Ísafold - 27.03.1897, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.03.1897, Blaðsíða 1
.KemurútýnnsteinusinniP&a tvisv.íviku. Verö árg.(90ttrka minnst) 4kr.,erlendis5 kr.eða l*/» doll.; borgist í'ýrir miðjan júli (erlendis fyrír fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustota blaðsins er i Austurstræti 8. XXIV. árg. Reykjavik, laugardaginn 27. marz 1897. 20. blað. Tvö kvæði úr óprentaðri sögu eptir Einar Hjörleifsson. Vornótt. Vi8 nemum ei staðar, en höldum ei liart, því huga minn töfrar svo margt, svo margt i íslenzku vornœtur yndi. Það ætti að vera á annari eins stund, að elskunnar minnar jeg kæmist á fund, «f hana’ eg í heiminum fyndi. f*að bærist ei blað fyrir vindi. Mjer virðist nú eins og viti mín önd, hvernig vorið sín ástar og nautnar bönd 'im víða veröldu bindi, «g friðarins vættir um fjöll og dal nú fylgi’ okkur hvert sem vera skal, i dagnóttu dreymandi syndi. Það bærist ei blað fyrir vindi. Nú allt finnst mjer vera svo inndælt og ljett, hver einasta gata, sem fara skal, sljett, til eilífðar hyggst jeg verða’ ungur. 'Iá, hvað manni verður nú hugljett og rótt! Hver hugsar á annari’ eins dýrðarnótt Um urðir og kletta og klungur og jarðföll og jökulsprungur? En nóttin og leiðslan þær líða hjá og ljósrákin teygir sig austur frá «em grænblár og gullbryddur lindi. Við nemum ei staðar — ho ho ho! — on hröðum ei ferðinni. — Sko, nei sko — nú er sólskin á sjerhverjum tindi. i’að bærist ei blað fyrir vindi. Sundin lokuð. -ieg sótti’ hana heim um sumardag að sunnan í frægasta leiði, þá söng mjer gleðiljóð dansandi dröfn og dýrð- lega sól skein í heiði. Nú ísi lokuð eru’ öll mín sund og aldrei kem jeg á hennar fund. Pví sigli jeg einn út á æginn "m ískaldan vetrardaginn. '*ug veit ekki, hvar jeg get helzt fundið land, nje hvernig áttum er varið, svo báran verður að bera mig hvert sem bát- urinn helzt getur farið. hað þýtur í lopti og þokan er köld °S það er nú enda komið kvöld. hvert á að halda yfir æginn l,ö> helkaldan vetrardaginn ? úorðanvindurinn beljar og blæs og blóðug- haddan sjer skautar. ^vo stíga þau saman hinn stiglanga dans og stýrimann reyna til þrautar. Svo döpur er skemmtun við drafnar söng, þá dagur er stuttur og nóttin löng. Guð flytji nú fleyið um æginn um fárkaldan jökuldaginn. Landsgufuskipið Vesta, skipstjóri i. O. Svensson, kom hingað í gærmorgun fyrstu ferð sína frá Khöfn og umhverfis land, 2 dögum á undan áætlun; hafði gengið ferðin mætavel, komið á alla viðkomustaði og hvergi tafizt, nema á Siglufirði eitthvað á 3. sólar- hring vegna kafaldsbyls. Fjöldi farþega með skipinu hingað, um eða yfir 50 alls, þar á meðal sýslum. Ben. Sveinsson, bæjarfógeti og sýslum. Hannes Hafstein á ísafirði með frú sinni, sýslum. Lárus Bjarnason í St.hólmi með frú sinni, Holger kaupm. Clausen frá St.hólnii, nokkrir kaupmenn aðrir að norðan og vestan m. fl. Fullfermi hafði »Vesta« hingað til lands, að sögn, að kolaforða talsverðum meðtöldum; vör- ur mestar til Seyðisfjarðar og ísafjarðar; töluvert á aðrar hafnir ýmsar, en mjög lítið á sumar. Mikill fjöldi farþega með skipinu hafna á milli norðan-lands og vestan, um eða yfir 300 á að gizka samtals á ferðinni kringum laudið. Prýðisvel látið af hinum nýja skipstjóra: maður mjög ötull og skyldurækinn, ágætur sjómaður, einbeittur og þó lipur. Aflabrögð- Fyrirtaksafli austanfjalls. Þríróið á dag þar, á Stokkseyri og Loptsstöð- um (og Eyrarbakka); um og yfir 100 í hlut á dag, af þorski og feitri ýsu. Misfiski í Garðsjó, í netin; sumir fáa fiska á skip, en aðrir mörg hundruð. Fiskur held- ur djúpt þar enn. Ein fiskiskútan (Stjerno, B. Guðm. múrara) kom inn í gær hingað með 9,000; miklu meira sjálfsagt, ef ekki hefði komizt í beituþrot. Af upsa hefir veiðzt fyrri part vikunnar í Hafnarfirði 130—140 tunnur, í vörpur. Tíðarfar yfirieitt mikið gott kringum land allt. Hjer er þessa daga einmuna-vorblíða. Einar Hjörleifsson ritstjóri hefst enn við á Korsíku, og getur ísafold flutt hinum mörgu vinum hans hjer á landi þá gleðifregn, að heilsa hans er á mikið góðum batavegi, að því er hann skrifar sjálfur 10. þ. mán. Fyrirlestur um ísland flutti dr. Þorvaldur Thoroddsen í vetur 10. febr. í Kristjaníu, í landfræðingafjelaginu þar, eptir beiðni þess, og var gerður að mikill rómur. Nokkru síð- ar flutti síra Júlíus Þórðarson, sem dvelur í Noregi í vetur, einnig fyrirlestur um sama efni eða líkt í Stúdentafjelaginu í Kristjaníu, og var einnig vel látið yfir. Af sögum Gests Pálssonar (Þrjár sögur, Rvík 1887) hefir norsk þýðing verið prentuð í vetur í Kristjaníu-blaðinu »Verdens Gang« neðanmáls. Vesturheimsferðar-saga dr. Valtýs Guð- mundssonar í siðasta hepti »Eimreiðarinnar« er mikið vel sögð, skýrlega og skemmtilega, meðal annars virðist lýst rjett og hlutdrægn- islaust lífinu meðal Vestur-lslendinga og hög- um þeirra, það sem kynni höf. af því náði til með ekki lengri dvöl en hann hafði þeirra á meðal í sumar. Fjárbaðanir og lögreglustjórn vor. Af fundarskýrslum amtsráðanna, sem birtar eru í Stjórnartíðindunum árið sem leið, sjest, að þau öll (amtsráðin) hafa tekið til umræðu nauðsyn á skoðunum og böðunum á sauð- fje á vetri þessum og, að heita má undan- tekningarlaust, látið það álit sitt í Ijósi, að æskilegt og nauðsynlegt væri, að amtmennirn- ir fyrirskipuðu skoðanir og baðanir um allt lind. Hvorki lög frá 5. jan. 1866 um fjár- kláða og önnur næm fjárveikindi, og heldur ekki sveitarstjórnarlögin frá 4. maí 1872 leggja amtsráðunmn á herðar neinar skyldur viðvíkj- andi útrýmingu á fjárkláða eða öðrum næm- um fjársjúkdómum; það sýnir því, að ráðun- um hefir þótt þetta áríðandi velferðarmál þjóðarinnar, sem það líka er, úr því þautóku það til umræðu. Sízt mun þurfa að efa að forsetar amtsráðanna, amtmennirnir — hafi sinnt þessum áskorunum; að minnsta kosti skrifaði amtmaðurinn í Suðuramtinu sýslumanninum í Kjósar- og Gullbringusýslu þessu viðvíkjandi 21. ágúst f. á. og lagði fyr- ir hann, að láta fram fara skoðanir og baðanir í sýslunni, sem skyldi lokið fyrir lok nóvem- bermánaðar, ásamt fleiri fyrirskipunum að því lútandi. Ekki lagði sýslumaður þessi málið á hilluna, því 27. s. m. sendi hann öllum hrepp- stjórum í sýslunni eptirrit af þessu amtsbrjefi með áskorun sinni að farið sje nákvæmlega eptir því. Tel jeg víst, að amtmaður hafi á sama tíma lagt þetta fyrir alla sýslumenn í þeim sýslum í Suður- og Vesturamtinu, sem baðanir áttu fram að fara í; og að þeir hafi aptur tafarlaust tilkynnt skipun þessa hrepp- stjórunum, sem áttu að sjá um framkvæmdir þessara fyrirskipuðu baðana og skoðana. Verð- ur þá því ekki borið við, að ekki hafi verið nægur tími til stefnu fyrir fjáreigendur að afla sjer baðmeðala og að öðru leyti að búa sig undir hið fyrirskipaða bað. Ekki mun held- ur hinn ungi og ötuli amtmaður Norðlend- inga hafa lagzt undir höfuð að fyrirskipa um þetta, því svo er að sjá, sem amtsráð Norð- uramtsins hafi rætt þetta mál ýtarlegast og gjört nákvæmastar fyrirskipanir um það. En hvernig hefir nú þessu verið hlýtt ? Og hverjar hafa framkvæmdirnar orðið ? Um það eru auðvitað engar opinberar skýrsl- ur mjer cða öðrum almenningi kunnar; en fregnir berast bæði úr nær- og fjærliggjandi hjeruðum um, að þær hafi næsta ófullkonmar verið, ekki nú í febrúarmánaðarlok farið að baða í ýmsum hreppum utan á stöku bæ og jafnvel í sumum hreppum enga skepnu.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.