Ísafold - 06.03.1897, Blaðsíða 1
Kemurútýmisteinu sinnieða
tvisv.í viku. Yerð árg.(90arKa
minnst) 4kr.,erlendis 6 kr.eða
l'/ídoll.; borgist fyrir mið.jan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD
Uppsögn (skritieg)bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefandafyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er í
Austurstrœti 8.
XXIV. árg.
Innlendar þilskipasmíðar og
þilskipaútvegur vor.
Fyrir fám dögum hefir Helgi kaupmaður
Helgason lijer í bænum hrundið á flot þriðja
hafskipinu, er hann hefir sjálfur smíðað, og
því svo stóru og myndarlega gerðu í alla
staði, að enginn er eptirbátur góðra og gildra
útlendra hafskipa. Það er að skynbærra
nianna dómi fullt eins eigulegt skip og knerrir
þeir, enskir, danskir eða norskir, er þilskipa-
útvegsmenn vorir eru að keppast við að eign-
ast, og þykjast gera góða ferð, ef þeim tekst
að komast yfir, fyrir fullt eins mikið verð og
kostað hefir að smíða þessa skútu hjema í
fjörunni í Reykjavík.
Þetta er því merkisviðburður í sögu þil-
skipaútvegs vors, og eigandi skipsins og yfir-
smiður, tjeður kaupmaður, fyrir það merkis-
maður, mikill nytsemdarmaður í voru þjóð-
fjelagi. Það er opt látið talsvert yfir minna
afreki og miður líklegu til að verða oss ham-
ingjudrjúgt til frambúðar.
Þetta nýja skip er 30 smálestir, þ. e. farm-
rúmið í því, og er það talin fullnóg stærð á
fiskiskipum hjer, til þess að þau geti farið
allra sinna ferða og sótt hiklaust á hvaða
fiskimið sem er kring um landið, hvort held-
ur er grunnt eða djúpt.
Hr. H. H. byrjaði þilskipasmíðatilraunir
sínar 1893, á smáskútu, 12 smálesta, er hann
nefndi »Stíganda«. Það tókst allvel og skipið
lánaðist vel, varð furðu-fiskisælt, þótt ekki væri
stærra en þetta.
Tveim árum síðar, 1895, lauk hann við
hið næsta, »Guðrúnu«, helmingi rúmtaks-
meira en hitt, 24 smál. Því hefir eiunig
farnazt vel og orðið til þess, að hann hjelt
áfram og færði sig enn upp á skaptið.
Efnivið fekk hann í fyrri skipin eptir pönt-
un. En í hið þriðja, »Elínu«, lceypti hann
sjálfur efnið í fyrra vor í Norvegi og Dan-
öiörku, og notaði þá ferð um leið til þess að
kynna sjer rækilega ymislegt, er að hafskipa-
smíði lvtur, — vann sjálfur þar að þeirri iðn
ineð fram. Að öðru leyti hefir hann smíðað
shipin öll 3 eptir uppdrætti (í bók kapt.
Hreehsels fiskifræðings, þess er hjer kom
fyrir fám árum), stækkað mælikvarðann hæfi-
'cga; og hefðu ekki allir leikið það eptir.
Ekki eru þetta að vísu fyrstu tilraunir til
Þ'lskipasmíða hjer á suðurlandi — nyrðra hefir
leUgi nokkuð verið við þær fengizt eitthvað —;
en það hafa verið súðbyrðingar, þessi fáu þil-
skip, er hjer hafa verið smíðuð áður, og þau
°fursmá, raunar iítið ánnað en stórir róðrar-
úátar með þilfari í. Bezta skipið af því tagi
hjör mun vera »Litli-Geir« (Th. Thorstein-
sons). Framförin er sú hjá hr. H, H., að hans
skip eru ekki súðbyrt, heldur veggbyrt (kra-
Reykjavik, laugardaginn 6. marz 1897.
14. blað.
velbygget), eins og öll almennileg hafskip eru,
og er meðal annars mildu traustara. Við
hið fyrsta skipið, »Stíganda«, hafði hann mót
af innviðunum, til þess að beygja borðin eptir,
en síðan reglulega lútakistu. Vana og góða
bátasmiði hefir hann haft við smíðarnar með
sjer, þá Otta Guðmundsson og Jón Þórðarson,
o. fl.
Með því að ólíkum mun meira er varið í
vit þeirra manna á einhverjum hlut, er sjálfs
sín reynslu og framkvæmd hafa við að styðj-
ast, heldur en bollaleggingar annara, ekki sízt
hinna og þessara ritsmiða, sem gjarnt er á að
fimbulfamba út í bláinn, langt fyrir ofan jörð-
ina og utan, þá hefir ísafold sætt þessu færi
til að útvega sjer og flytja lesendum sínum á-
lit þessa manns, hr. H. H., á ýmsum mikils-
verðum atriðum, er snerta þilskipaútveg vorn.
Hann (hr. H. H.) hefir nú orðið reynslu í
þeirri atvinnugrein hátt uppi í vora eldri þil-
skipaútvegsmenn, en bæði smíðavitið umfram
þá m. m„ og óháðari sjón á mörgum mikils-
verðum atriðum þar að lútandi, heldur en þeir,
sem langur vani hefir gert samgróna jafnt því,
sem miður fer og umbóta þarf, eins og hinu.
»Haldið þjer ekki að snjallara ráð væri að
fá fullnuma og reyndan hafskipasmið útlend-
an heldur en að vera að basla við þá, sem þá
iðn hafa ekki numið, þótt náttúruhagir sjeu
og góðir bátasmiðir? Verður ekki verkiðbæði
betur gert og ód/rra með því móti, þótt kaup
sje hátt?«
»Sjálfsagt væri það svo, ef slíkur smiður
hefði nóg verkefni lijer. En hann er of dýr,
ef hann hefir ekki meira að gera en að vera
yfirsmiður að einni skútu annaðhvort ár. Það
er gallinn á þess konar mönnum, að þeir geta
ekkert gert annað, ekki nema þetta eina verk,
sem þeir hafa numið, og verða að ganga iðju-
lausir, þegar það þrýtur. Væri þó ekki sje
nema 2 þilskip höfð hjer á stokkiun á hverju
ári, mundi slíkur maður hafa nóg að gera.
Mjer þótti of mikið í ráðizt að panta hann,
þegar jeg byrjaði. Jeg varð að þreifa mig á-
fram hægt og hægt. Enda höfðu fáir trú á,
að nokkurt vit væri í að ætla sjer að smíða
hjer almennileg hafskip, áhaldalaust og efni-
viðarlaust öðru vísi en að sækja allt slíkt hand-
an um haf og kaupa dýrum dómum. Urðu
fleiri til að skopast að heimsku minni en örva
migtilframkvæmda. Núvirðistnær full reynsla
fengin fyrir því, að hugmynd mln hafi rjett
verið og vel framkvæmanleg, og nú ættu fleiri
að verða til að taka hana upp. Þá væri meira
en hægt að hafa nóg að gera handa fullkomn-
um hafskipasmið, sem svo auðvitað hefði aðra
sjer við hönd, er hann segði til og vendi við
iðn þessa, þangað til þeir yrðu sæmilega fær-
ir í henni. En þó væri að mínum dómi öllu
hyggilegra að láta vel haga menn innlenda og
vana bátasmíð fara utan og nema iðn þessa,
hafskipasmíð, á góðum stað. Þeir verða oss
notadrýgri til frambúðar«.
»En þurfa þeir ekki býsna langan tíma til
að verða fullnuma og jafnsnjallir dugandi haf-
skipasmið útlendum?«
»Nei. Tvö—þrjú missiri eru nóg, ef þeir
eru vel náttúruhagir og vanir bátasmíð undir.
En dráttlist þurfa þeir að kunna, eða læra
hana í ferðinni; það er öldungis ómissandi«.
»Veitir ekki rosknum mönnum það erfitt,
svo að haldi komi?«
»Nei; það má vel takast með sæmilegri
greind og áhuga«.
»Verður ekki nauðsynlegt, ef nokkur veig-
ur á að verða í innlendri hafskipasmíð, að
koma hjer upp almennilegri smíðastöð, með
bakkastokkum, geysistórum smíðaskálum o.
s. frv. 1«
»Nei, þess þarf alls ekki. Meira en nóg
að hafa eitthvert skýli fyrir smiðina að vera
inni í á vetrum eða í rigningum. Skipið sjálft,
sem verið er með, má gjarnan vera undir ber-
um hinnii; það er bagalaust, einkum ef haft
er það lag, að koma sem fyrst í það þilfarinu.
Jeg hefi komið á útlendar smíðastöðvar, þar
sem svo er til hagað. Nokkurs konar bakka-
stokka er gott að hafa að vísu, þegar skipin
stækka, til þess að eiga hægra með að koma
þeim á flot, en þeir mega vera lítils háttar og
mjög kostnaðarlitlir. Hinu mikli munur flóðs
og fjöru gerir margt hægra viðfangs í þeirri
grein hjer en víða annarsstaðar«.
»Hvernig hafa hin útlendu þilskipakaup
hjer reynzt yfirleitt?«
»Uppogniður. Sum vel, sum ekki, — eink-
ura hafi kaupendur gengizt mjög fyrir lágu
verði. Hættulegt, að láta ginnast á gömlum
skipuin ódýrum; þau þurfa dýra viðgerð á
hverju ári, og eru þó orðin ónýt fyr en var-
ir. Það er eins og að kaupa reiðhest nær tví-
tugan, af því að hanu fæst fyrir hálfu minna
verð en 6—8 vetra. Hann er fóðurdýr, hálf-
ónýtur og hefir eltki nema 2—3 ár til að
vinna af sjer verðið sitt. Eins er um gömul
skip. Það er varla svo lágt á þeim verðið, að
ekki sje skaðakaup. Auk þess er ákaflega
örðugt, ef eigi óklejdt, að ganga úr skugga
um leynda galla á gömlum skipum, eða raun-
ar á aðfengnum skipum yfir höfuð, ef ekki
eru alveg ný. Smíði maður slcipið sjálfur og
velji í það allt efni, smátt og stórt, þá veit
maður hvað maður á.
Það er örskammt á að minnast, að kaup-
maður einn lijer í bænum keypti nokkuð gam-
alt skip allvænt fyrir einar 3000 kr. og þótt-
ist gert hafa hin mestu happakaup, — það-
hafði verið skoðað vandlega, hátt og lágt, af
tilkvöddum mönnum og hafskipasmíðafróðum.