Ísafold - 10.03.1897, Side 2
58
iSisvinnu — ekki ræktað Bessastaðaland. En
ætli þinginu þyki þá ráölegt að láta lands-
sjóð fara að búa á Bessastöðum með vinnu-
fólki og ráðsmanni? Það mundi þykja vafa-
samur gróðavegur. Auðvitað mætti leigja
einhverjum jörðina og hafa í skilmálum að
Itann seldi spítalanum afurðir hennar, mjólk
og kjöt. Kjöt getur Bessastaðabóndi naum-
ast selt ódyrara en aðrir sveitamenn, — og
aðalsparnaðurinn við það, að hafa spítalann á
Bessastöðum, ætti þá að vera í því fólginn, að
mjólk yrði ódyrari þar en inn frá, en þetta
getur aldrei gert stóran mun, því að mat-
vælakostnaður verður ekki nema rúmur */3 af
öllum ársútgjöldum, og af þessum '/3 er apt-
ur mjólk lítill hluti — og þar að auki getur
þessi munur líka horfið, því að Rauðarártún
geta fóðrað svo margar kyr, að nóg mjólk fá-
ist handa spítalanum. Er það lítið umstang
að annast 4—5 kyr, — lítið á við stórbúskap
á Bessastöðum. Hjer við bætist svo, að allur
útlendur varningur verður dýrari, þegar hann
er kominn á Bessastaðahlað, heldur en heim-
fluttur að Rauðará. í áætlun minni um út-
gjöld spítalans hefi jeg gert ráð fyrir, að fæði
handa hverjum holdsveikum kosti 30 aura á
dag — matreiðslukostnaður ekki með talinn —.
Þessi tala er bygð á fæðiskostnaðinum í spí-
tölum Norðmanna og samanburði á matvöru-
verði þar og hjer.
Það væri illa gert, að heimta af bankastjór-
anum sönnun fyrir því, að daglegt fæði hvers
sjúklings geti orðið 15 aurum ódýrara á Bessa-
stöðum en á Rauðará.
Ástæðurnar fyrir því, að farið er fram á að
hafa spítalann á Rauðará, eru þessar:
Þar verður byggingarkostnaðurinn minnstur.
Rjett hjá spítalastæðinu bezta grjótnáman, sem
menn þekkja hjer nærlendis; grjótvinna og öll
byggingavinna yfir höfuð ódýrari í Reykjavík
en annarsstaðar.
Þar verða ársútgjöldin minni en lengra
burtu. Aðflutningur á allri útlendri vöru,
matvælum, kolum o. s. frv. ódýrari. Vinnu-
kraptur í þarfir spítalans líka í heild sinni
ódýrari, -—- bæði læknir spítalans og fjehirðir
geta búið í bænum og haft önnur störf á
hendi. Yfirumsjón á spítalanum þarf að vera
nákværn; hún verður miklu hægust og ódýr-
ust, ef spítalinn er á Rauðará.
Holdsveikisspítali á Rauðará er stór fengur
fyrir læknaskólann. Læknaskóli án spítala er
og verður jafnan ómynd. Landsspítali hauda
40—50 sjúklingum væri stór umbót, — en
er þó of lítill fyrir læknakennsluna.
Holdsveikum mönnum eru kvillagjarnt.
Ymsir innvortis og útvortis sjúkdómar eru
miklu tíðari á þeim en öðrum mönnum.
Banamein þeirra er mjög opt ekki holdsveik-
in sjálf beinlínis. Þess vegna verður margt
að læra fyrir læknaefnin í þessum spítala.
Allir þeir, sem á annað borð vilja halda
við líði innlendri læknakennslu, verða af fremsta
rnegni að stuðla að því, að landsspítali verði
reistur í Reykjavík og holdsveikisspítalinn á
Rauðará, eða annarsstaðar rjett við bæinn.
Læt jeg svo þessu máli lokið að sinni, í
þeirri von, að bankastjórinn, scm jeg að mínu
leyti tel meðal mestu og beztu framfaramanna
vorra, hugsi sig betur um og komist að þeirri
niðurstöðu, að holdsveikisspítalinn sje annars-
staðar betur kominn en á Bessastöðum.
Rvík 7/s—97. G. Björnsson,
Ólafsdalsskólinn og búfræði Z.
Eptir
Sig. Þórólfsson.
I.
I 7. kafla greinar um: »Framfarir vorar«
eptir Z í 9. nr. »Fj.kon.« þ. á. er athugaverð-
ur pistill um Olafsdalsskólann; vil jeg því
biðja yður, lir. ritstjóri, að ljá línum þessum
rúm í yðar heiðraða blaði.
Höf. segir meðal annars: »Jeg hefi fyrir
mjer skólaskýrsluna (frá Ólafsdal) 1888—89.
Þá eru 12 piltar í skólanum. Jeg tek náms-
tíma þeirra í staðinn fyrir 6 pilta í 2 ár; það
verða jafnmörg dagsverk. Bóknámið er tal-
ið alls 1222,5 dagsverk. Þá sjest, hve lang-
án tíma hver út af fyrir sig hefir til bók-
náms, þegar 1222,5 er deilt með 12, er verða
101,9=17 vikur. Námsgreinar eru 10 með
dönskunni; hefir þá hver út af fyrir sig til
jafnaðar 1,7 viku fyrir hverja námsgrein«.
Það, sem athugavert er við þenna reikning
hjá höf. er, að námstími pilta er hjer talinn
helmingi styttri en hann í rauninni er, sam-
kvæmt sky'rslunni og skal jeg nú sýna aðsvoer.
Skólanum er skipt í 2 deildir, yngri og
eldri, og í skólanum voru 12 piltarárið 1888—
89, sem skýrslan er yfir. Gerum svo, að jafn-
margir piltar (6) hafi verið í hvorri deild;
skiptum því til helminga 1222,5 dagsverka-
tölunni, sem gekk til bóknáms í skólanum
frá 1. nóv. 1888 til 14. maí 1889; koma þá
á hverja deild 011 ’/4 dagsv. Deilum því svo
með piltatölunni, 6, og koma þá um 102
dagsv. á hvern pilt eða 204 dagsv. í 2 vetur,
skólatímann. Það verða þá um 34 vikur, sem
hver piltur hefir til bóknáms, í stað 17 eptir
reikningi höfundarins. Það verður sama út-
koman á reikningi höf. á dagsverkafjölda, sem
hver piltur hefir til verklegs náms, jarðyrkju-
starfa. Það verða 15 vikur, en ekki ^'/a'dka,
eins og höf. segir. Hannsleppir að telja skepnu-
hirðingu, heyvinnu og verkfærasmíði með
verkleguin störfum !!
Höf. hefir víst ekki lært reikning hjá þess-
um sárfáu mönnum á landi voru, sem hann í
6. bl. »Fj.kon.« í 4. kafla greinar sinnar um
framfarir vorar segir að kunni að kenna reikn-
ing, svo að gagni komi, því að þá mundi
hann ekki hafa farið að deila með 12 í dæm-
inu hjer að framan, og talið svo útkomuna
þann dagsverkafjölda, sem hver piltur í skól-
anum hefði haft til náms allan námstímann.
En það get jeg fullyrt höf., að enginn af
þeim piltum, sem samtíða mjer hafa verið í
Ólafsdals- og Flensborgarskólum, mundu að
afloknu prófi hafa flazkað svona á viðlíka
reikningslegum athugunum, eins og höf. ger-
ir, og er hann þó með lærðaskóla- og presta-
skólaprófi. En það eru búnaðar- og gagn-
fræðaskólapiltar,Isem höf. segir í greininni að
melti ekki neitt af því, sem þeir læri í skól-
unum.
Höf. segist fela það hverjum kennslufróð-
um manni að dæma um það, hve miklir gagns-
munir|jverði að því til frambúðar, að kenna
alþýðumönnum 10 námsgreinir á 17 vikum.
En nú er það komið upp úr kafinu, að það
eru 34 vikur, sem varið er til 10 námsgreina.
Og fel jeg það þá sömuleiðis hverjumkennslu-
fróðum manni að dæma um, hvort það muni
fjarri sanni, að læra megi dável 1 námsgrein
á 18 dögum, viðlíka þungar eða umfangs-
miklar og þær, sem höf. þykja ekki auðveld-
ar af þeim, sem kenndar eru í Ólafsdal, sem
sje eðlisfræði (300 bl.síður), efnafræði (183 s.)
og húsdýrafræði (30G s.).
í lærða skólanum hjer í Reykjavík er kennd
eðlisfræði eptir sömu bók. Hún er kennd 3
tíma í viku í 5 bekk í hjer um bil 30 vikur,
sem lesið er undir kennsln. Eptir 30 vikna
kennslu er lítið eitt eptir af bókinni, viðlíka
og sleppt er úr henni í Ólafsdal. Nú geri
jeg 1 kl.stund til þess að lesa undir liverja
keunslustund, og er það vel í lagt. Verða
það þá 2 stundir á dag þrisvar í viku, sem
hver piltur hefir til eðlisfræðisnáms; í 30 vik-
ur 180 stundir. Það verða tæp 14 dagsverk,
sem ætluð eru til þessarrar námsgreinar, ef
13 stundir eru lagðar í dagsverkið, eins og í
Olafsdal, eða 4 dagsv. minna en varið er til
hverrar námsgreinar þar. Jeg tók eðlisfræð-
ina einungis; en líkt mun vera hlutfallslega
löngum tíma varið í lærða skólanum til ann-
arra námsgreina. En samkvæmt ályktun höL
er eðlisfræðin í Ólafsdal ein af erfiðustu náms-
greinunutn. Af þessum samanburði sjest, að
engu minna sje hverjum pilti í lærða skólan-
anum ætlað að læra en piltum í Olafsdals-
skóla á jafnlöngum tíma.
Höf. mun nú segja, að piltar lærða skólans
sjeu betur undirbúnir, menntaðri, en búnaðar-
skólapiltar, og hafi því meiri not af kennsl-
unni. Já, rjett er nú það. En piltar í bún-
aðarskólum eru venjulega miklu þroskaðri en
í lærða skólanum, og það mun vega upp á
móti menntuninni hjá þeim. Það má ganga
að því vísu, að námshæfileikaruir sjeu upp og
niður líkir hjá piltum í báðum skólum.
Jeg vil spyrja höf.: er það sennilegt, að
búnaðar- og gagnfræðaskólapiltar viti t. a. m.
minna eða melti minna af því, sem þeir hafa
numið, eins og höf. segir, heldur en piltar frá
æðri skólunum í því, sem þeir hafa numið,
þegar þess er gætt, að vitnisburðir við alla
skólana eru upp og niður, hæfileikar piltanna
sömuleiðis, námið í hlutfalli við tímann mjög
líkt; kennarar og prófdómendur gefa einkunn-
ir jafn-samvizkusamlega. Er það þá ekki úr
lausu lopti gripið, sem höf. segir um þetta?
Það verður hann að játa. Það eru sleggju-
dómar einstakra alþýðumenntunar-óvina.
Not ður-Múlasýslu (Vopnaf.) 15. jan.: »Hjer
er nú mjög tiðindalítið; fiskiafli hætti fremur
snemma hjer í haust, en þó mnn afli hafa orðið
hjer í góðu lagi í sumar, þótt sumum snnnlend-
ingum hafi ef til vill orðið aflinn ódrjúgur, og
þó að líkindum orðið meiri brögð að þvi annars-
staðar fremur en hjer ú Vopnafirði, því að Yopn-
firðingum fórst vel við sina menn.
Taugaveiki stakk sjer niður á Vopnafirði i
haust, enmeð mjög vægu móti; fengu sýkina 7—8
menn, en enginn dó; nú virðist hún útdauð, þar
sem hún hefir hvergi gjört vart við sig i rúman
mánuð, og þykir gott ef svo væri.
Tíðarfar má heita hreint dæmalaust, optast að
heita þíður og þerrir og heiðríkja og alauðjörð,
og í dag voru + 8° R, með sterkum sunnanvindi,
sem endaði með hlýrri vorskúr. Allar okkar
hlákur hjer eru sem sje með suðvestanvindi og
hezta þerri, og við þá veðurátt hregður okkur
sunnlendingum mikið, sem erum vanir sunnlenzku
skúrunum.«
Skagaflrði (Höfðaströnd) 28. jan.: Það her
sjaldan við, að frjettapistill sjáist í blöðunum úr
þessu bygðarlagi.
Síðan um veturnætur hefir verið alrauð jörð,.
að eins gránað í rót, þar til 24. þ. m. að gerði
norðaustan-hriðarkast, er stóð í 2 daga; eigi að
siður er snjólaust, og er þetta óvanalegt hjer, í
jafn-snjóþungri sveit. Menn hljóta því að kom-
ast vel af með hey, þótt mikilgæf sjeu.
Bráðapestin hefir að vanda gert vart við sig,
drepið viða nokkrar kindur, og sumstaðar allt að
20, og á einum'bæ nálægt 30. Þetta er því til*
finnanlegra, sem hjer er víðast hvar fátt um sanð-