantar nafnstimpla,
af hvaða gjörð sem beðið er um.
Skrifið mjer og látið
1 krónu
fylgja hverri stimpilpöntun.
Nafnstimplar eru nettustu
Jólagjafir og sumargjafir.
Til heimalitunar viljum vjer sjerstak-
lega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti,
er hlotið hafa verðlaun, enda taka þeir öllum
öðrum litum fram, bæði að gæðum og litar-
fegurð. Sjerhver, sem notar vora liti, má ör-
uggur treysta því, að vel muni gefast. — I
stað hellulits viljum vjer ráða mönnum til að
nota heldur vort svo nefnda »Castorsvart«, því
þessi litnr er miklu fegurri og haldbetri en
nokkur annar svartur litur. — Leiðarvísir á
íslenzku fylgir hverjum pakka. — Litirnir fást
hjá kaupmönnum alstaðar á Islandi.
Buchs Forvefabrik,
Studiestr. 32, Kbhavn Iv.
Samkvæmt skiptalögum 12. apríl 1878 og
opnu brjef; 4. janúar 1861. er hjer með skor-
að á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi
Arna Eyþórssonar kaupmanns, sem andaðist
hjer í bænum 2. þ. m., að lýsa kröfum sínum
og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Reykja-
vík áður 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birt-
ingu þessarar innköllunar.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 25. febrúar 1897.
Halldór Daníelsson.
Með því að bú Finns kaupmanns Finnssonar
hjer í bænum hefur í gær verið tekið til skipta-
meðferðar sem þrotabú eptir kröfu skuld-
heimtumanna hans, er hjer með samkvæmt
skiptalögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4.
janúar 1861 skorað á alla þá, er telja til
skuldar hjá nefndum kaupmanni, að lýsa krof-
um sínum og sanna þær fyrir skiptaráðand-
anum í Reykjavík áður en 6 mánuðir eru
liðnir frá síðustu (3.) birtingu þessarar inn-
köllunar.
Bæjarfógetinn í Reykjavílc 19. febr. 1897.
Halldór Daníelsson.
Samkvæmt skiptalögum 12. apríl 1878 og
opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skor-
að á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi
ekkjunnar Guðrúnar Gísladóttur (frá Elliða-
vatni) sem andaðist hjer í bænum 31. f. m.,
aðlýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skipta-
ráðandanum í Reykjavík áður en 6 mánuðir
eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar inn-
köllunar. Með sama fyrirvara er skorað á
erfingja hinnar látnu að gefa sig fram og
sanna erfðarjett sinn.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 25. febrúar 1897.
Halldór Daníelsson.