Ísafold - 17.03.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.03.1897, Blaðsíða 2
66 Fyrir þær sveitarstjómir, sem álíta að holds- veikin sje næm, hl/tur þaS að vera mjög þungbært hlutverk, að skylda heimilisfeður til að taka á sitt heimili holdsveika menn, lieim- ilisfólki öllu sárnauðugt; en enn þá sárara er það fyrir húsráðendur að þurfa að hlyða þeirri skipun, að taka sjúklinginn, sjáandi hættuna, að eitthvert af börnum hans eða skylduliði fái þessa hrvllilegu veiki. En hjá þessu verður ekki komizt, nema spítalinn sje stofnaður. Jeg vona, að þetta verði þyngra á metunum en áðurnefnd ummæli læknisins, svo að almennur áhugi ekki dofni að stofna spítalann. Það er ekki huggunarríkt fyrir hina holds- veiku aumingja, sem lesa grein hr. læknisins, þar sem hann segir: »Menn þekkja einungis þann eina veg til þess að litryma holdsveik- inni, að taka sjúklingana úr náinni sambúð við heilbrigt fólk». Þetta er sama sem að segja: veikin er ólæknandi; hjer er engin bata-von. Jeg held að betra sje, sjúkling- anna vegna, að hafa slík ummæli í sinn hóp, en ekki opinberlega í blaði. En fyrir mig eru þessi ummæli ágæt og styrkja minn mál- stað, þar sem jeg hefi áður haldið því fram, að nóg væri að hafa kandídat af læknaskól- anum við spítalann. Sje veikin ólæknandi, þarf ekki að halda dyran lækni eða »spesía- lista« til stöðugrar veru í spítalanum, heldur málátasjer nægja að fylgjavísindalegum rann- sókuum helztu lækna í Noregi. Enda mun hr. lækninum ekki koma í hug að hann sje »spesíalisti« í holdsveiki, þó að hann hafi ferðazt mánaðartíma í Noregi. Herra lækninn langar mjög til að vita, hve- nær jeg kom til Björgvinjar; mjer finnst það ekkert koma málinu við, en líklega skoðar hann það eins og fleira öðru vísi en jeg, og skal jeg því segja honum, að jeg kom til Björgvinjar 1878 með skipi frá Englandi og 1881 beint frá Islandi; var þar í 3 og 5 daga, og eitt sinn í heimboði á »Millionbakken«; heyrði jeg þá, að mönnum þótti leiðinlegt að búa í nálægð við spítalann; var þó minni á- stæða til þess þá heldur en nú, síðan sannað er að veikin sje næm, sem þá var ekki kunn- ugt. Að 4—5 kyr sje nægilegar handa 60—70 mönnum er fjarstæða, sem gamlir búmenn brosa að, og eigi er það minni fjarstæða, að fæði handa sjúklingunum kosti ekki meira en 30 a. á dag, það er 8—10 a. minna en tukt- húsföngunum er ætlað. Jeg held að jeg hætti fljótlega að mæla með því, að spítalinn sje stofnsettur, ef það er áformið að fara ver meS holdsveiku mennina í mataræði en fangana í tukthúsinu. Mjer er jafnannt um heilsu manna á Alpta- nesi og í Reykjavík, en jeg hefi þá skoðun, að hættan vegna samgangna sje minni þar, sem 400 menn búa, heldur en 4000 manna, einkum þegar spítalinn stendur á svo af- skekktum stað, að ekki er hægt að komast landveg þaðan, nema á litlu svæði í eina átt. Hr. læknirinn telur það nauðsynlegt, að holdsveikraspítalinn standi á Rauðará vegna læknaskólans. Það er líklegt, að nokkurt gagn yrði að þvx fyrir læknaefnin; en kostn- aðarmunurinn er svo mikill, hvort spítalinn stendur á Rauðará eða á Bessastöðum, að það væri meira en tilvinnandi að veita nemendum í fjárlögum dálítinn styrk til að ferðast að Bessastöðum, þegar þeir vilja vera við lík- skurð eða sjá sjerstök veikindi. Nú er það -orðin hátízka, að menn þurfa að fá styrk úr landssjóði til að snúa sjer við. Loks vill læknirinn leiða rök að því, að ó- dýrara verði að byggja spítalanu á Rauðará en á Bessastöðum. Hvernig getur staðið á því, að kostnaðarminna sje að byggja nýtt hús frá grunni, heldur en að hressa við tvö stæðileg steinhús með dálitlum breytingum? En jeg skal ekki þrátta hjer um það; þetta sjest bezt á sínum tíma, þegar kostnaðaráætl- anirnar verða lagðar fram yfir nýju bygging- una á Rauðará, og viðgjörðarkostnaðinn og húsabreytinguixa á Bessastöðum. Engum kem- ur líklega til hugar, að rífa niður íbúðarhús- ið á Bessastöðum, til þess að byggja aptur dýra og háreista höll lianda hinum holdsveiku aumingjum, sem flestir eru vanir við moldar- hreysi. Þeir geta verið ánægðir með lierberg- in, ef þau að eins eru hreinleg og loptgóð. Spítalinn mun verða ærið kostnaðarfrekur, þótt allur sparnaður sje við hafður. Ein af aðalástæðum læknisins er sú, að árs- ixtgjöld spítalans verði minni á Rauðará en á Bessastöðum. En munurinn í gagnstæða átt er svo mikill, að jeg vil ekki deila um slíkt hjer, en jeg vil í allri vinsemd segja honum, að það er lífsómögulegt, að sú hugsun geti sprottið upp í höfði reynds og hyggins bú- manns, að hafa stórbú eða framfærslustofnun fyrir 60—70 manna á Rauðará, og jeg þori að spá með því með vissu, að hann fær elcki eitt einasta atkvæði fyrir því, að reisa fram- færslu-stofnun á Rauðará fyrir reikning lands- sjóðs lijá nokkrum hyggnum búmanni, sem situr á þingi í sumar og þekkir, hve mikið þarf að leggja í bú til ársviðurværis 15—20 rnanna, auk heldur 60—70 manna, og enn- fremur þekkir, hversu miklu drýgra er í búi það sem búið sjálft gefur af sjer, heldur en ef hann væri svo gott sem í þurrabx'ið og þyrfti að kaupa allar þarfir heimilisins til margra manna fyrir peninga. Öll landareign Rauðarár er minni en txxnið á Bessastöðum, og þó helmingur þar af ónýtt land, mýri og urð, svo að þar verö- ur ekki hleypt út lax eða öðrum skepnum, nema í landareign annai’ra, og hana svo rót- nagaða af gripunx Reykjavíkur, að haglaust er seint í ágústmánuði, og reyndar aldrei hagi fyrir kýr. Ef hinir hyggnu forfeður vorir, sem völdu Skálholt, Hóla og klaustrasetin til framfærslu mörgu heimilisfólki, litu upp úr gröf sinni og sæju, að vjer í lok 19. aldar ætluðum að reisa stóra framfærslustofnun fyrir 60—70 nxanna fyrir landsins reikning á Rauðará, þá mxindu þeir hrista höfuðin yfir því, hve hyggindum hefði hnignað í landinu. Hvorki á klaustra- eða biskupssetrunum vorxx fleiri til heimilis en ætlazt er til að verði í holdsveikisspítalanum, en þó voru nefnd stórbú ekki nægileg til framfærslu heimilunum, og þurfi því að hafa miklar tekjur af klaustra- og stólsciguum. Hvað mundi verða á Rauðará í þessu efni? Það stendur alveg á sama, hvort bústjórinn stjórnar búinu fyrir eigin reikning eða lands- ins. Það er jafnnauðsynlegt að velja staðinn hyggilega, hvaö landsnytjar snertir; í hvoru- tveggja tilfellinu sparast framfærslufjeð fyrir þá, sem í spítalanxim erxx. Það er enn þá óhugsað, sízt fullráðið, hvar á að taka framfærslueyri sjúklinganna, hvort hann greiðist úr landssjóði að nokkru leyti eða engu, en eigi er ólíklegt, að hlutaðeigandi sveitarfjelög og vandamenn greiði framfærslu- kostnaðinn að miklu leyti, þegar eignir sjúkl- ingsins hrökkva eigi. Meðal þessarra eru margir hyggnir búmenn, sem sjá glöggt, að framfærslukostnaðurinn verðxir miklu meiri á Raxxðará en á Bessastöðum, svo að hr. læknir- inn fær þar til viðbótar fjölmennan flokk og öflugan á móti sjer. Jeg ætla ekki að rita frekara um þettamál; jeg læt þetta nægja, þangað til ef jeg kem á alþingi í sumar. En áður en jeg lýk máli rnínxi, get jeg eigi orða bundizt að benda á, með læknisins eigin orðum, sem áður eru til- færð, hve málið er fyrir honum eins og í þokxx. Eptir að haun hefir getið þess, að holdsveikum mönnunx í Björgvin sje aldrei neitað um leyfi að ganga úr spítalanum inn í bæinn, af því að engin dænxi sjeu þess, að aðrir hafi sýkzt af þeim, þá segir hann: »En til frekari fullvissxx er það ráð mitt, að sjúk- lingunum verði ekki leyft að fara inn í bæ- inn daglega, og fáum einum x' senn«. Eptir þessu er það hættulaust að fáir holds- veikir menn hafi samgöngur við Reykjavíkur- búa, en getur verið hættulegt, ef þeir eru nokkxxð margir í senn. Það getur líka verið hættulegt, ef hinir holdsveiku fara dag- lega inn í bæinn, en hættulaust, ef þeir fara. þriðja og fjórða hvern dag. Er það nxx ekki hörmulegt, að skýr og góð ur maður, sem ætlar að vera forgöngumaður þessa máls með leiðbeiningum sínum, skxxli líta svo á það, sem að framan er sagt? Herra kaupm. B. Kr. hefir ritað grein í síðasta tbl. »íslands«, sem jeg sje ekki ástæðu til að svara; hún er af sama toga spunnin, sem margar aðrar greinar hans, og ástæðxxr lx'kar. Tryggvi Gunnarsson. Ölmususóttina minnist merkur maðxxr norðanlands á með þessum orðum: »Þetta er lítil upphæð [landskjálptagjafir], en til afsökunar máheimfæratilvor þessi orð: »Yjer erum fáir, fátækir, smáir«.—En fátæklingarnir eiga ávallt að getasýnt viljann, viljanntilaðgjöra eitthvað sjálfir, en sækja eigi allt til annarra. Mjer þykir vænt um greinar yðar (í ísaf.) um »ölmususóttina íslenzku«; þær voru sann- arlega orð í tíma töluð, einnxitt nxx, og ágætt ginkefli upp í þá, sem aldrei vilja leggja fram eyrisvirði til xxppbyggingar ættjörð sinni og þjóð, heldur ætlast til að öll viðreisn vor úr vesalmennskunni komi frá öðrum (útlöndum). Ölmususóttin er of algeng sýki á landi vorxx, og það þarf áhrifamikil meðul til þess að út- rýma henni og mörgum öðrum þjóðmeiixunx vorum. — Hafi þeir þökk, er gjöra lækninga- tili-aunirnar, en hinir óþökk, er vilja ala og magna sýkina í líkama þjóðarinnar«. Mjóafirði (eystra) 1. fehr.: »Hjer hefir verið alveg síldarlaust eystra i vetur, það sem af er. Bráðafár hefir verið að gera töluvert vart við sig. Yeðrátta hin bezta síðan löngu fyrir jóla- föstu; nú með jólakomunni hefir brugðið til stirð- ari tiðar og snjókomu. Milli nýjárs og þorra urðu menn vel fiskvarir, en langsóttur var fisk- urinn. Norskir livalveiðamenn fengu lijer i sumar er leið leigt »pláss« til að byrja hjer að reka hvala- veiðar sinar, og eru mjög skiptar skoðanir manna um, hve affarasælt það húsetuleyfi verðí. Sumir segja, að þeir muni verða til happs fyrir sveit- ina með sveitarútsvörum sínnm og hvalsölu, og jafnvel atvinnu, en snmum lízt miður á: þeir muni draga vinnukrapt frá innlendum, auka sóðaskap og ef til vill slai’k i sveitinni, og, það sem verst sje, fari gjörsamlega með fiskiútveg landsmanna; að minnsta kosti segist löndum þeirra, Norðmönnum, svo frá sjálfum, að þeir sjeu þar alstaðar í öll- um veiðistöðum taldir »vargar í vjeum«; og sje svo, að þeir með hvaladrápi sinu eyði aðalbjarg-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.