Ísafold - 17.03.1897, Blaðsíða 1
Kemurútýmisteinusinnieða
tvisv.í viku. Verð árg.(90arka
minnst) 4kr., erlendis 5 kr.eða
l’/adolí.; borgist í'yrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda íyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er f
Austurstrœti 8.
XXIV. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 17. marz 1897.
17. blað.
Póstskip (Laura, kapt. Christianscn) kom
t gærmorgun. Hafði tafizt að vanda á Fær-
eyjurn, 5 daga. Farþegar hingað: Björn Guð-
tnundsson múrari, Geir Zoega kaupmaður,
Friðrikkaupm. Jónsson, Jón Jónssonkapt. í Mels-
húsum; kandídatarnir Helgi Jónsson og Krist-
ján Kristjánsson, stúdent Jens B. Waage,
Verzlunarmennirnir Hannes Thorarcnsen og
Páll Snorrason.
Póstnieistarinn, (0. Finsen) dáinn, 2. þ.
mán., af hjartaslagi.
Vetrarharka mikil á Norðurlöndum og
víðar á þorranum, eða frá 20. jan. fram í
miðjan febrúar, bæði grimmdarfrost og snjó-
komur miklar. Tálmuðu ísalög mjög ferðum
og flutningum.
Ófriður í Mið.jarðarliafi. Stórveldin tjáðu
Grikkjastjórn 3. þ. mán., að frekara vildu
þau eigi láta ganga í kröfum af hálfu Krít-
eyinga en að þeir fengju nokkurs konar tak-
markað sjálfsforræði, en lánardrottin verði
þeir að eiga í Miklagarði, eins og að undan-
förnu. En lið sitt og flota skuli Grikkir hafa
kvatt heim frá Krít á 6 daga fresti. Af þeim
fresti voru 5 dagar liðnir, er póstskip fór frá
Skotlandi, og ekkert svar komið frá Aþenu
(höfuðborg Grikklands); en búizt við, að
Grikkir muni alls eigi láta undan, og er þá
meiri von tíðinda.
Stórveldin sammála í orði kveðnu, en sund-
nrlynd undir niðri, að fullyrt er, og er mælt,
að Rússar og Þjóðverjar vilji beita hörku við
Grikki, en Englendingar, Frakkar og Italir
ekki. 011 alþýða manna á Englandi Grikkj-
Um sinnandi af heilum hug, og allir frelsis-
vinir á Frakklandi og Italíu slíkt hið sama.
Menn mega búast við ýmsum stakkaskiptum
þar og víðar, ef til fullkomins ófriðar dregur.
Af Kríteyingum sjálfum það að segja, að
úppreisnin þar heldur áfram, og vegnar upp-
misnarrnönnum víðast betur. A hinu leyti
höfðu Tyrkir og Grikkir mikinn viðbúnað þar
sem koma saman landamæri þeirra og efldu
liðsafnað af mesta kappi.
Laiidsgufuskipið, Vesta, lagði af stað
frá Khöfn 1. þ. mán., eins og til stóð, með
nýjurn skipstjóra, I. 0. Svensson, »dugandi
sjómanni og lipurmenni«; hinum fyrv. skip-
stjóra, Corfitzon, veitt hörð ofanígjöf fyrir
iiáttalag hans í síðustu ferðinni, bæði af far-
Mjóra og stjórn hins sameinaða gufuskipafje-
Mgs, og vikið frd stöðu hans. Skaðabóta-
lnál af hálfu kaupm. B. Sigurðssonar að eins
úbyrjað.
Gufubátsferðir Austfirðinga. Hr. stór-
kaupmaður Thor. E. Tulinius í Khöfn bofir
þær á hendi þetta ár, eins og í fyrra, og á
báturinn að fara 6 ferðir milli Siglufjarðar og
Mornafjarðaróss, á tímabilinu frá 1. maí til
^4. sept., með 23 viðkomustöðum öðrum, og
auk þess 3 aukaferðir til Reykjavíkur, og
eina til Sauðárkróks. í áætlun skipsins, sem
birtast mun í næsta bl., er »Bremnæs« nefnt
til ferða þessara, en í dönsku blaði, »Söfarts-
tidende«, 11. f. mán., er sagt frá, að hr.
Tulinius hafi keypt nýtt gufuskip til Islands-
ferða, »Hjalmar«, 3.30 smál., smíðað 1891 í
Gautaborg.
Pjárútflutningar á fæti. Kaupmanna-
samkundan í Kaupmhöfn er að semja við
Landbúnaðarfjelagið danska um að koma á
flutningi á íslenzkum sauðum til Jótlands til
kappeldis þar og slátrunar, í því skini að
flytja kjötið þaðan nýtt til Englands. Auk
þess er farstjóri D. Thomsen að hugsa um að
koma á fjárflutningum til Belgíu og Frakk-
lands, með tilstyrk hr. Louis Zöllners; ráð-
gerir hálft í hvoru að bregða sjer til Dun-
kerque, Lille og Paris til þess að grennslast
eptir, hvernig muni vera markaður þar fyrir
ísl. fje.
Faxaflóagufubátur. Hr. B. Guðmundsson
múrari gerði góða ferð til Noregs og á nú
vísa von á gufubátnum hingað síðast í næsta
mánuði. Báturinn ber yfir 80 smál. (er 142
smál. brutto) og heitir nú »Reykjavík« (áður
»Tönsberg«).
Enn þá um holdsveikisspítalann.
Hei-ra hjeraðslæknir G. Björnsson hefir í
ísafold, 15. tbl., svarað grein minni um það,
»Hvar holdsveikraspítalinn á að standa«. Það
er rjett, að skoða málið frá báðum hliðum; við
það getur málið skýrzt betur. En satt að
segja hafði jeg búizt við betri upplýsingum
fyrir almenning frá svo skýrum manni. Jeg
er hræddur um, að líkt fari fyrir sumum eins
og rajer, að þeir eigi erfitt með að skilja og
samrýma sumar ástæður hans. Hann hafði
köllun til þess að skoða málið frá öllum lilið-
um frekar en nokkur maður annar hjer á
landi. Hann fjekk fje úr landssjóði til að
kynna sjer málið og verða forgöngumaður
þess.
Meðal annars segir hr. læknirinn: »Menn
þekkja einungis einn veg til þess að út-
rýma holdsveiki, og hann er sá, að taka sjú k-
lingana úr náinni sambúð við heilbrigt
fólk«. »Að holdsveikin sje næmur sjúk-
dómur, má telja fullsannað«. »Holdsveikis-
spítalarnir hafa tvennt að vinna: að veita
hjúkrun þeim, sem eru örþjáðir af veikinni,
og hýsa þá, sem hættast er við að beri veik-
ina á aðra«.
Mjer getur ekki betur skilizt, en að allt
þetta sje öflug meðmæli með þeirri skoðun,
sem jeg hefi áður skýrt frá, að spítalinn þurfi
að vera á afskekktum stað, og það sje mjög
óhyggilegt, að setja holdsveikraspltalann þjett
við Reykjavík, þar sem hvergi á landinu eru
jafnmargir menn saman komnir á lítinn blett,
og þess vegna verst að verjast samgöngum
milli sjúkra og heilbrigðra. Læknirinn segir
með berum orðrum, að safna eigi frá öllu
landinu í| spítalann þeim, sem hættast er
við að beri veikina á aðra, og að holds-
veikinni verði því að eins útrýmt úr landinu,
að fjrrirbyggð sje náin sambúð sjúkra og
heilbrigðra.
Jeg held nærri því að hr. lækninum hafi
fundizt sama og mjer, að þetta allt væri mínu
máli til stuðnings, en hans málstað til falls,
því að nú snýr hann við blaðinu og segir:
»Sjúklingunum (í Björgvin) er leyft að ganga
inn í bæinn, þegar þeir vilja; þeim er aldrei
neitað um útgönguleyfi«. »0g liví skyldi
maður vera strangari við þessa veslingi en
þörf gjörist ?« »Dr. Armauer Hansen sagði,
að menn vissu ekkert dæmi þess í 40 ár, að
spítalasjúklingur hefði sýkt nokkurn bæjar-
búa«. »En til frekari fullvissu er það mitt
ráð, að sjúklingunum verði ekki leyft að fara
inn í bæinn daglega, og fáum einum í senn«.
Jeg ætla að leyfa mjer að segja með allri
kurteisi, að þetta er óhyggilega mælt og með
lítilli framsýni. Þó að þetta eigi líklega að
veikja minn málstað, þá veikir það hans mál
miklu meira. Það er beint gegn því, sem
hann er að berjast fyrir.
Hr. lækninum er það tvennt áhugamál, að
holsveikisspítali verði settur á stofn, og að
hann standi á Rauðará. En hann getur geng-
ið að því vísu, að þegar haun í grein sinni
er búinn að segja, að í spítalann verði safnað
þeim, »sem hættast er við að beri veikina á
aðra«, og svo eigi að gefa þeim leyfi til
»að fara inn í bæinn«, þótt eigi sje daglega,
þá rísa bæjarbúar upp með þeim stormi móti
því að spítalinn standi á Rauðará, að læknir-
inn fær eigi rönd við reist, enda er þeim ekki
láandi, þó að þeir sjeu t. d. hræddir um börn
sín, sem ekki hafa vit á að verjast hættunni.
Þó er hitt enn þá óhvggilegra, þar sem
hann skýrir frá og á að vera máli hans til
stuðnings, að þrátt fyrir daglegar samgöngur
heilbrigðra og holdsveikra manna frá spítal-
anum hafi enginn sýkzt í 40 ár.
Eins og eðlilegt er, vill ólæknisfróð alþýða
vita hreint og beint: er holdsveikin næm og
hættuleg, eða er hún það ekki ? Hún segir:
»Vjer viljum kljúfa þrítugan hamarinn og
leggja á oss nauðsynlegan kostnað til þess að
reisa spítalann og halda sjúklinga á honum,
ef veikin er mjög hættuleg; en ef svo er, að
veikin sje ekki hættulegri en læknirinn segir,
þá held jeg sje bezt að spara þann mikla
kostnað, sem af spítalahaldi leiðir, og láta allt
standa við það sem verið hefir«.
Mjer er mjÖg annt um, að holdsveikraspí-
talinn komist upp, bæði aumingja-sjúkling-
anna vegna og hinna heilbrigðu, sem eiga á
hættu að veikjast sjálfir. Jeg trúi því, að
veikin sje næm og að sjúkir geti sýkt heil-
brigða, svo að mjer þætti það mjög illa fara,
ef læknirinn hefir með óvarlegri meðferð máls-
ins veikt áhuga landsmanna á að stofnsetja
spítalann. En jeg voua, að þetta verði skoð-
að sem ritað meira af kappi en alvöru og
fyrirhyggju.